Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1995, Blaðsíða 22
22
LAUGARDAGUR 6. MAÍ 1995
Sérstæö sakamál
Hinum látnu
fjölgaði stöðugt
„Konan sem var að fylla kirkju-
garðinn" sagði í blaðafyrirsögn um
Rhondu Belle Martin, fjörutíu og
sjö ára konu sem olli uppnámi í
Mobile í í Alabamaríki í Bandaríkj-
unum eftir miðja öldina. Og tilefnið
til skrifanna var ærið, enda er sag-
an af Rhondu Belle enn sögð vestra.
En lengi áður höíðu margir haft
mikla samúð með henni og talið
að örlögin léku hana illa.
Vitað var að hún hafði verið
ekkja, en þegar hér var komiö hafði
hún fundið hamingjuna með nýj-
um manni, Roland Martin. Að vísu
var hann tuttugu og þremur árum
yngri en hún, en það virtist ekki
hafa nein áhrif á samband þeirra.
En nú lá Roland á sjúkrahúsi, lam-
aður og virtist eiga skammt eftir
ólifað.
Rhonda Belle heimsótti hann á
hverjum degi og þótti ímynd
tryggðar og trúfestu. Læknunum
hafði ekki tekist að komast að því
hvað gekk að Roland. Hann hafði
fengið magakveisu. Gripið var til
allra tiltækra ráða og öllum til
undrunar tók hann að hressast.
Nokkrum dögum síðar var hann
sendur heim. En þar var hann ekki
nema í þrjá daga. Þá var hann aftur
lagður inn, fársjúkur. Og ekki leið
á löngu þar til læknarnir sögðu
Rhondu að þeir gætu alls ekki
fundið hvað gengi aö honum.
Hvítlaukslykt
Eina vísbendingin um hvað
kynni að vera að leggja Roland í
gröfina var hvítlaukslykt af vitum
hans, en.enginn kannaðist við að
hafa gefið honum hvítlauk. Inni-
hald magans var rannsakað, en það
færði enga skýringu. Rétt eftir þá
rannsókn lamaðist Roland á ný,
hjartslátturinn varð óreglulegur og
ökklar hans og augnalok þrútnuðu.
Roland Martin var í þann veginn
að gefa upp öndina þegar ungur
læknir, sem var nýkominn til
starfa á sjúkrahúsinu, lýsti yfir því
að öll sjúkdómseinkennin bentu til
arseníkeitrunar. Hár var tekið af
höföi sjúklingsins og sýni af nögl-
um, bæði á fingrum og tám, og send
á rannsóknarstofu. Niðurstaðan
sýndi að um alllangt skeið hafði
hann neytt arseníks í smáum
skömmtum.
Ekki var hægt að útiloka að um
einhvers konar tilviljun gæti verið
að ræöa, en engu að síður þótti
læknum sjúkrahússins rétt að gera
saksóknaraembættinu í Alabama-
ríki aðvart. Það hafði þegar í staö
samband við Oscar Casey, fulltrúa
hjá rannsóknarlögreglunnni. Hófst
nú rannsókn á þessu máli sem átti
eftir að vekja mikla athygli í
Bandaríkjunum og víöar.
Sifjaspell
Casey upplýsti fljótlega að
Rhonda Belle, sem hafði gifst Ro-
land Martin í Prattsville 1951, hefði
áður gengið undir nafninu Martin
og þá haft sama heimiisfang og
Roland. Frekari eftirgrennslan
leiddi í ljós að hún var ekkja eftir
fóður Rolands, Claude Martin. Lög
Alabáma voru á þann veg að sá eða
sú sem giftist uppeldisbarni taldist
hafa framið sifiaspell. Þetta varð
Casey tilefni til sérstakrar rann-
sóknar á fortíð Rhondu Belle. Og
hún leiddi margt athyglisvert í ljós.
Rhonda Belle hafði gifst Claude
Martin í október 1951, og hafði gef-
iö upp nafnið Rhonda Belle Gibson.
Rhonda Belle rétt fyrir aftökuna.
Þau Claude höfðu bæði misst fyrri
maka sína. Claude var sterklegur
maður og hraustur, en skyndilega
veiktist hann illa og í apríl 1951 var
hann allur.
Casey upplýsti að Rhonda Belle
var fædd í Lucedale í Mississippi.
Hún hafði hætt námi fimmtán ára
gömul. Tvítug hafði hún gifst Ge-
orge Wertlaw Garrett og höfðu þau
hjón flust til Prattsville. Þetta var
fyrir fyrri heimstyrjöldina.
En í desember 1939, nokkrum
mánuðum eftir að hún braust út í
Evrópu, lést Garrett viö dularfullar
aðstæður. Engu að síður varð alár-
ei af lögreglurannsókn.
Dæturnarfimm
Með Garrett hafði Rhonda Belle
eignast fimm dætur, en nú kom í
ljós að þær voru allar komnar und-
ir græna torfu. Fyrst dó Adelaide
1934, þá fimm ára, síðan Emogene
1937, þriggja ára, þá Judith 1939,
eins árs, síöan Ann 1940, sex ára,
en hún var tvíburaystir Emogene,
og loks Elísabet 1943, þá ellefu ára.
Dæturnar fimm og faðir þeirra
hvíldu í sama kirkjugarðinum í
Montgomery í Alabamaríki. Þar
hafði Peter Gibson einnig verið
lagður til hvíldar, en andlát hans
hafði ekki þótt bera að með alveg
eðlilegum hætti.
