Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1995, Page 17
LAUGARDAGUR 20. MAÍ 1995
17
DV
fslandsmótið í paratvímenningi 1995:
Bridge
Dröfn og Ásgeir íslandsmeistarar
Dröfn Guðmundsdóttir og Ásgeir
Ásbjörnsson sigruðu með yfirburð-
um í íslandsmótinu í paratvímenn-
ingi sem haldið var í húsakynnum
Bridgesambands íslands í Þöngla-
bakka 1 helgina 13.-14. maí.
Hjónin tóku forystuna í miðju móti
og héldu henni til loka. Þetta er ann-
ar íslandsmeistaratitill þeirra hjóna,
en þau unnu síðast árið 1991. íslands-
meistaratitilhnn var annars glæsi-
legur endir á góðri vertíð þar sem
þau unnu m. a. Hafnarfjarðar- og
Reykjanesmeistaratitla.
Sjáum þau leika listir sínar á nýaf-
stöðnu móti.
S/allir
* -
¥ K983
♦ D98532
+ Á103
♦ DG10854
¥ D2
♦ ÁG6
+ G8
♦ 976
¥ 7654
♦ 4
+ 96542
r AMZ
¥ ÁG10
♦ K107
Umsjón
Stefán Guðjohnsen
Með Dröfn og Ásgeir í a-v gengu
sagnir á þessa leið :
Suður Vestur Norður Austur
pass 2tíglar* pass 2grönd
pass 3tíglar** pass 4grönd
pass 5 tíglar pass 6grönd
pass pass pass
* Multi ** Spaðalitur og hámark
Vegna keppnisformsins og til þess
að vemda tígulkónginn velur Dröfn
að segja sex grönd frekar en sex
spaða. Útspiliö var lauf, drepið á ás
og meira lauf. Dröfn tók nú laufslag-
inn og losaði sig við hjartadrottn-
ingu, síðan komu tveir hæstu í tígli.
Þá voru spaðaslagirnir teknir og í
endastöðunni var norður í vandræð-
um með hjartakóng og tíguldrottn-
ingu. Tólf slagir og fast að því topp-
ur.
Dröfn Guðmundsdóttir og Asgeir Asbjörnsson sigruðu með yfirburðum í
íslandsmótinu í paratvimenningi.
Bikarkeppni BSÍ, dráttur í fyrstu umferð
1. Garðar Garðarsson, Keflavík - Helgi, Borgarfirði eystra
2. Bjarni Á. Sveinsson, Egilsstöðum - Sævin Bjarnason, Reykjavík
3. Haraldur Sverrisson, Mosfellbæ - Guömundur H. Sigurðsson, Hvammstanga
4. Eðvarð Hallgrímsson, Bessastaðahreppi - Heiðar Agnarsson, Keflavík
5. Sigmundur Stefánsson, Reykjavik - Jón Þ. Daníelsson, Reykjavík
6. Kristinn Þórisson - Jóhannes Ágústsson, Reykjavík
7. Gunnar P. Halldórsson, Hornafirði - Sigurjón Harðarson, Hafnarfirði
8. Lyfjaverslun íslands, Reykjavík - Páll Þ. Bergsson, Reykjavík
9. TVB 16, Reykjavík - Hjólbarðahöllin, Reykjavik
10. Héðinn Schindler-lyftur hf. Reykjavík - Guðmundur Ólafsson, Akranesi
11. HAKK, Reykjavík - Elín Jóhannsdóttir, Reykjavík
12. Skytturnar, Reykjavík - Sveinn Aðalgeirsson, Húsavík
13. Valdimar Elíasson, Hafnarfirði - Sparisj. S-Þing. Húsavík
14. Neon, Kópavogi - Guðrún Óskarsdóttir, Reykjavík
15. HXH, Egilsstöðum - Anton Haraldsson, Akureyri
16. Sveinn R. Eiríksson, Reykjavík - Karl G. Karlsson, Sandgerði
17. Aðalsteinn Jónsson, Eskifirði - Esther Jakobsdóttir, Reykjavík
18. Guðni E. Hallgrímsson, Grundarfirði - BÍNA, Reykjavík
19. óuðlaugur Sveinsson, Reykjavík - Loönuvinnslan hf., Stöðvarfirði
