Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1995, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1995, Page 14
14 LAUGARDAGUR 20. MAÍ 1995 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjórí: SVEINN R. EYJÓLFSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT 8. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JONSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Auglýsingastjóri: PALL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVÍK, SlMI: (91) 563 2700 FAX: Auglýsingar: (91) 563 2727 - Aðrar deildir: (91) 563 2999 GRÆN númer: Auglýsingar: 99-6272. Áskrift: 99-6270 Stafræn útgáfa: Heimasiða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritstj@ismennt.is - Auglýsingar: dvaugl@ismennt.is. - Dreifing: dvdreif@ismennt.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: (96)25013, blaðam.: (96)26613, fax: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk„ helgarblað 200 kr. m. vsk. Pósturínn Páll Nýr forseti Alþingis fylgdi eftir sjónarmiðum sínum í eldhúsdagsumræðu á Alþingi á fimmtudagskvöldið, þeg- ar hann áminnti Jón Baldvin Hannibalsson fyrir að nota óviðurkvæmilegt orðalag, sem greinilega fól í sér niðr- andi ummæli um Pál Pétursson félagsmálaráðherra. Þegar Ólafur G. Einarsson tók við embætti forseta Alþingis, tók hann sérstaklega fram, að draga þyrfti upp aðra mynd af þingstörfunum en nú birtist almenningi í fjölmiðlum. Benti hann á, að þingmenn sjálfir hefðu mest áhrif á, hver imynd þingsins væri í augum fólks. Hin nýja áherzla þingforseta er tímabær og eðlileg. Málgefnir og sjálfumglaðir þingmenn hafa ekki vaxið upp úr málfundastíl ræðukeppna í framhaldsskólum, þótt um nokkurt skeið hafi verið sjónvarpað frá venjulegum þing- fundum beint inn í stofur fólksins í landinu. Fólk hefur horft á þennan málfundastíl og ekki verið hrifið. Þess vegna hefur virðing Alþingis minnkað við beint sjónvarp frá fundum þess. Gott ráð til að sporna gegn því væri að hóa saman nokkrum helztu vandræða- bömunum og sýna þeim sjónvarp frá brezka þinginu. Brezkir þingmenn tala skýrt og málefnalega og einkum stutt og aftur stutt. Þeir geta líka verið hvassir og jafn- vel eitraðir, en allt er það innan ramma, sem er miklu þroskaðri en þær hefðir, sem illu heilli hafa mótazt á Alþingi. Þeim hefðum þarf að breyta í nýju kastljósi. En það er ekki bara orðbragðið, hálfkæringurinn og leikaraskapurinn, sem þarf að lagast. Okkar þingmenn geta ekki síður lært af Bretum að halda ræðulengd í hófi. Þrátt fyrir breytingar á þingsköpum í átt til stytting- ar máls, eru langhundar ennþá alltof algengir á Alþingi. Hinn nýi þingforseti sagði réttilega, að almenningur, sem fylgist daglega með störfum Alþingis, gerði ríkar kröfur um vitrænan málflutning, snarpar umræður og tilþrif á Alþingi. Þess vegna verði að bæta umræðuna og þingmenn að gera meiri kröfur til sjálfra sín. Olafur G. Einarsson benti á annað atriði, sem hann taldi geta aukið virðingu Alþingis með því að draga úr því áhti, að það sé lítið annað en afgreiðslu- og handaupp- réttingastofnun framkvæmdavaldsins. Það væri, að fólk léti af þingmennsku við að verða ráðherrar. Það getur verið óþægilegt, ef stjómarslit verða á miðju kjörtímabili og ráðherrar hafa sagt af sér þingmennsku og fá hana ekki aftur. Þess vegna þarf að breyta lögum þannig, að þingmenn verði að taka leyfi frá þingstörfum meðan þeir gegna embætti ráðherra, en eigi afturkvæmt. Tihögur og hugmyndir þingforseta era markverðar og benda til, að hann muni á ferli sínum hafa jákvæð áhrif á störf Alþingis. Um eitt atriði í