Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1995, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1995, Blaðsíða 22
34 MIDVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 1995 Afmæli Guðmundur Bogason Guðmundur Bogason, leigubíl- stjóri og grafískur hönnuður, Logafold 76, Reykjavík, er fimm- tugur í dag. Starfsferill Guðmundur fæddist í Reykja- vík og ólst þar upp í Laugarnes- hverfinu. Hann lauk prófi frá Samvinnuskólanum 1966 og námi í grafískri hönnun frá Myndlista- og handíðaskóla íslands 1990. Guðmundur starfaði með nám- inu hjá Skýrr á árunum 1963-66, vann við starfsmannahald Loft- leiða hf. 1966-S7, var fulltrúi við innheimtudeild Ríkisútvarpsins 1968-73, var einn af eigendum Einarshafnar hf. á Eyrarbakka og starfað þar við útgerð og fiskverk- un 1973-79, var starfsmaður versl- unardeildar SÍS 1980-86 og hefur síðan einkum starfað við leigu- bílaakstur. Guðmundur sat í srjórn Nem- endasambands Samvinnuskólans 1971-73 og sat í stjórn launþegafé- lags leigubílstjóra, Framabraut, 1994. Fjölskylda Sambýliskona Guðmundar frá 1978 er Sóley Ragnarsdóttir, f. 24.5.1947, myndlistakennari. Hún er dóttir Ragnars Þorsteinssonar, fyrrv. skipstjóra, bónda og rithöf- Hlhamingju með afmælið 20. september 95ára Haraldur Magnússon, Dvalarheimilinu Lundi, Hellu. Björg Valdimarsdóttir, Dalbraut 27, Reykjavík. 90ára Guðbjörg Guðmundsdóttir, Hrafnistu við Kleppsveg, Reykja- vík. Jón Gunnarsson, Dalbraut 27, Reykjavík. 85ára Guðlaug Stcfánsdóttir, Faxabraut 13, Keflavík. 80ára Sigurður Sigurðsson, Reyrhaga 7, Selfossi. Friðrik Jónsson, Vallholtsvegi 17, Húsavík. Valgerður Bjarnadóttir, Aðalgötu 5, Keflavík. Aðalsteinn Sæmundsson, Holtsgötu 23, Reykjavík. Daníel Skafti Pálsson, Vogatungu 25, Kópavogi. Steinunn Helga Hallsdóttir, Hólavegi 38, Sauðárkróki. Guðrún Rafnsdóttir, Raftahlíð 57, Sauðárkróki. Magnea Baldvinsdóttir, Aðalgötu 24, Keflavík. Sigurður B. Oddsson, Tjarnarbóli 4, Seltjarnarnesi. Ásmundur Guðmundsson, Álftamýri 34, Reykjavík. Óli Helgi Sæmundsson, Litluhlíð 2d, Akureyri. Vilmar H. Pedersen, Rjúpufelli 13, Reykjavík. Helga Björgvinsdóttlr, Miðbraut 27, Seltjarnarnesi. Stefán R. Jónsson, Grænási 3, Raufarhöfn. Ásgeir Þormóðsson, Mánagötu 1, Reykjavik. Finnbogi Hermannsson, deildarsrjóri ríkisútvarpsins á ísafirði, Bakkavegi 11, ísafirði. Finnbogi er að heiman. Stefán Reynir Kristinsson, Langholtsvegi 147, Reykjavík. 75ára 40ára Þóroddur Símonarson, Kirkjubraut 21, Njarðvík. Magnús Skarphéðinn Rós- mundsson, Kópnesbraut 3b, Hólmavík. Karl P. ólafsson, Bergstaðastræti 30, Reykjayík. Ása Hjartardóttir, Hörðalandi 8, Reykjavík. 