Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1995, Side 15
FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 1995
15
Vélabrögð Norð-
manna við Jan Mayen
Eftir að úthafsveiðiráðstefnu SÞ
í New York lauk, með setningu
ramma um framkvæmd slíkra
veiða, sem teljast má íslandi hag-
stæður, hefir formaður utanríkis-
nefndar Alþingis bent á að leggja
beri áherslu á að fá tilnefndan ís-
lenskan dómara í Hafréttardómstól
SÞ sem taka á til starfa 1. ágúst
1996 í Hamborg.
Stendur ekki steinn yfir
steini
Nú er það svo að stjórnmálamenn
setja lög og reglur sem síöan verða
grundvöllur að niöurstöðum dóma.
Sá galli er þó á gjöf Njarðar að á
undanförnum mánuðum og árum
hefir ríkt algjör glundroði í úthafs-
veiðistefnu íslands. Þar stendur
ekki steinn yfir steini.
Það má sjá í hendi sér að sendi-
Kja]larinn
Önundur Ásgeirsson
fyrrv. forstjóri Olís
„Þaö má sjá í hendi sér aö sendiráðs-
starfsmenn Norðmanna hér hafa setið
sveittir við að safna upplýsingum um
umQöllun Qölmiðla um úthafsveiði-
stefnu íslands eins qg hún hefur komið
fram.“
ráðsstarfsmenn Norðmanna hér
hafa setið sveittir við að safna upp-
lýsingum um umfjöllun íjölmiðla
um úthafsveiðistefnu íslands eins
og hún hefir komiö fram. Ber þar
hæst að allir íslenskir fiölmiðlar
hafa ítrekað flutt þann boðskap að
taka beri gildar reglur Norðmanna
um 200 mfina fiskilögsögu við Jan
Mayen, Svalbarða og Bjarnarey og
hafa öll íslensk dagblöð birt kort
af þessum skáldskap Norömanna
og fiallað um það sem sjálfgefinn
hlut að ísland virði slíkar reglur
sem Norðmenn hafa sett einhhða
með norskum reglugerðum upp á
sitt eindæmi og í algjörri andstöðu
við hafréttarsáttmála SÞ sem nú
hefir verið endanlega fullgiltur af
meira en 60 ríkjum.
Miðlína milli Grænlands og
Jan Mayen.
Mætur skipstjóri hringdi í mig tfi
að benda mér á að árið 1993 hefði
gengið dómur alþjóðadómstólsins í
Haag um miðlínu milh Grænlands
og Jan Mayen. Ekkert hefir heyrst
um þetta hér á landi. í utanríkis-
ráðuneytinu fékk ég þær upplýs-
ingar að þetta hefði verið dómur
mihi Noregs og Danmerkur en af
„A undanförnum mánuðum og árum hefir rikt algjör glundroði i úthafs-
veiðistefnu íslands," segir Önundur í grein sinni.
því mætti ætla að málið kæmi ís-
landi ekkert við. Sérfræðingar
ráðuneytisins voru með fiskiráö-
herra austur í Pétursborg að snið-
ganga Færeyinga í umræðum um
veiðar í Norðurhafinu. Dómurinn
var þannig ekki til í utanríkisráðu-
neytinu og helst væri að leita hans
hjá lögmanni Landhelgisgæslunn-
ar en sá var í frh.
Samkvæmt hafréttarsáttmálan-
um er engin fiskfiögsaga milli NA-
Grænlands og Jan Mayen því að
bæði aðliggjandi löndin eru eyði-
lönd þaðan sem engin fiskveiði er
stunduð. Þar er því heldur ekki
nein miðlína. Sjónarmið íslands
hlýtur að vera í samræmi við haf-
réttarsáttmálaW, þ.e. að þau lönd,
sem hafa raunverulega fiskilög-
sögu að Norðurhafinu, þ.e. ísland,
' Færeyjar, Noregur og Rússland,
eigi að stjórna sameigirfiega öllum
fiskveiðum þar. Danmörk á enga
aðild að fiskveiðum í Norðurhaf-
inu.
Eðlilegt ætti að teljast að þar sem
miðlína skiptir fiskilögsögu, t.d.
milli íslands og Grænlands, og fisk-
ur flytur sig milli veiðisvæða hafi
gagnaðihnn forgangsrétt að ónýtt-
um kvótum. Þannig ætti ísland að
hafa forgangsrétt að kvótum til
veiöa á rækju og grálúðu Græn-
landsmegin miðlínunnar en Noreg-
ur hvergi þar nærri aö koma.
