Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1995, Blaðsíða 4
4
LAUGARDAGUR 20. MAÍ 1995
Fréttir
Fjármálaráðherra
sakaður um hótanir
- vildi til hagræðingar ræða tvö frumvörp í einu
Þingflokkur Alþýöubandalagsins,
meö Olaf Ragnar Grímsson í broddi
fylkingar, kom í veg fyrir að Friörik
Sophusson fjármálaráðherra gæti
mælt fyrir báðum áfengislagafrum-
vörpum ríkisstjórnarinnar á Alþingi
í gær. Annars vegar er um er að
ræða frumvarp um afnám á einka-
rétti ÁTVR til innflutnings á áfengi
og hins vegar frumvarp um gjald-
töku af innfluttu áfengi í stað vín-
andagjalds.
í upphafi þingfundar óskaði Frið-
rik Sophusson eftir því að fá aö tala
fyrir báðum frumvörpunum í einu
enda væru þau efnislega skyld. Þá
kom fram í máli Friðriks að hann
þyrfti að sitja fund íjármálaráðherra
Norðurlanda og OECD-fund í byijun
næstu viku og gæti þar að leiðandi
ekki tekið þátt í umræðum um frum-
vörpin.
Ólafur Ragnar Grímsson túlkaði
ræðu Friðriks á þann veg að ef
stjómarandstaðan samþykkti ekki
ósk hans um að ræða bæði frum-
vörpin í einu myndi ríkisstjómin
framvegis leggja skyld framvörp
fram í formi bandorms. Þetta sagði
Ólafur vera óásættanlega hótun og
þverneitaði fyrir hönd Alþýðubanda-
lagsins að verða við ósk Friðriks.
Þegar þetta var ljóst mælti Friðrik
fyrir frumvarpinu um afnám einokun-
ar ÁTVR til innflutnings. Umræðu um
frumvarpið var síðan frestað laust eftir
klukkan 14.00 í gær. Frumvarpið um
gjaldtöku af innfluttu áfengi var hins
vegar tekið út af dagskrá.
Búist er við hörðum deilum um
áfengislagaframvörp ríkisstjórnar-
innar. Innan Framsóknarflokksins
eru skiptar skoðanir um frumvörpin,
einkum vegna aukins frjálsræðis í
innflutningi áfengis, og því ekki ólík-
legt að tekist verði á um málið á
stjómarheimilinu. Þá er mikil and-
staða við frumvörpin innan Alþýðu-
bandalagsins, ekki síst vegna þess
að fyrirsjáanlega mun starfsmönn-
umATVRfækka. -kaa
Honda á íslandi frumkynnir
um helgina nýjan 5 dyra Honda
Civic. Þó að þessi bíll heiti gamal-
kunnu nafni er þetta engu að síö-
ur nýr bíll að flestu leyti og um
margt afar áhugaverður. Verð á
þessum fimm dyra bíl er frá
1.259.000 krónum.
Sýningin stendur i dag, laugar-
dag, klukkan 10-17, og á morgun,
sunnudag, klukkan 13-17.
Eldur í Moldariirauni
Miklir sinueldar loguöu í Mold-
arhrauni, austan Reykjanes-
brautar, síðdegis í gær. Erfiðlega
gekk að slökkva þá þar sem mik-
il glóð var í mosa í hrauninu.
Fiöldi manna reyndi fram eftir
degi að slökkva eldana. Var allt
slökkviliðíð Hafnarfjarðar kallað
úttilslökkvistarfa. -pp
Hundabanniö í Álakvísl:
Stríðsástand
sem varð að linna
- segir Ami Sigfú:
„Það er í mlnum huga alveg ljóst
að þetta stríðsástand sem er þarna
snýst um meira en hundinn. Þetta
eru nágrannaeijur," segir Árni Sig-
fússon borgarftílltrúi vegna þeirrar
ákvörðunar borgaráðs að svipta
Runólf Oddsson leyfi til að halda
hund. Runólfur sagði í DV í gær að
þama væri um að ræða pólítískar
ofsóknir R-listans gagnvart sér sem
byggðust á því að hann er bróðir
Dayíðs Oddssonar forsætisráðherra.
Árni segir að málið snúist ekki um
pólítískar ofsóknir að sínu mati held-
ur sé þarna um að ræða afgreiðslu
byggöa á framkomnum gögnum.
„íbúarnir lögðu fram myndir af
garðinum og það varð til þess að
5onborgarfúUtrúi
þessi ákvörðun var tekin. Eg kannast
ekki við neinar pólítískar ofsóknir í
þessu máli,“ segir Ámi.
