Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1995, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1995, Blaðsíða 32
SIMATORG DV 904 1700 FRÉTTASKOTIÐ BLAÐAAFG REIÐSLA OG ÁSKRIFT ER OPIN: 562*2525 Laugardaga: 6-14 Sunnudaga: lokaö Mánudaga: 6-20 Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í slma 562 2525. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notaö I DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. RITSTJÓRN - AUGLÝSINGAR - ÁSKRIFT - DREIFING: 563*2700 Þriöjudaga - föstudaga: 9-20 BEINN SÍMI BLAÐA- AFGREIÐSLU: 563 2777 KL. 6-8 LAUGARDAGS- 0G MÁNUDAGSMORGNA FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 1995. Gæsluvarðhald vegna andláts Karlmaöur um flmmtugt hefur ver- úrskurðaður í hálfs mánaðar gæsluvarðhald aö kröfu Rannsóknar- lögregunnar á Akureyri. Úrskuröur- inn var kveðinn upp sl. mánudag eft- ir aö maöur á svipuöum aldri fannst látinn á heimih sínu á Akureyri. Samkvæmt upplýsingum DV vöktu áverkar á hinum látna efasemdir um að andlátið hefði orsakast af eðlileg- um orsökum. Telja má líklegt að manninum sem er í gæsluvarðhaldi verði sleppt í dag eða um helgina en „rannsókn hefur gengið honurn í hag“, eins og heimildarmaður blaðs- ins orðaöi það. -pp Leitaðtilættingja ^ „Öll þjónusta dregst saman en heimilisfólkið verður í húsinu. Við lokum mötuneyti starfsmanna en ætlumst til að heimilisfólk fái að borða. Viö leitum til ættingja með einkaþvott og höfum óskaö eftir að- stoð bréflega. Ættingjar eru farnir að bjóða sig fram og svo ætlum við að hringja til þeirra í dag eöa á morg- un,“ segir Erla Helgadóttir, hjúkrun- arforstjóri á Sólvangi. Ófaglærðar konur á heilbrigðis- stofnunum í Hafnarfirði leggja niður Ág^innu á miönætti í nótt ef ekki næst samkomulag við samninganefnd rík- isins í dag. Guðríður Elíasdóttir, formaður Framtíðarinnar, telur all- ar líkur á verkfalli. Framtíðarkonur eru ekki skyldugar til að veita und- anþágur. -GHS Atlantic Princess íhöfnáný Togarinn Atlantic Princess, sem fór.nýlega til veiða eftir langa legu í Hafnarfjarðarhöfn, kom til hafnar á ný í morgun. Samkvæmt upplýsing- um hafnarvarða hafði „flottroll eitt- hvað klúðrast" þegar skipið var kom- á veiðisvæði suður á Reykjanes- hrygg. Stefnt var að því að skipið færi aftur til veiða innan sólar- hrings. -Ótt Hesturfékktuggu en knapi gistingu Lögreglan á Selfossi handtók í gær- kvöld hestamann þar í bæ. Hesta- maöurinn hafði brugðið sér á öldur- hús í bænum og fengið sér hestaskál en skilið hrossið eftir bundið á bíla- stæöi fyrir utan öldurhúsið. Lög- reglu þótti meðferðin á hrossinu ótil- hlýðileg og tók knapa og hross í sína vörslu. Knapinn góðglaði, sem ekki -vdldi verða við tilmælum lögreglu, fékk gistingu í fangageymslu en hrossiötuggu. -pp LOKI Vantar nú stöðumæla bæði fyrir hross og togara? Norðmenn veittu „íslensku“ hentifánaskipi aðstoð: Verðum líklega að flagga skipinu út - segir skipstjórinn á Hrafni - getur siglt til íslands, segir norski utanríkisráðherrann „Norðmenn virðast afgreiða alla aðra en íslendinga. Það kom ís- lenskt hentifánaskip inn til Honn- ingsvág og fékk umsvifalaust af- greiðslu. Þetta skip átti viö sömu bilun að stríða og við, bilaða for- þjöppu. Ætli við verðum ekki að flagga skipinu út til að þeir fáist tii að aðstoða okkur," sagði Hilmar Helgason, skipstjóri