Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1995, Side 27
LAUGARDAGUR 20. MAÍ1995
27
^Tsland (plötur/diskar)*^
II 1(4) Reif í kroppinn
Ýmsír
| 2(2) Dookie
Green Day
| 3(1) Smash
Offspring
t 4(7) Popp(f)érið 1995
Ýmsir
4 5(3) Transdans 4
Ýmsir
t 6 ( - ) Nobody eise
Take That
4 7(5) Now 30
Ymsir
4 8(6) Heyrðu6
Ýmsir
t 9 (Al) Dumb&dumber
Úr kvikmynd
t 10 (13) PulpFiction
Úr kvikmynd
I 11 (10) Pó líði árog öld
Björgvin Halldórsson
4 12 (11) LionKing
Ur kvikmynd
t 13 (15) Parklife
Blur
4 14 (12) Núna
Björgvin Halldórsson
t 15(17) Made in England
Elton John
4 16(9) Unplugged in New York
Nirvana
4 17 ( 8 ) No Need to Argue
The Cranberries
4 18 (16) Immortal Beloved
Úr kvikmynd
$ 19 (19) Dummy
Portishead
t 20 ( - ) Friday
Ur kvikmynd
Listinn er reiknaður út frá sölu í öllum
helstu hljómplötuverslunum í Reykjavík,
auk verslana víða um landið.
London (lög)
t 1. ( - ) Unchained Melody/White Cliffs...
Robson Green & Jerome Flynn
4 2. (1 ) Dreamer
Livin' Joy
| 3. ( 3 ) Guaglione
Perez 'Prez' Prado & Orchestra
t 4. ( 6 ) Scatman (Ski-Ba-Bop-Ba-Dop-Bob)
Scatman John
4 5. ( 2 ) Some Might Say
Oasis
t 6. (15) We're Gonna Do It again
Manchester Utd Feat Stiyker
t 7. (16) Love Crty Groove
Love City Groove
4 8- ( 4 ) Back for Good
Take That
4 9 (7) Chains
Tina Arena
t 10. ( - ) Your Loving Arms *
Billy Ray Martin
New York (lög)
| 1. (1 ) ThislsHowWeDolt
Montell Jordan
| 2. ( 2 ) Freak Like Me
Adina Howard
) 3. (3 ) Red Light Special
TLC
| 4. ( 4 ) I Know
Dionne Farris
t 5. ( - ) Have You ever Loved a Woman
Bryan Adams
4 6. ( 5 ) Run away *
Tlie Real McCoy
t 7. (10) Water Runs Dry
Boyz II Men
| 8. ( 8 ) I Belive
Blessed Union of Souls
) 9. ( 9 ) Dear Mama
2Pac
4 10. ( 7 ) Strong Enough
Sheryl Crow
tóril^>
Vision
- nær þúsund ára gömul heimstónlist
Tónlistin eftir Hildegard von
Bingen er tiltölulega lítt þekkt og að-
dáendur dægurtónlistar hafa senni-
lega fæstir heyrt hennar getið.
Kannski engin furða því að þrjú ár
vantar upp á að níu hundruð ár séu
liðin síðan hún fæddist. Hún var sum
sé uppi á tólftu öld, fæddist 1098 og
lést í hárri elli árið 1179. Hún var með
öðrum orðum samtíðarkona Ara
fróða. Hann sat hins vegar hér uppi
á íslandi og skrifaði á káifskinn. Hún
ól ailan sinn aldur í þýskum kaustr-
um.
Hildegard var aðeins átta ára þeg-
ar foreldrar hennar gáfu hana í
klaustur. Þar hlaut hún góða mennt-
un og varð sjálf abbadís á fertugs-
aldri. Skömmu síðar fylltist hún
heilögum anda og það hafði meðal
annars þau áhrif að hún fór að semja
tónlist drottni til dýrðar. Söngtext-
ana byggði hún á heilagri ritningu.
Um aldarfjórðungsskeið samdi
Hiidegard fjölmörg verk auk þess að
stunda ýmiss konar störf önnur.
Söngtextar voru allir á latínu og eru
sagðir vera á afar fögru máli við ein-
staklega frumlega tónlist.
Nútímaútgáfur
Maður skyldi ætla að trúartónlist,
sem samin var í þýskrnn klaustrum
mn svipað leyti og elstu káifskinns-
handritin okkar urðu til, ættu ekki
mikið erindi til nútímamannsins.
