Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1995, Blaðsíða 23
FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 1995
31
Fréttir
Veiðitíminn lengdur 1 Laxá á Asum:
1250 laxar
hafa veiðst
Þeir voru í Laxá á Asum fyrir skömmu og veiddu vel meö ýmsum flugum;
Kolbeinn Sigurösson, Kristinn Sigurösson, Stefán Óskarsson og Jón Þ.
Jónsson með 29 laxa. DV-mynd JJJ
Veiðin gengur feiknavel í Laxá á
Ásum og eru 1250 laxar komnir á
land. Hilmar Ragnarsson og félagar
voru þar um helgina og þeir fengu
17 laxa. Ákveðið hefur verið að veið-
in verði stunduð í Laxá á Ásum tii
15. september. Langhylur hefur gefið
langbest siðustu daga enda mikið af
fiski í honum.
Veidivon
Gunnar Bender
„Það eru komnir 750 laxar á land
í Hofsá í Vopnafirði og í morgun
veiddist stærsti laxinn, 20 pund, sem
Afmæli
Bragi Sigtryggsson
Bragi Sigtryggsson bóndi, Blá-
skógum 5, Hveragerði, er fertugur
ídag.
Starfsferill
Bragi er fæddur í Keflavík og ólst
þar upp. Hann er búfræöingur frá
HólumíHjaltadal.
Bragi hefur unnið við búskap og
sjávarstörf.
Bragi hefur skrifað kvæði í blöð
í Keflavík. Hann er hestamaður og
hefur tekið þátt í sýningum á hest-
um hjá Mána í Keflavík. Bragi hef-
ur starfað í trúarboöskap í kirkju
frjálshyggjumanna í Hveragerði.
Fjölskylda
Bragi á eitt barn.
Systkini Braga: Magnús Þór,
flugvirki i Bandaríkjunum; Eiríkur
Árni, tónlistarkennari í Keflavík;
Guðlaug Jónína, húsmóðir í Kefla-
vík; Gunnar, Hafnarfirði; Rúnar
Sigtryggur, tollþjónn í Leifsstöð;
Ingvi Steinn, tónlistarmaður í
Garði. Hálfsystir Braga: Gauja
Guðrún Magnúsdóttir frá Keflavík.
Hálfbróðir Braga: Gunnar Finn-
bogason, Akureyri.
ForeldrarBraga: Sigtryggur
Árnason, f. 29.7.1915, yfirlögreglu-
þjónn í Keflavík, og Eyrún Eiríks-
dóttir, f. 23.8.1912, húsmóðir.
Meiming
Reis kóngur?
Iðnó. Búið aö rífa hluta af leikhúsinnréttingunum
burt. Hvítmálaðar spónaplötur upp með panelþilum.
Myndverk á veggjum. Glersólarskálinn lýstur bláum
neonljósum. Þjóðhátíöarkamrar út við norðurhlið
hússins. Tveggja metra hátt reðurtákn aftast í salnum.
Unnið úr rekaviði. Slípað svo holur trjámaðksins eru
næstum sorfnar upp.
„Hann er úr Grundarfirðinum þessi,“ heyrði ég
kunnan fésýslumann og menningarvita segja um leiö
og hann gekk fram hjá reðurnum. Ekki vissi ég það.
Það var auglýst karlmannleg dagskrá á vegum
Óháðu listahátíðarinnar. Kóngur rís heitir hún. Og
það ríkti eftirvænting í salnum. Ungæðislegt cg alís-
lenskt skipulag með hæfilegum hallærisgangi gerði
það að verkum að dagskráin hófst ekki á réttum tíma.
Óþreyjufullir gestirnir tóku þá til sinna ráða og reyndu
að klappa hana í gang án árangurs.
En svo hófst hún nú samt og með venjulegu vafstri
við hljóðnema og tilkynningum um breytta dagskrá.
En það gerði ekkert til. Ung ljóska, í hárauðum að-
skornum kjól, var kynnir kvöldsins. Hún var brött og
mælti i anda eftirvæntingarinnar og fullyrti að fátt
væri betra en að kóngur risi þegar ætlast væri til.
Síðan lék hljómsveitin Sigurrós á tvö rafmagnshljóð-
færi, tónblendil og bongótrommur og raddbönd. Það
var býsna áheyrilegt.
Þá fann ég líka þessa finu lykt af konunni við hlið-
ina á mér. Og af því að dagskráin hét nú. þessu nafni
og hún hélt á penna í höndunum til að stemma stigu
við einmanakennd sinni, hélt ég, gat ég ekki stillt mig
um að segja henni hvað mér þætti góð lykt af henni.
„Cartier," sagði konan og brosti til mín í gegnum
lyktina. „Dýrasta lyktin í bænum." Þær voru yndisleg-
ar, báðar tvær.
Svo var farið að flytja ljóð og leikrit, lesa dægurlaga-
texta og sögur, flytja leikþátt og enn þá fleiri ljóð.
