Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1995, Page 25
LAUGARDAGUR 20. MAI 1995
25
Nýr veitingastaður í Reykjavík:
Matur fyrir fólk með sveppaóþol
- og hina sem vilja heilsufæði
„Kveikjan aö því aö viö settum þenn-
an stað á laggimar er kannski sú aö
viö voram búnar að vera meö mörg
námskeið og sáum hve vantaði mikið
svona staö. Þær konur sem komu á
námskeiðin, en konur voru 98% þátt-
takenda, töluöu um að enginn veit-
ingastaður byði upp á mat fyrir þá
sem væru með sveppaóþol. Reyndar
er veitingahúsið A næstu grösum
með svipaöan mat en hann er ekki
alltaf opinn. Við sáum það líka að
konurnar vildu mat þar sem engan
sykur væri að finna né heldur ger
en hann var erfitt að finna. Þess
vegna ákváðum við að slá tvær flug-
ur í einu höggi, vera með stórt eldhús
með námskeiðin og lítinn skyndi-
bitastað þar sem fólk gæti jafnframt
keypt mat til að taka með sér,“ segir
Hjördís Gísladóttir, annar eigandi
veitingastaðarins Grænn kostur,
sem er á Skólavörðustígnum.
Staðurinn hefur verið opinn í tvo
mánuði og hafa þær Hjördís og hinn
eigandinn, Sólveig Eiríksdóttir, haft
meira en nóg að gera. Oftast mynd-
ast biðraðir í hádeginu, svo vinsæll
er staðurinn orðinn.
Á undanförnum árum hefur það
farið sívaxandi að fólk uppgötvar að
það er með svokallað gersveppaóþol.
Helstu orsakir fyrir slíku óþoli er
fúkkalyfianotkun, sykur og sætinda-
neysla, getnaðarvarnarhormón,
ónæmisbælandi lyf, t.d. sterar, og
erfðaupplag. Talið er að um 15% ís-
lendinga hafi bráðaofnæmi af ein-
hverju tagi. Sykurneysla íslendinga
þykir allmikil en hún hefur örvandi
áhrif á vöxt gersveppa í líkamanum
og raskar þannig örveruvistkerfinu.
Á veturna hafa þær Sólveig og
Hjördís verið með námskeið fyrir þá
sem eru haldnir gersveppaóþoli og
hafa yfirleitt myndast biðhstar, svo
mikill er áhuginn. Auk þess hefur
áhugi fólks á heilsufæði almennt
aukist til mikilla muna á undanförn-
um árum.
Engin aukefni
„Við kennum fólki að búa til mat
úr grænmeti og baunum. Við sniö-
göngum öll aukefni og sýnum fólki
að það er vel hægt að elda góðan mat
þrátt fyrir það. Við notum eingöngu
ferskt krydd og sleppum algerlega
sykri og geri. Það er meira mál en
fólk heldur að sleppa geri og sykri
því svo virðist vera að allur tilbúinn
matur innihaldi þessi efni,“ segir
Hjördís.
- Er þá ekki erfitt að elda mat sem
inniheldur engin slík efni?
„Það hefur ekki vafist fyrir Sól-
veigu. Hún hefur verið mjög dugleg
að prófa sig áfram enda var hún sjálf
haldin þessu óþoli og hefur passað
sig í mataræði. Hún gerir mjög
bragðmikinn og góðan mat.“
Vinsæl námskeið
Sólveig var um sex ára skeið kokk-
ur á veitingahúsinu Á næstu grösum
hjá Gunnhildi Emilsdóttur. Náttúru-
lækningafélagið hefur starfrækt
heilsuskóla og Hjördís var fengin til
að markaðssetja námskeið þau sem
skólinn bauð upp á. Hún fékk Sól-
veigu sem kokk og leiðbeinanda á
þau.
„Það var mjög mikill áhugi á þess-
um námskeiðum og skólinn stóð
undir sér. Hins vegar ákváðu for-
ráðamenn Náttúrulækningafélags-
ins að leggja þau niður. Þaö varð til
þess að við ákváðum að halda okkar
eigin námskeið á sama hátt og við
höfðum gert og það hefur mælst vel
fyrir,“ segir Hjördís.
„Við héldum í fyrstunni að ein-
göngu það fólk sem hefði verið á
námskeiðunum hjá okkur myndi
koma í veitingahúsið en raunin hefur
orðið allt önnur - alls konar fólk
kemur til okkar. Við höfum sama og
ekkert auglýst og þess vegna hafa
undirtektirnar verið mun betri en
við áttum von á.“
Með austrænum blæ
Hjördís segir að hún borði allan
mat sjálf, kjöt og fisk og hvaðeina,
enda ekki haldin neins konar óþoli.