á Hrafni Sveinbjarnarsyni GK, í samtali viö DV skömmu áður en blaðiö fór i prentun í morgun. Hann vitnar þarna til þess að litháski togarinn Anyksciai, sem er í útgerð is- lenskra aöila frá Þorlákshöfh, fékk alla þjónustu í Noregi og sigldi óá- reittur tii hafnar þar. Hrafn Sveinbjarnarson beið þá átekta um 9 sjómílur norður af Nord Kap með bilaða forþjöppu. Norsk stjómvöld neita að heimila aðstoð við skipið sem er nánast vélarvana. „Við teljum okkur ekki þurfa að lýsa yfir neinu neyðarástandi til að fá að fara þarna inn. Norsk stjórnvöld eru með þessu að bijóta á okkur alþjóðalög. Versni hér veö- ur þannig að skipið verði stjórn- laust þá lýsi ég yfir neyöarástandi og kaUa varðskipið Óðin til aðstoð- ar,“ segir Hilmar. Björn Tore Godal utanríkisráð- herra Noregs, sagði í samtali við DV í morgun að ekki væri um að ræða neyð hjá togaranum og því ekki ástæða tíl að veita honum að- stoð. „Samkvæmt minum upplýsing- úm er engin neyð um borð i skipinu og skipstjórinn hefur heldur ekki beðið um að leita neyðarhafnar. Það virðist líka vera svo að skipið geti siglt á meiri ferð en skipstjór- inn gaf upp 1 fyrstu. í það mínnsta tók ferðin úr Smugunni til Noregs ekki langan tíma. Togarinn getur því augljóslega siglt heim fyrir eig- in vélarafli." sagöi Bjöm Tore Godal. Hann sagðist taka mótmælum frá íslandi með jafnaðargeði, likt og þegar Másmálið stóð yfir. Reglum- ar um að aðstoða ekki skip sem veiddu i Smugunni væra skýrar og þeim yrði fyigt. „Norsk stjórnvöld hafa svarað því skýrt og skorinort að skipið fái ekki að ieita hafnar nema um neyðarástand sé að ræða og það er á vaidi skipstjórans að meta það. Það er engin stefnubreyting hjá Norðmönnum í þessum málum og málin fóra í mikla hörku varðandi togarann Má á sínum tíma og við ákváðum að leita réttar okkar fyrir EFTA-dómstólnum og það mál er í undirbúningi," segir Halldór Ás- grímsson utanríkisráðherra. -rt/GK Steypubíll valt á hliðina i Grafarvogi í gærmorgun. Verið var að bakka bilnum við húsgrunn þegar bakki grunnsins iét undan. Engan mann sakaði en steypan flæddi upp úr bílnum og tók tíma að koma honum á réttan kjöl. DV-mynd Sveinn Sjómenn hóta aðgeröum: sem aðstoða togarann Gísli Kristjánsson, DV, Ósló: „Þeir munu sjá eftir sínum verkum sem aðstoða íslenska togarann. Viö erum hér að berjast fyrir sjálfri lífs- björg okkar og munum beita öllum- ráðum tíl að refsa þeim sem beint eða óbeint hjálpa íslendingum við veiði- þjófnaðinn í Smugunni," sagöi Kaare Johannsen, formaður sjómannasam- takanna í Hammerfest, í samtali við DV í morgun. Sjómenn í Hammerfest hafa ákveð- iö að hundsa öll fyrirtæki sem koma nærri viðgerðum á vél togarans Hrafns Sveinbjarnarsonar fái skipið heimild stjórnvalda til að leita hafnar í bænum. í morgun var togarinn kominn að norsku 12 mílna mörkun- um og biðu skipverjar átekta. „Ef stjórnvöld gefast upp í þessu máh eins og í máli togarans Más er- um við neyddir til að grípa til að- gerða sjálfir," sagði Kaare. Veðrið á morgun: Skúrir eða rigning Á morgun er gert ráð fyrir breytilegri átt, golu eða kalda. Allra vestast verður nærri sam- felld rigning en smáskúrir ann- ars staöar, einkum síðdegis. Hití veröur á bilinu 7 til 12 stíg. Veðrið 1 dag er á bls. 36 XWREVFffi/ 4 - 8 farþega og hj 588 5522 Í i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.