Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1995, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1995, Qupperneq 11
ZOODl VJS/ NDiUQ » SOÖHV LAUGARDAGUR 20. MAÍ 1995 11 I I Menning Ballett Aðalsteinn Ingólfsson Leikkerfi dansanna íslenski dansflokkurinn á þaö sammerkt með ís- lenska handknattleiksliöinu aö hann á erfitt meö að halda dampi; mest fyrir þaö aö hann fær ekki næg tækifæri til aö „spila“, auk þess sem of mörg „leik- kerfi" eru einatt í gangi á sviöinu. Þetta sannaðist á síðustu sýningu flokksins á þessu starfsári, sem fram fór í Þjóðleikhúsinu fyrir stuttu. Aö mörgu leyti var þetta þó ánægjulegur endir á starfsárinu, sem aðallega má þakka framlagi útlendu „spilaranna", dansahöf- undanna og dansaranna sem fram komu. Lambros Lambrou er frá Kýpur, en er nú listdansstjóri Ballet Austin í Texas. Fyrir ári sendi hann íslenska dans- flokknum Adieu, gullfallegt verk aö vinna úr, sem hann gerði meö prýði. í þetta sinn hljóðaði sendingin upp á Sólardansa, verk frá 1979, sem bar af öörum verkum sýningarinnar eins og gull af eiri. Lambrou er afstrakt stílisti í anda Balanchine, en hefur einnig til að bera ríkulega ljóðrænu, en hvort tveggja virðist eiga vel við íslenska dansflokkinn. Allt um það voru þessir dansar hans um sólarbirtu og lífsnautn augna- yndi og fallega útfærðir, þótt stundum skorti á sam- stillingu dansaranna. Þau ágætu Valiev-hjón fá ekki oft tækifæri til að dansa saman tvidans, en það gerðu þau hér af öryggi, þokka og hlýju - eitt af faUegri atrið- um kvöldsins. Beint í mark. Síðan kom vondur leikkafli, svo áfram sé notað hand- boltamál. Til Láru eftir Per Jonsson þótti mér klént verk þegar það var frumsýnt, og ekki finnst mér það hafa batnað þótt ljósastýringin hafi gert það. Ég sé einfaldlega ekki í því nema uppskrúfaðan og ómark- vissan expressjónisma. Það sem Jonsson tókst ekki að gera fyrir dansarann, Láru Stefánsdóttur, með lang- vinnum hamagangi, tókst hins vegar öðrum dansahöf- undi, Charles Czarny, að gera fyrir hana á einu augna- bhki, með einu spori og fínlegri hreyfingu handanna, í næsta dansverki, Adagietto, við tónlist eftir Mahler. Þetta hægferðuga, stílhreina verk um lífsþroska og eftirsjá var eins og klæðskerasaumað fyrir dansarana Hany Hadaya og Birgittu Heide. Birgitta, sem var að koma fram í síðasta sinn með íslenska dansflokknum, fékk hér í kveðjuskyni verk sem áréttaði ýmsa helstu kosti hennar sem dansara, einkum stílfestu og þokka- fulla yfirvegun. Það er vont fyrir íslenska dansflokk- inn að missa slíkan dansara „út af ‘ einmitt nú. Hins vegar var Láru Stefánsdóttur klárlega ofaukið í þessu verki, sem er í eðh sínu tvídans. í framhaldi af því er nauðsynlegt að spyrja hvort „þjálfarinn" hafi ekki hreinlega ofnotað Láru þetta kvöld, en þrátt fyrir ótví- ræða „sóknarhæfileika" sína á hún ekki erindi inn í öll „leikkerfi" dansahöfundanna. Spánskar klisjur Þaö sótti að mér beygur þegar ég sá fyrstu ljósmynd- Hany Hadaya og Julie Janus í hlutverkum sínum í Carmen. ir af æfingum á lokaverki sýningarinnar, Carmen, í stjórn Sveinbjargar Alexanders. Nú þegar menn hafa séð flamenkó-útsetningar á Carmen, Carmen með klæðaskiptingum, Carmen á stultum, svo ég tali nú ekki um óborganlega túlkun fmnskra dansara á Carm- en-goðsögninni hér í vetur, hvarflaði að mér hvort ekki væri ekki orðið dáldið, ja, púkó, að gera alfariö út á gamlar spánskar „klisjur", það er, nautabanakáp- ur, stapp, klapp og kastanéttur, við útleggingu á þess- ari frægustu ástarsögu óperu- og dansbókmenntanna. Samt er það sú leið sem Sveinbjörg kýs að fara. Og þrátt fyrir vandaða vinnu hennar, prýðilega úrlausnir helstu dansara, með Hany Hadaya sem aðal„marka- skorara", náði þetta verk ekki að hrífa þann sem þetta skrifar. Búningar voru hins vegar glæsilegir. islenski dansflokkurinn: Heitir dansar. Verk eftir Lambros Lambrou, Per Jonsson, Charles Szarny og Sveinbjörgu Alexanders. Þjoðleikhusið, 17.5. 1995. Lífsþroski barnastaraf MANNÚÐ OG MENNING SUMARNÁMSKEIÐ fyrir hressa krakka 8 til 10 ára 3námskeið verða haldin í sumar þar sem blandað er saman leikjum og fræðslu. Þátttakendur fræðast um Rauða krossinn, líf barna í öðrum löndum, veröldina sem við búum í og hvað þarf til að öllum líði vel. Farið verður í styttri ferðir út í náttúruna, fjöruferð og fl. *o | 1. námskeið 12. júní - 23. júní g 2. jiámskeið 26. júní - 7. júlí jg 3. námskeið 10. júlí - 21. júlí z ■ Námskeiðsgjald er 6.500 kr. Þátttakendur eiga að mæta með nesti en síðasta daginn er grillveisla í boði URKÍ fyrir foreldra og börn. Upplýsingar og skráning virka daga kl. 13.00-17.00. Sími 552-2230 Ungmennadeild Reykjavíkurdeildar Rauða kross íslands > ; FUOTLEGRI FJARMOGNUN 24 klukkutímar Lánareglur okkar eru einfaldar og óþarfa bið vegna umsókna þekkist ekki. Ef öll gögn liggja fyrir af þinni hálfu, er umsóknin því afgreidd innan sólarhrings. Fáðu ítarlegan upplýsingabækling í næsta útibúi Landsbanka Islands, Búnaðarbanka Islands eða hringdu beint í okkur. Kynntu þér þá margvíslegu möguleika sem fjármögnunarleiga hefur umfram aðra kosti á lánamarkaðinum. - m ✓ v - ■ s . r J/ J - SUÐURLANDSBRAUT 22, 108 REYKJAVÍK SÍMI 568 9050, FAX 581 2929

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.