Niðurstaða: ísland á að segja upp
loðnusamningnum við Noreg frá
1980, mótmæla og krefjast ógilding-
ar á miðlínudómi milli NA-Græn-
lands og Jan Mayen og semja við
Grænlendinga um gagnkvæman
rétt til ónýttra veiðiheimilda við
SA-Grænland. Tími er kominn til
að vakna af dvalanum.
Önundur Ásgeirsson
Akstur, umferð, ökutæki
Nýlega er liðin ein mesta ferða-
helgi ársins hjá okkur íslending-
um, „verslunarmannahelgin". Eft-
ir 6 daga ferðalag á þjóövegunum
um þessa helgi fer ekki hjá því að
ýmsar hugrenningar vakna varð-
andi umferðaröryggismál okkar
íslendinga.
Ökuhraðatakmarkanir
ekki virtar
Ljóst er að stór hluti ökumanna
virðir ekki umferðarreglur um
leyfðan hámarksökuhraða og fjöl-
mörgum er alveg fyrirmunað að
meta aðstæður á hættulegum stöð-
um á þjóðvegakerfinu og skapa
meö því stórhættu. Flestir ef ekki
allir ökúmenn geystust fram úr
mér æki ég á 90 km hraða. í baksýn-
iSspeghnum sá maður þessa bfia
nálgast á ógnarhraða og aka fram-
úr þar sem tvöföld óbrotin lína var
á miðju akbrautar og við bhndhæð-
ir og bhndbeygjur þrátt fyrir
greinileg viðvörunarmerki. Ég
verð því miður að taka undir það
að ökumenn stóru jeppabifreið-
anna voru frakkastir í þessum efn-
um.
Stundum flökrar það jafnvel að
manni að eigendur eða ökumenn
þessara bifreiöa séu að undirstrika
yfirburði ökutækjanna og á það þá
líka við um akstur þeirra á hálend-
isvegum og við mætingu á malar-
vegum, svo að dæmi séu tekin.
Margir ökumenn þurfa að vanda
sig betur við hleðslu farangurs og
Kjallariim
Hafsteinn Þorvaldsson
fyrrverandi framkvæmdastjóri
Sjúkrahúss Selfoss
ferðabúnaðar í bifreiðum sínum og
birgja ekki alveg fyrir baksýni út
um afturrúður bifreiða sinna. Bak-
sýnisspeglar þurfa líka aö vera í
lagi.
Tillitssemi líka
Mætingar bifreiða við einbreiðar
brýr ollu slysum þessa helgi. Á
minni leið fannst mér ökumenn
sýna góða aðgæslu og tfihtssemi
við slíkar aöstæður. Einnig er slík
tilhtssemi mjög áríöandi á mjóum
malarvegum, t.d. um hálendið, og
að sá ökumaður, sem betur fær því
við komið, geri shkt. Þá fer það
vaxandi að tillitssemin er þökkuð
með vinsamlegri kveðju við mæt-
ingu og ber að fagna þessum góöa
sið ökumanna og annarra vegfar-
enda. Á langri ferðahelgi mætir
maður kannske sömu ökumönnun-
um oftar en einu sinni og þannig
eignast maður óvænta kunningja á
þjóðvegum landsins, hittir þá jafn-
vel á áningarstöðum og tekur þá
tali um veðrið, akstur og umferð;
já og jafnvel um gerð og gæði öku-
tækja.
Mikill fjöldi hjólreiöamanna,
einkum erlendra, var á ferð þessa
helgi og mættum við mörgum
þeirra á leið suður Kjöl. Allir sýndu
þeir tfilitssemi þótt margir væru í
hveijum hópi og það sýndist mér
ökumenn bifreiöa gera hka, enda
fuh þörf á vegna mikfis ryks á veg-
inum.
íslenskir bílasmiðir
Ein vinsælasta frístundaiðja ís-
lenskra fjölskyldna eru ferðalög
utanlands og innan. Stórbætt öku-
tæki og ferðabúnaður hefur á síð-
ustu árum stuðlaö að auknum
ferðalögum innanlands auk þess
sem haldið eru uppi miklum áróðri
fyrir slíkum ferðum. Viðlegustöð-
um og vel útbúnum tjaldstæðum
hefur líka stórfjölgað.
