Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1995, Qupperneq 56

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1995, Qupperneq 56
FRÉTTASKOTIÐ 562*2525 Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 562 2525. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greið- ast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. RITSTJÓRN - AUGLÝSINGAR - ÁSKRIFT - DREIFING: 563 2700 BLAÐAAFGREIÐSLA 0G ÁSKRiFT ER 0PIN; Laugardaga: 6-14 Sunnudaga: lokað Mánudaga: 6-20 Þriðjudaga - föstudaga: 9-20 BEINN SÍMI BLAÐA- AFGREIÐSLU: 563 2777 KL 6.SLAUGAft0ACS-0G MANUDAGSMOflG ÞJA LAUGARDAGUR 6. MAÍ 1995. Heimsmeistarakeppnin í handknattleik hefst á morgun í Laugardalshöll. í gær mátuöu landsliðsmennirnir nýja búninga sem leikið verður í á HM. Á myndinni eru þeir Gunnar Beinteinsson og Geir Sveinsson. Af svip þeirra má ráða að ætlunin er að taka vel á í komandi leikjum íslenska liðsins. DV-mynd BG Islenska landsliöiö endanlega valiö fyrir HM sem hefst á morgun: Besta lið okkar í dag - segir Þorbergur Aöalsteinsson landsliösþjálfari „Þetta er besta lið okkar í dag, það er engin spurning," sagði Þorbergur Aðalsteinsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, í gær en þá tilkynnti hann endanlegan leikmannahóp ís- lands á HM í handknattleik. Leikmennirnir eru: Markverðir: Bergsveinn Berg- w—sveinsson, UMFA, Guömundur Hrafnkelsson, Val, og Sigmar Þröst- ur Óskarsson, KA. Aðrir leikmenn: Bjarki Sigurðsson, Víkingi, Dagur Sigurðsson, Val, Ein- ar Gunnar Sigurðsson, Selfossi, Geir Sveinsson, Val, Gunnar Beinteins- son, FH, Gústaf Bjarnason, Haukum, Jón Kristjánsson, Val, Júlíus Jónas- son, Gummersbach, Konráð Olavs- son, Stjörnunni, Ólafur Stefánsson, Val, Patrekur Jóhannesson, KA, Sig- urður Sveinsson, Víkingi, Valdimar Grímsson, KA. Landsliðið æfði í morgun en kl. 14 í dag heldur það Jjl Hótel Arkar í Hveragerði þar sem hðið mun dvelja meðan á keppninni stendur. Fyrsti leikur íslendinga er gegn liði Bandaríkjanna á morgun kl. 20 í Laugardalshöll. Síðan eru leikir á þriðjudag og miðvikudag. Samningaviðræöur um samstarf Kringlu og Borgarkringlu: Stef na að einni yf irstjórn - viðræöumar langt komnar, segir Þorgils Óttar Mathiesen „Það er takmark okkar að selja húseignina. Með aukinni samvinnu við Kringluna verður eignin sölu- vænlegri. Við stöndum núna í við- ræðum, sem eru langt komnar, um aukna samvinnu við nágranna okk- ar. Hugmyndin gengur út á að gera þetta svæði að sameiginlegum versl- unarkjarna með einni yfirstjórn og ná þannig fram sparnaði og hagræð- ingu,“ sagði Þorgils Óttar Mathiesen, stjórnarformaður Kringlunnar 4-6, sem á verslunarhæðir Borgarkringl- unnar, í samtali við DV. Verslunarhúsnæði Borgarkringl- unnar á 1. og 2. hæð hefur verið til sölu um nokkurt skeið eftir miklar hremmingar í rekstri. Stærstu lánar- drottnar - íslandsbanki, Iðnlánasjóð- ur og Iönþróunarsjóður - eiga hús- næðið og leigja það starfandi versl- unum. -PP Scháferhundur réðst á tíkina Snoppu og drap hana: Klippti á hálsinn með skoltunum „Við hjónin vorum á gangi með tík- ina okkar gegnum byggingarsvæði í Mosahlíð þegar við komum auga á stóran scháferhund. Þegar hann varð var við okkur rauk hann á lapp- ir, kom eins og elding niður eftir til okkar og stökk beint á Snoppu. Hann greip hana með framfótunum, sneri henni við, klemmdi hana undir sig og khppti á hálsinn á henni með skoltunum. Hún var dauð á sek- úndu,“ segir Elís Stefánsson. Elís var ásamt konu sinni á heilsu- bótargöngu á mánudaginn var í Hafnarflrði þar sem þau búa. Heimil- ishundurinn Snoppa, 11 ára tik af Beagle-kyni, sem er minkahunda- kyn, var með í fór og lýsir Elís viður- eigninni svo: „í öllum látunum stökk konan mín á bak hundinum og reyndi að sveigja hausinn á honum frá með því að toga í ólina. Ég fór aftur fyrir hann og reyndi að sparka í hann en við vorum eins og flugur utan á honum og réð- um ekkert við hann.“ Málið var kært til lögreglunnar í Hafnarfirði. Eigandi scháferhunds- ins féllst á að lóga honum enda ekki í fyrsta skipti sem hann réðst á sér smærri dýr, þó aldrei með slíkum afleiðingum. Elís segir greinilegt að scháferinn, sem einnig var tík, 6 ára gömul, hafi aðeins haft eitt markmið - að drepa „bráðina" - hann hafi ekki sýnt Snoppa var „dauð á sekúndu". neina tilburði til að leika sér. Ekki er ljóst hvort þarna var um blending að ræða eða hreinræktaöan scháfer- hund. Elís hvetur eigendur stórra hunda til að gæta þeirra sérstaklega með þetta í huga. Hann þakkar fyrir að þarna hafi ekki barn orðið fyrir barðinu á hundinum. -pp Noröurá: 160 milljóna tilboði Péturs haf nað „Það er rétt að ég hef fengið bréf frá stjóm veiðifélags Norðurár í Borgarfirði og þar er mínu tilboði í ána hafnað þó það gefi landeig- endum við Norðurá miklu meira en þeir hafa núna fyrir ána,“ sagði Pétur Pétursson í samtali við DV. Stjórn veiðifélags Norðurá hafn- aði tilboði hans í ána sem átti að færa landeigendum 160 milljónir næstu fimm árin. „Málið er ekki tapað ennþá. Það verður haldinn fundur í veiðifélag- inu næsta fimmtudag og það eru 42 eigendur við ána sem eiga rétt á setu á fundinum. Á þeim fundi get- ur allt gerst. Menn eru allt annað en ánægðir í Norðurárdalnum meö að stjórnin hafnaði tilboðinu," sagði Pétur. LOKI Áfram (hikk!) ísland! Veðrið á sunnudag ogmánudag: Svalt í veðri Á sunnudag og mánudag verð- ur norðaustanátt, víðast kaldi. Fremur svalt í veðri, einkum á mánudag og má búast viö vægu næturfrosti víða um land en hiti verður á bilinu 1-6 stig yfir dag- inn, mildast suðvestan til. Norð- austanlands verða lítils háttar él en víða bjart veður í öðrum landshlutum. Veðrið í dag er á bls. 61 TVÖFALDUR1. VINNINGUR 1 ANDSSAMBAM) ÍSI.. RAF\ KUKTAKA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.