70ára Karl Ingimarsson, Seljavegi 7, Reykjavik. Sigurður Arnason, Miðbraut 12, Seltjarnarnesi. Kristin Guðmundsdóttir, Hringbraut 50, Reykjavík 60ára Guðmundur Jóhannsson, Hátúni, Borgarfjarðarhreppi. Sveinn Jóhannsson, Faxatröð 11, Egilsstöðum. Jón Björnsson, Krókatúni 15, Akranesi. Jóhann Gunnarsson, Miöbraut 20, Seltjarnarnesi. Ililmar Steingrímsson, Leifsgötu 9, Reykjavík. Elfa Björnsdóttir, Bjarkarási, Vallahreppi 50ára Ólöf Magnúsdóttir, Heiðarvegi 23, Reyðarfirði. Kristján Meyvant Jónsson, Rjúpufelli 25, Reykjavík. Jónína Guðrún Samúelsdóttir, Norðurvöllum 40, Keflavík. Ingibjörg Guðinunds- dóttir, Grenigrund 5, Akranesi. Eiginmaður Ingibjargar er Sigvaldi Guð- jónsson. Þau verða heima á afmælisdaginn. Jófríður Hallsdóttir, Kvíslarhóli, Tjörneshreppi. Pétur Bjarnason, Ásbúð 84, Garðabæ. Karl Bergur Gránz, Norðurstíg 5, Njarðvík. Jóhann Pétur Jónsson, Hæli, Reykholtsdalshreppi. Sigrún Hrafnsdóttir, Hamarsbraut 3, Hafnarfirði. Guðberg Heiðar Sveinsson, Grenigrund 15, Akranesi. Helga Jóhannesdóttir, Heiðarholti 42d, Keflavík. Gunnþórunn Geirsdóttir, Baughúsum 50, Reykjavík. Hallfreður Emilsson, Vesturholti 4, Hafnarfirði. Erla Hrönn Sveinsdóttir, Geitagerði, Staðarhreppi. undar í Höfðabrekku í Mýrdal, og fyrrv. k.h., Guðrúnar Gísladóttur húsfreyju. Börn Guðmundar og Sóleyjar eru Sverrir Guðmundsson, f. 19.5. 1987 og Hólmfríður Guðmunds- dóttir, f. 19.1. 1989. Synir Sóleyjar og fyrrv. manns hennar, ísleifs Guðmannssonar frá Jórvík í Álftaveri, eru Trausti ísleifsson, f. 25.6. 1966, verktaki í Reykjavík, í sambúð með Hafdísi Rósu Jónasdóttur og er dóttir þeirra Linda'María; Guðmann ís- leifsson, f. 27.1.1970, verktaki í Reykjavík, í sambúð með Benný Huldu Benediktsdóttur; Ásgeir Logi ísleifsson, f. 8.2. 1972, bakari' í Reykjavík, í sambúð með Helgu Karlsdóttur og er sonur þeirra Andri Freyr. Systkini Guðmundar: Guð- mundur Bogason, f. 7.6. 1930, d. 16.10. 1945; Eggert Bogason, f. 4.8. 1931, húsgagnasmíðameistari í Reykjavík; Benedikt Bogason, f. 17.9. 1933, d. 30.6. 1989, alþm. og verkfræðingur í Reykjavík; Sig- urður Gunnar Bogason, f. 16.4. 1939, bifreiðastjóri í Reykjavík; Guðrún Bogadóttir, f. 26.11.1947, húsfreyja að Bergþórshvoli; Ragna Bogadóttir, f. 26.11. 1947, skrifstofumaður og húsmóðir í Reykjavík. Foreldrar Guðmundar voru Bogi Eggertsson frá Laugardælum í Flóa, f. 25.11. 1906, d. 22.7. 1987, verkstjóri við Áburðarverksmiðj- una, og k.h., Hólmfríður Guð- Guömundur Bogason. mundsdóttir frá Læk í Flóa, f. 31.12. 1906, d. 27.3. 1972, húsmóðir. Guðmundur tekur á móti gest- um að heimili sínu fóstudaginn 22.9. nk. milli kl. 20.00 og 23.00. Guðmundur Kristján Hákonarson Guðmundur Kristján Hákonar- son, Hraunbæ 196, Reykjavik, er áttræður í dag. Starfsferlll Guðmundur fæddist í Merkinesi í Höfnum. Hann hóf ungur almenna verkamanna- vinnu, var sjómaður í nokkur ár, lauk vélskólaprófi frá Vélskólan- um í Vestmannaeyjum og var vél- stjóri í nokkur ár í Vestmanna- eyjum, lærði trésmíði hjá Smið hf. í Vestmannaeyjum og lauk námi 