Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1995, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1995, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 1995 Neytendur_______________________ Neytandi óánægður með smæð íslenskra kartaflna: Fá ekki nægan tíma til að vaxa - markaðurinn þrýstir á, segir framkvæmdastjóri Ágætis Kartöflurnar sem fyrst koma á markað eru smáar vegna þess að ekki er hægt að fiokka þær. Þrýstingurinn frá neytendum er mikill á kartöflubændur að koma með nýjar íslenskar kartöflur á markað sem fyrst. DV-mynd BG „Ég keypti tvo tveggja kílóa kart- öflupoka og þegar ég er búinn að borða úr þeim það sem mér finnst vera nægilega stórt til þess að ég geti flysjað þær er rúmt kíló eftir í öðrum pokanum og tæplega hálft kíló í hinum. Þetta fmnst mér alls ekki forsvaranlegt því verðið á kart- öflunum er mjög hátt. Þegar þær eru svona smáar er ekki mikið eftir þeg- ar búið er að flysja. Mér finnst kart- öflubændur vera of bráðir að taka upp og nær væri fyrir þá að leyfa kartöflunum að vaxa örlítið meira. Ég er tilbúinn til þess að borga vel fyrir íslenska vöru en ég vil ekki eitt- hvert drasl sem ég ber beint út í ruslatunnu,“ sagði Kristinn Snæ- land, óánægður neytandi með smæð íslenskra kartaflna. Kristinn sagðist óánægður með að íslenskir kartöflu- bændur væru að keppa við innfluttar kartöflur og með því að koma vöru sinni á markað kæmu þeir í veg fyr- ir innflutninginn. „í öörum pokanum sem ég keypti voru kartöflurnar mjög fallegar á lit- inn en í hinum voru þær grænar. Mér skilst að þessar grænu séu árs- gamlar en afhverju eru þær þá svona smáar? Er verið að selja manni þetta rusl allt árið? Það lítur nú ekki vel úi fyrir bændur," sagði Kristinn. Ekki hægt að fiokkka „Kartöflurnar eru misstórar en vandamálið viö þær þegar þær eru svona nýjar er að það er ekki hægt að flokka þær. Þegar þær eru teknar upp eru þær sprelllifandi og menn vilja meðhöndla þær sem allra minnst. Þetta vandamál er bundið við fyrstu vikurnar því um leið og menn geta farið að taka kartöflurnar í geymslu fer hýðið á þeim að styrkj- ast og þá er hægt að flokka þær,“ .sagði Matthías H. Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ágætis hf„ aö- spurður hvers vegna kartöflurnar væru svona smáar um þessar mund- ir. Matthías sagði að eftir tvær til þrjár vikur frá því að byrjað er taka upp gætu menn farið að flokka þær og þá væri smælkið tínt frá og þá kæmu þessar eðlilegu matarkartöfl- ur á markaðinn. Hann sagði að heim- ilt væri að flytja inn erlendar kartófl- ur en markaðurinn réði öllu um hvað fengist í verslununum. „Þrýstingurinn á okkur að koma með nýjar kartöflur á markaðinn er mjög mikill og þess vegna er erfitt fyrir okkur að bíða. Fæstir fúlsa við smælkinu og borða það bara með hýðinu,“sagðiMatthías. -sv ' HAPPAÞRENNUttNAH * OV" _ . í SUMARLEfK Happaþrennunnar og Það er mögulegt að búið sé að draga út vinning á númer FARMIÐANS þíns. Berðu hann saman við uppsafnaðar happatölur, sem birtast í DV 1. september og 2. október. Fylgstu einnig með happatölunum í DV, þriðjudaga til föstudaga. Glæsilegu VINNINGASKRÁNA finnur þú aftan á FARMIÐANUM. Við Hfum á loftinu Bilar menga með ýmsum hætti. Bílaframleiðsla er mjög orku- og hráefnisfrek og mengar talsvert. Framleiðslumengunin kemur okkur líka við. Þegar bíllinn er farinn að þjóna eigendum sínum upphefst hins vegar sú loft- og hávaðamengun sem flest okkar kannast við. Fyrr eða síðar verður bifreiðin svo úrgangur þótt nokkur hluti aflóga bifreiða fari vissulega í endurvinnslu. Flestir kannast við að aflóga bílar geta verið verulegt lýti á umhverfinu. {hnotskurn: - Besta ráðiö til þess aö draga úr mengun og óþægindum vegna bílaumferðar er að láta af eða draga verulega úr notkun einkabílsins og velja aðrar leiðirtil þess að komast á milli staða. Hvarfakútar leysa ekki vandann. - Foröumst stuttar