Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1995, Side 28
28
LAUGARDAGUR 20. MAÍ 1995
Skólastjóradeilan í Reykholti:
Fer héðan með
miklum söknuði
i
- segir Oddur Albertsson sem byggt hefur upp skólastarfið á nýstárlegan hátt
Myndbandagerö er vinsæl í Reykholti. Hér eru þau Maríanna, Benóný,
Gunnar, Olga, Sigrún og Rakel að klippa og lagfæra upptöku.
Sumir koma í Reykholt vegna hestanna. Þetta eru þau Tómas, Ólöf Hildur
og Valdimar sem njóta sín i fallegri náttúrunni með hrossin.
„Ólafur Þ. Þórðarsou hefur látið
það betur og betur í ljós undanfarið
að hann sé á leiöinni hingað. Ég hef
hins vegar ekki fengið beint að vita
um mína stöðu, mér hefur ekki verið
sagt upp. Ólafur er mjög formlegur
og eftir því sem ég hef lært á hans
persónu þá kemur hann hingað 1.
júní. Það hlýtur að þýöa að ég verði
búinn að hreinsa mitt skrifborð þá,“
sagði Oddur Albertsson skólameist-
ari þegar DV heimsótti hann og nem-
endur í Reykholtsskóla í blíðviðri um
miðja vikuna.
Mikill styr hefur staðið um skóla-
stjórastöðuna í Reykholti eftir að
Ólafur Þ. Þórðarson, fyrrv. alþingis-
maður, boöaði að hann myndi taka
við starfl sínu þar aftur eftir funmtán
ára fjarveru. Nemendur, kennarar
og foreldrar hafa lýst yfir áhyggjum
sínum vegna þessa og stuðningi við
núverandi skólameistara. í samtali
blaðamanns við nemendur skólans
kom fram að þeir væru ákveðnir í
að hætta námi Tskólanum ef Ólafur
kemur aftur til starfa.
Oddur hefur byggt upp skólastarfið
í Reykholti á undaníomum þremur
árum. Hann byggir námiö og skóla-
starfið upp með því hugarfari að all-
ir vinni saman og séu jafnir. Ekki
hafa allir verið sáttir viö hugmyndir
Odds en engu að síður hefur honum
tekist að ná inn fleiri nemendum í
skólann og að halda þeim við námið.
Oddur sagði aö samningur sinn
væri þannig að hann hefði þriggja
mánaða uppsagnarfrest eins og aðrir
opinberir starfsmenn.
Að missa barn
Hann viðurkennir að undanfarnar
vikur hafi verið tilfinningalega erfið-
ar fyrir sig. „Það er tvennt sem kem-
ur til,“ segir hann. „Skólinn er eins
og bamið mitt og þessi unglingahóp-
ur sem hér er hefur reynst mér sem
sannir vinir. Mér þykir ákaflega erf-
itt að hugsa til þess ef „barninu"
mínu blæðir út og þessi krakkahópur
tvístrast. Mér finnst ég upplifa
ákveðna siðferðislega ábyrgð. Þess
vegna hef ég spurt menntamálaráðu-
neytið mjög markvisst hvort það
ætli að hjálpa til að tryggja að þessi
hugmynd, reynsla og alhr þessir þró-
unarvinnupappírar glatist ekki held-
ur geti haldið áfram annars staöar.
Ég hef ekki enn fengið nein svör en
vona að þau korni," segir Oddur enn
fremur.
„Þetta er ekki í fyrsta skipti í þessu
þjóðfélagi sem maður rekur sig á
ýmsar skrýtnar staðreyndir. Ég hef
oft þurft að sætta mig við einkenni-
lega hluti, bæði lagalega hluti og aðra
sem reknir em á pólitískan hátt.
Þetta er enn eitt dæmið um slíkt sem
ungt fólk hefur þurft að horfa upp á.“
Árekstrar við ýmis öfl
Oddur segist ekki hafa átt von á
þessari óvæntu endurkomu Ólafs.
