Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1995, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1995, Side 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 1995 Fréttir Niðurstöður aldursgreiningar úr fomleifauppgrefti 1 Viðey: Rústir f rá því um 1000 Niðurstöður úr aldursgreiningu sýna m.a. að rúst skála með langeldi, sem fannst í fyrra, er frá árabilinu 1000- 1100, eða fyrir tíma klaustursins í Viðey. DV-mynd ÞÖK Tveir nýir bílstjórar ráðnir í ráðuneytin Fornleifafræðingar á vegum Ar- bæjarsafns hafa að undanförnu verið að rannsaka nánar þá hluti sem fundust í uppgrefti í Viðey 1 fyrra. Því starfi er nú að ljúka og niðurstöð- ur úr aldursgreiningu hafa verið aö berast. Aldursgreining staðfestir að skór sem fannst í fyrrasumar er frá 14. öld. Skórinn fannst við rúst sem talin er frá miðöldum og gæti hafa tengst klaustri sem vitað er með nokkurri vissu að var í Viðey. Aldursgreining- in staðfestir að jarðlög í kringum rústirnar eru frá miðöldum og eykur það líkurnar á að rústirnar tengist klaustrinu. í sumar verður haldið áfram að leita leifa klaustursins. Niðurstöður úr aldursgreiningu sýna einnig að rúst skála meö lang- Síldveiðin yfir 45 þús- und tonn Gylfi KristjánEson, DV, Akujeyri; Afli íslensku skipanna úr norsk-íslenska síldarstofninum var í gær kominn yfir 45 þúsund tonn eða alls 45.050 tonn á þeim stutta tíma sem veiðamar hafa staðið yfir. Þá haföi sild úr þessum stofni, sem veiðst hefur bæði í Síldar- smugunni svokölluðu og í land- helgi Færeyja, verið landað í 10 höfnum hér á landi. Mest hafði borist til Neskaupstaðar, eða 10.162 tonn, til Seyðisfjarðar 7800 tonn, til Eskiíjarðar höfðu borist 5350 tonn, til Reyðaríjarðar 5208 tonn og til Þórshafnar og Raufar- hafnar rúmlega 3400 tonn. Heildarkvótinn sem gefinn var út sameiginlega fyrir ísland og Færeyjar var upp á 250 þúsund tonn og eru því eftir af kvótanum ríflega 200 þúsund tonn. Nokkrar breytingar hafa orðið á bílstjóramálum í ráðuneytunum eftir kosningar. Finnur Ingólfsson, iðnað- ar- og viðskiptaráðherra, hefur ráðið nýjan bílstjóra, Einar Kristján Jóns- son, og sinnir hann akstri fyrir bæði ráðuneytin. Þegar hefur koihið fram að Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðis- ráðherra hefur ráðið Björn Kjartans- son, kosningastjóra Framsóknar- flokksins á Vesturlandi, í starf bíl- stjóra í heilbrigðisráöuneytinu. Leifur Bjarnason, sem var bílstjóri iönaðar- og viðskiptaráðherra, hefur tekið við starfi bílstjóra í landbúnað- arráðuneytinu og Bjarni Guðjóns- son, sem var bílstjóri landbúnaðar- og samgönguráöherra á síðasta kjör- tímabili, hefur flust alfarið yfir í sam- - gönguráðuneytið. Þá heldur Páll Vil- hjálmsson áfram að aka fjármálaráð- herra og Jón Árnason ekur forsætis- ráðherra. Á þessari stundu er ekki vitað ann- að en að Garðar Örn Kjartansson, bílstjóri menntamálaráðherra, Guð- mundur Erlendsson, bílstjóri sjávar- útvegsráðherra, og Kristján Ragn- arsson, bílstjóri utanríkisráðherra, haldi áfram störfum en óvíst er hvort ráðinn verði.bílstjóri í félagsmála- ráðuneytið. Kristján Jóhannsson, bílstjóri úr utanríkisríðuneytinu, hefur sinnt akstri fyrir félagsmála- ráðherra að undanfornu. Enginn bílstjóri er við störf í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu. -GHS eldi sem fannst í fyrra er frá árabil- inu 1000-1100, eða fyrir tíma klaust- ursins. Unnið verður við fornleifauppgröft í Viðey í 2 til 3 mánuði í sumar og er stefnt að því að hefjast handa í lok mai að sögn Steinunnar Kristjáns- dóttur fornleifafræðings sem umsjón hefur með uppgreftinum. Haldið verður áfram að grafa á Hofsstöðum í Garðabæ í sumar en þar var byrjað í fyrra. Einnig verður hcddið áfram á Bessastöðum og upp- gröftur við Mývatn hefst að líkindum um miðjan júlí. Þar telja menn sig geta fundið húsarústir frá fyrstu dög- um íslandsbyggðar. Þessar rann- sóknir eru þó ekki á vegum Árbæjar- safns. inni að Ijúka „Þetta er besta steinbitsvertíð hjá okkur frá upphafl. Við erum búnir að taka á móti yfir þús- und tonnum í vor á móti 800 tonnum á sama tíma i fyrra,“ segir Siguröur Viggósson, framkvæmdastjóri Odda hf. á Patreksfirði, um steinbítsvert- íðina fyrir vestan. Línubátar hafa verið að fá frá 250 kftóurn á bala og upp í 400 kfló. Dæmi eru um að bátur undir þrjátíu tonnum hafi verið með 70 tonn eftir vikuna. Sig- urður segir að þessari miklu veíði hafi fylgt