Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1995, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1995, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 1995 Fréttir Þangskurðarmaður strandaði báti sínum á skeri: Synti í land 500 metra leið í ísköldum sjónum nennti ekki að bíða eftir aðstoð, segir Gústaf Jökull Ólafsson „Þaö var alls um 500 metra leið sem ég synti til aö komast í land eftir aðstoð. Ég hefði getað beðiö en ég var að flýta mér í land til að hægt væri að bjarga bátnum á flóöinu," segir Gústaf Jökull Ólafsson, 26 ára sjó- maður, sem var við þangsöfnun á Breiðafirði fyrir Þörungavinnsluna á Reykhólum, þegar bátur hans strandaði á skeri sem heitir Þor- steinsey og er skammt frá Stað í Reykhólasveit. Gústaf starfar að öllu jöfnu sem stýrimaður á þangskurðarskipinu Karlsey en var að safna saman þangi á bátnum í lok síðustu viku þegar óhappið varð.. „Það var búið að vera leiðindaveð- ur og eina trossuna hafði rekið upp. Ég var á flóðinu að bjarga henni þeg- ar báturinn bilaði og hann rak upp í skerið. Ég náði að binda hann utan á trossuna til að afstýra því að hann brotnaði þama,“ segir hann. Gústaf segist hafa ákveðið að freista þess að synda í land eftir að- stoð þar sem hann óttaöist að bátur- inn skemmdist ef hann fengi ekki aðstoð í tíma. Það er talið nokkurt þrekvirki að synda þessa leið þar sem auk kuldans er við aö glíma sterkan straum og hindranir vegna þangs. Það er mat margra sem DV ræddi við að það þurfi þrekmann til að synda þessa leið við þessar aðstæð- ur. Gústaf vill lítið gera úr þessum atburði og segir þetta ekki hafa verið erfitt. „Ég var orðinn svolítið móður og mér var svolítið kalt; aðallega á hnakkanum. Þetta tók um klukku- stund frá því ég lagði af stað þar til ég var kominn í land. Þetta gekk ágætlega en það þurfti að gera ráð fyrir straumnum þar sem ég fór yfir þröng og straumhörð sund,“ segir Gústaf Jökull. Ferð hans gekk að óskum og tókst að bjarga bátnum á flot aftur á næsta flóöi. „Við fórum á fjörunni og löguðum bátinn til og stífuðum hann af. Síðan náðum við í hann á flóðinu daginn eftir," segir Guðjón. -rt Vátryggingafélag íslands og Samvinnuferðir-Landsýn neita að borga reikning frá Landhelgis- gæslunni vegna björgunar á 8 ferðamönnum úr Kverkfjöllum. Sjónvarpið greindi frá þessu. Beðideftirtilboðum Krossanesverksmiðjan á Akur- eyri er til sölu. Stöð tvö hafði eft- ir Jakobi Björnssyni bæjarstjóra að hann biði eftir kauptilboðum. Dagsektum hótað Samkeppnisstofnun hefur hót- að Heimsferðum dagsektum ef auglýsingum um verð á ferðum til London verður ekki breytt. Alþýðublaöið greindi frá þessu. -kaa Kindakjötsframleiðslan gefin frjáls: Ijóst að losa verður um verðlagninguna - segir Þórhallur Arason, skrifstofustjóri 1 landbúnaöarráðuneytinu „Það er vissulega eitt af því sem hef- ur verið rætt í nefndinni, að gefa framleiðslu og verð á kindakjöti al- veg frjálst. Hvort það er raunhæft eða ekki skal ég ekki segja um, enda málið aðeins á umræðustigi, en það er alveg ljóst að það verður að losa um verðlagninguna. Ef selja á kinda- kjötið í samkeppni viö svínakjöt og nautakjöt og raunar önnur matvæh Þú getur svaraö þessari spurningu meö því aö hringja í síma 904-1600. 39,90 kr. mínútan. Já Jj Nei 2] j ö d d FÓLKSINS 904-1600 Á Reykjavíkurborg að niðurgreiða dagvistun barna hjá dagmæðrum? Alllr < «t«frl»n» liarHnu mad týnval«»inia gata nýtt a«r petsa þjénustu. gengur þaö ekki gagnvart sauðfjár- bændum að þeir séu einir með mið- stýröa verðlagningu sem ekki tekur mið af markaðsaðstæðum. Þetta er mál sem verður að taka á og leysa í sambandi við gerð nýs búvörusamn- ings í haust," sagði Þórhallur Ara- son, skrifstofustjóri í fjármálaráðu- neytinu, í samtali við DV. í samninganefnd bænda og ríkis- valdsins um vanda landbúnaðarins og gerð nýs búvörusamnings hefur í fullri alvöru verið um það rætt að gefa kindakjötsframleiðsluna og verðið alveg frjálst. „Það er stefnt að því, að gefnum ákveönum forsendum, að losa um stýringu á verðlagi og framleiðslu •kindakjöts. En ég vil taka fram að það hefur ekkert veriö ákveöið í þess- um efnum. Eins og alþjóð veit er staða sauðfjárbænda afskaplega erf- ið. Alveg síðan í maí hafa staðið yfir- samningaviðræður milli bænda og ríkisvaldsins um