Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1995, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1995, Side 20
20 LAUGARDAGUR 20. MAÍ 1995 Fimmtán ár frá frækilegri björgun þriggja feðga og matsveins úr sjávarháska: Jæja, vinur, þá er þetta víst allt saman búið - þremur, Jöngum" stundum síðar tókst skipverjum að ösla á þurrt til björgunarmanna Ég bjóst aldrei viö að viö kæmumst heilu og höldnu út úr þessu. Við gerðum ekkert annað en að hanga þarna í öllu sem hönd á festi því bátur- inn hentist til i briminu með öllu því tilheyrandi sem hægt er að hugsa sér,“ segir Georg sem hér er ásamt syni sínum, Páli Arnari. DV-mynd Guðmundur Sigfússon Nökkvi var rúmlega 50 tonna eikarbátur, smíðaður á Isafirði 1946. Bátur- inn var nýkominn úr klössun og er Georg enn ósáttur við að honum skyldi ekki vera bjargað af sandinum. Myndin var tekin þegar Nökkvi „Þetta var orrusta upp á líf og dauða, hvort við hefðum undan þessum brotsjó. Þetta var engin gola heldur afspyrnu fárviðri við verstu hugsardegar aðstæður," segir Georg Stanley Aðalsteinsson, fyrrum skipstjóri og eigandi, við annan mann, Nökkva VE-65. Síðastliðna helgi voru 15 ár frá þvi að Nökkvi, 50 tonna eikarbátur, smíðaður á ísafirði 1946, strandaði um 3,5 sjómílur vestan við Ingólfs- höfða. Þetta gerðist 9. maí 1980. Um borð voru fjórir menn, Georg, sem var skipstjóri, tveir synir hans og matsveinn. Allir björguðust þeir giftusamlega þrátt fyrir afleitar aðstæður og svart útlit á köflum. Veðrið fór síversnandi Georg og skipsfélagar hans höfðu haldið á sjó tveimur dögum fyrr, eða miövikudaginn 7. maí. Fyrst héldu þeir austur að Vík en þar var ekk- ert aö hafa. Hann segir að þá hafi verið komin suðvestankæla. Þeir hafi veriö nýbúnir aö taka inn troll- ið og verið á leiðinni heim þegar þeir hafi heyrt í nokkrum bátum á mokfiskiríi austan Víkur, á Ingólfs- höfðableðunni, og haldið þangað. „Við komum þangað um klukkan þijú og létum trollið fara og tókum eitt hal. Það var ekkert að orð- lengja það - hann bara rauk upp með suðaustanátt og hörkubrælu. Ég hafði tal af Óskari Þórarinssyni á Frá og spurði hvort við ættum ekki bara aö drífa okkur í var en vestan Ingólfshöfða, inn með Kóngsfjörunni, sem kallað er, er var fyrir suðaustanáttinni.“ Þangað fóru Georg, Óskar og fleiri og létu reka en fljótlega breyttist áttin í suðvestan. Það gekk á með hryðjum og veðrið fór síversnandi. Telur Georg að líklega hafi verið komin ein sjö til átta vindstig. Ofsalegur darraðardans „Ég veit ekki fyrr en það þurrkar hreinlega undan bátnum og hann tekur niðri. Það kom brot og þegar það var að lyfta sér þomaði hrein- lega undan bátnum og hann stóð í botni. Þegar þetta gerðist hafði ég verið að ræða viö ðskar um að fá að vera í vari við hann. Ég leit á son minn og sagði: „Jæja, vinur, þá er þetta víst allt saman búið.“ Við nánast kvöddumst þama. En þá geröist það stórkostlega að brot- ið slaufaðist upp undir sjálft sig og henti bátnum hátt í loft upp. Það var ofsalegur darraðardans þegar þetta var að gerast. Viö vorum heppnir að vera þannig staðsettir í stýrishúsinu að við höföum hand- fóng til að hanga í,“ segir Georg. Georg var í stýrishúsinu ásamt J Helga Heiðari, syni sínum, en ann- ar sonur hans, Páll Amar, var ásamt matsveininum, Kára Sól- mundarsyni, frammi í lúkar. Brot- ið braut skjólborðin bakborðsmeg- in frá lúkar og fram undir stýris- hús, auk þess sem trollið og tunn- ur, sem vom stagaðar með hálfrar annarrar tommu kaðli, hreinsuð- ust út. Án efa hafði Nökkvi steytt á svo- kölluðu Kóngsíjörurifi, sandrifi sem færðist til með straumi og veðrum og var sjaldnast á sama stað. Hentisttil í briminu „Við brotið gengu hællinn og stýrið til og brotnuðu. Svo ótrúlegt sem það var nú þá reið hvert brot- iö á fætur öðru yfir bátinn. Ég bjóst aldrei við að við kæmumst heilu og höldnu út úr þessu. Við gerðum ekkert annað en að hanga þama í öllu sem hönd á festi því að báturinn hentist til í briminu með öllu þvi tilheyrandi sem hægt er að hugsa sér. Síðan komu þama þrjár bárur hver á fætur annarri. Fyrsta báran henti okkur mjög langt til lands. Þegar hún var að fjara út þá kom sú næsta og bætti um betur og svo sú þriðja. A þriöju bárunni fórum við bara inn á lygnan sjó miðað við hvemig var þama fyrir utan.