„Þrátt fyrir að ég vissi að staða mín
væri einungis setning þá hef ég starf-
að með miklum áhuga án þess aö
hugsa um að einn daginn myndi allt
mitt innlegg verða í höndunum á
öðrum. Það hugleiddi ég aldrei. Þessi
tími hefur verið skemmtileg reynsla
en jafnframt mjög erfið. Á þeim tíma
sem ég hef starfað hér hafa komið
upp árekstrar við ýmis öfl, bæði hér
í sveitinni, ráðuneytið og kreddufull-
ar persónur. Mín barátta hefur verið
í því fólgin að kynna á íslandi nálgun
í skólamálum sem er mjög alþjóðleg
en á okkar litla landi hefur hún átt
erfitt uppdráttar. Þó hefur hún kom-
ið tvisvar upp í íslandssögunni, um
aldamótin og í Skálholti þar sem
menn nálguðust menntunarhugtak-
ið á annan hátt en hefðbundna skóla-
kerfið hefur gert.
Þó er fjölbrautakerfið með marga
hugmyndafræðilega þætti sem eru í
raun þeir sömu og ég er að tala um.
Þá meina ég alþjóðahreyfinguna sem
elur af sér lýöháskólana. Fjölbrauta-
kerfið er meö sömu hugmynd: að
skapa vettvang þar sem allir nem-
endur á íslandi eiga kost á að njóta
sín.
Menntamálaráðuneytið var sjálft
með naflaskoðun með átján manna
nefndinni. Hún komst að þeirri nið-
urstöðu að það þarf að taka á móti
þeim krökkum með stæl sem ekki
njóta sín í hefðbundnu bóklegu
skólanámi. Nefndin hefur lagt fram
ýmsar tillögur varðandi það. Hér í
Reykholti höfum við unnið með
sömu hugmyndimar á samá tíma og
nefndin ræddi sín mál í Reykjavík.
Við höfum skapaö vettvang fyrir
krakka sem hafa ekki þessi kassa-
laga karaktereinkenni sem skóla-
kerfið hefur tilhneigingu til að búa
til.“
Dregurekki
fólk í dilka
Talað hefur verið um að í Reyk-
holtsskóla séu eingöngu svokallaðir
villingar sem flosnað hafi úr öðrum
skólum. Oddur er ósammála þessu.
„Það má segja að krakkar sem eru
Ustrænir, sem eru sjálfstæðir í hugs-
un og gagnrýnir, þeir sem vilja ekki
sætta sig við hinar borgaralegu hefð-
ir, njóti sín mjög vel hér. Þetta þurfa
alls ekki að vera slakir námsmenn
þó þeir séu oft upp á kant. Skólinn
hefur verið nýttur af foreldrum og
Félagsmálastofnun sem staður fyrir
krakka sem hafa orðið undir í stór-
um skólum en eins og allir menntað-
ir menn erum við alveg hætt að búa
tU flokkadrætti og flokka menn í
heimska og vitra. Þetta er mjög af-
stætt. Það eru margar skýringar á
því hvers vegna ein manneskja er
lögð í einelti og enn fleiri skýringar
á því hvers vegna sumir ná ekki ein-
beitingu. Þama geta spilað inn í fjöl-
skyldumál og allt mögulegt. Ég held
að það sé ekkert að þessum einstakl-
ingum heldur miklu frekar þjóðfé-
laginu. í litlum skóla með jákvæðan
mannskilning, sem hefur kerfi þar
sem krakkarnir fá áheyrn, hlýju og
aö tjá sig, gerist mjög margt," segir
Oddur.
Allatíó
unnið með fólki
Sjálfur segist hann alla tíð hafa
verið rpjög gagnrýninn í hugsun. „Ég
var snemma á kafi í félagslífi, tók
þátt í starfi KFUM og kirkjunnar,"
segir hann. Oddur starfaði mikið í
sumarbúöum, t.d. í Vatnaskógi. Eftir
stúdentspróf úr Menntaskólanum
við Tjörnina árið 1977 hélt hann til
Svíþjóðar og lærði þar að verða tóm-
stundastjóri (fritidsledare).
