Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1995, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1995, Blaðsíða 27
LAUGARDAGUR 6. MAI 1995 27 Nýstárleg fegrunaraðgerd í Noregi: Appelsínu- húðin burt með handafli Allflestar konur þurfa að berjast við svokallaða appelsínuhúð á lærum og hafa reynt ótal aðferðir til að slétta krumpurnar. Boðið hefur verið upp á jafnt krem sem ýmsar trim-form- aðgerðir með mismunandi árangri. í nýlegu Norsk Ukeblad er frásögn af sérkennilegum rúmenskum nudd- ara sem fjarlægir appelsínuhúð af lærum kvenna með miklu handafli. Hann getur líka fjarlægt lærapoka og þannig breytt vexti konunnar með handaflinu einu. Kona nokkur tók að sér að prófa þennan nuddara og athuga hvaö til væri í þeim sögusögnum sem breið- ast hratt út í Noregi aö þarna sé sann- kallaður bjargvættur á ferð. „Það var nýársheitið mitt í ár að losa mig við cellurnar," segir konan. Hún heyrði af manninum sem „bankaði upp“ lærin og ákvað að prófa. Hún var einnig vöruð við að þetta væri hroða- lega vond meðferð. Verra en tannlækningar Nuddarinn heitir Sorin Dragoman og hefur búið í Noregi í tvö ár. Konan var strax tekin í nuddið sem hún segir að hafi verið ólýsanlega kvala- fullt. „Þetta er það versta sem ég hef upplifað. Heldur vildi ég fara tiu sinnum til tannlæknis," segir hún. Nuddarinn rúmenski lofaði henni því að þetta vendist og yrði betra og betra eftir því sem hún kæmi oftar. „Sumir sofna í tímanum," sagði hann. „Martröðin stóð yfir í 55 mín- útur og ég æpti allan tímann. Á eftir voru lærin blá og marin.“ Konan segir að hún hafi engu að síður látið sig hafa það að fara í ann- að skipti til nuddarans og í það skipt- ið leið henni heldur betur. „Kannski var ég undir það búin og hef því get- að slappað betur af,“ útskýrir hún. „í þriðja skiptið sem ég fór þoldi ég ótrúlega nrikið. Eftir tíu tíma í nuddinu sé ég ótrú- lega mikinn mun á lærunum og er sátt við þau. Rúmeninn segir að það sé ekki fitu um að kenna að konur fái appelsínuhúð heldur er þetta ófullnægjandi hreinsun líkamans. Hvernig væri að láta klípa sig og berja fyrir 3850 krónur? Norskar konur eru óðar i slíka meðferð. Rúmenski nuddarinn sem „bankar" lærin á konum svo þau verði slétt og falleg. Líkaminn skilar nefnilega ekki öll- um úrgangi sínum og blóðrásin starf- ar því ekki fullkomlega. Margar stúlkur fá appelsínuhúð strax um tvítugt. P-piIlan gæti átt sinn þátt í því, reykingar og óhollt lífemi. Slappar eru betri „Það er auðveldast að fjarlægja appelsínuhúð hjá þeim konum sem ekki hafa verið í líkamsrækt. Hinar sem eru stæltar fá vöðva milli bein- anna og cellanna. Þá er erfiðara að fjarlægja þær,“ segir nuddarinn. Það er svo mikið að gera hjá honum nú að margra mánaða biö mun vera eftir tíma. Nuddarinn brýnir það fyr- ir konunum að drekka tvo lítra af vatni á dag til að hreinsa líkamann. Tíminn hjá rúmenska nuddaranum kostar 3850 krónur en konurnar virð- ast ekki setja það fyrir sig. Ef keypt- ir eru fimm tímar í einu kosta þeir 16.500 krónur. Það er því sannarlega mikið lagt á sig fyrir fagran kropp. < ai i; i!Óm;>i . Vitastíg 3 - Sími 562-6290 Opið: fimmtud. 22-1 föstud. 22-3 laugard. 22-3 sunnud. 22-1 HM - UPPHITUN!! Handboltastripp um helgina. Sænskt-íslenskt stripp. Aðgangseyrir kr. 1.000 Drykkur innifalinn. Frítt inn fyrir konur. r Eskimo models er ný módelskrifstofa í Reykjavík. Við emm að leita að nýjum and- litum til að vinna við fyrirsætustörf hérlend- is og erlendis. Eskimo models vinnur í sam- starfi við bestu skrifstofur í heimi s.s. ELITE, NEXT STÖRM, FASHION, PREMIER, TE- AM, ZEM og íleiri. Ef þú hefur áhuga, hringdu þá í 'síma 28011. Skrifstofan er opin alla virka daga frá kl. 10-17 í Banka- stræti 6, 2. hæð. Eskimo models uppgötvaði Það er ekki nauðsynlegt að hafa myndir. Þórunni Þorleifsdóttur 1994. Enginn módelskóli. GARÐ- VINNUDAGAR 4.-6. mai Þessa daga helgum við vorverkum í görðum, bjóðum ráögjöf sérfræöinga og góS tilboö á margvíslegum vörum þessu tengdu. Safnhaugakassar 300 I 7.950 kr. Greinakvarnir 1400 w 19.980 kr. Gróðurkalk 10 kg. 390 kr., 25 kg. 750 kr. Allir pakkar af vorlaukum á 95 kr. Greina- og limgerbisklippur meö 20% afslætti. Papriku-, gúrku-, og tómataplöntur 145 kr. Opið laugardag kl.10-18 Sérstök ráðgjöf um trjáklippingar. Steinn Kárason, garöyrkjufræðingur kynnir bók sína og góð ráó milli kl. 13-1 á laugardag. GROÐU VERSLUN SÖLUFÉLAGS GARÐYRKJUMANNA SmiSjuvegi 5 • 200 Kópavogi • Sími: 554 321 1 • Fax: 554 2100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.