1959. Guðmundur var trésmiður og húsasmíðameistari í Vestmanna- eyjum 1959-67, í Gummersbach í Þýskalandi 1967-68, vann í Málm- ey í Svíþjóð 1968-69, hjá Jóni Loftssyni, trésmiðjunni Meið og loks hjá Pósti og síma. Fjölskylda Guðmundur kvæntist 1.6.1941 Halldóru Kristínu Björnsdóttur, f. 3.4.1922, húsmóður. Hún er dóttir Björns Bjarnasonar, vélstjóra og útgerðarmanns í Vestmannaeyj- um, og k.h., Ingibjargar Ólafsdótt- ur húsmóður. Börn Guðmundar og Halldóru eru Björn Bjarnar, f. 11.11. 1941, kokkur á frystitogaranum Vest- mannaey, var kvæntur Þóreyju Þórarinsdóttur bankamanni og eiga þau þrjú börn en sambýlis- kona hans er Erna Björnsdóttir matráðskona; Halldór Ingi, f. 14.10.1946, sölumaður hjá Innnes hf. í Hafnarfirði, búsettur á Sel- fossi, kvæntur Önnu Þóru Einars- dóttur kennara og eiga þau þrjú börn; Guðmundur, f. 12.10.1950, kaupmaður í Mosfellsbæ, kvænt- ur Sigríði Stefánsdóttur skrif- stofumanni og eiga þau tvö börn; Ólafur, f. 26.1.1952, sölumaður hjá Bifreiðum og landbúnaðarvélum; Eygló, f. 17.4.1956, aðstoðarmaður tannlæknis í Vestmannaeyjum, var gift Ágústi Erlingssyni verka- manni og eiga þau tvö börn en seinni maður hennar er Heimir Geirsson sjómaður og eiga þau tvo syni; Bjarni Ólafur, f. 10.2. 1963, sölu- og dagskrárgerðarmað- ur hjá FM 957 og á hann eina dóttur; Þröstur, f. 17.1.1965, sölu- maður í Reykjavík. Systur Guðmundar: Guðrún Friðrika Ásmundína, f. 23.2.1911, er látin, húsmóðir í Vestmanna- eyjum; Vilborg, f. 1.6. 1917, nú lát- in, húsmóðir í Vestmannaeyjum. Foreldrar Guðmundar voru Há- kon Kristjánsson, f. 9.1. 1889, d. 21.4.1970, húsvörður við Barna- skólann í Vestmannaeyjum, og k.h., Guðrún Vilhelmína Guð- mundsdóttir, f. 5.8. 1884, d. 1.6. 1968, húsmóðir. Ætt Hákon var sonur Kristjáns, b. í Kirkjuvogi í Höfnum, síðar múr- ara í Hafnarfirði, Jónssonar, b. á Langekru i Hvolhreppi, Vigfús- sonar, b. í For Guðmundssonar. Móðir Hákonar var Guðbjörg Jónsdóttir, b. í Garðhúsum í Guðmundur Hákonarsson. Höfnum, Jónssonar, b. á Þórodds- stöðum í Garði, Jónssonar, b. í Kirkjuvogi í Höfnum Ólafssonar. Móðir Vigfúsar var Valgerður Jónsdóttir, b. á Móeiðar- hvolsnorðurhjáleigu í Hvolhreppi, Halldórssonar, b. á Geldingalæk, Bjarnasonar, ættföður Víkings- lækjarættarinnar Halldórssonar. Guðrún var dóttir Guðmundar, b. á Klömbrum á Stöðvarfirði, Guðmundssonar, b. í Lambhaga, Guðnasonar, b. í Gerðum í Land- eyjum, Filippussonar. Móðir Guð- mundar, b. í Gerðum, var Val- gerður Guðmundsdóttir, b. á Strönd, Stefánssqnar, lögréttu- manns í Skipagerði, Jónssonar. Móðir Guðrúnar var Guðrún Ás- grímsdóttir, b. á Breiðabólstað, Ólafssonar, og k.h., Guðrúnar Ei- ríksdóttur. Guðmundur og Halldóra taka á móti gestum hjá syni sínum að Einhildur Þóra Jóhannesdóttir Einhildur Þóra Jóhannesdóttir, Álfaskeiði 37, Hafnarfirði, er átt- ræð í dag. