Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1995, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1995, Page 6
6 LAÚGARDÁGUR 20. MAÍ1995 Stuttarfréttir FleWiátast Ebolaveiran hefur oröið 89 manns að bana í Saír en samtals hafa 124 smitast. Vegna veirunn- ar og yfir einnar miíijónar flótta- manna frá Rúanda þykir liklegt aö töf verði á lýðræðisumbótum I landinu. ÞrýstáBosníumenn Aukinn þrýstingur var á Bosn- íumenn að hunsa ekM friðarviö- ræður en Bandarikjamenn hvetja til loftárása í refsiskyni. Chirac hvetairþingið Jacques Chirac hvatti franska þingiö til að standa með sér i bar- áttunni gegn atvinnuieysi og hét þvi í stað- inn að endur- vekja dýrðarljóma löggjafarsam- kundunnar. Rússneskar "flugvéiar köstuöu sprengjum á þorp í Tsjetsjeníu sem taliö er að hafi gegnt lykil- hlutverki fyrir aðskilnaðarsinna í Oöllunum. Rússar létu skothríö dynja á aðskilnaðarsínnum nærri höfuðborginni. Rafiksegirafsér Forsætisráöherra Líbanons, milljónamæringurinn Rafik al- Hariri, sagði af sér en heimildir teJja þó að hann muni leiða nýja ríkisstjórn í næstu viku. Tvönafnsktrteini Kynskiptingar í Bretlandi, þeir sem gangast undir kynskiptaað- gerö, munu auðvelda störf starfs- manna jámbrautanna með því að nota tvenns konar skírteini í neðanjarðarlestakerfinu. Annað verður meö mynd af þeim sem körlum og hitt með mynd af þeim sem konum. Klæðskiptingar geta ekki fengið tvð skírteini. Jacksoti ails stadar Nýjasta lag Michaels Jack- sons var spilaö samtímis á öll- um helstu út- varps- og sjón- varpsstöðvum Bretlonds í gær. i laginu svararJackson ásökunum um bamamisnotkun. MannránáSanBníu Grimuklæddir byssumenn rændu hóteleiganda á Sardiníu. Fjórir era í haldi mannræningja á eynni sem krefjast lausnar- gjalds. Siðustu 30 ár hefur 140 manns veriö rænt á eynni og 31 þeirra verið myrtur, _ [triili.r Dow Jones í Wall Street: Mestafall í 6 mánuði Dow Jones hlutabréfavísitalan í Wall Street í New York féll um heil 80 stig á fimmtudagskvöld, miðað við lokaverð miðvikudagsins. Þetta er mesta faU á einum degi í Wall Street síðan í nóvember á síðasta ári eða í 6 mánuði. Að sögn sérfræðinga var fyrst og fremst um að ræða leiðrétt- ingu á markaðnum eftir mikinn upp- gang að undanfórnu. Engar efna- hagslegar ástæður hefðu legið að baki. Hlutabréfaverð hefur einnig lækk- að í London eftir að ekkert varð af fyrirhugaðri hækkun skammtíma- vaxta í Bretlandi. Aukin bensínnotkun hefur hækk- að heimsmarkaðsverðið að undan- fómu og svipaða sögu er að segja um olíuna. -Reuter Uflönd Norðmenn hvattir til að senda Þorsteini Pálssyni síld í pósti: Verstefhann fær úldna sfld - segir Kurt Stolpestad, útvarpsstjóri og upphafsmaður aðgerðanna Gísli Kristjánsson, DV, Ósló: „Ég sendi mína síld í morgun. Þetta var feit og falleg síld sem ég keypti í Kirkinesi," segir Kurt Stolpestad, útvarpsstjóri í Pasvík í Finnmörku í Noregi. Hann hefur ákveðið að grípa til eigin ráöa í síldarstríði íslendinga og Norðmanna með því að senda Þorsteini Pálssyni sjávarútvegsráö- herra síld í pósti. Útvarpsstjórinn hvetur og alla hlustendur sína til að gera slíkt hið sama. „Þegar ég keypti sfldina í Kirkinesi heyrði ég að margir höfðu hugsað sér að senda Þorsteini sfld. Þá voru bara hðnir nokkrir klukkutímar frá því hugmyndin um sfldarsendinguna fór í loftið," sagði Stolpestad. Fólki er í sjálfsvald sett hvort það sendir ferska síld eða saltaða. Aðal- atriðið er, að sögn Stolpestad, að minna íslenska sjávarútvegsráð- herrann á að mikið hggur við að samningar takist um sfldveiðar í Síldarsmugunni. „Ég valdi ferska síld, setti hana í plastpoka og fól póstinum að koma henni á leiðarenda. Ég vona bara að hún úldni ekki á leiðinni. Það væri slæmt ef ráðherrann fengi mikið af úldinni sfld á skrifstofuna," sagði Stolpestad. Lögreglumenn í Washington fagna á minnlngardegi lögreglunnar sem haldinn var hátíðlegur 15. maf. Yfirvöld rannsaka hvort lögreglan f New York hafi farið yfir strikið í hátíðahöldunum. Ásakanir hafa komið fram um blind- fyllirf þeirra á hóteli þar sem þeir hlupu naktir um gangana, helltu áfengi niður lyftuopin, rústuðu herbergi, öbbuð- ust upp á hótelgesti og ræstu brunaboða. Símamynd Reuter Bókari hjá Scotland Yard fær sjö og hálfs árs fangelsi: Stal 500 milljónum úr sjóðnum Anthony Williams, 55 ára, aðstoð- aryfirbókari bresku lögreglunnar Scotland Yard, var í gær dæmdur í sjö og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa stolið samtals um 500 milljónum króna úr sjóðum lögreglunnar á síð- astliðnum ellefu áram. Peningunum, sem WiUiams stal, var ætlað að standa straum af kostnaði við barátt- una gegn skipulagðri glæpastarf- semi. Williams liíði tvöfóldu lifi og hafði komið sér upp eins konar drauma- veröld. Hann keypti sér aðalstitil fyr- ir 7 milljónir króna og í frítíma sínum hélt hann til í litlu skosku þorpi, Tomintoul, þar sem búa um 350 manns. Á síðustu ellefu árum hafði hann nær keypt allt þorpið; hótel, veitingahús, slökkvistöð og herra- garð. Hann var virtur og dáður af grunlausum íbúum þorpsins. Þeir héldu að Wilhams væri auðugur lá- varður sem hefði í digra fjölskyldu- sjóði að sækja. Fréttimar um svikula bókarann komu því eins og reiðar- slag fyrir þorpsbúa. Upp komst um Wflliams eftir ábendingar írá bankanum hans til lögreglunnar. Talsmenn lögreglunn- ar segja að vinnuaðferðum í bókhaldi verði breytt hér eftir tfl að hindra samskonaruppákomur. Reuter Kauphallir og vöruverð erlendis 9500 Hang Seng 8500 8000 l /4 7500 9115,72 F M A M 150 208,00 F M A M */ c ;i tunna r M 18,58 A M 42E2H söluáfölskum Tveir 26 ára gamlir Bretar þóttu sleppa vel þegar þeir voru dæmd- ir tíl 160 tíma samfélagsþjónustu hvor eftír aö hafa selt um 20 auö- trúa Bandaríkjamönnum falska aðalstitla fyrir um 9 mílljónir króna. Dómari taldi að ítarleg umfjollun fjölmiöla tryggði að mennimir reyndu ekkert svipað aftur. Þeim sem létu ginnast af tilboði þeirra félaga var sagt að þeir gætu kallað sig lávaröa, eigin- konurnar lafðir og börnin yrði að ávarpa „yðar háæruverðugú. Var kaupendum talín trú um aö þeir fengju boöskort á ýmsar kon- unglegar uppákomur og mættu klæðast sérstökum aðalsskikkj- um. Hjón frá Flórida fóru verst út úr svindlinu en þau eyddu um 3,5 milljónum króna í einskisnýta aðalstign. nektarmyndiraf JóhanniKarii ítalska tíma- ritiö Novelia 2000 hefur vak- ið reíði spænsku kon- ungsfiölskyld- irnnar með því að birta fiög- urra ára gaml- ar myndír af Jóhanni Karli Spán- arkonungi þarsem hann er kvik- nakinn i sólbaði um borð i snekkjunniFortuna. í yfirlýsingu frá spænsku hirðinni segir að birting myndanna og meðfylgj- andi greinar séu árás á einkalíf og ímynd konungsins sem nyti stjómarskrárbundinnar vernd- unar. Talsmaður hírðarinnar bað spænska fiölmiðla um að standa vörð um einkalíf konungs og birta ekki myndimar. Kannaðir liafa verið möguleikar á aö höfða mál gegn ítaiska tímaritinu. Danmörk: reykbann i ríkis- stofnunum Danska þingið hefur samþykkt lögsem segja að ekki megi reykja í stofnunum ríkisins. Lögin voru ekki samþykkt samlfljóða þar sem þingmenn íhaldsflokks, Vinstri og Framfaraflokksins voru á móti. Sögðu talsmenn þeirra flokka að reykbann ætti að byggja á frjálsum samningum viðkomandi stoftiana. Þá bentu þau á þann tviskinnung sem fæl- ist í þvi að kófreykt væri i hliöar- sölum þingsalaríns i Christians- borg meðan bannað væri að reykja í öðrum ríkisstofnunum, Reykbannið nær ekki til stofnana amta eða sveitarfélaga. Þar á aö láta reyna á geröa frjálsra samn- inga um reykbann. Sandstormur Um sex þúsund nautgripir lágu í valnum og 150 þúsund voru týndir eftir geysiöflugan sand- storm sem reið yfir Noröur-Kína fyrr í vikunni. Stormurinn ofli skemmdum á 700 víndmyllum sem framleiða raforku og skfldi eftir stóra sandskafla á jára- brautaleiðum og þjóðvegum, auk þess sem um 300 vatnsbrunnar eyðílögðust. Orsakir sandstorms- ins var, að sögn yfirvalda, að finna í þrálátum þurrkum sem ríkt hafa frá áramótum. Reuter/RB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.