Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1995, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1995, Page 4
4 FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 1995 Fréttir Heimsaflinn af túníiski hátt í 3 miHjónir tonna: Stundum þessar veiðar um öll heimsins höf - segir Tetsuo Kubo útgerðarmaður sem fer umhverfis jörðina á 3 árum „Viö stundum þessar veiöar nánast um öll heimsins höf. Við erum fjarri heimahöfn í rúm 2 ár og komum á því tímabili í hafnir í Ameríku, Kanada, Suður-Afríku og á íslandi svo dæmi séu tekin,“ segir Tetsuo Kubo, skipstjóri og eigandi japanska túnfiskveiöiskipins Shinei Maru sem kom til hafnar í Reykjavík í gær. Skipið stundar línuveiöar á tún- fiski og er gert út frá Shikokueyju í Japan. Það lét úr höfn í Japan 6. des- ember 1993 og hefur því verið langt á annað ár í veiöiferðinni sem mun taka á þriöja ár í það heila. Alls eru 22 skipverjar um borð, þar af 14 Jap- anar og 8 Indónesíumenn. Síöast var skipiö við veiðar djúpt SSV af íslandi þar sem veiðin hefur að sögn skip- stjórans verið fremur treg. Hann varðist þó allra frétta af aflabrögðum og vildi sem minnst um þau ræða. Þaö var greinilegt að hann hafði heyrt ávæning af þeirri miklu um- fjöllun sem verið hefur á íslandi að undanfórnu um túnfiskveiðar en eins og fram hefur komið sáu skip- verjar á Barða NK stórar túnfisktorf- ur SV af Reykjanesi. Túnfiskurinn verðmætur Túnfiskur er með verðmætustu af- urðum sem úr sjó eru dregnar. T. Kubo skipstjóri segir að verö á kílói sé í kringum 10 dollarar, eða sem nemur 660 íslenskum krónum. „Það ert alltof lágt verö á þessum afuröum en við erum þó að stunda þessar veiðar með hagnaði. Afiinn hjá okkur á síöasta ári nam 320 tonn- um,“ segir hann. Samkvæmt þessu var aflaverð- mæti skipsins í kringum 200 milljón- ir króna sem er talsvert undir því sem meðalfrystitogari á íslandsmiö- um aflar fyrir árlega en skipið er á stærð við meðaltogara, eða um 58 metrar á lengd. Meira veitt af túnfiski en þorski Samkvæmt tölum Fiskifélags ís- lands er heimsaflinn af túnfiski um 2,7 milljónir tonna. Túnfiskaflinn byggir að sögn Gunnars Jónssonar, fiskifræðings á Hafrannsóknastofn- unar, á nokkrum tegundum. Sú teg- und sem veiöist suöur af íslandi er þeirra stærst og verðmætust og nefn- ist einfaldlega túnfiskur. Af honum veiðast aðeins um 40 þúsund tonn. Af randatúnfiski veiðast aftur á móti um 1,4 milljónir tonna. Næstmesta magnið er af gula túnfiski eða um 1,1 milljón tonn. Þriðja mesta magniö er af hvíta túnfiski eða rúm 200 þús- und tonn. Þessar tölur miðast allar við árið 1992. Þær tegundir sem eru íslendingum mikilvægastar svo sem þorskur, síld og loöna eru ekki stórar á heimsvísu ef litið er til túnfiskaflans. Af þorski veiddust áriö 1992 um 1,2 milljónir tonna. Síldveiðin var á heimsvísu rúmlega ein og hálf milljón tonna. Loðnuveiðarnar komast í magni einna næst túnfiskinum en þær voru 1993 rúmar tvær milljónir tonna. Þar er þó ekki saman að jafna verðmæt- um því hvert kíló af túnfiski felur í sér margfalt verðmæti áðurnefndra tegunda. Það er ljóst samkvæmt þessu aö það er eftir miklu að slægj- ast fyrir íslenskar útgerðir að kom- ast inn í þessar veiðar. Áhöfnin á Shinei Maru verður búin að fara hringinn umhverfis jörðina þegar hún kemur heim til Japans á Japanska túnfiskveiðiskipið Shinei Maru kom til Reykjavíkurhafnar i fyrra- dag eftir að hafa stundað veiðar djúpt suður af íslandi. Skipverjar eru rúm 2 ár í veiðiferöinni og eru búnir að þvælast um heimshöfin síðan í desemb- er1993. _ DV-mynd Sveinn Rúnari boðið hús og starf í Grímsey Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum: Tónlistarmaðurinn Rúnar Júl- íusson hefur fengiö þtjú tilboö í hús sitt í Keflavík og boöið upp á makaskipti í þeim öllum. „Það kom eitt frá Grímsey og starf raeð. Hin tvö voru frá Kópa- skeri og Hrísey en mér finnst þessir staðir of einangraöir til aö flytja þangaö. Þá hef ég fengiö stuðningsyfirlýsingar frá mörg- um í málinu og mikið er