Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1995, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1995, Blaðsíða 12
12 Spumingin FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 1995 Hverjir verða bikarmeistarar? Orri Magnússon vélstjóri: Hef ekki hugmynd. Þórarinn Ævarsson rekstrarstjóri: KR. Ragnar Ingvarsson sendill: KR. Héðinn Þorkelsson nemi: Auðvitað ÍBV. Þóra Jónsdóttir hjúkrunarfræðing- ur: KR. Lesendur Aöild íslands að E vrópusambandinu: Umsnúin ályktun áSUS-þinai Guðmundur Halldórsson skrifar: ■ Nú ætti að vera búið að ræða ESB- málið það mikið að landsmenn gætu fengið það á hreint frá stjórnvöldum hvort og eða hvenær við myndum æskja inngöngu. Enginn segir mér að innganga verði aldrei rædd fram- ar eða að hægt sé að útiloka aðild íslands að Evrópusambandinu. - Þetta var þó staðhæft í ályktun á 33. þingi Sambands ungra sjálfstæðis- manna á Akureyri. Það merkilega við þetta þing var að í þeim ályktunardrögum sem lágu fyrir þinginu var eftirfarandi setning (samkvæmt fréttum): „Ekki er hægt að útiloka aðild íslands aö Evrópu- sambandinu." Voru dregnir fram kostir og gallar EB-aðildar eins og vera ber. En þar kom þó að þingiö samþykkti allt aðra og umsnúna ályktun þannig að setningin hljóðaði þannig: „Hægt er aö útiloka aðild Islands að Evrópusambandinu. “ Var sú tillaga síðan samþykkt, aö sögn, með 44 atkvæðum gegn 32. Engar breytingartillögur komu fram og eft- ir stendur að aðild að EB er útilokuð af hálfu Sambands ungra sjálfstæðis- manna. Engum sögum fer af því hveijir lögðu slíkt ofurkapp á um- snúning þeirra ályktanardraga sem SUS-þingið lagði upp með í byrjun. Þessi ályktun, sem samþykkt var á SUS-þinginu, sýnir einungis hvernig pólitík er rekin hér. Hvert málið öðru Hugsanleg aðild íslands að EB endanlega kaffærð á þingi Sambands ungra sjálfstæðismanna? - Frá SUS-þingi i Kópavogi á síðasta ári. brýnna til umræðu er rekið ofan í kok á þeim fáu einstakhngum innan flokkakerfisins sem þora aö hefja umræðuna upp úr lágkúrunni og opna glugga til frekari skoöunar. Þannig kemur t.d. 33. þing þeirra SUS-manna mér fyrir sjónir. En það er ekki bara aö EB sé í lausu lofti gagnvart almenningi. Það er líka EES-samningurinn. Búið er að skipa enn eina nefndina vegna hans. Og vitiö þið lesendur góöir til hvers? Jú, til að „kynna möguleika samnings- ins“! Ög til aðstoðar og ráðgjafar nefndinni eiga að vera valinkunnir heiðursmenn úr atvinnulífmu og verkalýðshreyfingunni (nema hvað!). Vonandi eru þar á ferð menn með mikla þekkingu úr viöskiptalíf- inu er hafa stjórnað sínum fyrirtækj- um af röggsemi og útsjónarsemi en ekki eins og títt er hérlendis; endað ferihnn í bruðli og skihð allt eftir í skuld og skötulíki. Við eigum ekki lengur að þola þá taktík í efnahags- stefnu hér, hvorki af hendi ráða- manna né viðskiptajöfra. Össur og fyrirheitna landið: Gagnrýnin ein nægir ekki Daníel Reynisson skrifar: Félagsmálaráðherra, Páll Péturs- son, hefur fengið þá afleitu hugmynd í kollinn, að mati sumra, aö atvinnu- tækifærum á íslandi sé best varið í höndum landsmanna sjáUra. Hvem- ig ráöherra hefur nú fengið þessa hugmynd er mér ráðgáta. En það skyldi þó ekki vera vegna atvinnu- leysisins sem aldrei hefur verið meira hér? Eða vegna þess að stór hópur íslendinga lifir góöu lífi á styrkjum og bótum hjá félagsmála- stofnunum. Og kannski ekki vegna þess aö ungt fólk fúlsar við fisk- vinnslu vegna þess að það fær sömu krónutölu á launaseðlinum og í þeim bótum sem félagsmálaráðherra, í umboði okkar íslendinga, borgar í atvinnuleysisbótum? Nei, aldeiUs ekki, a.m.k. ekki í huga Össurar Skarphéðinssonar, fyrrv. umhverfisráðherra. Þar heyrum við annan tón og furðulegan. Össur dregur upp samlíkingu frá Englandi sem fyrirheitna landinu. Þar datt einum ráðherra í hug, líkt og Páli Péturssyni, aö reyna að stöðva at- vinnuleysið. Hann var hins vegar hrópaður niður af velstæðum at- vinnurekendum eða fólki i tryggum stöðum, fólki sem á í sig og á. En hvaða ráð hefur Össur Skarp- héðinsson til að sporna gegn vaxandi atvinnuleysi þegar Asíubúar eða fólk frá öðrum löndum er flutt í vaxandi mæli til íslands sem ódýrt vinnuafl? Össur má að sjálfsögðu gagnrýna vinnuaðferðir félagsmálaráðherra okkar en ætti þá einnig að láta fylgja raunhæfar lausnir meö gagnrýni sinni, því að gagnrýnin ein nægir ekki. Útlendingar í ófærð á jöklum: