Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1995, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 1995
3
Fréttir
Útboð FÍB á bifreiðaiðgjöldum erlendis:
Þetta verður
grandskoðað
- segir Sigurjón Pétursson, aðstoðarforstjóri Sjóvár/Almennra
ekki vera viss um aö mörg erlend
tryggingafélög heföu áhuga á slíku.
Hann benti á aö hér væru tvö er-
lend tyggingafélög í bílatrygging-
um. Annars vegar Scandia og hins
vegar sænska fyrirtækið Ansvar,
sem á 51 prósent í Ábyrgð hf.
Varðandi þá ásökun FÍB að trygg-
•ingafélögin bindi menn í viðskipta-
flötra með því að skilyrða lán til
bílakaupa því að bíllinn sé tryggð-
ur hjá viðkomandi tryggingafélagi,
sagði Sigurjón að hann teldi þetta
eðlileg viðskipti. í langflestum til-
fellum væri um að ræða fasta við-
skiptavini sem fengju lán til bíla-
kaupa. Þetta væri svipað og hjá líf-
eyrissjóðunum.
„Það getur ekki hver sem er geng-
ið inn á skrifstofu lífeyrissjóðs og
fengið lán. Fólk þarf að vera félagi
í sjóðnum. Eins er það með þá sem
fá lán hjá tryggingafélögunum.
Þeir þurfa að tryggja hjá þeim. Með
því að tryggja bílinn og greiða ið-
gjald eru menn ekki að gera annað
en að leggja til hliðar fé og biðja
okkur að geyma það þar til og ef
óhapp hendir þá,“ sagði Sigurjón
Pétursson.
„Eg skal ekki segja til um hver
viðbrögð íslensku tryggingafélag-
anna verða við þessu, þetta er nú
svo nýtt aö menn eru vart búnir
að kynna sér þetta. Auövitað verð-
ur þetta grandskoðað. En það sem
allt þetta mál snýst um er að fækka
slysunum. Það er hægt og það er
mál allrar þjóðarinnar að gera það.
Það bara gengur ekki lengur aö svo
mikill fjöldi fólks, sem raun ber
vitni, sé að slasast í umferðinni og
glata framtíð sinni. Slysin eru á
annað þúsund á ári, eða um fjögur
slys á dag að meðaltah. Það þýðir
að sjötta hvern klukkutíma slasast
einhver og verður öryrki að meira
eða minna leyti. Þetta er eins og
fólkorrusta og gengur bara ekki
lengur. En þetta er nú ef til vill
komið út fyrir þína spurningu en
samt er það þetta sem allt snýst
um,“ sagði Sigurjón Pétursson, að-
stoðarforstjóri Sjóvár/Almennra, í
samtali við DV um það útspil FIB
að leita tilboða hjá erlendum trygg-
ingafélögum í tryggingar 10 þúsund
bifreiða.
Axel Gíslason, forstjóri VÍS, sagð-
ist ekkert hafa um málið að segja
Sigurjón Pétursson, aöstoðarfor-
stjóri Sjóvár/Almennra: Sjötta
hvern klukkutíma slasast einhver
og verður öryrki að meira eða
minna ieyti.
á þessari stundu.
Sigurjón Pétursson bendir á að
þar sem hér sé um lögboönar trygg-
ingar að ræða yrðu erlend félag,
sem tækju þær að sér, að opna hér
útibú vegna tjónanna, það sé
skylda að gera slíkt. Hann sagðist
Halldór Ásgrímsson og Sheehan hershöfðingi undirrituðu samkomulag um
afnot íslendinga af hafnarmannvirkjum í Helguvík. DV-mynd Ægir Már
Helguvík:
Samkomulag við NATO
um notkun haf narinnar
gærmorgun samkomulag um afnot
íslenskra stjórnvalda af hafnar-
mannvirkjum-' Atlantshafsbanda-,^'
lagsins í Helguvík. Þá undirrituðu
Halldór, Ellert Eiríksson, bæjarstjóri
Reykjanesbæjar, og Pétur Jóhanns-
son hafnarstjóri samkomulag um af-
not bæjar- og hafnarstjórnar af
mannvirkjum í Helguvík. Samkomu-
lagið tryggir þó yfirstjórn Atlants-
hafsflotans vissan forgang að notkun
hcifnarinnar.
Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum:
„Þetta er mjög mikilvægt sam-
komulag fyrir sveitarfélögin á Suð-
urnesjum. Það hefur veriö nokkur
ágreiningur um notkun hafnarinnar
sem búiö er aö leysa farsællega,"
sagði Halldór Ásgrímsson utanríkis-
ráðherra á blaðamannafundi í Leifs-
stöð í gærmorgun.
Halldór og John J. Sheehan hers-
höfðingi, yfirmaður Atlantshafs-
flotastjórnar NATÓ, undirrituðu í