tihögum hans þarf þó að gera fyrirvara. Það er, að bág launakjör og léleg starfsaðstaða fæh hæft fólk frá þáttöku í stjómmálum. Mikið framboð fólks til stjómmálastarfa og einkum til þingmennsku bendir ekki tU, að þessi fæUng sé öflug. Og séu kjör þingmanna of bág, á að breyta þeim á op- inskáan hátt, en ekki að vera pukrast með hUðaratriði á borð við greiðslur fyrir ómælda þáttöku í ráðstefnum. Um það atriði var rækilega fjallað í leiðara DV í gær og þarf ekki að fara frekari orðum um það. Augljóst er, að Alþingi getur á ýmsan hátt stuðlað að aukinni virð- ingu sinni í augum fólksins i landinu og að nýr þingfor- seti hefur þegar gefið skynsamlegan tón á því sviði. Einna mikUvægast er, að málgefnir og sjálfumglaðir þingmenn færi ræðustU sinn úr því horfi, sem þótti góð latína á málfundum, þegar þeir vora í framhaldsskóla. Jónas Kristjánsson Bandaríkin í bílapartastríði gegn Japan Japanskur iönaöur á í vök að veij- ast á útflutningsmörkuðum vegna fimmtungs gengishækkunar jap- anska jensins gagnvart Bandaríkja- dollar síöustu misseri. Bílaverk- smiöjur Toyota í Japan störfuðu fimmtungi undir eðlilegum afköst- um í fyrra og Mazda sýndi 35 millj- aröa jena tap á síðasta reikningsári. Bandaríkjastjórn hefur látið sér gengislækkun dollars í léttu rúmi liggja og aðeins andæft til mála- mynda. Ástæðan er að nokkru bætt samkeppnisstaða bandarísks útflutnings á alþjóðamarkaði og til- tölulega lítið vægi innflutnings í bandarískri hagþróun. En við hæt- ist tækifæri til að þjarma að Japön- um með því að notfæra sér þreng- ingar útflutningsatvinnuvega þeirra, sér í lagi bílaiðnaðarins. Viðskiptahalli Bandaríkjanna gagnvart Japan hefur lengi verið gífurlegur og nam á síðasta ári 66 milljörðum dollara, þar af 37 millj- örðum vegna bílgreina. Bandarísk fyrirtæki og stjórnvöld hafa löng- um kennt um óbeinum innflutn- ingshömlum, sem eigi rót í öflugum fyrirtækjasamsteypum í japönsku atvinnuhfi, keiretsu, þar sem hvert fyrirtækið eigi í öðru og sameig- endurnir láti hver annan ganga fyrir viðskiptum. Eðlileg sam- keppni fái því ekki að njóta sín. Stjóm Bills Clintons er eftki sú fyrsta í Washington sem reynir að brjóta bandarískum fyrirtækjum braut inn á Japansmarkað með opinbemm aðgerðum. Árið 1992 kom George Bush forseti þvi til leiðar að japanskur bílaiðnaður féllst á að birgja sig að tilteknu magni með bílahlutum framleidd- um erlendis, og þá fyrst og fremst í Bandaríkjunum. Undanfarna tuttugU' mánuði hefur Mickey Kantor, viðskiptafulltrúi í stjórn Clintons, lagt hart að Japansstjóm að halda áfram og stórauka viö- skiptastýringuna á þessu sviði. Fyrir viku slitnaði endanlega upp úr samningaumleitunum Kantors við Ryutaro Hashimoto, utanríkis- viðskiptaráöherra Japans. Segist Japansstjórn með engu móti geta sagt sjálfstæðum fyrirtækjum í landinu fyrir verkum hvert þau beini viðskiptum sínum. Viðskipta- hömlur eins og tollar hafi horfið eða lækkað samkvæmt alþjóðleg- um skuldbindingum, og það sé bandarískra fyrirtækja að koma ár sinni fyrir borð á japönskum mark- aði. Kvótaviöskipti eins og Banda- ríkjastjóm krefst séu andstæð regl- unni um frjálsa verslun. Eftir þessi málalok hefur Banda- ríkjastjórn gert sig líklega til að láta alvöra verða úr hótun um að beita Japan þvingunum með refsi- Erlend tíðindi Magnús Torfi Ólafsson tolli á japanskar vörar. Hefur Kantor kunngert að til að byrja með verði lagður 100% tollur á 13 gerðir japanskra bíla, einkum þær dýrustu. Gæti gjaldheimtan hafist í síðari hluta júni, eftir að lokið er meðferð á málskotum bandarískra aðila, sem telja