Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1995, Side 30

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1995, Side 30
38 LAUGARDAGUR 20. MAÍ 1995 íþróttir HMíhandbolta: Frakkar tryggðu sér sæti í úr- slitaleiknum um heimsmeistara- titilinn í handknattleik þegar þeir lögðu Þjóðverja, 22-20, í undanúr- slitunum í Laugardalshöllinni í gærkvöldi. Árangur Frakka er athyglisverður því þetta er önnur heimsmeistarakeppnin í röð sem þeir leika til úrslita. -JKS Róbertí fótboltann Róbert Sighvatsson, landsliös- maður í handknattleik, sem datt síöastur út úr HM-hópnum, er búinn að skipta um íþrótt í bili. Hann hóf knattspyrnuvertiöina sem markvörður 4. deildar liðs Reynis úr Sandgerði í gærkvöldi. Sigurður í Reyni Reynismenn hafa ennfremur fengið góðan liðsstyrk frá Vest- mannaeyjum. Siguröur Gylfason (Ægissonar) leikur meö þeim í sumar en hann var annar marka- hæsti leikmaður ÍBV í 1. deildinni í fyrra með 4 mörk í 8 leikjum. • Talant Dujshebaev er af mörgum talinn einn besti handknattleiksmaður heims í dag. Hann hefur, eins og raunar allt lið Spánverja, komið mönnum á óvart á HM og leikið undir getu á mótinu. í gær skoraði Ðujshebaev 9 mörk en það nægði ekki gegn Hvít-Rússum. DV-mynd Brynjar Gauti 99-1750 * HM-POTTUR DV er skemmtilegur leikur þar sem þú getur átt von á að vinna fjölda glæsilegra vinninga. Það eina sem þú þarft að gera er að hringja í síma 99-1750 og svai þremur laufléttum spurningum um HM '95, Svörin finnur þú í HM '95 sem fylgir DV í dag. GLÆSILEGIR VINNINGAR TIL HEPPINNA ÞÁTTTAKENDA!! Þriðjudaginn 23. maí verða heppnir þátttakendur dregnir úr pottinum og hljóta HM-vinninga sem hér segir: 5 HM-geisladiska, 5 HM-ur, 5 HM-handklæði, 5 HM-nælur, 10 HM-bakpoka, 10 HM-töskur 10 HM-áritunarbækur. 99-1750 o cn Q „Mjög ánægður“ - Hvíta-Rússland og Rúmenía leika um 9. sætið Hvít-Rússar og Rúmenar mætast í leik um 9.-10. sæti í dag eftir sigra í Kaplakrika í gær. Hvít-Rússar léku vel og sigruðu Spánverja, 35-34, eftir framlengdan leik. Spánverjar höfðu undirtökin framan af en Hvít-Rússar jöfnuðu og eftir það var jafnt á nánast öllum tölum. í leikslok var jafnt, 30-30, og þurfti því að framlengja og þá reynd- ust Hvít-Rússar sterkari. Mikhail Iakomovich var bestur i liði Hvít-Rússa en fyrrum félagi hans úr fyrrum landsliði Sovétríkjanna, Talant Dujshebaev, var yfirburða- maður hjá Spánverjum. „Eg er mjög ánægður með að sigra jafnsterka andstæðinga og Spánverja en við höfðum heppnina með okkur,“ sagði Spartak Mironovic, þjálfari Hvít- Rússa, eftir leikinn. • Rúmenar unnu síðan Suður- Kóreumenn, 34-29, í frekar slökum leik. Kóreumenn höfðu yfir lengi vel en Rúmenar náðu undirtökunum rétt fyrir leikhlé. Jafnræði var með liðunum þar til um miðjan síðari hálfleik að Rúmenar skutust fram úr og tryggðu sér sigurinn. Ion Prisacaru var bestur í jöfnu liði Rúmena en hjá Suður-Kóreumönn- um var stórskyttan snjafia, Kyung- shin Yoon, allt í öllu og skoraði 12 mörk. H.-Rússland - Spánn (13-15) 30-30 35-34 1-3,4-5,5-8,8-12,11-13 (13-15), 15-17,17-19,20-22,24-24,26-26,28-28. (30-30), 32-32, 35-34. • Mörk Hvíta-Rússlands: Mikhail Iakimovich 10/4, Gennadi Khalepo 7, Andrei Barbashinski 4, Andrei Klimovets 4, Anton Lakizo 3, Andrei Para- schenko 3, Konstantin Sharovarov 3, louri Gordinok 1. Varin skot: Alexander Minevski 6/1, Igor Paprouga 2. • Mörk Spánar: Talant Diþshebaev 9, Aitor Castro 7, Ricardo Marin 6, Mateo Larumhe S, Alberto Marquez 4/2, Enric Borras 3. Varin skot: David Bofill 16, Jaume Fort Mauri 7. Dómarar: Lubker og Bulow, frá Þýskalandi, ágætir. Áhorfendur: Um 150. Rúmenía - S-Kóvea (15-14) 34-29 2-4,6-6,10-8,13-13(15-14), 17-16,19-19,22-21,24-23,28-24,31-26,32-28,34-29. • Mörk Rúmeníu: Ion Prisacaru 7, Eliodo Voica 6, Gheorghe Raduta 4, lon Mocanu 4, Crístian Zaliaria 3/2, Daníel Coman 3, Ciprian Besta 2, Adi Popovici 1. Varin skot: Daniel Apostu 11, Sorin Toacsen 6. • Mörk Suður-Kóreu: Kyung-shin Yoon 12/1, Sung-rip Park 6, Bum-yon Cho 6, Kyung-nam Kim 3, Jun-hyung Chang 2. Varin skot: Suk-byung Lee 20, Jae Bean 1. Utan vallan Rúroenía 8 mín„ Suöur-Kórea 4 mín. Dómarar. Di Piero og Masi frá Ítalíu, þeirra besti leikur. Áhorfendur: Um 80.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.