Páll Pétursson félagsmálaráö-
herra, sem vísaði máli Ruriólfs til
umhverfisráðuneytisins eftir að
Runólfur hafði krafist þess aö hann
viki sæti sem félagsmálaráðherra
vegna tengsla við Sigrúnu Magnús-
dóttur, segir að ekkert óeðlilegt sé
við þá afgreiðslu.
„Þetta er mál sem okkur kemur
ekkert við þar sem lögin um hunda-
hald og lögin um hollustuhætti og
heilbrigðiseftirlit eru á verksviði
umhverfisráðuneytisins. Þess vegna
var kæran send þangað," segir Páll.
-rt
Blönduós:
Hjálmur bjargar barni
„Sex ára strákur var að klifra í
spýtnahaug á svæði byggingaverk-
taka hér á Blönduósi, hrasaði, lenti
í grjóti og fékk spýtumar yfir sig.
Hann hlaut nokkra áverka í andliti
og hjálmurinn á höfði hans sprakk.
Ég er ekki í nokkrum vafa um að
hjálmurinn kom í veg fyrir stór-
slys,“ sagði kona á Blönduósi sem
hafði samband við DV gær.
Hún sagði byggingaverktaka við
aðalgötuna ekki fá að girða af svæði
sitt vegna einhvers bæjarskipulags
ogþaðbyðihættunniheim. -SV
Mokveiði er nú á síldarmiðunum inni i færeysku lögsögunni. Skipstjórar segjast aldrei hafa séð aðra eins veiði og
eru skipin aðeins nokkra tíma að fylla sig. Þarna má sjá Guðrúnu Þorkelsdóttur SU þar sem hún dælir úr nót
Barkar NK. Kastið var alls um 1300 tonn og Guðrún fékk 500 tonn af þvi. DV-mynd Hjörvar Sigurjónsson
Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur um BláfjaUasvæðið:
Eldgos eða jarðskjálfti
af stærðinni 7 mögulegur
- gætihaftáhrifábyggðaþróunáhöfuðborgarsvæðinu
„Það er brýnt aö hefja rannsóknir
á svæðinu á milli Hellisheiðar og
Bláfjallasvæðisins með tilliti til jarð-
skjálftahættu á svipaðan hátt og gert
er á Suðurlandsundirlendi. Mér
finnst að hægt sé að búast við heldur
stærri jarðsKjálftum þamg en sögu-
legar heimildir gefa tU kynna. Svæð-
ið er meira en hugsanlegt jarð-
skjálftasvæði - það er jafnvel líka
eldgosasvæði. Þama hófst mikið gos
í kringum árið 950. Það hefði mikil
áhrif á byggðaþróun á höfuðborgar-
svæðinu ef gosvirkni hæfist þama
aftur,“ sagði Ragnar Stefánsson jarð-
skjálftafræðingur í samtali við DV.
Ragnar hefur lagt til að sveitarfé-
lögin á höfuðborgarsvæðinu skipi
vinnuhóp jarðskjálfta- og jarðfræð-
inga til að rannsaka svokallað Blá-
fjallasvæði sem hefur orðið útundan
hvað jarðskjálftamælingar varðar.
Svæðin fyrir vestan það, á Reykja-
nesi, og austan, t.a.m. við Hvera-
gerði, séu virk og stööugt fylgst með
þeim. Svæðið á milli virki hins vegar
sem risafleki sem mikil spenna gæti
verið að myndast á - eða þá að spenn-
an losni um leið og landið færist, við
svokallað misgengi.
„Það vantar útbúnað á þetta svæði,
sérstaklega með tilliti til þess hve
margir íbúar eru á höfuðborgar-
svæðinu," sagði Ragnar. „Það hefur
orðið útundan í rannsóknum og við
gætum vitað miklu meira um þaö.
Við gætum hins vegar allt eins kom-
ist að þeirri niðurstöðu að spenna á
þessu svæði leystist út með hægu
skriði - það er vissulega betri niður-
staöa.“
Ragnar hefur sent borgarstjóra og
öðrum sveitarstjórnum á höfuðborg-
arsvæðinu erindi þar sem lagt er til
að komið verði upp þremur jarð-
skjálftamælistöðvum á Bláfjalla-
svæðinu tengdum Veöurstofunni til
rannsóknanna. Stofnkostnaður yrði
5 milljónir en rekstrarkostnaður
áætlaður 1,2 milljónir á ári. Þá óskar
Ragnar eftir að 2 milljónum verði
varið í rannsóknir á nýjum og göml-
um gögnum frá svæðinu. Hann hefur
gert Almannavömum grein fyrir
málinu auk ýmissa stofnana, t.d.
hitaveitna, sem væntanlega myndu
koma að rannsóknunum með ýms-
um hætti.
-Ótt