ökuferðir. Hvernig væri að ganga, hjóla eða taka strætó I staðinn? Það er bæði heilsusamlegra og ódýrara. Því fleiri sem taka slíka valkosti því minni óþægindi af umferðinni og því minni hætta á slysum. - Er kostur á að samnýta ferðir með öðrum, til dæmis til og frá vinnu? - Sparneytnir bílar menga minna, bæði beint og óbeint. Heimild: Græna bókin um neytendur og umhverfi eftir Garöar Óþarfa biðraðir Allir kannast við það að þurfa að bíða í biðröð í bönkum um mánaða- mót en þær mætti stytta verulega ef fólk nýtti sér þá þjónustu sem bank- amir bjóða upp á. Þar ber hæst greiðsluþjónustu þeirra þar sem þeir greiða reikningana fyrir fólk og taka bara vissa upphæð af reikningi þess á mánuði. Reikningarnir eru sendir í bankann og fólk fær síðan sent yflr- lit yfir færslur. Það þarf með öðrum orðum ekki að leggja leið sína í bank- ann. Þá er líka til í dæminu að fólk geti stungið reikningunum sínum í umslag og síðan sér bankinn um uppgjörið. Fólk þarf að koma um- slaginu í bankanna en bíður ekki í röð. -sv DV Umbúðamerkingar: Ennhefurekk- ertgerst „Mér vitanlega hefur enn ekk- ert verið gert í þessu máh. Ég vissi að nefnd var sett á laggirnar til þess fjalla urn þetta mál ogþað er ljóst að hér er um mikið hags- munamál neytenda að ræða,“ sagði Ólafur Bjömsson þjá heild- sölunni Innnes en eins og DV greindi frá fyrir skömmu sam- rýmast merkingar á bandarísk- um vömm sem fluttar eru til landsins ekki reglugerð EES- samningsins. „Við erum búnir að hundsa þessa reglugerð í u.þ.b. ár og þóst er að það gengur ekki lengur. Sumir segja að við getum breytt reglugerðinni þannig að við við- urkennum amerísku staðlana en þá þarf bara að tryggja að varan verði bara seld hér og fari ekki áfram til Evrópu," sagði Ólafur. Hann sagði að ef menn þyrftu að fara út í það að sérmerkja allar þessar vörur kæmi það fyrst og fremst við pyngju neytenda. Útsala á No 7 snyrtivörum Nú er hafin útsala á No 7 snyrti- vörum í næstu snyrtivömversl- un eða apóteki vegna þess að þær eru væntanlegar í nýjum pakkm ingum í haust. Varalitir verða seldir á 370 kr., meik á 450 kr., hreinsilínan á 625 kr. og svona mætti áfrara telja. Afhverjurjóma- súkkulaði? Karlmaður haföi samband við neytendasiðuna og spurði af hveiju hreint rjómasúkkuiaði frá Nóa-Síríusi héti Rjómasúkkulaði þegar í innihaldslýsingu kærai fram aö enginn rjómi væri í súkkulaðinu. í svari frá matvæla- fræðingi hjá fyrirtækinu fengust þau svör að ef mjólkufitumagniö í súkkulaðinu færi yfir ákveðið prósentustig mætti það kallast rjómasúkkulaði. Á verði gegn bakverkjum í bókinni Heilsugæsla heimil- anna eru menn spurðir að því hvernig þeir viti hvenær þeir þurfi á lækni aö halda vegna bak- verkja. Því er svo svarað til að þegar eitthvert eftirfarandi ein- kenna kemur fram sé rétt að fara að athuga sinn gang: Þegar bak- verkur gerir vart við sig án nokk- urrar þekktrar ástæðu. Þegar menn fá bakverk og öimur ein- kenni koma jafhframt fram. Þar má nefha hitasótt, krampa í maga, verk fyrir brjósti og önd- unarerfiðleika. Mjög mikið kast sem stendur lengur en tvo, þtjá daga án þess að dragi úr verknum allan þann tíma. Þegar bakverk- inn leiðir niður fótinn i hné og niður úr. í bókinni er fólk varað við því að bakverkur þýði kannski ekki einungis að eitthvað sé að bakinu. Hann geti vel táknað að eitthvað annað hafi fariö úrskeiðis. Sund á þurru landi Sund er sögö góð æfing fyrir bakveika. Fyrir þá sem fá bráða- verk i neðri hluta baksins getur verið gott að fara í heita ög góða sundlaug og synda. En sundlaug- in er ekki eina ráðið því vel má synda á þurru landi. Fóiki er ráð- lagt að leggjast á magann og lyfta vinstri liandlegg og hægri fótlegg upp og halda stöðunni í eina sek- úndu. Síðan á að endurtaka leik- inn með hægri handleggnum og vinstri fæti. Þetta teygir á bakinu ogstyrkirneðríhlutaþess. -sv

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.