að sínum hag vegið. Japansstjóm áskilur sér rétt til að gjalda líku líkt, en leggur að sinni megináherslu á að sýna fram á að Bandaríkjastjóm þverbijóti nýsettar reglur um alþjóðavið- skipti sem gengu í gildi við stofnun Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, WTO. Með þeim hafi átt að taka fyrir einhliða þvingunaraðgerðir í milliríkjaviðskiptum. Til slíks megi aðeins koma að undangengnum úrskurði WTO um réttmæti mál- staðar deiluaðila. Japansstjórn hefur samkvæmt þessu lagt að því fyrstu drög að kæra Bandaríkin fyrri WTO. Hefur hún hvað málsmeðferð varðar fengið stuðning frá framkvæmda- stjóm Evrópusambandsins, sem segir framferði Bandaríkjanna skýlaust brot á reglum WTO. Sjálft á ESB í deilu við Japan út af tolli á evrópskt viskí, sem er sexfaldur á við áfengisgjald af sterkum drykkjum brugguðum í Japan, en því máli hefur sambandið vísað til meðferðar WTO. Fréttamenn hafa eftir talsmönn- um Kantors viðskiptafulltrúa að Bandaríkjastjórn skáki í því skjóli að málið leysist á þeim mánuði sem eftir er áður en þvingunarráðstaf- anir gagnvart japönskum bílaút- flutningi til Bandaríkjanna taka gildi. Benda þeir á að fram undan sé að Hashimoto utanríkisvið- skiptaráðherra og Ronald Brown, viðskiptaráðherra Bandaríkjanna, hittist á fundi Efnahags- og fram- farastofnunarinnar í Paris í næstu viku. Svo verði Clinton forseti og Tomiichi Murajama forsætisráð- herra á fundi æðstu manna iðn- veldanna sjö í Halifax í Kanada um miðjan júní. Hashimoto svarar því að hann hafi ekkert við Brown að tala um viðskiptadeiluna úr því sem komið er. Bandaríska viðhorfið er að þótt Japansstjórn sé þver hljóti jap- anskur bílaiönaður að þurfa að beygja sig. Varaformaður Toyota, Masami Iwasaki, nýkjörinn formaður Sambands japanskra bilaframleiðenda, lýsir yfir á fréttamannafundi í Tokyo að aldrei verði aukinn kvóti samtakanna á innflutning bandarískra bíla- hluta. Honum á hægri hönd sitja Hirohazu Nakamura, stjórnarformaður Mitsubishi, og Yoshihirö Wada, stjórnarformaður Mazda. Símamynd Reuter Skoðamr armarra Til hamingju með daginn „Noregur er ótrúlega friðsamt land. Þótt mönnum geti orðið heitt í hamsi í umræöum, eins og gerðist um ESB í fyrra, er djúpstæður ágreiningur ekki fyr- ir hendi. Noregur er undantekning í heiminum. Það er fullkomlega óeðlilegt að hafa það eins og við höfum það. Við eigum ekki að skammast okkar fyrir það. En viö ættum kannski að vera aöeins auðmýkri og þakklátari. Raunverulegt þakklæti leiðir til örlætis og einlægni. Við eigum að minna hvert annað á það á þjóðhátíðardaginn. Til hamingju með 17. maí.“ Úr forustugrein Várt land 16. maí. Ógæfa Afríku „Að baki farsóttanna (í Afríku) er daglegt ofbeldi sem morðóðri mannskepnunni er einni um að kenna. Ofbeldi þetta þrífst á borgarastyrjöldum, spennu milh ættbálka og deilum stríðsherra en það fær sjald- an athygli fjölmiðla heimsins. Það er sinnuleysið sem ræður ríkjum á sama tíma og nafnlausum fórn- arlömbunum fjölgar." Úr forustugrein Le Monde 17. maí. Ekki skaða neinn „Stjóm Clintons segir að takmark landbúnaðar- stefnu hennar sé að „gera engan skaða“. Með því virðist hún helst eiga við að skaða á engan hátt Hk- umar á endurkjöri Clintons í landbúnaðarfylkjun- um. Þingið er að semja nýtt landbúnaðarfrumvarp. Allt bendir til að það neyðist til að skera niður það styrkjakerfi viö bændur sem þegar er fyrir hendi. Niðurskurður í þessu tímaskekkjukerfi væri bæði góð landbúnaðárstefna og góð fjármálastefna." Úr forustugrein Washington Post 18. maí.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.