Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1995, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1995, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 1995 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JONSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsiogastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK, SlMI: 563 2700 FAX: Auglýsingar: 563 2727 - Aðrar deildir: 563 2999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270 Stafraen útgáfa: Heimasiða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@ismennt.is - Auglýsingar: dvaugl@ismennt.is. - Dreifing: dvdreif@ismennt.is AKUREYRI: Strandgata 25, slmi: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverðámánuði1550kr.m.vsk. Lausasöluverð 150 kr. m.vsk., helgarblað 200 kr. m.vsk. __________________________________________________________ -- Úti um allan heim Margt hefur mlsfarist í atvinnuuppbyggingu á íslandi á liönum áratugum. Glataöir milljarðatugir vegna kol- rangrar íjárfestingar eru ein ástæða þess hversu hægt gengur aö tryggja hér umtalsverðan hagvöxt eftir langt samdráttarskeið. Þegar htið er til efnahagsbatans undanfarið er ljóst að þar munar mest um dugmikla sókn íslendinga á út- hafsmið norður í höfum og fyrir sunnan landið. Áræðn- ir skipstjórar, útgerðarmenn og sjómenn fóru inn á nýjar brautir með góðum árangri fyrir þjóðarbúið. Þetta framtak er merki um það djarfa útrásar- og sókn- areðli sem virðist íslendingum í blóð borið og birtist meðal annars í þeirri staðreynd að íslenskir athafnamenn eru víða um heim að ná góðum árangri í atvinnurekstri Úarri heimabyggð sinni. Ems og fram kom í ítarlegri úttekt í DV fyrir skömmu eru íslendingar að gera það gott í öllum heimsálfum þar sem þeir taka virkan þátt í atvinnurekstri á hinum ólík- ustu sviðum, gjaman í samvinnu við heimamenn. íslendingar eru þannig fyrirferðarmikhr á Kamt- sjatka, sem er á austurströnd Síberíu, en þar stendur íslenskt fyrirtæki að útgerð og verktakastarfsemi. Suður í Afríku eru íslendingar orðnir umsvifamikhr í Naihibíu: Þar hefur Þróunarsamvinnustofnun íslands verið með verkefni í gangi árum saman, en auk þess starfa margir íslendingar við einkarekstur þar suður frá, einkum í sjávarútvegi, og hafa fengið gott orð fyrir. íslenskir menn eru með atvinnurekstur í fleiri löndum Afríku. Nú síðast keyptu þeir Ingi Þorsteinsson, sem hefur verið búsettur í Kenía um árabil, og Júlíus Sólnes, fyrrum ráðherra, sjávarútVegsfyrirtæki í Úganda til að stunda veiðar og fiskvinnslu við Viktoríuvatn. Sömu sögu er að segja frá Suður-Ameríku; þar hafa nokkur stór íslensk fyrirtæki, svo sem Grandi hf. og Hampiðjan, um árabil tekið þátt í rekstri útgerðar og fisk- vinnslu með ágætum árangri. Nær heimaslóðum má nefna athafnasemi fyrirtækja á Akureyri í nokkrum næstu nágrannalöndum okkar; Út- gerðarfélags Akureyringa i Þýskalandi og Samherja í Færeyjum og á Grænlandi. Atvinnustarfsemi íslendinga úti í hinum stóra heimi er oft á tíðum á þeim sviðum sem einkenna íslenskt at- vinnulíf. Margir hasla sér völl í sjávarútvegi eða huga að nýtingu jarðvarma að íslenskri fyrirmynd. En það eru einnig mörg dæmi um að íslenskir athafnamenn hafi farið ótroðnar slóðir - aht frá því að baka og selja flatkök- ur í Bandaríkjunum, reka trjávöruverksmiðju í Indónes- íu, flytja Prince Polo til Noregs, rækta hesta í Litháen og stunda hreindýrarækt á Grænlandi. Og sífellt berast nýjar fréttir af landnámi islenskra athafnamanna og fyrirtækja í útlöndum. Nú síðast sagði DV frá aðild Skýrsluvéla ríkisins og Reykjavíkurborgar að nýju ráðgjafar- og hugbúnaðarfyrirtæki í Eistlandi, en markmið þess er að aðstoða við tölvuvæðingu sveitar- félaga þar í landi. Auðvitað eru dæmi um að íslenskum athafnamönnum hafi mistekist í útlöndum. Það á til dæmis við unralvar- legan taprekstur Mecklenburger Hochseefischerei í Þýskalandi og hörmuleg endalok lakkrísverksmiðjunnar íKína. En þetta eru undantekningar sem virðast sanna þá reglu að íslenskt hugvit, djörfung og dugnaður hefur skilað góðum árangri úti um allan heim. Ehas Snæland Jónsson „I striösátökum nútímans skiptir öliu máli hvaða almannatengslafyrirtæki aðilar hafa efni á að taka i sína þjónustu," segir Gunnar í greininni. „Grátandi börn eru gott sjónvarpsefni,“ segir hér og. Gervifréttir Gervihnattasjónvarp er að verða ein helsta heimild almennings um umheiminn. Þetta munu vera framfarir og verður ekki stöðvað. Kjörorðið er: meiri upplýsingar. Því meiri upplýsingar sem er að hafa því betur hlýtur fólk að vera upplýst. En er það raunin? Mín kenning er sú að fólk sé verr upp- lýst eftir en áður. Á þröngum