Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1995, Síða 12
12
LAUGARDAGUR 20. MAÍ 1995
Erlendbóksjá
Metsölukiljur
Bandaríkin
Skáldsögur:
1. John Grishsm:
The Chamber.
2. Mary Higgins Clark:
Remember Me.
3. Dean Koontz:
The Key to Midnight.
4. Sue Grafton:
,,K" Is for Killer.
5. Meave Binchy:
Clrcle of Friends.
6. Nora Roberts:
Hidden Riches.
7. Anne Rice:
Cry to Heaven.
8. Dale Brown:
Storming Heaven.
9. Rosemary Rogers:
The Teaplanter's Bride.
10. T. Clancy & S. Pieczenik:
Tom Clancy's Op-Center.
11. Allan Foisom:
The Oay after Tomorrow.
12. Michael Crlchton:
Congo.
13. Judith McNaught:
Until You.
14. E. Annie Proulx:
The Shípping News.
16. Caroi Shields:
The Stone Diaries.
Rit almenns eðlis:
1. B.J. Eadie 8t C. Taylor:
Embraced by the Light.
2. Thomas Moore;
Care of the Soul.
3. Delany. Delany & Hearth:
Having Our Say.
4. Mary Pipher:
Reviving Ophelia.
5. Robert Fulghum:
Maybe (Maybe Not).
6. Thornas Moore:
Soul Mates.
7. M. Scott Peck:
The Road Less Trayelled.
8. Sharwin B. Nuland:
How We Die.
9. Dannion Brinkley& Paul Perry:
Saved by the Light.
10. Karen Armstrong;
A History of God.
11. Jim Carroll:
The Basketball Ðiaries.
12. Elízabeth M. Thomas:
The Hidden Life of Dogs.
13. Bob Woodward:
The Agenda.
14. A. Toffler & H. Toffler:
Creating a New Civilization.
15. Natban McCall:
Makes Me Wanna Holler.
(Byggt i New York Timas Book Raview)
Við banabeð
dótturinnar
Þegar skáldkonan Isabel Allende
kom til Madrid á Spáni síðla árs 1991
til að kynna nýja bók sína var Paula,
28 ára gömul dóttir hennar, alvarlega
veik. Paula var flutt á sjúkrahús og
reyndist vera með alvarlegan efna-
skiptasjúkdóm. Henni versnaði snar-
lega og var flutt á gjörgæsludéild þar
sem hún missti meðvitund. Ári síðar
var hún látin.
Isabel Allende fylgdist með dóttur
sinni á sjúkrahúsi í Madrid mánuð-
um saman. Umboðsmaður hennar
færði henni pappír og lagði til að hún
skrifaði bók um þessa lífsreynslu
sína. Það rit er nú komið á markað
og heitir einfaldlega Paula.
Sjálfsævisaga
í þessari nýju bók, sem sýnir að
jafnvel hin sárasta lífsreynsla getur
orðið rithöfundi að yrkisefni, ritar
Isabel um raunverulega atburöi með
tækni skáldsagnahöfundarins.
Hún beitir þeirri aðferð að segja
meðvitundarlausri dóttur sinni frá
helstu viðburðum í sínu eigin lífi og
fjölskyldu sinnar, atburðum sem
birst hafa í ýmsum myndum í skáld-
sögum hennar. Hún fjallar til dæmis
um dagana í húsi ömmu og afa, mis-
heppnað hjónaband- foreldra sinna,
fóðurinn sem hún man ekki einu
sinni eftir, stjúpföðurinn Ramon,
sem hún elskar, og flakk þeirra á
milli sendiráða hér og þar í heimin-
um, fyrsta hjónabandið, útlegðina í
Venesúela á tímum ógnarstjórnar-
Isabel Allende: hefur skrifað bók um
dauöa dóttur sinnar.
Umsjón
Elías Snæland Jónsson
innar í Chile. Hún segir einnig frá
starfi sínu sem blaðamaður og rithöf-
undur og ástarævintýrum sem enda
misjafnlega.
Aö sögn gagnrýnenda er þessi hluti
bókarinnar í raun og veru yfirferð á
gamalkunnum slóöum fyrir þá sem
lesið hafa skáldsögur Isabel AUende.