20. Gísli Þórarinsson, Selfossi - Grallarar, Keflavík
21. Friðrik Jónasson, Ilúsavík - Erla Siguijónsdóttir, Kópavogi
22. Ragnar T. Jónasson, ísafirði - Metró, Reykjavík
23. Guðmundur T. Gíslason, Reykjavík - Jóhann Magnússon, Dalvík
24. Runólfur Jónasson, Hveragerði - Alfreð Kristjánsson, Akranesi
Yfirseta í fyrstu umferð:
1. Landsbréf, Reykjavík
2. VÍB, Reykjavík
3. Samvinnuferðir-Landsýn, Reykjavík
4. Sigtryggur Sigurðsson, Reykjavík
5. Flugleiðir innanlands, Sauðárkróki
6. Ólafur Lárusson, Reykjavík
7. Sigurður Vilhjálmsson, Súðavík
8. Roche, Reykjavík
Fyrstu umferð á að vera lokið sunnudaginn 25. júní nk. og dregið verður
í aðra umferð mánudaginn 26. júní. Fyrirliðar eru beðnir aö senda úrsht
leikjanna, símleiðis eða með faxi, sem fyrst til skrifstofu BSÍ eftir að leikur
hefur fariö fram.
Og hér er Ásgeir í aðalhlutverkinu.
A,/° ♦ D83
¥ D943
♦ 102
+ KG85
♦ ÁG1075
¥ Á65
♦ D5
+ Á97
♦ K64
¥ K872
♦ Á4
+ 10643
♦ 92
¥ G10
♦ KG98763
+ D2
Með Dröfn og Ásgeir í a-v gengu
sagnir á þessa leið:
Austur Suður Vestur Norður
pass 3 tíglar 3spaðar pass
4 spaðar pass pass pass
Með passaðan makker gæti pass ver-
ið rétta ákvörðunin á spO vesturs en
þrír spaðar eða dobl eru vissulega
valkostir. Ásgeir valdi að segja þrjá
spaða sem Dröfn hækkaði auðvitað
í fióra.
Eftir tígulútspil virðast vera íjórir
tapslagir, þótt trompdrottningin
finnist. Samt eru ýmsir möguleikar
fyrir hendi og viö skulum sjá Ásgeir
eiga við spilið.
Hann drap á tígulás, fór heim á
spaðaás og svínaði spaðagosa. Síðan
meiri spaði á kóng, lítið lauf, tvistur
og nían. Norður drap á gosa, spilaði
tígli, sem suður fékk á kónginn.
Hann spilaði hjartagosa, ásinn og
síðan laufás. Þegar drottningin birt-
ist hjá suðri var spilið unnið því
hjartatapslagurinn fer niður í laufa-
tíu. Tíu slagir og mjög gott spil.
Stendur mikið til?
Langtímalán til framkvœmda
viÓ fasteignir
íslandsbanki veitir langtímalán til allt aö 12 ára vegna viöamikilla
framkvœmda á fasteignum svo sem til viöhalds á húsnœöi, viöbyggingar
eöa annarra endurbóta. Þessi lán henta vel einstaklingum sem hyggja á
slíkar framkvœmdir.
• Lánin eru skuldabréfalán, tryggö meö veöi í fasteign
• Upphœö láns og vaxtakjör taka miö af greiöslugetu
umsœkjanda, tryggingum og fyrirhuguöum framkvœmdum
• Hámarkslánsfjárhœö er 3.000.000 kr.
• Hámarkslánstími er 12 ár
• Afborganir eru máriaöarlega
Áöur en lán er tekiö aöstoöar starfsfólk bankans viöskiptavini viö aö
gera sérgrein fyrir greiöslubyröi lánsins og þeim kostnaöi sem
lánsviöskiptum fylgja og bera saman viö greiöslugetuna. Á þann hátt er
metiö hvort lántakan er innan viöráöanlegra marka.
Láttu ekki skynsamlegar framkvœmdir stranda á fjármagninu.
Langtímalán íslandsbanka er kostur sem vert er aö athuga.
Kynntu þér möguleikana í nœsta útibúi bankans.
ÍSLANDSBANKI