sviðum er upplýs- ingaílóðið (t.d. á Alnetinu) gagiúegt fyrir sérfræðinga sem kunna að vinna úr því. Fólki er almennt ekki greiði gerður með að demba yfir það holskeflu upplýsinga sem þarf heilmikla grunnþekkingu til að lesa úr og skilja. En þetta er á út- lensku og þar með stórmerkilegt á íslandi. Á sama tíma og upplýsingaflóðið magnast minnkar áherslan 1 menntakerfinu á þá undirstöðu- þekkingu og öguðu hugsun sem þarf til að skilja hismi frá kjarna. Slíkt kostar fyrirhöfn og laerist ekki af myndböndum. Sjón- og útvarp Sjónvarp og útvarp eru gríðar- lega öflug tæki til að móta afstöðu fólks en á mismunandi hátt. Mér eru minnisstæð orð Stephens White, fyrrum aðalfréttastjóra BBC World Service, fyrir nærri 30 árum þess efnis að áhorfendur taki afstööu til þess sem þeir sjá í sjón- varpi - en fólk trúi því einfaldlega sem því sé sagt í útvarpi. Sjónvarp höfðar í eðli sínu fyrst og fremst til tilfinninga, myndin er allsráðandi, talið fer fyrir ofan garð og neðan. Útvarp virkjar ímyndun- arafliö en er ekki góður miðill fyrir nákvæmar útlistanir sem fólk gríp- ur ekki í upplestri. Þær fást ekki nema á prenti. Þeim fer hlutfalls- lega fækkandi sem fá sínar fréttir úr prentmiðlum. Þetta gildir sér- KjaUarinn Gunnar Eyþórsson blaðamaður staklega um fréttir utanlands frá sem fólk hefur oft og tíðum tak- markaðan áhuga á. Og þá er komið að kjama þessa pistils. Afþreying Eðli sjónvarpsfrétta hefur breyst. Aiþjóðlegar sjónvarpsfréttir eru nú hugsaðar sem afþreying, ekki fræösla og upplýsingar. Þaö gervi- fréttasjónvarp sem veitir mörgum íslendingi skráargatssýn á um- heiminn er í samkeppni um áhorf- endur, ekki um ábyrga frétta- mennsku. Því eru þessar fréttir, sem margir telja harla góðar, oft beinlínis villandi og rangar. í stríðsátökum nútímans skiptir öllu máli hvaða almannatengsla- fyrirtæki aðilar hafa efni á að taka í sína þjónustu. Það segir talsvert að fyrirtækið, sem sá um áróður fyrir Kúveit á sínum tíma, starfar nú fyrir stjórn múslíma í Bosníu (á kostnað ótilgreindra aðila í Mið- austurlöndum). Serbar hafa ekki vit á almannatengslum frekar en írakar. Grátandi börn eru gott sjónvarpsefni, draga að áhorfendur og hækka auglýsingaverð. Enginn veit að tæplega 700 þúsund Serbar hafa hrakist á vergang í Bosníu og Króatíu og Króatar eru nýbúnir að reka um 250 þúsund Serba frá Kraj- ina sem er þeirra heimabyggð frá því sögur hófust. Óhæfuverk múslíma og Króata eru aldrei nefnd en Serbar úthróp- aðir. Þeir eru ekki sjónvarpsefni því að þegar hefur verið dregin upp einhliða mynd. Einfaldast er að láta áhorfendur halda með einum stríðsaðila og gera þetta að körfu- _ boltaleik þar sem múshmar og Kró- atar eru heimaliðið. Allt sem flækir málið ruglar fólk 1 ríminu og fær það til að skipta yfir á aöra sjón- varpsstöð. Það er málið, skítt með raunverulega fréttamennsku. Gunnar Eyþórsson „Eðli sjónvarpsfrétta hefur breyst. Al- þjóðlegar sjónvarpsfréttir eru nú hugs- aðar sem afþreying, ekki fræðsla og upplýsingar.“ Skoðardr armarra Atvinnuleyfi útlendinga „Verra er þó, að dæmi eru um að útlendingar, sem hingað eru komnir en fá ekki atvinnuleyfi séu ráðn- ir til starfa án þess, að þeir hafi fengið slíkt leyfi. Sagt er, að beöið sé eftir atvinnuleyfi en á meðan er fólki haldið á launakjörum, jafnvel mánuðum sam- an, sem eru í engu samræmi við kjarasamninga þeirra launþegafélaga, sem hlut eiga að máli.“ Leiðari Mbl. 24. ágúst. Landflótti „Ungt fólk leitar einnig til útlanda í leit aö lífs- reynslu með útþrána í farteskinu. Við þessu er ekk- ert aö segja. Það er hverjum einstaklingi hollt að skipta um umhverfi og afla sér þar nýrrar reynslu. Hitt er mjög miður ef einhver hluti fólks sem flytur úr landi finnur sig sem hálfgerða flóttamenn. Það fólk sem hefur tjáö sig um þessi mál nefnir lág laun og háan framfærslukostnað sem ástæðu fyrir áformum sínum.“ Leiðari Tímans 24. ágúst. Bók Svavars Gestssonar „Ég hef sannfærst um það æ meir af pólitískri reynslu að einhver mikilvægasti eiginleiki forystu- manns í stjórnmálum sé andlegt hugrekki; að stjórn- málamaðurinn sé reiðubúinn að ganga gegn vana- hugsun og þrýstingi hagsmunahópa, sé hann sann- færður um að vanahugsunin leiði menn á villigötur. Þetta er spurning um trúverðugleika og traust. Ég held að fátt sé eins mikilvægt í póhtík þegar til lengd- ar lætur, ef stjórnmálastarf á að bera árangur. Hvernig er hægt að ætlast til að menn beri traust til „vegahandbókar" stjómmálahreyfingar ogstjórn- málamanna, sem vitað er að hafa farið villur vegar í heila Öldjón Ualdvin Hannihalsson í Alþbl. 24. ágúst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.