Fæðing og dauði
Hinn hluti bókarinnar tekur meira
á tilfmningarnar því þar fjallar hún
um sjúkdóm dóttur sinnar, meðvit-
undarleysiö sem stóð mánuðum
saman og örvæntingarfullar tilraun-
ir til að finna einhveija lækningu.
Hún lýsir Paulu bæði eins og hún
var áður en sjúkdómurinn tók öll
völd og síðan eftir að hún breyttist
„í stórt kornabarn" - varð aigjörlega
ósjálfbjarga og úr sambandi viö um-
heiminn.
Nokkru fyrir dauða Paulu er hún
flutt til Kaliforníu í von um bata eft-
ir óhefðbundnum leiðum, en ekkert
dugar. Dauðinn kveður loks dyra á
jólunum 1992. Isabel Allende lýsir
viðskilnaðinum sem frelsun og birtu:
„Fæðing og dauði eru af sama meiði,“
segir hún og finnur huggun í því að
henni fæddist barnabarn um svipað
leyti og að hún tók sjálf á móti því.
Það er einmitt þessi hluti frásagn-
arinnar, þar sem Isabel Allende
stendur andspænis þeirri óskaplegu
ógn foreldris að þurfa að horfa á
barn sitt deyja, sem gerir bókina. eft-
irminnilega að sögn gagnrýnenda.
Metsölukiljur
Bretland
Skáldsögur:
1. Terry Pratchett:
Soul MusiC.
2. John Grisham:
The Chamber.
3. T. Clancy 8i S. Pieczeník:
Tom Clancy’s Op-Centre.
4. P.D. James:
Original Sin.
5. Sidney Sheldon:
Nothing Lasts Forever.
6. Clive Barker:
Everville.
7. Angeta Huth:
The Land Girts.
8. Raymond E. Feist:
Shadow of a Dark Queen.
9. Tom Willocks:
Green River Rising.
10. Peter Heeg:
Miss Smilla's Feeling for
Snow.
Rit almenns eölis:
1. Stephen Hawking:
A Brief History of Time.
2. Jutian Barnes:
Letters from London.
3. Jung Chang:
Wild Swans.
5. Penelope Lívely:
Oleander, Jacaranda.
6. Steven Pinker:
The Language Instinct.
5. J.P. McEvoy;
Stophen Hawking for
Beginners.
7. Margaret Thatcher:
The Downlng Street Years.
3. Andy McNab:
Bravo Two Zero.
9. W.H. Auden:
Tell MetheTruth about Love.
10. Stella Tillyard:
Aristocrats.
(Byggt á The Sunday Times)
Danmörk
1. Ib Michael:
Den tolvte rytter.
2. Anchee Min:
Red Azalea.
3. Jung Chang:
Vílde svaner.
4. Jostein Gaarder:
Sofies verden.
5. Albert Camus:
Den fremmede.
6. Franz Kafka:
Amerika.
7. Homer:
Odysseen.
(Byggt á Polítiken Sondag)
Vísindi
Tungan ver sj álfa
sig gegn sýkingum
Meö svona stóra tungu ætti maður þessi að (ramleiða nóg af bakteriudrep-
andi efnum.
Greining fyrr
áferð
Finnskir visíndamenn segja að
hasgt sé að greina alsheimer-
sjúkdóminn, sem leggst á heila
margs gamals fólks, fimm til tíu
árum fyrr en hingað til hefur
veriö haldiö.
Rannsókn sem þeir gerðu náði
til 1100 sjúkfinga á aldrínum 65
tíl 78 ára og voru niöurstöður
hennar birtar 1 aprílhefti banda-
ríska tlmarítsin8 Neurology.
Þriðjungur sjúklinganna fékk
minnlstruflanir sem í 35 til 37
prósentum tilvika voru undanf-
ari alsheimers. Kalevi Pyorala,
stjómandi rannsóknarinnar,
sagði að hægt heföi veriö aö
greina á mílli minnistruflana sem
voru undanfari alsheimers og
annars konar minnistruflana,
Það þýddi að hægt væri að greína
sjúkdóminn fyrr en áður.
Ságalar
hæst...
Til þessa hefur verið taliö aö
þau karldýr sem hefðu hvað hæst
væru best til undaneldis þar sem
lætin kreföust mikillar orku. Þvi
veldu kvendýrin þá hávaðasömu
umfram aðra. Ekki þó hænumar.