hvernig þessu skuli fyrir komið. Við höfum rætt það og mér sýnist aö menn geti orðið sam- mála um það sem lið í heildarsamn- ingum um breytt fyrirkomulag á verðlagningu og stýringu aö gefa þetta frjálst. En þetta er bara partur af heildarsamningi. Það væri blekk- ing að segja að búið væri að ákveða eitthvað í málinu meðan samningur- inn liggur ekki fyrir," sagði Ari Teits- son, formaður Bændasamtakanna, í samtah við DV um þetta mál. Stuttar fréttir Lögtakiaftvímæli Háskólaráð samþykkti í gær til- lögu um lagabreytingu vegna skráningargjalda og greiðslu til Stúdentaráðs. Breytingin á að taka af öh tvímæli um heimild til gjaldtöku. Sjónvarpið greindi frá. Lánaðián heimildar Framkæmdastjóri Lifeyrissjóðs bænda lánaði Emerald Air 90 miiljónir króna án heimildar stjómar sjóðsins. Skv. Mbl. hefur framkvæmdastjórinn lagt fram uppsagnarbréf og látið af störfum vegna þessa. Klakinn f ær góða dóma Kvikmynd Friöriks Þórs Frið- rikssonar, Á köldum klaka, hefur fengið mjög góða dóma í breskum blöðum. Myndin var frumsýnd erlendis á alþjóölegri kvik- myndahátið í Edinborg fyrir skömmu. Sjónvarpið greindi frá. Færriánámslánum Umsóknum um námslán hefur ekki íjölgað þó flest bendi til þess að fleiri nemendur séu í lánshæfu námi en áður. Mbl. greindi frá. DeSt um björgunarlaun Kona slasaðist nokkuð þegar bill sem hún var í valt á lausamöl nálægt Króksfjarðarnesi undir kvöld i gær. Biln- um hafði verið ekið af malbiki á nýheflaða lausamöl með þeim afleiðingum að ökumaðurinn missti stjórn á bíln- um. Hvorki ökumaður né farþegi voru i bílbeltum og var kallað eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar til að flytja kon- una til Reykjavikur. Lenti þyrian við Borgarspítala á 10. tímanum i gærkvöldi og reyndist konan minna slösuð en talið var í fyrstu. DV-mynd S Fréttamenn mótmæla: Úrelt skipulag að af nema - segir Kristinn Hrafnsson „Þetta er úrelt sovéskt skipulag sem mér finnst að útvarpsráö ætti sjálft að hafa uppburði til að af- nema,“ segir Kristinn Hrafnsson, varaformaður Félags fréttamanna, um þá ákvörðun útvarpsráðs að mæla með því að ákveðnir frétta- menn verði ráönir í tvær stöður á fréttastofu Sjónvarpsins. Útvarpsráö mælti með því að Sig- rún Ása Markúsdóttir og Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir yrðu ráðnar í stöðurnar en áður hafði Bogi Ágústs- son fréttastjóri mælt með því að Sig- rún Ása Markúsdóttir, Pétur Matthí- asson og Sigrún Stefánsdóttir yrðu ráðin í þær þrjár stöður sem auglýst- ar voru. Stjórn Félags fréttamanna hefur mótmælt afskiptum útvarps- ráðs harðlega. í ályktuninni segir að stjórnin ítreki fyrri mótmæli sín gegn því að útvarpsráð skuli með umsögnum sínum hafa afskipti af ráðningum fréttamanna Ríkisút- varpsins. Þá segir að engin rök séu með því aö póhtískt skipað ráð skuli hlutast til um ráðningar frétta- manna. Loks segir að félagið hafi ít- rekað bent á að fréttastjórum eins og yfirmönnum annarra deilda eigi að vera treyst th að ráða til sín starfs- fólk. Stjórnin krefst þess í lok álykt- unarinnar að þessi aðferð við ráðn- ingu fréttamannanna verði lögö af. Mikil ólga er meðal starfsfólks Sjónvarpsins vegna þessa máls þar sem litið er fram hjá fréttamönnum sem eru með langan starfsaldur að baki. Þar má nefna fólk eins og Pétur Matthíasson, Björgu Björnsdóttur, Þorfinn Ómarsson, Lbga Bergmann Eiðsson og Þröst Emilsson sem öll voru meðal umsækjenda. Þá sótti Sigrún Stefánsdóttir um starf en hún er þegar í starfi sem lektor við Há- skóla íslands og það er talin ástæða þess að útvarpsráð frestaði því að taka afstööu til þriðju stöðunnar. Pétur Matthíasson, formaður Fé- lags fréttamanna, hefur vikið sæti úr stjórn vegna málsins til að forðast hagsmunaárekstur. Heimir Steins- son útvarpsstjóri tekur lokaákvörð- un í málinu. Kristinn segist ekki vilja trúa að hann gangi gegn vilja frétta- stjóra í málinu. „Ég trúi þvi ekki fyrr en ég tek á því að útvarpsstjóri gangi gegn vilja fréttastjóra í þessu rnáli," segir Krist- inn. Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, formaður útvarpsráðs, vildi í samtali við DV ekkert tjá sig um málið efnis- lega. „Þetta er niðurstaða okkar og ekkert meira um þaö að segja," sagði Gunnlaugur. _rt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.