Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1995, Blaðsíða 56
FRÉTTASKOTIÐ
562*2525
Hafir þú ábendingu eóa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma
562 2525. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað i DV,
greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greið-
ast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum
allan sólarhringinn.
RITSTJ0RN - AUGLYSINGAR - ASKRIFT - DREIFING: 563 2700
BLAÐAAFGREIÐSLA 0G
ÁSKRIFT ER 0PIN:
Laugardaga: 6-14
Sunnudaga: lokað
Mánudaga: 6-20
Þriðjudaga - föstudaga: 9-20
BEINN SÍMI BLAÐA-
AFGREIÐSLU: 563 2777
KL, 6-8 LAUGAfJDAGS- OG MÁNUDAGSMORGNA
Reykjavík:
Grenitré
brunnu
Sjö 40 ára gömul og átta metra há
grenitré brunnu í lundinum við Bú-
staðakirkju í gær. Slökkviliðið fór í
fjögur útköll vegna sinubruna í gær
og borgarstarfsmenn, sem reyna að
vakta helstu svæðin, höfðu í nógu
að snúast í Elliðaárdalnum og Foss-
vogi. Engin hús voru í hættu í brun-
anum við Bústaðakirkju en mönnum
þótti sárt að sjá á eftir trjánum.
-sv
Sleipnismenn
í verkfall
Miðlunartiliaga ríkissáttasemjara
var felld hjá bifreiðastjórafélaginu
Sleipni. Atkvæðagreiðsla fór fram
um tillöguna og lauk talningu laust
eftir kvöldmat í gær. Alls 89 greiddu
atkvæði gegn tillögunni en samþykk-
ir voru 23. Verkfall bifreiðastjóra
hefst því á miðnætti aðfaranótt
mánudags. Verfallið nær til rútubíls-
stjóra á höfuðborgarsvæðinu og í
Eyjafirði. Ferðir Almannavagna
munu leggjast niður.
-kaa
ísafjöröur:
Þriríhaldi
Lögreglan á ísafirði hélt í gærkvöld
þremur mönnum í haldi. Samkvæmt
heimildum DV eru þeir grunaðir um
aðild að innbroti í reiðhjólaverkstæöi
og bifreiðaverkstæði á Isafirði í fyrri-
nótt. Bíll fannst utan vegar á Botns-
heiði og í honum var þýfi úr fyrr-
greindum innbrotum.
-sv
Reykjavík:
Margirárekstrar
Óvenju margir árekstrar urðu í
Reykjavík í gær. Umferðin var þung
og aÚs voru 9 árekstrar tilkynntir
lögreglu. Aðeins í einu tilviki þurfti
að flytja ökumann á slysadeild til
rannsóknar en meiðsl hans reyndust
ekki alvarleg.
-sv
Reykjavík:
Barn brotnaði
Barn datt á hjóli við undirgöngin
við Seljabraut í Reykjavík í gær.
Barnið var flutt á slysadeild og
reyndist handleggsbrotið. -sv
Pétur Sigurðsson, formaður Alþýðusambands Vestflarða:
Vestf irskir siómenn
ætla í samúðarverkfall
„Við munum beina því til okkar Hnífsdal og nokkrar útgeröir Vestíjaröa til að sleppa við verkfall- illa sé ekkí komiö fyrir okkur hér
félaga að boðaö veröi til samúðar- hyggja á hið sama. Þá ætla Sam- ið geti átt von á óblíðum móttökum. á Vestfjöröum að við skynjum það
verkfalls. Þetta mál hefur verið herji hf. og fleiri útgerðir að flagga „Útvegsmenn virðast ætla að ekki að þaö sem einum verður liðið
rætt óformlega manna i milli og út skipum í þeim tilgangi aö kom- teygja sig miklu lengra en tíökast geta aðrir notað til eftirbreytni,“
það eru allir á því að við styðjum ast hjá verkfallinu. hér á landi þegar vinnudeilur eiga segir Pétur.
okkar félaga með samúðarverkfalli „Það verður að mæta þessu með í hlut. Það er liklega vegna þess að Hann segir að þrátt fyrir að Vest-
ogþaðgeturorðiðáöurenverkfall- hörku. Þessir yngri útgerðarmenn þeir telja sig nú vemdaðri af hmu firðingar hafi ekki boðað til að-
ið skellur á," segir Pétur Sigui'ðs- bera enga virðingu fyrir íslenskum opinbera en áður. Það er enginn gerða hafi þeir skilning á baráttu
son, forseti Alþýðusambands Vest- sjómönnum, sínum starfsmönn- flutninguráfyrirtækisemfílkynn- sjómanna annars staðar á landinu.
