Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1995, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1995, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 6. MAÍ 1995 39 Erum við kannski farnir að skjóta yfir markið? Erum við kannski orðnir meðferðarfíklar. „Mér leiðist þetta heilsu- ræktarbull" Síminn hringdi um nótt hjá Nökkva lækni. Svefndrukkinn svaraði hann hringingunni og ur- raöi ókvæðisorð í tólið. „Ert þú þessi Nökkvi læknir," spurði glað- hlakkaleg rödd. „Já,“ sagöi Nökkvi hvasst. “Hvað viltþú?" Maðurinn svaraði að bragði: „Hvernig stend- ur á því að þú ert svona fúll? Þú sem sífellt predikar einhver lífs- sannindi og vísar okkur leið til ei- lífrar hreysti og lífsgleði. Svo ertu manna fúlastur í síma.“ Nökkvi neri augun, leit á klukku og spurði aftur hvað maðurinn vildi. „Mig langaði til að ræða við þig dr. Hress,“ sagði maðurinn. „Éger orðinn svo leiður á þessum grein- um þínum; þessu sjálfumglaða bulli sem sett er fram eins og algild sannindi. Annars ert þú ekki einn um þetta. Guðspjall dagsins fjallar um mataræði, líkamsrækt, heilsuf- ar, vítamín, megrunarkúra og reykingar. Öll vikurit og glans- tímarit skrifa um lækningar og heilsurækt. Ég las í gær grein sem hét: „Læknaðu kvefið með hnet- um“ og aðra sem kallaðist „Helltu sírópi í hárið til að koma í veg fyr- ir skalla." Þar eru gefin holl ráð hvernig lækna skuh rauða hunda, afbrýðisemi, glóðaraugu, vampíru- bit, skotgrafahita, kólumbíska lungnapest, gin- og klaufaveiki og ýmislegt fleira sem enginn hefur heyrt talað um. Allt er hægt að lækna með því að vera jákvæður, horfa á Hemma Gunn og éta ein- hver vítamín." Aðmaðurtali nú ekki um matar- kjaftæðið Hann hélt áfram: „Svo er ég orð- inn hundleiður á öllu þessu matar- kjaftæði. AUt á t.d. að læknast með trefjum. Þeim sem éta trefjar er lofað langlífi, hamingju og eilífri æsku. Læknar segja að trefjaríkt fæði komi í veg fyrir hægðatregðu, hjartasjúkdóma, andremmu, ástar- sorg og höfuðverk. Það er eins og allir trúi á þetta rugl. Auk þess á maður að éta alls konar snefilefni; málma, selen, ginseng, gjarðajárn, stál, kopar, vítamín og gróðurmold. AUs konar jólasveinar koma fram í fjölmiðlum til að vitna um þessi undraefni. „Ég var náttúrulaus og heyrnar- laus með fótasveppi en eftir tveggja vikna kúr með vítavínblöndu dr. Knollbauers hurfu allir sveppir, líf færðist í þreyttan lim og ég fór að heyra allt sem mér var ekki ætl- að.“ Já, ég orðinn leiður á þessu kjaftæði. Svo eiga alUr að fara út að hlaupa. Það er bæði boðskapur þinn og skóverslana og skófram- leiðanda. Enginn getur hlaupið nema á skóm með fjaðurmögnuð- um ofursóla með loftpúðum og Álaeknavaktiniú Óttar Guðmundsson læknir miðsólastyrkingu sem kosta a.m.k. 12000 kr. og íþróttagalla sem kostar annað eins. Annars virðist ekkert ýkja skemmtilegt að hlaupa. Aldrei hef ég séð brosandi skokkara. Það eru allir með skeifuna niður á axUr í litríku göUunum sínum á flottu skónum. Þetta er ömurlegt lið sem óprýðirborgina." Bækur og greinar um selvfölgeligheder Maðurinn tók sér málhvíld. Nökkvi reyndi að malda í móinn en maðurinn hélt áfram: „En leið- astur er ég þó á bókum og greinum eins og þínum þar sem sífellt er verið að kenna 65 leiðir til að byggja upp sjálfstraustið, 134 aðferðir til aö bjarga hjónabandinu, 76 æfingar til að þjálfa magavöðvana og vinna bug á streitu og 101 leið til að efla jákvæða hugsun. Þaö verður ekki þverfótað fyrir bókum um alkóhól- ista, fjölskyldur alkóhólista, týnda barnið í sjálfum þér, aldurhnigna hunda alkóhólista, fullorðinbörn og barnabörn alkóhólista og sorg og sorgarviðbrögð og hvað þetta allt saman heitir. Svo eru allir með í einhverjum sértrúarsöfnuði sem kemur saman til að tala saman um 258 aðferðir til að a) lifa með barn- æskunni, b) eyða barnæskunni, c) gleyma barnæskunni eða d) ganga í barndóm. Allir í meðferð Svo eiga allir aö fara í meðferð við einhverju. Einn vinnufélagi minn er í zon-terapíu, annar í nál- arstungu, þriðji í dáleiðslu, fjórði í irismeðferð, fimmti gengur með segularmband, sjötti stundar inn- hverfa íhugun, sjöundi er í jóga, áttundi er alltaf á AA-fundum og talar í frösum, níundi étur hvít- lauk, tíundi er í hópi með spilafíkl- um, ellefti er búinn að vera í krón- ískri megrun í 25 ár. Ég er sá eini sem drekk, reyki, borða nammi, fróa mér reglulega, fer aldrei í sund og hef ekki farið i neins konar meðferð. Þaö líta ailir á mig eins og viðundur. Það er eitthvað að í þjóðfélagi þar sem helmingur þjóð- arinnar er með hinn helminginn í einhvers konar meðferð." Hann þagnaði og sagðist svo skyndilega ekki ætla að hafa þetta lengra að sinni. „Mig langaði bara til að segja þér þetta og fyrirgefðu! Góða nótt. Þú ættir ekki að eiga erfitt með að sofna. Eflaust kanntu 78 aðferðir til að festa svefn án lyfja!" Hann hló hæðnislega og lagði tólið á. Eft- ir sat Nökkvi læknir glaðvakandi, starði ofan í svart símtólið og hugs- aði með sér: „Getur það verið að þessi maður hafi á réttu að standa. Erum við kannski farnir að skjóta yfir markið? Erum við kannski orðnir meðferðarfíklar." 4P& Ulpur, jakkar, 0í ! Iijjfcfl/ kápur. Vlk > ■b'jgjjl Tilbobsverb á —i ~ m r\ ■, i öllutn vörum tll l.1 1S. maí vegna vlk'W flutnlngs. r /í^'r 1 \o^hM5IÐ I rimmfMm K ®i9©§ S ;lttEir Laugavegi 21 Sími 552 5580 Með sakleysið eitt að vörn Bubbi ............... - ' ' i,,, 5 ' Tónleikar í Borgarleikhúsinu Forsala í Borgarleikhúsinu miðaverð kr. 1.200 Samtök h SÓLSKÁLAR Sýaing am helgina! Opið frá kl. 13-17 Sólstofur Svalahýsi Rennihurðir Rennigluggar Fellihurðir Útihurðir o. m. fl. Ekkert viðhald íslensk framleiðsla Gluggar og Garöhús « Dalvegi 2A, Kópavogi, Sími 44300
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.