mikil vinna, sér- staklega síðustu þrjár vikur. Það fylgir þessu mikið líf og fjör. Það hefur verið langur vinnudagur hér og unniö allar helgar en nú er þessu væntan- lega að Ijúka. Það var metafli sem stóð i þrjár vikur en nú er aflinn dottinn niður," segir Sig- urður. -rt í dag mælir Dagfari Rússarnir koma - og f ara íslendingar áttu slæma helgi. Is- lenska lagið í Júrovision lenti í fimmtánda sæti, enda þótt sjálfum Bjögga Halldórs hefði verið teflt fram og íslenska handboltaliðið hefur ekki riðiö feitum hesti úr undankeppninni. Tapaði á föstu- dag og laugardag fyrir Kóreu- mönnum og Svisslendingum. Úrslitin í söngvakeppninni eru þó viðunandi. Við bættum okkur um eitt sæti frá því aö vera í sext- ánda sæti, svo þar erum viö á upp- leið, hvað sem hver segir. Það var heldur ekki Bjögga að kenna ef lag- ið var ekki nógu gott og það er ekki við hann að sakast ef dómend- ur vítt og breitt um Evrópu hafa ekki smekk fyrir íslenskri tónlist. Það er þeirra vandamál en ekki okkar. Það sama má segja um handbolt- ann. Það er ekki okkur að kenna né heldur isíenska liðinu ef önnur lið, sem við keppum á móti, eru betri en okkar. Strákarnir okkar eru ekkert verri fyrir það. Það er ekki þeim að kenna þótt önnur lið sem við keppum á móti geri fleiri mörk heldur okkar lið. Okkar lið gerir mörg mörk og það er gífurleg stemning í höllinni þegar við skor- um og eina vandamáliö er í raun- inni að hin liðin skora fleiri mörk. En það er lítið við því að gera. Ekki getum við skorað mörk með- an andstæðingamir hafa boltann og gera sjálfir mörk og ef þeir skora þá er það vegna þess að þeir skjóta á markið og það er ekki við mark- manninn okkar að sakast ef þeir skjóta þannig að það er ekki hægt að verja skotin. Það getur enginn ætlast til að íslensku markmenn- irnir verji óveijandi skot! Nú erum við búnir að tapa tveim leikjum í röð, en áður vorum við búnir að sigra í þrem leikjum í röð, þannig að við höfum staðið okkur betur heldur andstæðingarnir ef allt er lagt saman og í kvöld leikum við á móti Rússum og þeir eru heimsmeistarar. Allir vita að við verðum að sigra heimsmeistarana ef viö ætlum að vera heimsmeistar- ar sjálfir og illu er bestu aflokið og leikurinn í kvöld verður hinn raun- verulegi úrslitaleikur. Við höfum verið að spara kraft- ana fyrir þennan leik. Leikirnir á móti Kóreu og Sviss voru bara upp- hitun og ástæðulaust að sýna and- stæðingunum okkar bestu hliðar áður en út í sjálfa úrslitakeppnina er komið. Nú er stóra stundin að renna upp. Annað hefur líka sett strik í reikninginn. í fyrstu tveim leikjun- um komu fáir sem engir áhorfend- ur. Það'háði liðinu. í leikjunum gegn Kóreu og Sviss var fullt hús. Það háði strákunum. Spennan var of mikil. Fróðir menn halda því jafnvel fram að strákarnir hafi ekki þolað spennuna, þannig að það má halda því fram að leikimir hafi tap- ast uppi í áhorfendastæðum en ekki inn á vellinum. Áhorfendur voru of margir og gerðu of miklar kröfur. Þetta verða menn að hafa í huga. Það er ekki nóg að mæta og hvetja strákana áfram, ef áhorf- endur skapa slíka spennu að liðið verður þrúgað af taugaveiklun. Nú, þegar við förum í sjálfan úr- slitaleikinn í kvöld, er þar af leið- andi áríðandi að áhorfendur mæti afslappaðir. Það er undir áhorfend- um komið hvernig gengur í kvöld. Liðið okkar er mikilvægt og strák- amir eru inni á vellinúm, en úrslit- in ráðast ekki inni á vellinum. Þau ráðast uppi í stúku. Þar mega engin mistök eiga sér stað. Spurningin er sú hvort ekki sé rétt aö senda Þorberg og aðstoðar- menn hans upp í áhorfendastúku og stilla saman strengina hjá áhorf- endum. Láta þá slaka á og skilja leikinn. Áhorfendur verða að skilja að íslendingar geta ekki gert mark meðan andstæðingarnir hafa bolt- ann og þeir geta heldur ekki alltaf gert mark þótt íslenska liðið hafi boltann. Það fer eftir því hver hefur boltann og hvernig hann fær bolt- ann og hvernig skotið er og hvað markmaðurinn hjá andstæðingun- um ver mörg skot. Eftir á að hyggja var það skyn- samlegt og taktískt að tapa fyrir Kóreu og Sviss. Þá hefðum við lent á móti öðru liðið en Rússum í sext- án liða úrslitum og þá hefði orðið verra að verða heimsmeistarar, vegna þess að þaö reikna allir með að viö getum unnið önnur lið held- ur en heimsmeistarana. En nú eig- um við sjens, sérstaklega ef áhorf- endur standa sig. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.