Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1995, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1995, Blaðsíða 5
MIDVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 1995 Fréttir Köllun séra Jöns Ragnarssonar dæmd lögmæt: Ég ætla ekki að una þess- um dómi - segir Björvin Ásgeirsson sem kæröi „Mér þykir þessi dómur undarleg- ur og ég ætla ekki að una honum. Ég mun nú ræða við lögmann minn um framhaldið áður en endanleg ákvörðun verður tekin um áfrýjun til Hæstaréttar," segir Björgvin Ás- geirsson úr Hveragerði en hann kærði köllun séra Jóns Ragnarsson- ar í stöðu prests í Hveragerðis- og Kotstrandarsóknum í sumar. Dómur féll í kærumáli Björgvins hjá héraðsdómi Suðurlands í gær. Var niðurstaðan á þá lund að ekkert væri ólöglegt við köllun séra Jóns og skyldi hún því standa óhreytt. Að öllu óbreyttu mun Jón því taka við störfum í Hveragerði þann 1. októb- er. Björgvin vildi ekki una því að ekki var auglýst í stöðu Hveragerðis- prests heldur séra Jón kallaður til starfans. Vildi Björgvin meina að köllun væri aðeins heimil að undan- genginni auglýsingu. Prestafélag ís- lands lýsti og sömu skoðun á máhnu. Stefhdi Björgvin því yfirmönnum kirkjumála landsins og héraðsins. „Lögin eru alveg skýr í þessu sam- bandi, það má kalla presta til starfa og því dæmist köllun séra Jóns rétt," sagði Jón Ragnar Þorsteinsson hér- aðsdómari um niðurstöðu sína. Séra Jón Ragnarsson sagðist í sam- tah við DV í gær reikna með að taka við störfum í Hveragerði á tilsettum tíma. -GK Forráðamenn Skýrr og Islenskrar forritaþróunar sem standa að Upplýsingaheimum. Frá vinstri eru það Hálfdán Karlsson og Vilhjálmur Þorsteinsson frá íslenskri forritaþróun og Þorsteinn Garðarsson og Atli Arason frá Skýrr. DV-mynd BG Skýrr og Islensk forritaþróun kynna Upplýsingaheima: Kræsingar af hlað- borði upplýsinga - þar á meðal tenging við gagnabanka D V Braut spegla á átta bílum Ungur piltur dundaði sér við það í fyrrakvöld að brjóta spegla á bíl- um við Stakkahlíð. Hann var búinn að brjóta átta þegar Iögregla kom að. Piltur gat enga skýringu gefið á athæfi sínu. -GK Skýrsluvélar ríkisins og Reykja- víkurborgar, Skýrr, og íslensk for- ritaþróun kynntu í gær nýjan ís- lenskan gagnabanka sem mun valda straumhvörfum í hvers konar við- skiptum og þjónustu hér á landi. Gagnabankinn nefnist Upplýsinga- heimar - íslenski upplýsingabank- inn. Tölvunotendur geta fengið að- gang að Upplýsingaheimunum með áskrift og allt sem til þarf er sæmi- lega öflug tölva, mótald og sími. Upplýsingaheimar bjóða upp á kræsingar af hlaðborði upplýs- inganna. Áætlað er að 60 upplýsinga- svið opnist áskrifendum og þar á meðal er gagnabanki DV. Sömuleiðis fylgir skoðari (browser) að Interneti þar sem hægt er að kíkja í efni DV þann daginn. Auk gagnabanka DV veita Upplýs- ingaheimar m. a. ferskan aðgang að þjóðskrá, fyrirtækjaskrá, ökutækja- skrá, skipaskrá, verslunarskýrslum, þjóðhagsstærðum, fjárnámsbeiðn- um, þjnglýsingum, lagasafni, EES- þýðingum, veðurspám, yfirUti um EES-útboö og upplýsingum um bankavexti, vísitölur og færð á veg- um. Upplýsmgaheimarnir eru árangur af samvinnu tveggja íslenskra fyrir- tækja sem hiklaust má telja í hópi helstu brautryðjenda í tölvuvæddri upplýsingamiðlun á íslandi. Skýrr hefur í áratugi safhað saman og miðl- að upplýsingum til viðskiptavina sinna og íslensk forritaþróun er eitt stærsta fyrirtækið sem fæst við hug- búnaðargerð fyrir íslenskt viðskipta- líf. ¦ Fyrir áskrift að Upplýsingaheim- um er greitt fast mánaöargjald, óháð notkun. Áskriftargjaldið er 5.600 krónurámánuði,ánvsk. -bjb HYunoni ILADA Greiðslukjör til allt að 36 tnánaða áti útborgnnar RENAULT GÓÐIR.NOTAÐIR BÍLAR Renault 19 TXE 1700 '92, ss., 4 g„ hvítur, ek. 22 þús. km. Verð 990.000. Hyundai Pony GSi 1500 '94, ss., 3 d., grænn, ek. 26 þús. km. Verð 950.000. Renault 19 YXE 1700 '91, 5 g., 4 d., grár, ek. 95 þús. km. Verð 730.000. Mazda 323 GLX 1600 '90, ss„ 4 d., rauður, ek. 75 þús. km. Verð 790.000. Subaru Justy 1200 '90, ss., 5 d., grár, ek. 47 þús. km. Verð 590.000. MMC Colt GLXi 1500 '91, ss., 3 d., grænn, ek. 82 þús. km. Verð 790.000. Daihatsu Charade 1000 '91, 3 d., hvítur, ek. 60 þús. km. Verð 550.000. BMW 316i '90, 5 g., 4 d„ blár, ek. 61 þús. km. Verð 950.000. Volvo 240 STW 2300 '86, ss„ 5 d., vínr., ek. 149 þús. km. Verð 550.000. Subaru Justy'1000 '87, 5 g„ 3 d., hvítur, ek. 87 þús. km. Verð 290.000. Lada Samara 1500 '91, 5 g„ 5 d„ rauður, ek. 80 þús. km. Verð 350.000. Hyundai Accent LSi 1500 '95, 5 g„ 4 d„ fjólubl., ek. 12 þús. km. Verð 890.000. Opið virka daga frá kl. laugardaga 10-16. MMC Lancer GLXi 1500 '91, ss„ 5 d„ hvítur, ek. 56 þús. km. Verð 920.000. Hyundai Pony LS 1300 '93, 5 g„ 4 d„ rauður, ek. 30 þús. km. Verð 740.000. Renault 19 RT 1800 '93, ss„ 4 d„ rauður, ek. 60 þús. km. Verð 1.050.000. VISA IMLi NOTAÐIR BILAR SUÐURLANDSBRAUT 12, SÍMI: 568 1200, BEINN SÍMI: 581 4060

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.