Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1995, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 1995
11
Fréttir
>
)
)
<
<
4
I
I
I
I
I
I
Unnið er af fullum krafti við lagningu holræsa og annarra lagna vegna nýrrar Súðavíkur. Sveitarstjórinn segir að
á næstunni hefjist framkvæmdir við nýbyggingar og flutning gamalla húsa.
Hættumat skilgreinir alla gömlu Súðavík á hættusvæði:
Verður að setja upp
varnir við frystihúsið
- segir Ingimar Halldórsson, framkvæmdastjóri Frosta hf.
„Það er ekkert sem kemur okkur á
óvart í þessu hættumati nema gula
svæðið sem er á endalóðinhi á Eyrar-
dalssvæðinu. Það kemur fram að sú
lóð er í jaðri hættusvæðisins. Þetta
kemur mér á óvart vegna þess að
nefndin, sem skipuð var í vetur til
að meta hættu á snjóflóðum, komst
að þeirri niðurstöðu að byggðin eins
og hún var skipulögð félÚ að norsk-
um kröfum," segir Jón Gauti Jóns-
son, sveitarstjóri í Súðavík, um nýtt
hættumat sem skilgreinir allt íbúða-
svæði gömlu Súðavíkur á hættu-
svæði og hluta af nýja svæðinu í
landi Eyrardals.
Jón Gauti vitnar þarna til álits
nefndar sem skipuð^rar Norðmann-
inum Karsten Lid, Magnúsi Má
Magnússyni, snjóflóðasérfræðingi
Veðurstofunnar, og Árna Jónssyni
hjá verkfræðistofunni Hnit, en að
þeirra mati var Eyrardalslandið talið
öruggt.
í nýja hættumatinu, sem reyndar
er ekld fullunnið, kemur einnig fram
að helmingur frystihúss Frosta hf.
er innan skilgreinds hættusvæðis.
Ingimar Halldórsson, framkvæmda-
stjóri Frosta hf., segir að þetta komi
sér ekki á óvart en hann hafi þó ekki
séð matið með eigin augum.
„Það kemur mér í sjálfu sér ekki á
óvart í ljósi reynslunnar að frysti-
húsið lendi innan hættusvæðisins.
Það verður að setja upp varnir fyrir
ofan frystihúsið,“ segir Ingimar.
Jón Gauti segir að nú fari hættu-
matið til staöfestingar hjá stjómvöld-
um og hann segist vænta þess að
uppbygging hefjist af krafti í fram-
haldi af því.
„Það er heilmikill hugur í fólki að
byija byggingar og flutning húsa.
Það hefur verið veðjað á að félagsleg-
ar byggingar verði það sem byrjað
verður á en nú eru einstaklingar lík-
legir til að byrja í hvelli. Það verður
byrjað á flutningi niu húsa á næst-
unni. Það á að fara að undirbúa það
í næstu viku,“ segir Jón Gauti.
Nokkur'gagnrýni hefur komið frá
íbúum í Súðavík vegna seinagangs
við reglugerð Ofanflóðasjóðs sem
orðið hafi til að tefja uppbyggingu
nýrrar Súðavíkur. Jón Gauti tekur
undir þau sjónarmið.
„Þetta er búið aö taka óheyrilega
langan tíma. Þjóðin ætlar að ærast
yfir reglugerð um innflutning á
kjúklingalærum vegna laga sem sett
voru í júní. En það eru allir aðrir en
við rólegir yfir þessari reglugerð sem
á við lög sem sett voru í febrúar.
Menn skilja ekki af hverju hún er
ekki undirrituð fyrr en 2. ágúst,“ ség-
ir Jón Gauti.
Jón Gauti Jónsson, sveitarstjóri í Súöavík, við skipulagsuppdrátt að nýrri
Súðavík. Hann segist vænta þess að nú þegar reglugerð um Ofanflóðasjóð
er tilbúin, sem og nýtt hættumat fyrir Súðavík, hefjist uppbygging af miklum
krafti. DV-myndir Róbert Reynisson
Heyflutningar
í Árneshrepp
Guðfinnur Finnbogason, DV, Hólmavik;
Heyskapur er mjög mislangt
kominn í Strandasýslu eða allt frá
því að vera lokið fyrir nokkru til
þess að vera rétt að hefjast um
norðurhluta sýslunnar. Spretta á
óskemmdum túnum hefur víðast
hvar verið nokkuð góð enda hlý-
indi verið síðustu vikurnar.
Að sögn Brynjólfs Sæmundsson-
ar héraðsráðunauts er útht fyrir
nokkra heyflutninga norður í Ár-
neshrepp því nokkuð víða er þar
útht fyrir rýra eftirtekju. Nokkra
síðustu daga hefur nær ekkert ver-
ið liægt aö heyja vegna votviðris
en bændur sýslunnar era þó flestir
það hyggnir að hafa lagt af hey-
þurrkun og verka í vothey.
UPPBOÐ
Uppboð munu byrja á skrifstofu
embættisins að Suðurgötu 57,
Akranesi, þriðjudaginn 29. ágúst
1995 kl. 11.00, á eftirtöldum eign-
um:
Andrea HI, skipaskrámr. 1479. Gerð-
arþoli Gunnar _ Leifur Stefánsson,
gerðarbeiðandi Ámi Þór Kristjáns-
son.