Á fjölmennustu áningarstööun-
um vöktu athygli mína og aðdáun
húsbílar af ýmsu tagi sem innlend-
ir snihingar og handverksmenn
höfðu smíðað upp og innréttað, oft-
ast úr gömlum sendibifreiðum.
Þessi iðja þarf í sjálfu sér ekki aö
koma á óvart því íslendingar eru
að hljóta heimsfrægö fyrir endur-
smíðaðar og vel útbúnar jeppabif-
reiöhv
Hafsteinn Þorvaldsson
„í baksýnisspeglinum sá maður þessa
bíla nálgast á ógnarhraða og aka fram-
úr þar sem tvöföld óbrotin lína var á
miðju akbrautar og við blindhæðir og
blindbeygjur þrátt fyrir greinileg við-
vörunarmerki.“
Meðog
KæraHSÍáhendur
Halldóri Jóhannssyni
Ekki um ann-
að að ræða
Ástæða þess
að Hand-
knattleiks-
samband ís-
lands kærir
HaUdór Jó-
hannsson til
Rannsóknar-
lögreglu rík-
isins er aö
hann hefur
ekki staðið ma6ui'
skil á hluta af söluandvirði miða-
solunnar til framkvæmdanefnd-
ar heimsmeistaramótsins í hand-
knattleik eins og skýrt er kveðið
á um í samningi. Jafnframt hefur
Halldór ekki veriö tilbúinn til
þess að leggja fjárliæðina inn á
sérstakan geymslureikning á
meðan meintur ágreiningur hans
er lagður fyrir gerðardóm sam-
kvæmt ákvæöum samningsins. í
raun hefur Halldór Jóhannsson
þrátt fyrir ítrekaðar óskir fram-
kvæmdanefndar heimsmeistara-
mótsins ekki sýnt fram á að hann
hafi þessa fjármuni undir hönd-
um og því var ekki um annað að
ræöa en aö krefjast opinberrar
rannsóknar á því hvar þessir
fjármunir væru niöurkomnir.
Þaö er síðan Rannsóknarlögregia
ríkisins sem ákveöur framhald
málsins, það er hvort máli þessu
verður vísað frá eða sent til ríkis-
saksóknara.
Einkamál,
ekki
sakamál
Þessi kæra
á ekki rétt á
sér vegna
þess að samn-
ingurinn okk-
ar á miili
kveður á um
að ég taki aö
mér umsjón
miðasöltmn-
ar og ágrein-
ingurinn er umn''Sasts,u4HM
um uppgjör á því máii í heild
sinni. Máliö er því einkamál en
ekki sakamái. Það hefur ekki ver-
ið gerð nein tilraun til að fela
staðreyndir í máiinu. Ég hef ekki
gert neinar tilraunir til að falsa
sölu eöa neitt því um líkt. Ég hef
aldrei fariö með peninga sem ekki
voru mótteknir af mér á kenni-
tölu minnl Þannig að aiit tal um
sakavert athæfi er algerlega út i
bláinn. Þetta er einkamál sem ber
að reka sem slíkt vegna þess að
þarna er ágreiningur um það
hver skuldi hverjum. Á þeim nót-
um á að vinna þetta mál en ekki
ata mig aur meö því aö kæra mig
sem sakamann.
Ég var lofaður af þessum sömu
mönnum síðastiiðið haust og í
vetur vegna þess að ég tók þá
áhættu að vinna með þeim að
þessari keppni og lagði fram
veruiega fjárhæðir vegna þess.
Þær fjárhæðir eru enn þá bundn-
ar. Það eru peningar inni á
bankabók aö upphæð 20 milljónír
vegna þessa máls sem átti sam-
kvæmt samningi við þá að vera
búið að leysa eigi síðar en 10, júní.
Það er ábyrgð frá Akureyrarbæ
upp á aðrar 20 milijónir sem líka
er óljóst hvemig verður farið
með. Það hefur að sjálfsögðu
valdiö mér verulegu tjóni hvað
þeir hafa dregið mig á asnaeyrun-
umfþessumáli. -GJ
Halldór Jóhannsson, sá
Helgl Slgurósson lög-