Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1995, Page 23

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1995, Page 23
LAUGARDAGUR 20. MAI 1995 23 Virkið kraftana í próflestrinum Flestir eru í kapp við tímann í próf- lestri. Álagið á sál og líkama getur því orðið mikið. Danska blaðið Jyl- lands-Posten birtí eftirfarandi ráð- leggingar dansks læknis handa þeim sem nú sitja sveittir yfir bókunum: Ef maður er upplagðastur að morgni til er maður A-manneskja. Þá er gott að stilla vekjaraklukkuna á 7 og gefa sér góðan tíma í morgun- sturtuna og morgunmatinn þannig að lestur heíjist ekki fyrr en klukkan 8. Ef maður er B-manneskja gengur manni best á kvöldin. En maður á samt ekki að lesa lengur en til mið- nættis og alls ekki lengur en til klukkan 1 að nóttu. Það er heldur ekki gott að sofa lengur en tíl klukk- an 11 á morgnana. Prófm fara nefni- lega fram aö degi til og snúi menn sólarhringnum við í upplestrarfríinu getur það haft vandamál í för með sér á sjálfan prófdaginn. Það er ekki hægt að lesa með ein- beitingu 12 tíma á sólarhring. Það er skynsamlegra að gera ráð fyrir 6 til 8 klukkustunda lestri. Nauðsynlegt er að taka sér stutt hlé á hverri klukkustund. Verja þarf minnst 1 klukkustund í hádegisverðar- og kvöldmatarhlé. Gott er að fá sér hálf- tíma lúr í sófanum eftír matinn en alls ekki meira. Sofi maður í 2 klukkustundir fær maður þyngsli yfir höfuðið. Það er einnig nauðsynlegt að skreppa í stuttan hjólatúr á hveijum degi, skokka eða synda. Mataræðið þarf að vera skynsamlegt. Það er ekki hægt að ganga fyrir kaftí og vín- arbrauði. Málið'snýst sem sé um að fara vel með líkamann. Það er hægt að pína hann í 1 dag eða svo en sé það gert lengur dvína kraftamir. Mikilvægt er að finna sér stað til að lesa á þar sem næði er. Sími sem stöðugt hringir truflar við lesturinn. Hafi maður ekki nægan sálarstyrk til þess að láta hann glymja ætti maður að fá sér símsvara. Drykkirnir kaffi og te innihalda koffin og eru þess vegna hressandi. Það getur hins vegar verið erfitt að sofna á kvöldin ef maður tekur koffin inn seint. Menn eru hins vegar komnir í slæm mál ætli þeir sér að taka svefntöflu tíl að geta sofnað eft- ir að hafa neytt of mikils koffíns þvi svo þarf að taka inn enn meira koffin Ef spurningarnar eru margar í skriflegum prófum er skynsamlegast að byrja á þvi að svara þeim léttustu. DV-mynd GVA tílaðhressasigviðeftírsvefnpilluna. ur sem ekki eru hættar að virka Það eru nefnilega margar svefnpill- morguninn eftir og þá gengur lestur- inn svolítíð hægt. Það getur verið ráðlegt að taka inn svefntöflu kvöldið fyrir prófdag ef menn eru mjög strekktir, annars er það óskynsam- legt. Þá þurfa menn jafnframt fyrst að prófa svefnpillu eitthvert annað kvöld fyrst tíl að sjá hvemig afleið- ingar verða næsta morgun. Það er ekki sniðugt aö mæta hálfsofandi í próf. í skriflegum prófum er nauðsyn- legt að lesa spurningarnar vel. Ef spurningarnar eru margar er skyn- samlegast að byrja að svara þeim léttustu. í munnlegu prófi er best að byrja á því sem maður kann best ef maður hefur vald á efninu. Ef efnið er eitthvað sem maður ræður ekki alveg nógu vel viö er best að fara í varnarstöðu og svara bara þvi sem spurt er um. Læknirinn bendir einnig á að það séu ekki bara nemendur sem gangist undir próf. í rauninni gemm viö það öll við og við, til dæmis þegar við eigum samtal við forstjórann eða þegar viö ætlum að halda ræðu. Það heimskulegasta sem menn gera þá er að fá sér bjór eða vínslurk. Hug- rekkið vex kannski en gæðin dala. Forvarnir eru lykillinn að því að halda unglingum frá áfengi. _ Samtok áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.