hringt. Einnig verð ég var viö stuöning þar sem ég er að spila. Háskólinn hefur haft samband við mig og þar á að semja ritgerð um nafha- málið,“ sagði Rúnar en hann er ákveðinn í að flytja úr Reykja- nesbæ vegna nafnsins strax og hann getur selt hús sitt á viðeig- andi hátt .túnfiskui .. Randatun- Heimsaflinn á nokkrum tegundum 1992 — í þúsundum tonna — 2.771 Túnfískur er ýmist veiddur í reknet, hringnc og á línu. Túnfískveii>ar Umhverfis jöröina á á 2 og 1/2 ári Veiöislóö japansks túnfiskveiöiskips. næsta ári. Skipiö mun nú halda til veiða á svipaðar slóðir djúpt suður af íslandi en í haust færir það sig um set. „Við munum fara í október.austur á bóginn og veiða undan ströndum Marokkó og þaðan höldum við suður fyrir Góðrarvonarhöfða," segir TetsuoKubo. -rt Einstaka sinnum hefur oröiö vart viö túnfisk við strendur Islands en talið er að hann haldi sig á djúpmiöum suöur af landinu. Hertar reglur um atvinnuleyfi til útlendinga: Meginhlutverk okkar að íslendingar fái vinnu - segir Gylfi Kristinsson, deildarstjóri 1 félagsmálaráöuneytinu „Það er stefna ráöuneytisins aö draga úr útgáfu á nýjum tímabundn- um atvinnuleyfum fyrir útlendinga. Við lítum á það sem meginhlutverk okkar að íslendingar fái vinnu. Þetta er afdráttarlaus stefna Páls Péturs- sonar félagsmálaráðherra og við höf- um lagt mjög hart að atvinnurekend- um aö leita fyrst aö innlendu vinnu- afli. í því sambandi höfum við boðið fram aöstoð Vinnumálaskrifstofunn- ar,“ segir Gylfi Kristinsson, deildar- stjóri í félagsmálaráöuneytinu. í lok ágúst í fyrra höfðu verið gefin út alls 564 atvinnuleyfi fyrir útlend- inga en um miðjan þennan mánuð höfðu verið gefin út alls 647 atvinnu- leyfi í ár. Þar af höföu verið gefin út 262 óbundin leyfi til þeirra sem dval- ið hafa á landinu í meira en þrjú ár, 166 ný tímabundin leyfi, 198 fram- lengingar á tímabundnum leyfum, 5 atvinnurekstrarleyfi, 8 leyfi fyrir námsmenn utan EES og 8 au pair leyfi. Gylfi segir erfiöleikum bundið að bera saman fjölda atvinnuleyfa í ár og á undanfórnum árum þar sem nýjar reglur um útgáfu leyfanna hafi tekiö gildi um síðustu áramót. Nú sé um 4 tegundir atvinnuleyfa aö ræða en áður hafi einungis verið um eina tegund að ræöa. Sem dæmi nefnir hann að umsóknir um stóran hluta óbundnu leyfanna hefðu ekki borist ráðuneytinu í ár ef reglurnar heföu ekki breyst um áramótin. Að sögn Gylfa hefur umtalsverð fiölgun á synjun nýrra atvinnuleyfa oröiö samanboriö viö undanfarin ár. Það sem af er árinu hafi 11 umsókn- um verið synjað sem varöi samtals 24 útlendinga. Þá hefur umsóknum um ný leyfi fækkaö enda sé það skil- yrði fyrir leyfi til atvinnurekenda aö þeir fái umsögn viðkomandi stéttar- félags. „Viö höfum umtalsveröar áhyggjur af atvinnuástandinu. Stefnan er hins vegar sú aö stugga í engu við þeim útlendingum sem þegar eru komnir til landsins," segir Gylfi. -kaa Starfsfólk í fiskvinnslu: Þjóðerni skiptir alls engu máli - segir Óðinn Gestsson, framkvæmdastjóri Freyju „Islendingar eru upp til hópa mjög gott vinnuafl en útlendingarnir staldra lengur viö. Þaö er ekkert hægt aö gera upp á milli fiskvinnslu- fólks á grundvelli þjóðernis. Það skiptir alls engu máli. Okkur hefur gengið ágætlega að fá íslendinga til starfa enda ágætis aðstaða fyrir það hér á Suðureyri, bæði íbúðir og ver- búð,“ segir Óöinn Gestsson, fram- kvæmdastjóri Fiskiðjunnar Freyju. Fiskiðjan Freyja auglýsti í gær eftir starfsfólki til almennra fiskvinnslu- starfa. Að sögn Óðins er um 10 störf að ræða og sagði hann að það skipti litlu hvort um útlendinga eöa íslend- inga væri aö ræöa þegar aö umsókn- um kæmi. Aðalatriðiö væri aö ráöa traust og gott starfsfólk. Aðspurður segist Óðinn fagna þeirri yfirlýsingu Páls Péturssonar að íslendingar eigi að ganga fyrir í störf í fiskvinnslu enda ljóst aö fiöl- margir misnoti núverandi atvinnu- leysisbótakerfi. Því sé full ástæöa til aö þrýsta á fólk að taka þá vinnu sem býðsthveijusinni. -kaa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.