„Þessi skóli býr fólk undir að vinna
meö fotiuðum, bömum, unglingum
og gamalmennum. Þegar ég kom til
Svíþjóðar varð ég fyrir nokkurs kon-
ar áfalli þar sem ég lærði ýmis hug-
tök sem ég hafði ekki heyrt áður. Eg
hafði ekki fengið neina sterka heim-
spekilega handleiðslu heiman frá
mér. Þetta var mjög mannlegur skóli
sem rekinn var við hliðina á lýðhá-
skóla í Sigtuna. Þar kynntist ég fyrst
lýðháskóla. Þegar ég kom heim aftur
fór ég að vinna sem æskulýðsfulltrúi
kirkjunnar. Ég reyndi aö sameina
manngildið, sköpunargleðina og
kristileika. Ég tók upp pensla og
sýndi krökkunum málverk, söng og
spilaði með þeim og við settum upp
leikrit. Þetta gekk vel nema hvað í
kirkjunni kemst enginn að nema
hann sé meö g-stimpilinn, sé guð-
fræðingur. Ég var ekki með hann svo
ég fór undir væng Heimis Steinsson-
ar, sem þá var rektor í Skálholti, og
þar naut ég mín í fjögur ár. Síðan fór
ég að kenna við norrænan lýöhá-
skóla í Danmörku.
Þegar ég kom heim aftur starfaði
ég í nokkur ár hjá Unglingaheimili
ríkisins, auk þess sem ég stundaði
nám í Háskóla íslands í heimspeki
og listasögu. Ég fór svo aftur utan
og tók BA-próf í kvikmyndun og leik-
húsfræðum, nam síðan við Kennara-
háskólann og sérhæfði mig í lýðhá-
skólanámi og alþýðufræðslu," út-
skýrir Oddur.
Áður en Oddur hóf störf í Reyk-
holti hafði hann kennt listasögu í HÍ
og var erindreki hjá Krabbameinsfé-
lagi íslands. Þá gerði hann heimild-
arkvikmyndir fyrir Krabbameinsfé-
lagið og kirkjuna og kenndi Víetnöm-
um hjá Námsflokkunum.
Allir ljúka prófum
í umræðunni undanfarið hefur fólk
rætt það sín á milli að nemendur í
Reykholti þurfi ekki að ljúka prófum.
Oddur segir það undarlegt hvernig
fólk, sem aldrei hefur heimsótt skól-
ann eða kynnt sér námið, ræði um
hann. „Margir hafa líka talað um að
hér séu unglingamir með fíkniefni.
Reykholt er strangasti skóli á land-
inu hvaö varðar áfengi og fíkniefni.
Hér eru allir reknir undantekningar-
laust ef sést ein bjórflaska. Hér eru
nokkrir svokallaðir villingar, ef viö
erum svo fordómafull að leyfa okkur
að nota slílct hugtak, en í þessu and-
rúmslofti tekur ekki langan tíma að
tálga þau hom af þeim.
Allir taka próf nema þeir sem em
fallnir úr áfanganum. Við höfum
fengið dæmi um unglinga sem eru
svo skemmdir að við verðum að ræða
við foreldra þeirra eða forráðamenn
um að þeir verði að fara eitthvað
annað. Þeir krakkar hafa ekki getaö
mætt þeirri ábyrgð sem við setjum á
þá.
Eg skilgreini þennan skóla sem
vettvang fyrir skapandi krakka þó
þeir séu svolítið fríkaðir og öðmvisi
- vettvang fyrir hógværa krakka sem
orðið hafa undir í þessari hörðu sam-
keppni töffheitanna í skólaportinu
og fyrir þá sem em mikið fyrir bók-
ina en vilja nýta sér sveitina, hesta-
mennsku og náttúruna. Það tókst sl.
haust að fá tæplega hundrað nem-
endur í skólann en því miður
skemmdi verkfallið fyrir okkur þar
sem margir þeirra komu úr sjávar-
þorpum, fengu vinnu og komu ekki
aftur.“
Óhefðbundinn
skólastjóri
Oddur segist vera mjög óhefðbund-
inn skólastjóri. Hann klæðist eins og
krakkarnir í gallabuxur og skyrtu
og tekur þátt í félagslífi þeirra. „Þeg-
ar ég sótti um stöðuna hér leit ég á
það sem tækifæri til að sanna mig.
Mig langaöi til að skapa eitthvað án
þess að vera með málamiðlanir með
yfirmönnum. Ég er þó ekki að koma
með neinar nýjar hugmyndir því þær
em innfluttar.