fjarða, vegna yfirvofandi sjó- um, og eru nánast eins og þeir séu ir nýtt aösetur allt í einu í Hnifsdal „Við styðjum fullkomlega félaga
mannaverkfalls i næstu viku. í bófahasar leitandi allra leiða til eða á Hesteyri eftir að búið er að okkar í þeirra vinnustöðvun. Þetta
Eins og fram kom í DV hefur aö klekkja á sjómannasamtökun- boða á þá vinnustöðvun. Þaö heitir er þeirra ákvörðun þó við höfum
Sjólaskip hf. í Hafnarfirðí leigt skip um í staö þess að semja við þá.“ ekkert annaö i okkar huga en verk- ekki tekiö ákvörðun á sama augna-
sitt, frystitogarann Harald Kristj- Pétur segir að þær útgerðir sem fallsbrot og það verður tekið á því bliki um aðgerðir," segir Pétur Sig-
ánsson HF., til fyrirtækis síns í ætla að færa heimilisfang sitt til í samræmi við það. Ég vona að svo urðsson.
Froskar eru sjaldséö sjon a Islandi. Stoku sinnum villast þeir þó hingað
til lands með vörusendingum. Svo var um þennan brúna frumskógarfrosk
frá Ekvador sem Erlingur Sigurðsson, náttúrufræðingur á Náttúrufræöistofn-
un, heldur á. Froskurinn kom að öllum líkindum hingað til lands með ban-
anasendingu og dvelur nú i góðu yfirlæti hjá Náttúrufræðistofnun og nærist
á flugum og ormum. DV-mynd ÞÖK
Fjölskyldan sem er föst í Svíþjóö:
Ekki hlutverk félags-
málastof nana að
hjálpa fólki erlendis
- segir Hjördls Hjartardóttir yfirfélagsráögj afi
„Þeir sem lenda í hremmingum
erlendis eiga að leita til sendiráða eða
utanríkisráðuneytisins. Það er ekki
hlutverk sveitarfélaga að greiða fyrir
fólki sem á í vandræðum erlendis,"
segir Hjördís Hjartardóttir, yfirfé-
lagsráögjafi hjá Félagsmálstofnun
Reykjavíkurborgar, vegna þeirra
vandræöa sem hjón með fjögur börn
eiga'í í Jönköping í Svíþjóö.
Eins og DV skýrði frá komast þau
ekki til íslands þar sem mannsins,
Kristjáns Christjansson, bíður bæði
atvinna og húsnæði. Hann segir þau
hafa fengið neitun hjá Félagsmála-
stofnun við beiðni um aðstoð. Kristj-
án er atvinnulaus ytra og þau kom-
ast ekki til íslands með fjögur börn
sín án þess að fá aðstoð.
„Félagsmálastofnanir erú reknar
af sveitarfélögum og sinna fyrst og
fremst þeim vandamálum sem skap-
ast heima fyrir. Það er algengur mis-
skilningur aö félagsmálastofnanir
séu einhver ríkisfyrirtæki en svo er
auðvitað ekki,“ segir Hjördís. -rt
Aðgerðir útgerðarmanna:
Verkalýðshreyfingin
bregst við af hörku
Forysta Alþýðusambands íslands
ætlar að funda um helgina og leita
leiða til aö aðstoða sjómenn í verk-
falli sem á að hefjast á fimmtudaginn
kemur. Ýmsir útgerðarmenn ætla að
komast hjá verkfallinu með því að
skrá skip sín á Vestfjörðum eða leigja
skip sín tímabundið úr landi. Til at-
hugunar er að leita aöstoðar hjá
verkalýðsfélögum erlendis og fá þau
til að kyrrsetja skipin komi þau þar
aðlandi. -kaa
j lYL^r Ctíx. míJ * 0® Veðrið sunnudag og mánudag: Rigning! Veðurspáin fyrir sunnudag og mánudag gerir ráð fyrir sunnan- og suðaustanátt, fremur hægri í fyrstu en síðan vaxandi. Spáö er rigningu sunnan- og aust- anlands en lítilli úrkomu annars staðar. Hitinn verður á bilinu 8 til 11 stig. Veðrið í dag er á bls. 61 8° 3 oo 10 • QO S;: 7° • ’é / /
LOKI Þetta gæti orðið sjóminjasafn á Vestfjörðum. *•« ^ 8° # / 7° ^ 7 : / • 80 • /
RAFMÓTORAR
Poiifeen
SuAuriandsbraut 10. S. 686409.