Hundrað manna björgunarlið Haraldur Sigurðsson skrifar: Enn einu sinni þeysa björgunar- menn á fjöll upp til að bjarga manns- lífum. Nú síöast ekki færri en eitt hundrað manns til að bjarga 27 feröa- löngum á Vatnajökli. Síðan nýja þyrlan í ofanálag (á 300 þús. kr. á tím- ann) og allt sem þessu fylgir. „Afrek“, segir í fréttum fjölmiðl- anna. Já, já, afrek er það, ekki skal því neitað. En þess konar afrek eru einfaldlega óþarfa liður í ferða- mennsku hér. Það vita allir útlend- ingar, sem hingað koma, aö landið er á nyrstu mörkum hins byggilega ''MMMþjónusta allan sólarhringinn Aðeins 39,90 mínútan - eða hringið í síma 563 2700 milli kl. 14 og 16 heims og þótt góðviðri sé í byggð þá eru íslenskir jöklar ekki til skemmti- ferða fyrir einn eða neinn. Vitanlega veröur ekki komist hjá því að bregða viö og senda út björg- unarmenn þegar hrópað er í neyð úr óbyggðum. En óskaplega er þetta nú allt tilviljanakennt með björgun- arstarf. Hverjir eiga að fara og hvað- an, hve marga á að senda, og þar fram eftir götunum. Er ekki löngu kominn tími til að skipuleggja björg- unarstarf betur og koma upp föstum sveitum sem eru til taks alla daga ársins, dag og nótt, til að sinna óvæntum óhöppum? Ekki er við hæfi að menn rjúki úr fastri vinnu til að sinna björgunar- störfum. Þarna eiga fámennar en vel þjálfaðar sveitir að koma að verki. Þyrlur og annar dýr útbúnaður er svo tU taks í algjörri neyð, og þær eru reknar af opinberu fé. Eins á að vera um fastar en fámennar björgun- arsveitir sem ganga má að sem vísum við óvæntar aðstæður. Björgunarmenn gera sig klára fyrir leit í óbyggðum. Handbolta- klúðrið Jakob hringdi: Aldrei fór það svo að ekki mætti klúðra HM ’95 frekar en orðið var. Nú er það peningahiiðin. Hún er líka ávallt skeinuhætt okkur íslendingum. Helst megum við ekki koma nálægt peningum, þá er voðimi vís. Þetta, að standa skU á íjármunum er okkur bara ekki í blóð borið, og hananú. Og nú bíðum við bara eftir því hver verður lýstur gjaldþrota, Halldór miðasah eða bæjarsjóður Akur- eyrar. Dapurlegur eftirleikur HM ’95, ekki satt? Vísiraðþegn- skylduvinnu Einar Árnason hringdi: Nú á að fara að afgreiða fyrstu umsóknir dæmdra manna sem vUja inna af hendi einhver viss störf í þágu þjóðfélagsins í stað þess aö sitja af sér dóminn í fang- elsi. Þetta er lofsverð tilraun. Þetta er í raun ekki annað en vís- ir að þegnskylduvinnu sem mun verða tekin upp fyrr eöa síðar hér á landi líkt og í öörum löndum þar sem herskylda tekur til allra ungra manna á vissum aldri. Þetta ætti t.d. að gilda um þá sem þiggja atvinnuleysisíiætur en vilja ekki taka þá vinnu sem stendm- til boða. Ogvíniðmeð matnum... Sigurjón hringdi: Eg skrapp ásamt konu minni á eítt veitingahúsanna til að borða sl. laugardagskvöld. Þetta er veit- ingahús i miUiflokki, ekki þeím dýrasta og heldur ekki þeim ódý- rasta. Ágætur matur og vin var pantað með. Réttirnir seldir á þetta frá 900 til 1200 kr. Og hálf flaska af hvítvíni og önnur af rauövíni. Önnur flaskan kostaði 1200 kr. hin 1400 kr. Eða sama verð og á hvorri máltíöinni. Þetta er náttúrlega hreint okur. Flask- an kostar nú ekki nema um 400 kr. í ÁTVR og svona álagning - ekki bara þarna - er auðvitað for- kastanleg. Ópogskrækir áafmæli Reykjavíkur Eldri borgari skrifar: Mér varð þaö á að fara niður í bæ og fylgjast meö hátíöahöldum í tílefni afmælis Reykjavikur um sl. helgi. En þar gaf heldur en ekki á að Uta og heyra! Þetta voru mestan part óp og skrækir trúða og forynja og svo eldgleypir sem spúði frá sér logum í allar áttir. En i alvöru talað, hverjum eiga svona fíflalæti að þóknast? Eru það börnin, enn og aftur, sem verið er að höföa til? Og svo hljómsveitirnar á Ingólfstorgi. Ég segi einfaldlega: Þjóð mín, borg min, hvar er vitið sem á aö nýt- ast ykkur? Salernisvörslu skortir Hafsteinn hringdi: Það er okkur íslendingum ekki til sóma hvemig staðiö er að þrifnaði á opínberum stöðum. Ekki á þetta síst við um salerni á fjölförnum samkomum eða þar sem fjöldi manna er staddur. Ég nefni Kolaportið, Hlemm og aðra staði þar sem salernisaöstaða er fyrir hendi. Oft ágæt og hrein í upphafi, en engin varsla er á staðnum til að gæta viðunandi umgengni. Þetta þarf að bæta og fyrirtæki og opinberir aöilar, sem hafa vörslu á h'endi, verða að gera skyldu sína að þessu leyti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.