Undir flutningnum hringdi síminn tvisvar í vasanum
hjá dulítið ergilegu mikilmennisefni um þrítugt. Hann
Atburdir
Úlfar Þormóðsson
hefði getáð verið á sterum. Þá rís víst fátt. Enda hélt
hann mæddur á burt eftir aðra hringingu. Og við hin-
ir, sem ekki vorum svona mikilvægir, sátum undir
góðum og vondum skáldskap hráum og soðnum, klámi
og klúryrðum, mannlýsingum og vangaveltum með
talsverðu af fegurð í bland sem samtals gerði þetta
kvöld ágætlega skemmtilegt.
Hvað ætli ég hafi svo verið að hugsa á heimleiðinni
í framhaldi af ílutningi þessarar dagskrár?
Mér varð hugsað til ungs leikara sem kom mér á
óvart með flutningi tveggja einþáttunga sem auk þess
voru ágætlega samdir.
Og út frá einu ljóöinu var ég að hugsa um það hvort
glæpamönnum hefði ekki fjölgað meira en glæpum.
Ég velti því líka fyrir mér sem spurt var um frammi
í anddyrinu: Reis dagskráin undir nafni?
Svara því, en bara fyrir mig og eftir fremur langa
og krókótta heimleið: Þetta er allt í þessu fína. Það er
ekki nokkur vafi.
Og á sunnudaginn kemur er kvennaseiður á sama
stað.
Englendingur fékk í Nesbreiðu,1'
sagði Eiríkur Sveinsson á Akureyri
í gærkvöldi, er við spurðum um
veiði.
„Við Postuiarnir vorum að koma
úr Hofsá og fengum á þremur dögum
76 laxa. Stærsti laxinn hjá okkur var
18,5 pund og við fengum marga laxa
á flugu. Við sáum mikið af fiski í
ánni. Ég var að koma úr Mýrarkvísl
á eftir Hofsánni og við, hluti af Postu-
lunum, fengum 4 laxa þar. Ég hef
aldrei veitt í Mýrarkvísl áöur en þaö
er ævintýri út af fyrir sig. Mýrar-
kvísl hefur gefið 155 laxa, Fnjóská
hefur gefið 50 laxa og veiðiskapurinn
Atvinnuleysisbætur:
Staðgreiðslu
frestað
Reglugerö hefur verður sett um
frestun á staðgreiðslu skatta á at-
vinnuleysisbætur. Fjármálaráðu-
neytið hefur að undanförnu heyrt í
aðilum sem sjá um greiðslu atvinnu-
leysisbóta og telja frest til undirbún-
ings fyrir staðgreiðsluna of lítinn.
Reglugerðin heimilar þeim sem
greiða út atvinnuleysisbætur að
draga það að innheima staðgreiöslu,
þó með samþykki Ríkisskattstjóra.
Viðkomandi verður að hafa gilda
ástæðu og verður máliö skoðað í
hverju tilviki fyrir sig. Frestur verð-
ur gefmn allt að áramótum. -GJ
þar gengur rólega," sagði Eiríkur
enn fremur. -G.Bender
/ Merkivélar
/ Tölvuvogir
/ Pallvogir
/ Pökkunarvélar
/Snrökrás hf.
x/Bíldshöfða18-Sími 567 1020
Nýtt
kvöldverðartilboð
25/8-31/8
Smálúðubitar
með engifersósu
•X1
Sinnepsgjáður lamba-
vöðvi með rjómalagaðri
sveppasósu
■X-
Appelsínufrauð
með ferskum ávöxtum
Kr. 1.995
Hagstæð hádegisverðartilboð
alla virka daga
(d GuííncfíammD
—s Lauqavegi 1
\
Laugavegi 178,
s. 588 9967
Pú berð númerin á miðanum þinum saman
við númerin hér að neðan. Pegar sama
númerið kemur upp á
báðum stöðum hefur
þú hlotið vinning.
936976
818170
210171
337971
002436
DRAUMAFERÐ OG
FARAREYRIR
Með Farmiða ert þú kominn i spennandi
SUMARLEIK Happaþrennunnar og DV
Farmiðinn er tvískiptur og gefur tvo möguleika
á vinningi. Á vinstri helmingi eru veglegir
peningavinningar, sá hæsti 2,5 MILUÓNIR, og
á þeim hægri eru glæsilegir ferðavinningar og
„My First Sony” hljómtæki.
Fylgstu með í DV alla þriðjudaga, miðvikudaga,
fimmtudaga og föstudaga.
Uppsöfnuð vinningaskrá birtist í DV
1. september og 2. október 1995.
Ferða- og hljómtækjavinninga má vitja á
markaðsdeild DV Pverholti 14, slmi 563-2700
gegn framvísun vinningsmiöa.
Farmiðarnir bíða þín á næsta útsölustað og
þú freistar gæfunnar fyrir aðeins 150 kr.
V
FLUGLEIDIRpk
SONY