Þaö hefur jú komið í ljós að
hanamir þurfa ekki að reyna svo
mjög á sig þegar þeir gala.
Áreynsian er ekki meiri en víð
að standa upp eöa klóra sér.
Umsjón
Guölaugur Bergmundsson
Margir hafa furðað sig á því hvers
vegna þeir fái aldrei ígerð í tunguna
þótt þeir bíti í hana svo undan blæði.
Allir vita jú að munnurinn er fullur
af alls kyns hættulegum bakteríum.
Þaö er vel skiljanlegt að almenn-
ingur skuli undrast þetta því það var
ekki fyrr en nýlega að bandarískir
vísindamenn komust að því hvað það
væri í raun sem verndaði tunguna í
okkur gegn hættulegri ígerð. Vís-
indamennirnir komust að raun um
að tungan gefur frá sér sterk bakter-
íudrepandi efni þegar sár kemur á
hana.
Vísindamennimir kræktu sér í
frumur úr nautatungum og leystu
upp efnasamböndin sem yfirborð
þeirra var gert úr í lífrænni lausn til
að komast að því hvaða efni voru þar
til staöar. Að fenginni þeirri vitn-
eskju geröu þeir tilraunir með efnin
hvert í sínu lagi til að sjá hvaða áhrif
þau hefðu á bakteríur. í ljós kom að
mörg efnanna ýmist drápu bakter-
íurnar eða komu í veg fyrir vöxt
þeirra.
Bandaríkjamennirnir völdu síðan
það efni sem var í mestu magni á
tungunni og gáfu því nafn sem er
skammstafað LAP og þýðir einfald-
lega „peptíðefni á tungu sem drepur
örverur". Þeir beittu svo nákvæmum
RNA-greiningaraðferöum til að kom-
ast aö því hvar efrú þetta væri fram-
leitt á tungunni. í ljós kom að þaö
var á öllu yfirborði tungunnar. Með
þeirri undantekningu þó að það
fannst ekki þar sem bragðlaukarnir
eru. Það kom ennfremur í ljós að
langmest af efninu var framleitt allt
í kringum smásár sem voru á tung-
unni.
Vísindamennimir ætla að sjá til
þess að uppgötvun þeirra komi að
notum í daglegu lífi. í fyrstunni eru
uppi hugmyndir um að framleiða
úöabrúsa með LAP-vökva sem gæti
komið í veg fyrir lungnasýkingu hjá
sjúklingum með ákveðinn arfgengan
lungnasjúkdóm.
Leysigeisli
gegn mengun
Dönsk rannsóknarstofnun hef-
ur þróað leysigeisla sem gæti orð-
ið öflugt vopn í baráttunni gegn
loftmengun.
Leysigeisiinn getur fundið ýmis
mengandi efni á meðan þau eru
enn í mjög litlu magni. Þessi nýja
uppfinning er svokallaður koldí-
oxíð-leysigeisli sem sendir frá sér
innrautt ljós.
Hið nýja tæki hefur vakið mikla
athygli og hefur þýsk raimsókn-
arstofnun í Karlsruhe fengið eitt
eintak.
Kaffidrykkja
í guðsgrænni
Ofnæmisdeild ríkissjúkrahúss-
ins í Kaupmannahöfn bauö ný-
lega 40 manns til kaffidrykkju útí
í guðsgrænni náttúrunni, nánar
tiltekið undir birkitijánum við
spítalann. Tilgangurinn var aö
taka þátt í rannsókn á heymæði
og frjóofhæmi sem alltaf er mikið
um á þessum árstíma, með tíl-
heyrandi nefrennsli og öðrum
óþægindum.
Vísindamennimir á ofnæmis-
deildinni eru að rannsaka áhrif
nýs nefúöa sem heilbrigöisyfir-
völd viðurkenndu á síðasta ári.
Hugmyndin aö baki nefúðanum
er sú aö betra sé aö ráðast gegn
ofnæminu í sjálfu nefinu en að
gefa töflur til að koma í veg fyrir
heymæðina.
Hópnum var skipt í tvennt og
fékk hvor um sig mismunandi
lyf. Fljótlega verður svo kannað
hver áhrifin voru.