Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1995, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1995, Blaðsíða 28
36 FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 1995 Á Svavar sama áhugamál og Jón? Sameiginlegt áhugamál „Viö Svavar Gestsson höfum eignast sameiginlegt áhugamál, jafnaðarstefnuna hér og nú - og í framtíðinni." Jón Baldvin Hannibalsson, i Alþýðublaðinu. Við hverju er að búast „Hvernig dettur tveimur konum í hug að fara um borð í togara, fullan af erlendum sjómönnum, og búast við að þær komi óspjall- aðar í land?“ Guðný Kristjánsdóttir, í DV. Flóttamenn ekki sama og farandverkamenn „Flóttamenn eru nú kannski ekki beint farandverkamenn.“ Páll Pétursson i Tímanum. Ummæli Blæs á ummæli Egils „Ríkisbankarnir hafa ekki staðið sig verr en aðrir bankar og ég blæs á þessi ummæli Egils Jóns- sonar." Guðni Ágústsson, í Alþýðublaöinu. Mikil læti í írunum „Það voru mikil læti í írunum... Þeir spila ruddabolta og er refsað fyrir þaö.“ Ólafur Þóröarson, í DV. Kjarnorkuver eru sérstök í útliti og það fer ekki fram hjá neinum hvaða starfsemi fer fram í þess- um byggingum. Kjamorkuver og sólorkuver Fyrsta kjarnorkuverið sem framleiddi rafmagn var ERR-1 í Bandaríkjunum er hóf vinnslu 20. desember 1951. Fyrsta kjarn- orkuver til orkuframleiðslu á Bretlandi var í Calder Hall í Cumbria en það hóf starfsemi 27. ágúst 1956. Kjarnorkuverið í Fukushima í Japan er stærsta kjarnorkuver í heimi. Þar eru tíu kjamakljúfar og framleiðslan er 9096 megavött. Blessud veröldin Stærstu sólorkuverin Eitt stærsta sólorkuverið er 10 MW Solar I sem er tæpa 20 km suðaustur af Barstow í Kaliforn- íu. Verið var tekið í notkun 1982 en smíði þess kostaði 141 milljón dollara. 1818 speglar, sem raðað er í sammiðja hringi, safna sólar- ljósinu saman og beina því að kath sem komið er fyrir efst á 78 me háum tumi. þaðan er sólar- ljósinu safnað með 222 holspegl- um í brennidepli í 35 metra hæð á tuminum. Bellevue sólorku- verið í Wisconsin er gífurlega stórt og nær það yfir 28.985 fer- metra svæði og framleiðir 8500 milljón kílójúl á mánuði. Ferað Framan af degi verður hægur breyti- legur eða suðlægur vindur og þurrt Veðrið í dag um nánast allt land. Víða verður létt- skýjað, en vestanlands þykknar smám saman upp. Suðaustankaldi með dálítilli rigningu verður suð- rignaí vestan- og vestanlands síðdegis og í kvöld en annars staðar verður yfir- leitt áfram nokkuð bjart veður. Hiti verður 6 til 14 stig að deginum, hlýj- ast í innsveitum norðanlands. Á höf- uðborgarsvæðinu verður hæg aust- læg átt og skýjað með köflum fram eftir degi en síðan suðaustangola eða kaldi með dálítilli rigningu í kvöld. Hiti verður 8 til 13 stig. kvöld Sólarlag í Reykjavík: 21.10 Sólarupprás á morgun: 5.50 Síðdegisflóð í Reykjavík: 18.12 Árdegisflóð á morgun: 6.30 Hcimild: Almnnak Hnskólans Veðriö kl. 6 í morgun. Akureyri léttskýjað 4 Akurnes skýjað 5 Bergsstaöir léttskýjað 1 Bolungarvik skýjað 3 Keflavíkurflugvöllur skýjað 8 Kirkjubæjarklaustur alskýjað 7 Raufarhöfn alskýjað 3 Reykjavik alskýjað 9 Stórhöföi úrkoma 8 Bergen rign/súld 14 Helsinki léttskýjað 16 Kaupmannahöfn rigning 16 Ósló alskýjað 15 Stokkhólmur skýjað 15 Þórshöfn skýjað 8 Amsterdam alskýjað 20 Barcelona léttskýjað 18 Beriín léttskýjað 17 Chicago skýjað 24 Feneyjar þokumóða 19 Frankfurt þokumóða 17 Glasgow skúr 14 Hamborg skýjað 17 London skýjað 19 LosAngeles heiðskírt 17 Luxemborg skýjað 14 Madríd heiðskírt 15 Malaga þokumóða 21 Mallorca skýjað 20 Montreal heiðskirt 10 New York skýjað 21 4° ( .5 3° Lógn ¥■4& ) 4° ^ ' / 5° C . 