Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1995, Page 33

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1995, Page 33
LAUGARDAGUR 20. MAI 1995 41 Hrossin þokkaleg en þó misjöfn í Noregi ■ * ‘5^:. " Xs'jS®®" : ■ ' v tjaldvagnar fortjöld hjólhýsi Hann fékk 7,85 fyrir byggingu og 8,06 fyrir hæfileika. Sómi frá Nordby og Gyllir frá Bræðratungu fengu 7,87 í aðalein- kunn og Gustur frá Sortehaug 7,86. Efsti hestur í fjögurra vetra flokkn- um fékk 7,63 í aðaleinkunn en fjórir hestar fengu þar fullnaðardóm. Engin hryssa yfir 8 Hæst dæmda hryssan í sex vetra flokknum var Hnallþóra frá Hofs- staðaseli. Hún er undan Lykli og Kolku frá Hofsstaðaseli og fékk 7,99 í aðaleinkunn. Byggingin gaf 7,65 og hæfileikarnir 8,33. Síríus frá Kílhrauni og Lyfting frá Sortehaug fengu 7,98 í aðaleinkunn. Fluga frá Flugumýri stóð efst fimm vetra hryssnanna. Hún er undan Blakk og Kviku frá Flugumýri og fékk 7,86 í aðaleinkunn. Byggingin gaf 7,83 og hæfileikamir 7,89. Gréta frá Stóra-Hofi fékk 7,81 og Fenja frá Úlfsstöðum 7,75. Goði frá Valen, einn norskfæddu hestanna, var sýndur á kynbótasýningu t Drammen. Knapi er May Madsen. DV-mynd E.J. Ferðafélaginn sem bregst þér ekki! Um helgina sýnum við allt úr- valið af vögnum og ferðavöru sem við höfum á boðstólum í ár. Við kynnum nú Starcraft fellihýsi og pallhús á íslandi en Starcraft er þekkt í Bandaríkjunum fyrir framúrskarandi gæði. Camp-let tjaldvagnar eru þrautreyndir við íslenskar aðstæður og hafa verið traustir ferðafélagar margra um áraraðir. Við bjóðum bæði upp á Hobby og Knaus lúxushjólhýsi frá Þýskalandi og frá Trio koma fortjöldin á bíla eða hjólhýsi. Þá er ótalin allur viðlegu- búnaðurinn og gas- og ferðavörurnar! Sjón er sögu ríkari,- líttu við og sjáðu allt úrvalið. Opið um helgar í sumar. QSU JÓNSSONHF Bíldshöfða 14, 112 Reykjavík, Sími 587 6644 Kristinn Hugason kynbótahrossa- dómari og Guðmundur Sigurðsson, ráðunautur í Borgarnesi, dæmdu kynbótahross í Noregi 12. til 14. maí síðastliðinn. Per Kolnes dýralæknir var meðdómari, skipaður af Norð- mönnum. Ræktendur og eigendur íslenskra hrossa í Noregi geröu samning við Búnaðarfélag íslands í fyrra um framkvæmd dóma samkvæmt ís- lenskum staðh og er þetta í annað skipti sem slíkir dómar fara fram. „Við hófum dóma strax og við kom- um á föstudaginn og vorum að fram að miðnætti og svo laugardag og sunnudag til klukkan fimm,“ segir Kristinn Hugason. „Dæmt var í Drammen, skammt frá Ósló, á brokkhestakeppnisvelli. Aðstæður voru þar mjög góðar. Rétt liðlega eitt hundrað og tíu hross voru leidd í dóm og voru þau þokkaleg, en þó mjög misjöfn og ýmist fædd í Noregi eða á íslandi. Norðmenn eru mjög jákvæðir fyrir þessu samstarfi við íslendinga og vilja byggja undir það,“ segir Krist- inn enn fremur. Norskfæddu hestamir efstir Norskfæddir hestar stóðu efstir í tveimur flokkum í Drammen og þýskfæddur hestur i þeim þriðja. Útkoma íslenskfæddra hesta var ekki góö. Fimm fengu fullnaðardóm og fékk sá hæst dæmdi 7,79 en sá lægst dæmdi 6,92. íslenskfæddu hryssurnar komu betur út og stóðu efstar í flokki fimm vetra hryssna og einnig sex vetra flokknum. Fjög- urra vetra hryssur voru ekki sýndar. Tíu sex vetra hestar voru full- dæmdir í Noregi. Einn þeirra, Ljóri frá Lindenhof í Þýskalandi, fékk yfir 8 og þrír í viðbót 7,75 eða meir. Ljóri er undan Asa frá Wiesenhof og Linu frá Lindenhof. Hann fékk 8,15 fyrir byggingu, 8,03 fyrir hæfi- leika og 8,09 í aðaleinkunn. Ljóri sýndi ekki skeið. Eigendur eru Aðal- steinn Aðalsteinsson og Unn Krogh- en. Godi frá Valen fékk 7,95 í aðalein- kunn, Ljúfur frá Sætra 7,86 og Ófeig- ur frá Flugumýri 7,79. Fimm fimm vetra hestar fengu 7,75 í aðaleinkunn eða meir. Efstur stóð Stígur frá Haga í Noregi með 7,85 í aðaleinkunn. Stígur er undan Þóri frá Hóli og Frenju frá Tresfjord. Sviðsljós Leiður á aó kítta í hrukkumar Leikarinn Luke Perry, sem er orðinn 35 ára, er búinn að fá nóg af því aö leika Dylan í sjónvarps- myndafiokknum Beverly Hills 90210. Honum þykir haim vera orðinn of gamall tfi aö leika mann sem er rétt kominn yfir tvítugt. „Auk þess er ég orðinn leiður á því að láta kítta í hrukkurnar og Uta gráu hárin,“ segir Luke.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.