“ Veðrið var enn arfavitlaust þótt báturinn væri laus undan því að beijast til í mesta briminu. Georg tók þá ákvörðun að keyra bátinn fastan í fjöruna en stýrið var þann- ig fast að það hélt beinni stefnu. „í því sem ég og Helgi vomm að ákveða að gera þetta þá komu Páll og Kári framan úr og sögðu sínar farir ekki sléttar. Það hafði allt far- ið af staö sem af stað gat fariö. Elda- vél, pottar og leirtau var víst allt í einum hrærigraut. Svo komu vandamálin hvert á fætur öðru. Varðskip hafði samband við okkur og skipaði okkur að yfirgefa bátinn en ég taldi þaö ekki ráölegt - þótt- ist viss um að ef við myndum ekki bjargast við þessar aðstæður í 50 tonna bát þá myndum við ekki bjargast í gúmbát. Enda kom það í ljós þegar strákamir settu annan björgunarbátinn fyrir borð að veðrið hreif hann njeð sér um leið eitthvað austur með ströndinni og ég veit ekki til þess að hann hafi fundist enn. Það var ekki að þeir hét Visir KE. hefðu misst línuna því að fanga- línan var föst við bátinn." Síðasta skotið Um þetta leyti voru björgunar- sveitir úr Öræfum og víðar á leið á strandstað. Nökkvi hafði strand- að laust fyrir klukkan ellefu um morguninn en nú var á þriðja tíma liöið frá því ófarirnar byijuðu. „Svo sáum við að það voru famar að koma björgunarsveitir ofan Sandinn. Þeir vom höndum fljótari að koma tækjunum upp en gátu ekki skotið til okkar línu, þrátt fyr- ir ítrekaðar tilraunir, þvi að línu- byssan hafði elcki undan veðrinu. Helgi minn reyndi aö skjóta til þeirra línu en það geigaði alltaf. Svo var bara eitt skot eftir og hann var eitthvað efms um hvort hann ætti að reyna aftur en það tókst og við hittum beint í mannþröngina. Reyndar kom fram í blaðaviðtali við Pál Björnsson, formann björg- unarsveitarinnar í Öræfum, sem nú er látinn, að aðstæður við björg- unina voru „mjög slæmar, vonsku- veður var á staðnum, mikill vindur og hríð“. Þrátt fyrir þetta tók einungis um hálfa klukkustund að ferja skip- brotsmennina fjóra í land og klukk- an tvö, þremur klukkustundum eftir aö fyrsta brotið reið yfir bát- inn, var Georg, sem fór síðastur frá borði, drifinn inn í bíl björgunar- sveitarmanna og hellt í hann heitu kaffi og koníaki. Eigi má sköpum renna Haldin voru sjópróf og var niður- staða þeirra að orsakir slyssins væm slæmt veður, eða eins og það var orðað við sjópróf, „eigi má sköpum renna“, en ekki mannleg mistök. Nokkru áður en þetta gerðist hafði Nökkvi verið klassaður í slipp. Georg hafði nýverið selt einkabílinn sinn til að kaupa radar og dýptarmæli, skrokkurinn var sterkur og vélin lítið keyrð. Því taldi hann réttast að bjarga bátn- um. Áður en hann vissi hafði Báta- ábyrgðarfélag Vestmannaeyja, vá- tryggingaraðili bátsins, gefiö hann björgunarmönnum. Þremur mán- uðum síðar fékk Georg greitt trygg- ingarféð og fjárfesti í nýjum bát - Hlein VE. Samkvæmt fréttum í fjölmiðlum þremur dögum eftir slysið hafði báturinn verið dæmd- ur ónýtur enda legið í fjöruborðinu frá því hann barst þangað undan briminu. Georg gerði Hlein út um skeið eða aUt þar til skömmu eftir að hann tók niðri í Fleetwood í Bretlandi vegna handvammar hafnsögu- manns. Eftir það stundaði hann frekari sjómennsku en er nú í landi. Synir hans tveir eru ekki heldur til sjós. Annar er vélsfjóri í verksmiðju en hinn rekur útgerð, þó ekki bátaútgerð. Enn í dag er Georg ósáttur við að bátnum skuli ekki hafa verið bjargaö en hann telur það hafa ver- ið mögulegt hefðu menn gengiö strax í verkið. Þrátt fyrir það er hann samt ánægðastur með að syn- ir hans tveir og Kári björguðust úr þeim sjávarháska sem þeir lentu í.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.