Nema kannski þess sem sérhæft hef-
ur sig í kirkjutónlist frá miðöldum og
fyrr. Bandaríkjamaðurinn Richard
Souther er ósammála. Hann hefur
tekið sautján af verkum Hildegard
von Bingen og hljóðritað þau til út-
gáfú á plötunni Vision sem út kom
fyrr á þessu ári.
Richard Souther er einn af þessum
fjölhæfu tónlistarmönnum. Hann
semur tónlist, útsetur, stjómar upp-
tökum og hannar hljóð svo að nokk-
uð sé nefnt. Vitaskuld er hann jafh-
vígur bæði á djass, rokk, heimstón-
list og klassík svo að dæmi séu tek-
in. Richard kom á árum áður fram
með mörgum þekktum tónlistar-
mönnum, svo sem Frank Zappa og
The Mothers of Invention, feðginun-
um Pat og Debbie Boone, Phil
Keaggy, Ritchie Furay og Barry
McGuire.
Ferillinn hófst raunar á táningsár-
um Richards þegar hann hóf að leika
með ýmsum hljómsveitum með tón-
listarnáminu. Smám saman urðu
verkin viðameiri og samstarfsmenn-
imir meira þungavigtarfólk en árið
1980 lá við að endi yrði bundinn á fer-
ilinn. Þá veiktist Richard Souther
heiftarlega af matareitrun og var í
fjögur ár að ná sér eftir það áfall.
A þessiun árum fékk Richard sér
hljóðgervla og ýmis fylgitól þeirra og
hóf að glíma við þá. Þegar hann hafði
náð sér á strik eftir veikindin var
hann harðákveðinn í að halda sig við
þau tæki og einbeita sér að kristilegri
tónlist. Fyrir tíu árum gerði hann
plötusamning og hefur sent frá sér
allnokkrar plötur í heimstónlistar-
stíl. Jafhframt hefur hann unnið með
ýmsum kristilegum tónlistarmönn-
um, þekktum og óþekktum.
Innri friður
Richard Souther segir það engu
máli skipta þótt nærri níu hundruð
ár skilji hann og Hildegard von
Bingen að. Þrátt fyrir að í fljótu
bragði eigi þau ekkert sameiginlegt
séu þau þó bæði tónlistarmenn og
hafi það markmið með tónlist sinni
að reyna að veita hlustandanum
innri frið. Souther annast að mestu
hljóðfæraleik á plötunni Vision. Til
að syngja eða tóna textann fékk hann
tvær söngkonur. Önnur er Emily
Van Evera, bandarísk sópransöng-
kona sem aðallega starfar í Englandi
og öðrum Evrópurikjum. Hún hefur
sérhæft sig í tónlist barrokk- og
renesanstímans auk þess að hafa
margoft fengist við miðaldatónlist.
Hin er systir Germaine Fritz OSB,
príorinna í klaustri heilagrar Val-
borgar í New Jersey í Bandaríkjun-
um. Hún hefur áratugalanga reynslu
í kórstjóm auk þess að syngja mikið
við brúðkaup, jarðarfarir og ýmiss
konar athafnir aðrar.
Emily Van Evera féll þegar fýrir
hugmyndinni að baki plötunni
Vision og féllst á að vera með. Syst-
ir Germaine tók sér lengri umhugs-
unarfrest. Hún þurfti að gera það upp
við sig hvað leiðtogar katólsku kirkj-
unnar segðu við slíku og þvílíku.
Hvemig tæki guð almáttugur því að
hún færi að syngja ixm á plötu? En á
endanum ákvað hún að slá til, fyrst
og fremst til þess að kynna nýjum
hlustendahópum tónlist Hildegard
von Bingen og þann boðskap sem hún
hefur að geyma.
Bretland (plötur/diskar)
| 1.(1) Nobody Else
Take That
| 2. ( 2 ) Picture This
WetWetWet
t 3. ( 8 ) The Color of My Love
Celine Dion
| 4. ( 4 ) Greatest Hits
Bruce Springsteen
| 5. ( 5 ) Definiieiy Maybe
Oasis
t 6. ( - ) Anothcr Night - U.S. Album
Real McCoy
) 7. ( 7 ) No Need to Argue
Cranberries
4 8. ( 6 ) Dummy
Portishead
| 9. ( 9 ) Parklife
Blur
t 10. (12) Pan Pipe
Inspirations
Bandaríkin (piötur/diskar)