Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1995, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1995, Side 15
LAUGARDAGUR 20. MAI 1995 15 Frá setningu Alþingis í byrjun vikunnar. Alþingismenn og stjórnmálaflokkar réðu íslenskum fjölmiðlum um áratugaskeið. Sá tími er á enda en þótt óháðir" eru tvær hliðar á sjálfstæði þeirra. flestir fjölmiðlar séu nú „frjálsir og DV-mynd GVA Hin hliðin á sj álf- stæði fjölmiðlanna Sérstaða DV (og fyrirrennara þess, Dagblaðsins og Vísis) á íslenskum blaðamarkaði hefur markast af því að það hefur verið „fijálst og óháö“, eins og það er orðaö í blaðhausn- um. í þeim oröum á að felast það að ritstjórn blaðsins taki sjálf ákvarðanir um hvaða fréttir og sjónarmið birtast og sé í því efni ekki bundin eða háð neinum aðil- um utan blaðsins, sérstaklega ekki stjómmálaflokkunum sem fyrir nokkmm áratugum önnuðust beint eöa óbeint alla blaðaútgáfu í landinu. Ekki er nokkmm vafa undirorpið að velgengni DV á undanfomum ámm hefur ráðist af þvi að fólk hefur tekið mark á yfirlýsingu blaðsins um að það sé frjálst og óháð. í DV hafa ólík sjónarmið fengið að koma fram og fréttaval ekki verið litað af áhugamálum eða hagsmunum einstakra stjómmála- flokka eða annarra aðila utan blaðsins. Þannig vill fólk áreiðan- lega að nútima fréttablað sé. Flokksblöðin gömlu, sem ekki átt- uðu sig á viðhorfsbreytingunni, hefur annaðhvort dagað uppi (Þjóðviljinn) eða er haldið úti (án lesenda!) með ríkisstyrkjum og öðmm ölmusum (Alþýðublaðið). Allir „frjálsir og óháðir" Morgunblaðið var aldrei með formlegum hætti flokksblað en það skiptir í sjálfu sér ekki máii því allir vita að fréttir og skoðanir í blaðinu tóku um áratugaskeið mið af hagsmunum Sjálfstæðisflokks- ins. Síðastliðinn aldarfjórðung eða svo hefur blaðið verið að taka lítil en mikilvæg skref í átt til ritstjórn- arlegs sjálfstæðis. Tilkynnt hefur veriö að sú ganga sé nú á enda og önnur sjónarmið en ritstjómarleg eigi framvegis engu að ráða um fréttaval og máiflutning blaðsins. Samtímis þessari breytingu á blaðamarkaðnum hefur rekstur útvarps og sjónvarps verið gefinn frjáls og þijár öflugar og sjálfstæð- ar fréttastofur em í virkri sam- kejipni við dagblöðin. I sumar eru tveir áratugir síðan Dagblaðið (er síðar sameinaðist Vísi og heitir nú DV) hóf göngu sína og setti kjörorðið „fijálst og óháð“ á oddinn. Það kom með ferskan blæ inn í að mörgu leyti staðnaðan heim íslenskra flölmiðla og naut enda strax mikilla vinsælda. Sér- staða þess var yfirlýsingin um af- dráttarlausan trúnað við lesendur öllu öðru fremur. Viö sem störfum á DV gemm okkur grein fyrir því að þessi sterka sérstaða er nú ekki fyrir hendi með sama hætti og áður. Nú vilja allir fjölmiðlar heita „fijálsir og óháðir" og reyna af megni að rísa undir því. Fyrir vikið er sam- keppnin á fjölmiðlamarkaði harð- ari en nokkru sinni fyrr. Því miður er fylgifiskur hennar á stundum óvönduð vinnubrögð, dómharka og harðneskja af því tagi sem ekki þekktist áður í okkar htla þjóðfé- lagi. En það er annar handleggur. Hin hliðin á frjálsum fjölmiðlum Viö því hefði mátt búast aö ýmsir sem hagsmuna áttu að gæta sner- ust öndverðir gegn þróuninni frá flokksblöðum til sjálfstæðra blaða. Og auðvitað var það svo að ein- hverju leyti. Stjómmálamenn voru ekki síst tortryggnir framan af en smám saman hafa þeir aðlagað sig breyttu umhverfi og lært að vinna við hinar nýju aðstæður. Að sumu leyti má segja að gengi nútíma stjórnmálamanns velti á því hvem- ig mynd fjölmiðlar draga upp af honum og hvernig honum sjálfum tekst upp í samskiptum sínum við fjölmiðla. En þótt alhr alvörufjölmiðlar séu nú á dögum „frjálsir og óháðir" í þeim skilningi að þeir starfa á eigin forsendum er ekki þar með sagt að ekki sé ástæða til að setja spuming- armerki við eitt og annað er þá varðar. Getur th dæmis verið að þróunin verði sú að einhveiju leyti að einstakir fjölmiðlar veröi ígildi stjómmálaflokks eða hagsmuna- Laugardags- pistilliim Guðmundur Magnússon fréttastjóri samtaka með eigin stefnu á flestum sviðum, stefnu sem ekki er aðeins fylgt eftir í ritstjómargreinum (s.s. leiðurum) heldur hti ahan frétta- flutning viðkomandi fjölmiðils? Thefni þessara hugleiðinga em ummæli Davíðs Oddssonar forsæt- isráðherra í spjallþætti í Ríkisút- varpinu fyrir nokkmm dögum. Þar svaraði hann opinskátt spuming- um