1 ,a\i íjGs>' J 1°/^ J T° 8° 5 Veðrið kl. 6 í morgun Höskuldur B. Erlingsson lögregluvarðstjóri, Hólmavík: farið neitt án Guðfinnur Rnnbogasan, DV, Hólmavík: „Slysin eru nú það erflðasta sem flestir lögreglumenn fást við í starfl sínu. Þó komið hafi annasamir dag- Maöur dagsins ar undanfarið höfum víð hér verið blessunarlega lausir við slýs á þessu ári. í annríki daganna hugsar maður ekki mikið um hættur, þó vildi ég gjaman að ég þyrfti ekki aö starfa einn. Þaö er bæði þreyt- andi og slítandi til lengdar að geta ekki einu sinni fariö í afmælisboð án þess að taka farsímann með sér. Það er meira álag á fjölskylduna en margan grunar. Mér fmnst nú reyndar staöan í þjóðfélaginu vera sú að hvergi eigi lögreglumaður að þuríá að starfa einn í sínu um- dæmi“ segir Höskuldur B. Erlings- son, lögregluvarðstjóri á Hólma- vík, en hann hefur starfaö sem slík- ur frá vori 1992. Höskuldur B. Erlingsson. Umdæmi lögreglunnar á Hólma- vík nær frá Hæðarsteinsbrekku á sunnanverðri Holtavörðuheiöi og allt norður að Geirólfsnúp sem er á íjóröa hundrað km strandlengja auk alls hálendisíns. Þá tilheyrír fyrrum Nauteyrarhreppur við inn- anvert ísafjarðardj úp umdæmi lög- reglunnar á Hólmavík. „Ég hef komist upp í að vinna 36 tíma i einni lotu. Ég get kallað til aðstoðar fjóra menn. Þrír þeirra eru starf- andi sjómenn og sá fjórði bóndi og frammámaður í ungmennahreyf- ingunni og svo getur fariö að allir hafi störfum að sinna þegar ég þarf aðstoöar viö, þá er langt til Ísaíjarð- ar eða Blönduóss,“ segir Höskuld- ur. Áhugamálin eru mörg og flest tengjast útivist s.s. fjallaferöum á vélsleðum og sl. vetur fór hann um allt löggæslusvæðið til þess að kynna sér þaö vel en það eru nokk- ur þúsund ferkílómetrar. Þá er Iax- og silungsveiöi í miklu uppáhaldi. Eitt af áhugamálunum tengist því að viöhalda likamlegu þreki en það er skotveiöi. Með í fór er þá jafnan tíkin Glóra, sem er af hreinu labra- dorkyni, en hana hefur Höskuldur hlýðniþjálfaö og ber hún til hans alla veiði bæði frá sjó og landi. Nýveriö eignaðist hún 10 hvolpa sem ættu að geta orðið henni líkir og fylgt veiðimönnum eftir þegar agað uppeldi hefur farið fram. Myndgátan Lausn á gátu nr. 1299: Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði DV Fjórir leikir í annarrideild Það er mikil spenna í 2. deild- inni í knattspyrnu, bæði á toppn- um og á botninum, og hafa öú lið- in í deildinn eitthvað til aö keppa að. Línurnar ættu að skýrast að- eins í kvöld en þá fara fram fjórir leikir. Á Akureyri mætast Akur- eyrarfélögin Þór og KA. í Árbæn- um mætast Fylkir og Víðir, í Borgarnesi Skallagrímur og Vík- ingur og í Kópavogi mætast HK og ÍR. Allir leikirnir hefjast kl. 18.30. Á morgun fer siðan fram viðureign Þróttar og Stjörnunn- ar. Skák Maja Tsjíbúrdanidze, fyrrverandi heimsmeistari kvenna, hafl hvítt og átti leik í meöfylgjandi stööu gegn Frakkan- um Sharif á alþjólegu móti í Lippstadt í Þýskalandi fyrir skömmu. Maja hefur fómaö manni fyrir tvö peð til aö opna svörtu kóngsstöðuna og fann nú réttu leiðina: I w 1 i A Jl / £ L I & s w s* ABCDEFGH 22. Bh3! og svartur gafst upp. Ef 22. - Bxh3 23. Dg5+ Kh7 24. Dh5+ og mát í 2. leik. Jón L. Árnason Bridge Cavendish tvúnennings- og sveitakeppn- in í Bandaríkjunum er ávallt stjömum hlaðin. Þó að allir spilarar í þeirri keppni séu í fremstu röð í heiminum þarf það ekki að þýða að skrýtnar niðurstöður í spUum sjáist ekki öðra hvom. Hér er dæmi um eitt spil úr sveitakeppni síðustu Cavendishkeppni, sem þróaðist á ansi hreint ólíkan máta í sögnum. Sagnir gengu þannig í lokuðum sal, vestur gjaf- ari og NS á hættu: ♦ -- V ÁKG532 ♦ 982 + G532 ♦ D987643 V 1096 ♦ 653 + - ♦ Á105 V 8 ♦ ÁG107 + ÁD1084 Vestur Norður Austur Suður 2é Pass Pass 3+ Pass 6+ Dobl Redobl P/h Zia Mahmood var í sæti norðurs og hann taldi ekki eftir neinu að bíða og stökk beint í hálfslemmu í laufi eftir þriggja laufa sögn félaga. Austur taldi sig vera kominn í góö mál og doblaði galvaskur en hafði lltið upp úr þvi. Hjartaliturinn í norður var notaður sem þvingun á aust- ur og sagnhafi átti auðvelt með að fá 12 slagi í þessum sanmingi og þáði 1830 stig í dálkinn fyrir. í opnum sal var vestur heldur djarfari á þessi veiku spil og opn- aði á þremur spöðum. Hann hitti á al- gjöra gullnámu, því hvorki norður né suður töldu sig eiga fyrir sögn yfir þrem- ur spööum. Þrír spaðar ódoblaðir og tveir niður þýddu 17 impa gróða fyrir Zia og félaga. ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.