Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1995, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1995, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 1995 9 Utlönd Óflug bflsprengja sprakk í Helsinki - særði einn lögreglumann og olli verulegum skemmdum Mjög öflug sprengja sprakk í mið- borg Helsinki í Finnlandi laust eftir miðnætti í nótt. Særði hún einn lög- reglumann á hendi og olli verulegum skemmdum á nálægum byggingum. Lögregla telur víst að um bílsprengju hafi verið að ræða þar sem mikið af brotum úr bíl fannst í brakinu eftir sprenginguna. Sprengjan sprakk í bæjarhlutanum Pasila þar sem margar stjórnsýslu- stofnanir eru til húsa. Þykir mildi að mjög fáir voru þá á ferli. Sprengj- an virðist hafa verið í bíl sem skilinn var eftir um 20 metra frá lögreglustöð hverfisins. Hún skildi eftir sig all- stóran gíg og verulegar skemmdir á lögreglustöðinni. Kom gat kom á vegg hennar auk þess sem töluverðar skemmdir urðu nálægu dómshúsi. Þá lá glersalli um allt nágrennið en þrýstingurinn frá sprengingunni braut rúður í fjölda húsa. Vitni segj- ast hafa séð eldsúlu stíga til himins og síðan mikinn reykjarmökk. Enginn hefur lýst ábyrgð á tilræð- inu á hendur sér. Tilræði sem þessi eru afar sjaldgæf í Finnlandi. Síðast- liðin ár hafa orðið fáein tilfelli þar sem lögreglustöðvar úti á landi hafa Sjómenn frá Cook-eyjum í Kyrrahafi dansa þjóðdansa og syngja við kom- una til hafnarinnar i Papeete í gær. Skip þeirra verður eitt margra sem halda til Mururoa-eyja á næstunni til að mótmæla fyrirhuguðum kjarnorku- tilraunum Frakka þar. Símamynd Reuter Harry Wu kominn heim: Kínverjar reyna að halda haus Andófsmað- urinn Harry Wu, sem hnepptur var í fangelsi í Kína 19. júní . og dæmdur var í 15 ára fangelsi fyrir njósnir og til brottvísunar úr landi í fyrradag, kom heim til Bandaríkjanna í nótt. Er álitið að Kínverjar hafi valiö að visa Wu strax úr landi til að bjárga andlitinu gagnvart umheiminum fyrir kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, sem hefst í Bejing í næsta mánuði, og til að ryðja hindrunum úr vegi í viðræðum við Bandaríkja- menn um bætt samband ríkjanna. Diplpmatar segja að þó Kínverjar hafi vísaö manninum, sem barist hefur gegn illri meðferð þeirra á and- ófsmönnum, úr landi þýði það engan veginn að stjórnvöld í Bejing lini tök- in á andófsmönnum. Hins vegar er búist við að lausn Wus muni bæta andrúmsloft viðræðnanna við Bandaríkjamenn og að Hillary Clin-. ton forsetafrú ákveði loks að sækja kvennaráðstefnuna. Hafði hún ætlað að hunsa hana vegna handtöku Wus. Reuter orðið fyrir minni háttar árásum ein- staklinga þar sem sprengiefni hefur meðal annars verið notað. En þetta er í fyrsta skipti sem sprengjutilræði á sér stað í höfuðborginni. Reuter Skoríð niður í dönsku jöárlögunum: Margrét Þórhildur fær launahækkun Danska ríkis- stjórnin hefur ákveðið aö skera fjárlaga- frumvarpiðfyr- ir næsta ár nið- ur um 40 millj- arða íslenskra króna. Tilgang- urinn er að tryggja aukinn hagvöxt án þess aö þenja flsibelginn of mik- ið. Margrét Þórhildur drottning fær þó launahækkun upp á 8 millj- ónir króna. Á fjárlögunum er búist við að laun hennar verði 423 millj- ónir islenskar krónur í stað 415 milljóna í ár. í þeirri upphæð eru einnig laun Henriks prins sem nema 42 milljónum króna. Aðrir meðlimir konungsfjöl- skyldunnar munu síðan skipta með sér 157 milljónum. Ritzau SALA AÐGANGSKORTA HEFST í DAG KL. 13.00 Fimm sýningar á aðeins 7.200 Kr. QTS1 Tvískinnmigsóperaii Gamanleikrit með söngvum eftir Ágúst Guðmundsson. íslenska maiían eftir Kjartan Ragnarsson og Einar Kárason. Hið Ijósa man Ný leikgerð Bríetar Héðinsdóttur, unnin upp úr Íslandsklukkunni eftir Halldór Laxness. Kvásarvalsinn Nýtt leikrit eftir Jónas Árnason. Kortagestir fá einnig afslátt á allar aðrar sýningar Leikfélagsins og á sýningar íslenska dansflokksins í Borgarleikhúsinu. Miðasalan er opin frá kl. 13:00-20:00 alla daga meðan á kortasölu stendur. Einnig er tekið á móti pöntunum í síma 568 8000 frá kl. 10:00-12:00 alla virka daga. LEIKFELAG REYKJAVÍKUR Borgarleikhús - Listabraut 3 Sími: 568 8000 - bréfasími: 568 0383

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.