Sólveig lifir hins vegar eingöngu á
heilsumatnum. „Við höfum reynt að
vera með lífrænt ræktað grænmeti
en látum þó skynsemina ráöa fiár-
hagslega til að sprengja okkur ekki.
Við höfum verið með lífrænt ræktuð
hrísgrjón og pasta.“
- Nú heldur fólk sjálfsagt aö þarna
sé eingöngu um gras að ræða. Get-
urðu lýst því hvað þaö er sem þið
bjóðið upp á?
„Þegar við ákváðum að setja veit-
irigahúsið á laggirnar fórum við til
London og skoðuðum alla slíka staði
þar. Þá kom í ljós að það er alltaf
þessi massífi biti sem gildir, buff eða
kássur, og salat og hrísgrjón. Við
leggjum áherslu á að það sé sem sagt
massífur bragðmikill biti og síðan
röðum við meðlæti í kringum, þaö
eru bökur, samúsur, buff og fleira.
Við erum með indverskan eða aust-
rænan stíl á mörgum réttum. Ætli
austrið og vestrið mætist ekki hjá
okkur,“ sagði Hjördís Gísladóttir.
Hér á eftir birtum við uppskriftir
sem Sólveig Eiríksdóttir lét okkur í té.
Hrísgrjónahnetubuff
300 g brún hrísgrjón
2 ferskar diUgreinar
1 meðalstór laukur
2 hvítlauksrif
2 gulrætur
1 bolli marðar heslihnetur
1,5 tsk. timian
1 tsk. karrí
2 msk. hnetusmjör
salt og pipar
3 msk. olía til steikingar
rasp úr sesamfræjum, heslihnetum
og haframjöli
Skohð hrísgrjónin vel. Mælið þau
í bolla og sjóðið í hálfu meira af vatni
í 45-00 mínútur. Rífið gulrætur, lauk
og hvítlauk fínt. Hrísgrjónum,
kryddi og hnetum bætt út í og hrært
vel saman. Mótið htlar bollur/buff.
Veltið upp úr raspinu og steikið við
vægan hita í ca 5 mínútur á hvorri
hlið.
Hrísgrjónasalat
3 bollar soðin hýðishrísgrjón
1 avocado
2 maísstönglar
1/4 agúrka
1/4 bolli svartar ólífur
1/2 bolli saxaðar cashew-hnetur
1 rauðlaukur, fínt saxaöur
3 msk. sítrónusafi
3 msk. ólífuolía
1/2 tsk. salt
1/8 tsk. cayenne pipar
Avocado afhýtt og skorið í litla bita.
Maísinn soðinn og skorinn af stöngl-
inum. Agúrkan skorin'í sneiðar og
síðan í strimla. Ólífurnar saxaðar
smátt. Hneturnar eru þurrristaðar á
pönnu. Sítrónusafi, olía, salt og pipar
þeytt saman og hellt yfir hrísgrjónir..
Restinni af hráefninu bætt út í og
öllu blandað vel saman.
BREIÐAR
JEPPA
FELGUR
á tilboðsverði
stærðir: stgr. verð
15X12 6X5,5 9.423,-
15X12 5X4,5 9.423,-
15X14 5X5.5 9.860,-
15X14 6X5.5 9.860,-
15X16 6X5.5 13.644,-
15X18 6X5,5 14.567,-
16.5X12 8X6,5 14.027,-
16.5X16 8X5.5 18.437,-
16.5X18 8X6.5 19.697,-
Gúmmívinnustofan hf.
Réttarhálsi 2 sími 587 5588
Skipholti 35 sími 553 1055
Sólveig Eiriksdóttir og Hjördís Gisladóttir hafa sérhæft sig i mat fyrir fólk sem haldið er svokölluðu sveppaóþoli.
DV-mynd Brynjar Gauti
Það sést strax
að húsið er málað
með Max
Max utanhússmálningin er þrælsterk akrylmálning frá Jotun.
— Max er með 7% gljáa sem gerir það að verkum að óhreinindin festast
síður í henni.
— Max er vatnsþynnanleg og því sérlega þægileg í notkun.
— Max er fáanleg í hundruðum litatóna.
— Max er árangur áratuga þróunarstarfs og hefur reynst
einkar vel á Islandi.
Max utanhússmálningin situr sem fastast og verndar verðmæti. HÚSASMIÐJAN
Skútuvogi 16, Reykjavík, sími 687710
Helluhrauni 16, Hafnarfirði, sími 650100