Mér finnst ekkert síður mikilvægt
að unglingur geti tekist á við snjóflóð
eða fóðurmissi heldur en að vera
kappsmikill efnafræðingur. Spum-
ingin er alltaf hvað er þekking og
reynsla. Hér í Reykholti emm við
með alla þessa kjamaáfanga, ís-
lensku, ensku, dönsku, stærðfræði,
eðlis- og efnafræði og allar aðrar
greinar. í leiðinni erum viö stöðugt
að minna á hluti sem ekki er prófað
í heldur em hluti af heimspeki.
Xrakkar sem fá mikið áreiti utan
frá úr fjölmiölaheimi, auglýsingum
og kvikmyndum hafa ruglast gjör-
samlega í ríminu hvað varðar hug-
myndir þeirra um örlög sín. Þeir
miða allt við þær myndir sem þeir
horfa á og við þurfum að kenna þeim
tjáningu, ræðumennsku og um-
gengni. Við kennum þeim að standa
upp og muna eftir rétti sínum í lýð-
ræðislegu þjóðfélagi. Þeir eiga að
LAUGARDAGUR 20. MAÍ 1995
„Mér finnst mjög erfitt að kveðja þennan stað. Þetta er eins og að missa barn,“ segir Oddur Albertsson, skólameistari I Reykholti, m.a. i viðtalinu.
Reykholtsmálin rædd við séra Geir
Waage. Geir hefur stutt Odd i bar-
áttu hans.
skapa sig sjálfir en þiggja ekki allt
utan frá. í svona litlum hópi getum
við nálgast hvert annað þannig að
ef einn á við þjáningar að stríða taka
allir þátt í því.“
Vandræðabörnin
breytast
Oddur segist á þessum þremur
árum sem hann hefur starfað við
skólann hafa fundið mikinn mun á
mörgum nemendum og sjálfum sér.
„Þegar unglingur leggur frá sér
skólatöskuna í heilt ár gerist mjög
margt. Þessir svokölluðu vandræða-
gemlingar hafa mikið breyst hér í
Reykholti. Þeir hafa jafnvel fundið
sér áhugamál hér, t.d. í kokkadeild-
inni okkar. Það tekur auðvitað meira
en einn dag að breyta unglingi og
meira en eitt ár að breyta skóla.
„Fleiri jákvæðar raddir hafa verið að láta í Ijós ánægju sina með starfið
hér, fólk sem hefur verið að kynna sér sambærilega skóla í Skandinavíu,“
segir Oddur m.a. um starfið í Reykholti.
Ég hef lært mikið á þessum árum,
t.d. heilmargt um stjómsýslu og
hvernig menntamálaráðuneytið
starfar. Það er erfitt að vera í senn
skólastjóri og grasrótarmaður.
Ákveðin krafa kemur utan frá að ég
sé með bindi og bumbuna út í loftið
og tali á formlegan hátt. Ég vil bara
vera einlægur og tala um hlutina
eins og þeir eru. Þetta hlutverk mitt
og karakterinn hafa stundum rekist
á. En nemendunum líður vel í návist
minni og hafa enga hræðslutilfinn-
ingu. Allir em tilfinningaverur hér
í skólanum og fá að sýna það. Sam-
skiptin em einlæg."
Loksins búinn
að sanna sig
Oddi finnst að allt það sem hann
hefur veriö að byggja upp á undan-
fórnum árum sé nú að hrynja til
gmnna. „Ég er mjög óöruggur hvað
varðar ráðuneytið og nemenduma.
Ég vil auðvitaö ekki leika píslarvott
en ég er hreykinn af starfi mínu og
vonandi fæ ég annaö starf."
Oddur segist vera borgarbarn þrátt
fyrir að hann hafi valið sér starf í
sveitinni. „Ég er mikið fyrir ýmsa
menningarlega þætti, eins og kvik-
myndir og leikhús, jafnvel pöbbaráp.
Starfið hefur þó verið það krefjandi
og mér hefur þótt það spennandi.
Þessi önn var að vísu erfið vegna
verkfallsins en ég eygði þá von aö
ég væri loks búinn að sanna gildi
þessarar stofnunar - fá ráðuneytið á
mitt band. Fleiri jákvæðar raddir
hafa verið að láta í ljós ánægju sína
með starfið hér, fólk sem hefur verið
að kynna sér sambærilega skóla í
Skandinavíu."