um afstöðu sína th íslenskra íjölmiðla og samskipti sín við þá: Hann kvaðst fylgjandi þeirri þróun að fjölmiðlamar yrðu óháðir stjómmálaflokkunum. En þeir yrðu að vera sjálfum sér sam- kvæmir í því efni. Alhr yrðu að njóta jafnræðis. Það taldi hann að stærsta dagblaöiö, Morgunblaðiö, hefði ekki gert. Ekki færi th dæmis mihi mála að einn thtekinn stjóm- málamaður (þ.e. Jón Baldvin Hannib'alsson) hefði notið algjörra forréttinda á síðum blaðins í krafti tengsla við annan ritstjórann. Að vonum vöktu þessi ummæh forsætisráðherra um Morgunblað- iö mikla athygli og blaðiö svaraði fyrir sig. Það er hins vegar athygl- isvert að síðan hafa orðið htlar umræður um máhð og er það kannski lýsandi fyrir vissa kreppu opinberrar umræðu í landinu. Kannski var hér hreyft máli sem er of viðkvæmt fyrir aha fjölmiðl- ana. Þeir fáu sem létu í sér heyra töldu að forsætisráðherra væri aö kvarta yfir Morgunblaðinu og það virðist einnig vera skhningur Morgunblaðsins. En þá hafa þeir ekki hlustað næghega vel. Orðrétt sagði Davíð Oddsson nefnhega: „Þetta er veruleiki sem menn búa við og hafa ekki svona sérstakar áhyggjur af, því að þetta er ákvörð- un Morgunblaðsins og ef Morgun- blaðið vill styðja einn tiltekinn stjórnmálamann, þó hann sé ekki í Sjálfstæðisflokknum, hefur blaðið fullan rétt til þess.“ Hin nýja hlutdrægni Ástæða er th að taka undir þessi orð forsætisráðherra og leggja áherslu á þau. Fjölmiðlar hafa full- an rétt til að flytja hveijar þær skoðanir sem ritstjómin vill koma á framfæri og hampa hveijum þeim manni sem henni er hugfólginn. En það er engin ástæða th að láta fjölmiðh komast upp með halda þeirri ósönnu mynd að almenningi að hann sé nokkurs konar símstöð og annaö ekki. Morgunblaðið er að sönnu yfirburða fréttamiðhl en það em sofandi menn sem ekki veita því athygh aö á sama tíma og þaö sker á hin flokkspóhtísku tengsl við Sjálfstæðisflokkinn er það aö verða sjálfstætt þjóðfélagsafl með afdráttarlausa stefnu í öllum höf- uðmálum, stefnu sem með greini- legum hætti Utar mjög oft frétta- umfjöhun þess. Þeir sem eru sam- mála ritstjórum Morgunblaðsins í helstu málum njóta þess í frétta- flutningi blaðsins. Hinir sem em svo „óheppnir" að vera á öndverð- um meiði gjalda þess. Sérstaklega er þetta áberandi í sjávarútvegs- málum þar sem blaðið er í næsta sérkennhegri krossferð gegn svo- köhuðum „sægreifum". En hlut- drægnin er engan veginn bundin við þann málaflokk. Það eru ekki annað en óhehindi ef menn viður- kenna þetta ekki og horfast í augu við þetta. Höfundur þessa pistils hefur í tæpa tvo áratugi verið að meira eða minna leyti viðriðinn blaða- mennsku og annaðist m.a. í nokkur misseri leiðaraskrif fyrir Morgun- blaðið og þykist því geta dæmt um þessi mál af nokkurri þekkingu. Þótt hér sé bent á Morgunblaðið sérstaklega að gefnu tilefni fer því fjarri að hlutdrægni í nafni frjálsr- ar og óháðrar blaðamennsku sé bundin við það blað. Með einum eða öðrum hætti verður shkra vinnubragða vart á öUum fjölmiðl- um, stundum með afar grófum hætti. Sérstaða Morgunblaðsins felst kannski í því að það er eins og blaðið sé nánast tilbúið í fram- boð í kosningum! Það sem hér er sagt um Morgun- blaðið og aðra fjölmiðla er ekki sagt til að hneykslast, kvarta eða áfeUast. Ég er einfaldlega að vekja athygU á þeim veruleika sem viö búum við á íslenskum fjölmiðla- markaði. Það er beinlínis hættulegt lýðræðislegum umræðum í land- inu ef reynt er að breiða yfir þessar staðreyndir eða koma í veg fyrir umræður um þær. DV vill vera fijálst og óháð dag- blað sem lesendur geta treyst. Þetta blað hefur ekki áhuga á því að vera íghdi stjórnmálaflokks. Það er ekki gefið út til að flytja þjóöinni sér- stakan boðskap heldur til aö miðla til lesenda viðburðum og skoðun- um í þjóðfélaginu. En auðvitað ger- um við okkur grein fyrir því að fréttaskrif okkar Utast af því hveij- ir hér starfa á hverjum tíma, hver áhugamál þeirra eru, áherslur, lífs- viðhorf, þekking og vanþekking, sannfæring og hleypidómar. En th þess að ahir þessir þættir taki ekki af okkur völdin í daglegum störfum viljum við horfast í augu við þá og viðurkenna það sem ég kalla hina hhðina á sjálfstæði fjölmiðlanna. Aðhald lesenda mun vonandi halda okkur við efnið og eftir því er ósk- að. Guðmundur Magnússon

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.