Garðabraut 45,01.03. Gerðarþoli Jón-
ína Isleifsdóttir, gerðarbeiðendur
Byggingarsjóður verkamanna og
Húsfélagið Garðabraut 45.
Grenigrund 16. Gerðarþoli Ragnar
Valgeirsson, gerðarbeiðandi Lands-
banki Islands.
Heiðargerði 12. Gerðarþoli Jóna G.
Ólafsdóttir, gerðarbeiðendur Akra-
neskaupstaður, Byggingarsjóður rík-
isins, húsbréfadeild Húsnæðisstofhun-
ar ríkisins og íslandsbanki hf.
Höfðabraut 1, 01.01. Gerðarþoli Ás-
gerður Hjálmsdóttir, gerðarbeiðandi
húsbréfadeild Húsnæðisstofiiunar rík-
isins.
Höfðabraut 2, efsta hæð. Gerðarþolar
Ólafur Guðmundsson og Heba Gísla-
dóttir, gerðarbeiðandi Sameinaði líf-
eyrissjóðurinn.
Jaðarsbraut 17, efri hæð. Gerðarþoli
Ragnhildur Jónsdóttir, gerðarbeið-
endur Byggingarsjóður ríkisins og
Húsbréfadeild Húsnæðisstofhunar
ríkisins.
Jaðarsbraut 41,01.01. Gerðarþoli Jón-
ína Valgarðsdóttir, gerðarbeiðendur
Akraneskaupstaður, Húsfélagið Jað-
arsbraut 39—41^ Landsbanki íslands,
Akranesi, og Lífeyrissjóður Akranes-
kaupstaðar.
Kirkjubraut 2, 4. hæð (1/4). Gerðar-
þoli Guðmundur Valgeirsson, gerðar-
beiðandi eig. að Kirkjubraut 2 og
Suðurgötu 65.
Krókatún 4a, neðri hæð, eignarhluti
Guðrúnar Birgisdóttm-. Gerðarþoli
Guðrún Bírgisdóttir, gerðarbeiðandi
Heimilistæki hf.
Mánabraut 9. Gerðarþolai- Böðvar
Björgvinsson og Ástríður Andrésdótt-
ir, gerðarbeiðendur Byggingarsjóður
ríkisins og húsbréfadeild Húsnæðis-
stofnunar ríkisins.
Merkigerði 6, neðri hæð. Gerðarþoli
Marivic Espiritu, gerðarbeiðendúr
Landsbanki Islands og Lífeyrissjóður
starfsmanna ríkisins.
Merkigerði 10. Gerðarþoli Jens I.
Magnússon, gerðarbeiðendur Bygg-
ingarsjóður ríkisins og Lífeyrissjóður
Landssambands vörubílstjóra.
Skagabraut 24, neðri hæð. Gerðarþol-
ar Hans Þorsteinsson og Helga Þóris-
dóttir, gerðarbeiðandi Byggingarsjóð-
ur ríkisins.
Skagabraut 26. Gerðarþolar Hans
Þorsteinsson og Helga Þórisdóttir,
gerðarbeiðendur Byggingarsjóður
ríkisins og Vátryggingafélag íslands
hf. ______________________________
Skarðsbraut 11,02.02. Gerðarþoli Ósk-
ar Rafii Þorgeirsson, gerðarbeiðandi
Byggingarsjóðm ríkisins.
Skólabraut 18, neðri hæð. Gerðarþoli
Alfreð W. Gunnarsson, gerðarbeið-
andi Búnaðarbanki íslands.
Stillholt 2, 91,1%. Gerðarþoli Smára-
kjör hf., gerðarbeiðendur Akranes-
kaupstaður, Lífeyrissjóður verslunar-
manna, íslandsbanki hf. og Vátrygg-
ingafélag íslands hf.
Sunnubraut 12, efri hæð. Gerðarþoli
Hörður Ragnarsson, gerðarbeiðendur
Byggingarsjóður ríkisins og Lífeyris-
sjóður starfsmanna ríkisms.
SÝSLUMAÐURINN Á AKRANESI
AGFA
Ljósmynda-
samkeppni
sumarsins!
háskerpufilmur
Stáelltu d þœr!
Leitað er eftir skemmtilegustu Ijósmynd
sumarsins! Dómnefnd skipuð aðilum frá AGFA
1. verðlaun °9 Í-EGO velja bestu
Helgardvöl í Legoland garðinum myndimar.
(Fyrir tvo fullorðna og tvö börn)
2. verðlaun
75 verðlaunahafar fá AGFA
myndavélasett með rafhlöðum og filmu
3. vei'ðlaun
75 verðlaunahafar fá stóra tösku með
Lego System Freestyle™ kubbum
AGFA ^
DREIFINGARAÐILAR: HEIMILISTÆKI HF. • SÆTÚNI 8 • SÍMI 569 1500
OG O. JOHNSON & KAABER • SÆTÚNI 8 • SÍMI 562 4000
Þátttökuseðlar fást á öllum útsölustöðum AGFA.
Skilafrestur á myndum og seðlum (ein mynd
með hverjum seðli) er til 31. ágúst 1995. Öllum
þátttökuseðlum skal skilað til Heimilistækja hf.
Sætúni 8, 105 fíeykjavík, merkt „Sumargleði".