Þegar Oddur tók við stööunni fyrir
þremur árum segir hann að skólinn
hafi verið í mikilli niðurníðslu. Hann
tók sig til ásamt húsverðinum og
málaði skólastofur, braut niður veggi
milli lítilla herbergja og keypti ný
borð og stóla. Auk þess hefur hann
tæknivætt skólann, keypt ýmis tæki
til kennslu í fjölmiðlun, myndbanda-
og auglýsingagerð. „Við höfum unn-
ið mikla sjálfboðavinnu hérna og lit-
ið á skólann sem okkar eigið hús-
næði sem þarfnast lagfæringar. Við
höfum fjármagnað tækjakaup með
því aö selja þjónustu um helgar fyrir
félagasamtök eöa unglingahópa."
Breyting á
ábyrgö fjármuna
Talað hefur verið um að Oddur
hafi misst ábyrgð á fjármunum skól-
ans og hún fengin öðrum. Oddur seg-
ir að það sé ekkert óeðlilegt við það.
„Skólinn haföi ekki haft neina skrif-
stofumanneskju og það var hagræð-
ingardæmi að skólastjórinn þyrfti
ekki að sinna skólastarfinu auk bók-
haldsins. í samráði við ráðuneytið
fór Þórunn Reykdal á námskeið til
að læra að vera beintengd við tölvu-
net hins opinbera og sér nú um þau
mál. Að fjárhagurinn hafi verið tek-
inn af mér er ekki rétt heldur var
loksins komið upp hér hálfu starfi í
bókhaldsdeild. Þessi skóli hefur ver-
ið með mun minna rekstrarfé en
aðrir sambærilegir. Ég fór á fund
alþingismanna og barðist fyrir því
að það yrði hækkað og sem betur
leiðréttist það.“
Reykholtsskóli var byggður árið
1932 en það var Guðjón Samúelsson
sem teiknaði hann. Heimavistin er
nýrri og er ekki fullbyggð. Skólinn
þjónar nemendum fyrstu tvö árin í
framhaldsskóla. „Á þeim tíma geta
þessir krakkar áttað sig á hvernig
er að vera í framhaldsskóla og spáð
í framtíðina - hvaö þeir vilja verða.“
Leitar að nýjum stað
Oddur segist óviss með stöðu sína.
Nokkrir þrýstihópar hafi reynt að fá
Ólaf ofan af því að koma aftur til
starfa. „Ég er frekar óöruggur. Þó
hafa áhugamenn á Vestfjörðum velt
þeirri hugmynd upp að þessi starf-
semi geti endurtekið sig þar, t.d. í
Reykjanesi. Jón Gauti, sveitarstjóri
í Súðavík, virðist hafa sömu hug-
myndir um skólastarf cg ég. Núps-
skóli er líka á lausu og er nær byggö.
Einnig mætti athuga hvort einhver
staður finnst ekki á Suðurlandi. Við
fyrstu sýn er það þó ekki sjáanlegt."
Oddur segist ekkert hafa rætt við
Ólaf í allri þessari umræðu. Ólafur
hélt fund í skólanum í byijun vik-
unnar en þá var Oddur staddur í
Reykjavík. „Mér fannst ég ekkert
hafa að gera á þeim fundi þar sem
ég er hvort sem er að fara héðan. Ég
get ekkert annað sagt en aö ég er
leiður yfir að missa bamið mitt en
treysti því að við fáum annars staðar
að vera. Þetta starf hefur verið erfitt
fyrir mig og það á eftir að verða enn
erfiðara fyrir Ólaf sem hefur nýlega
gengið í gegnum veikindi. Mér finnst
allt í lagi að menn geymi stöður sínar
í fimm ár og það ætti að vera reglan
en þetta er of langur tími. Ólafur
hefur sagt í blöðum að engar breyt-
ingar hafi oröið á unglingum í fimmt-
án ár. Það er algjör firra og sýnir
einangrun hans. Mér finnst það í
raun vera sönnun þess aö honum
muni mistakast þetta. Allir sem
starfa með unglingum sjá breytingar
frá ári til árs.“
- En ertu bitur?
„Já, ég er það og get viðurkennt
það. Mér finnst ipjög erfitt að kveðja
þennan stað. Ég vil þó líta á þetta
bjartsýnum augum og vona að úr
rætist. Ég fer héðan með söknuði."