í hvert sinn sem dauösfall haföi
orðið hafði Rhonda Belle leitað til
nýs læknis til að ganga frá dánar-
vottoröinu. Samanburður á þeim
sýndi þó að hin látnu höfðu öll sýnt
sömu sjúkdómseinkennin.
Þetta dró Casey fulltrúi sérstak-
lega fram í skýrslu sinni um rann-
sóknimar, en lokaorðin voru þessi:
„Hafi ég ekki alrangt fyrir mér
ætti nafn þessarar konu að vera
„Dauðinn“.“
Uppgröfturinn
Nú var skotið á fundi starfs-
manna saksóknaraembættisins í
Alabamaríki og rannsóknarlög-
reglumanna og niðurstaðan varð
sú að farið var fram á heimild til
að grafa upp lík allra þeirra sem i
kirkjugaröinum í Montgomery
hvíldu og nátengd höfðu verið
Rhondu Belle. Sú heimild fckkst,
en farið var með málið sem leynd-
armál og líkin grafin upp í kyrr-
þey. Rannsókn sérfræðinga leiddi
í ljós arseník í þeim öllum.
Ekki var þó allt komiö fram enn.
Casey hélt áfram að kanna fortíð
Rhondu Belle og þar kom aö hon-
um bárust um það áreiðanlegar
fréttir aö móðir hennar hefði sömu-
leiðis látist við dularfullar aöstæö-
ur. Gamlir nágrannar mæðgnanna
voru teknir tali en þeir sögöu aö
Rhonda Belle hefði stundað móður
sína af alúð þegar hún lá banaleg-
una. Hún hefði komið fram eins og
„góð dóttir".
Meira arseník
Farið var fram á heimild til aö
grafa upp lík móður Rhondu. Og
enn á ný leiddi rannsókn sérfræð-
inga í ljós arseník.
Casey fulltrúi ákvaö nú að kom-
ast til botns í því hvaö heföi valdið
því að Rhonda Belle hafði ráðið
allt þetta fólk af dögum, en um það
var hann sannfærður. í ljós kom
að allt hafði það veriö líftryggt, og
í öllum tilvikum hafði Rhonda
Belle fengið tryggingarféð greitt.
Voru upphæðirnar nokkuð mis-
munandi, en á bilinu frá jafnvirði
25.000-400.000 króna. Það voru
miklir peningar á þeim tímum.
Nú þótti ljóst hvað Rhondu Belle
hafði gengið til. Hún var handtekin
og brátt hófust yfir henni strangar
yfirheyrslur. í fyrstu neitaði hún
að bera nokkra ábyrgö á dauða
fólksins, en þegar yfirheyrslurnar
höfðu staðið í þrjá daga brotnaði
hún loks saman og játaði á sig öll
morðin. Kom þá fram að í öllum
átta tilvikunum hafði hún gefið
fórnardýrum sínum smáskammta
af arseníki í um þijá mánuði. .
Úr skýrslunni
Játning Rhondu Belle var ítarleg
og fyllti ellefu síður. Þegar hún
hafði loks skrifaö undir skýrsluna
sagði hún:
„Nú líður mér miklu betur. Það
er gott af hafa létt þessu af sér. Það
er eins og dimmt ský hafi vikið frá
mér.“
Hinn 5. maí 1955 var málið tekiö
fyrir rétt. Ákæran hljóöaði á átta
morð að yfirlögðu ráði, og þótti
kviðdómendum sönnunargögn og
málflutningur saksóknara taka af
allan vafa um sekt. Var hin ákærða
fundin sek, og samkvæmt lögum í
Alabamaríki kom aðeins ein refs-
ing til greina, dauðarefsing. Og á
þeim tíma voru þeir sem teknir
voru af lífi í ríkinu færðir í raf-
magnsstólinn.
Rhonda Belle kom náðunar-
beiönum til yfirvalda, en þeim var
hafnað. Loks gat hún aöeins snúið
sér til ríkisstjórans, James Folsom,
en hann hafði þaö á valdi sínu að
breyta dauðadómum í ævilangt
fangelsi.
Lokaniðurstaðan
Rhonda Belle var lengst af viss
um að hún yrði ekki tekin af lífi,
og þegar beiðnin var send ríkis-
stjóranum var hún ekki í neinum
vafa um að hann myndi breyta
dóminum. Hafði hún meðal annars
í huga að yfirvöld í Alabamaríki
höföu lengi haft á sér orð fyrir að
sýna konum mildi í svona tilvikum.
Að vísu höfðu níutíu og sjö konur
verið dæmdar til dauða í ríkinu á
undangengnum fimmtiu og sjö
árum, en aðeins ein þeirra hafði
verið tekin af lífi.
Frá því dómurinn var kveöinn
upp og þar til málið var endanlega
til lykta leitt liðu um tvö ár. Folsom
ríkisstjóri hafnaöi beiðni Rhondu
Belle, og þann 11. október 1957 gekk
hún hin þungu spor að rafmangs-
stólnum.
Síðustu orð hennar voru þessi:
„Megi Guð sýna mér, aumum synd-
ara, miskunn.“
Eftirmáli
í sérstöku bréf sem Rhonda Belle
skrifaði nokkru fyrir líflátið kvaö
hún svo á um að lík hennar skyldi
afhent vísindamönnum, ef rann-
sókn skyldi geta leitt í ljós hvers
vegna hún hafði framið afbrot sín.
Henni varð að ósk sinni, en niö-
urstaða rannsóknarinnar hefur
aldrei verið gerð opinber, svo ekk-
ert liggur fyrir um hvort vísinda-
mennimir hafi oröiö nokkurs vís-
ari.
Móðir Rhondu Belle.
George Wertlaw Garrett með fyrri
konu sinni.