Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1995, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1995, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 6. MAÍ 1995 Fréttir____________________________________________________ Karlmaður bjargaði fimm ára dreng sem fallið haíði 1 vök: Braust gegnum klaka og leðiu „Ég var aö gera við bílinn minn fyrir utan húsið þegar krakkar komu hlaupandi til mín og sögðu mér að það væri strákur að drukkna í tjörn sem er hér rétt hjá. Ég hljóp af stað og þegar ég kom á staðinn sá ég hvar strákurinn var í vökinni. Þetta stóð mjög tæpt því þegar ég stökk ofan í var hann kominn með vatn ofan í sig og var mjög þrekaöur," segir Guðni Theodórsson, í Vogum á Vatnsleysu- strönd. Hann bjargaði 5 ára dreng, Svan Inga, sem verið hafði í heimsókn hjá honum, frá drukknun - en drengur- inn hafði fallið í vök nálægt heimili Guðna. Vatnið í tjörninni náði Guðna upp í hringu en litla drengnum haföi tek- ist að halda sér á floti þar til Guðni kom. Giskar Guðni á að drengurinn hafi verið í um 5 mínútur í vökinni og var aðframkominn. „Þetta var ekki langt frá landi, nokkra metra, en ísinn brast undan mér um leið og ég kom að vökinni," segir Guðni. „Ég þurfti að bijóta ís- inn á undan okkur þegar ég óð í land. Það var erfitt að ganga í tjörninni því það var þykk leðja á botninum sem erfitt var að fóta sig í. Svo kom þarna fólk að og hjálpaði okkur upp úr. Þegar upp úr var komið greip ég utan um Svan og þrýsti vatninu upp úr honum. Það mátti htlu muna að illa færi. Hefði ég til dæmis veriö inni þá hefði ég líklega ekki náð út í tíma,“ segir Guðni. Svanur Ingi var fljótur að jafna sig á eftir, fékk heitt kakó og bakkelsi með. Hann var samt ekki sá eini í fjölskyldunni sem vöknaði þennan daginn því aö bróðir hans féll í sjóinn af flotbryggju í Vogum. Einnig tókst að bjarga honum á þurrt áður en illa fór. -PP Stuttarfréttir Sumarieikskólar Skólamálaráð Reykjavíkur hef- ur ákveöið aö liafa nokkra leik- skóla í borginni opna i allt sum- ar, eða 2 mánuðum lengur en tíðkast hefur. Græntljósábjórinn Lögreglustjórar í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfiröi hafa gef- iö grænt ljós á bjórsölu á leikjum HM. í Laugardaishöll verður bjórsalan á jarðhæð en ekki á 2. hæö eins og ráð var fyrir gert. Daviðmeóávarp Davíð Oddsson forsætísráö- herra flytur ávarp viö upphaf minnlngarathafnar um lok seinni heimsstyrjaldarinnar 1 Dóm- kirkjunni á morgun. Auklnn gjaldeyrisforði Gjaldeyrisforði Seðlabankans í apríl jókst í 21,5 mihjarða úr 18,7 milljörðum í mars. Þetta kemur fram í Gjaldeyrismálum. Annirírikisstjóm Óvenju annasamur fundur var í ríkisstjóminni i gærmorgun. Þar kynntu sjö af tíu ráöherrum ails 12 mál auk þess sem forsætis- ráðherra kynnti þingmál á vor- þingi. FramsóknifjáriÖgin Stjómarflokkarnir náðu saman í gær um að Framsóknarflokkur- inn fengi formennsku í fjárlaga- nefhd og Sjálfstæðisflokkur í ut- anríkisnefnd Alþingis. Jón Krisfjánsson veröur að öhum lík- índum formaður fjárlaganefndar og Lára Margrét Ragnarsdóttir hefur verið orðuð sem formaður utanríkisnefhdar. Davtð gagnrýnir sjómenn Davíð Oddsson gagnrýndi for- ystu sjómannasamtaka harölega á aðalfundi SH í gær og lýsti yfir þungum áhyggjum vegna boöaös sjómannaverkfalls. Atta ára drengur slapp ótrúlega litió meiddur þegar hann hrapaði átta metra niður þverhnipta kletta og skall í grýtta fjöru I Gufunesi. Drengurinn var fluttur i sjúkrahús. Hann var talinn óbrotinn en marinn og skrámaður. Hann var að leik með félaga sínum þegar slysið varð og er talið víst að honum hafi skrikað fótur með fyrrgreindum afleiðíngum. Á myndinni má sjá hversu hátt fallið var - frá staurunum uppi á bakkanum og alla leið þangað sem maðurinn stendur. DV-mynd Sveinn Þú getur svaraö þessari spurningu meö því aö hringja í síma 99-16-00. 39,90 kr. mínútan. Já _lj Ató_2j r ö d d mr ■ W W FOLKSINS 99-16-00 Er rétt að heimila líkuppgrefti til sönnunar í barnfaðernismálum? Allir I stafræna kerflnu me6 tónvalsslma geta nýtt sér þessa þjónustu. í öndunarvél eftir slys - lenti fyrir flutningabíl Tæplega þrítugur karlmaður liggur á gjörgæsludeild Borgarspít- ala í öndunarvél eftir að hann hjól- aði í veg fyrir flutningabíl á viniíu- svæöi Eimskipafélagsins við Sundahöfn á þriöjudag. í fyrstu var ekki tahð að meiðsl mannsins, sem var við vinnu sína þegar slysið átti sér stað, hefðu verið alvarleg en við skoöun á slysadeild kom í ljós að hann hafði hlotið verulega höfuðáverka. Að sögn lækria á gjörgæsludeild er hann „með stöðugum lífsmörkum" en hefur verið haldið í öndunarvél frá því slysið átti sér stað. Næstu dagar munu hins vegar leiða í ljós hvernighonumreiðiraf. -pp Bæjarstjóm Akureyrar: Aukafundw i um bjórinn Gylfi Kristjánason, DV, Akuxeyri: Bæjarstjóm Akureyrar mun koma saman til aukafundar ísíð- asta lagi kl. 9 á mánudagsmorgun og afgreiða þar umsókn HM- nefndarinnar um að fá leyfi til að seþa bjór á leikjum keppninn- ar á Akureyri. Fjórir bæjarfulltrúar, Þórarinn B. Jónsson, Bjöm Jósef Arnvið- arson, Guðmundur Stefánsson og Valgerður Jónsdóttir, óskuöu eft- ir fundinum í gærmorgun. Þeir styðja allir umsóknina. Það gera einníg bæjarráðsmennirnir tveir sem greiddu umsókninni atkvæði í bæjarráði og að líkindum einn eða tveir bæjarfulltrúar til við- bótar. Allt bendir því til að 7 eða | jafhvel 8 bæjarfulltrúar af 11 1 mæli meö íeyfisveitingunni. Ríkisútvarpið: | Pétur stað- gengill Heimis „Ég fagna því aö Pétur Guðf- innsson hafi verið skipaður stað- gengill minn og býð hann vel- kominn í þetta sæti," segir Heim- ir Steinsson útvarpsstjórl Björn Bjarnason menntamála- ráöherra skipaði í vikunni Pétur Guðfinnsson, framkvæmdasljóra Sjónvarpsins sem staðgengil út- varpsstjóra. Pétur tekur við sem staðgengill af Elfu-Björk Gunnars- dóttur, fyrrverandi framkvæmda- stjóra Útvarpsins, en því embætti gegnir nú Markús Öm Antonsson, fyrrumútvarpsstj -kaa Dýrarabensín: ’ Sama hækk- t un hjá öllum -tæpar2krónur ' Oliufélögin tilkynntu i gær hækkun á bensínverði til neytenda. Bensinlítrinn hækkaði um það sama hjá öllum félögunum eða um l,90krónur.Ástæðuhækkunarinn- - ar segja forráðamenn félaganna verahækkandi heimsmarkaðsverð að undanfomu. Eftir hækkunina kostar lítri af 92 oktana bensíni 67,70 krónur hjá Oliufélaginu, 67,80 hjá Olís og 67,60 þjá Skeljungi. 95 oktana blýlaust bensín er dýrast hjá Oh's eftir hækkunina eöa 70,70 krónur htrinn. Næst er Skeljungur með 70,60 krónur og , Olíufélagið með 70,50 krónur. ) Ohs og Skeljungur eru með sama verð á 98 oktana bensíni, eða 74,10 krónur htrinn, en OIíu- | félagið er núna með 74,20 krónur. Ohufélagiö og Skeþungur eru áfram með ódýrara bensín á þeiin \ bensínstöövum þar sem boöið er upp áað dæla sjálfur, Olíufélagið með lítrann 1 krónu ódýrari og Skeljungur 1,20. barmi gjaldþrots Beiðni um gjaldþrotaskipti á hlutafélaginu Bimingi var nýlega lögö fram i Héraðsdómi Reykja- vikur að kröfu Lífeyrissjóðs verslunarmanna. Bimingur gaf út Pressuna sálugu áður en hún var sameinuð Eintaki og síðar Morgunpóstinum. Aðaleigandi > Bimings er Friörik Friðriksson, framkvæmdastjóri Almenna bókafélagsins. Úrskurður um l gjaldþrotaskipti liggur ekki fyrir. Upplýsingar um kröfur Lífeyris- sjóðs verslunarmanna fengust ekki upp gefnar en samkvæmt heimild- um DV nema þær svipaðri upphæö og kröfur Lífeyrissjóös blaða- manna á hendur Bimingi, eða í kringum 1« mihjón króna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.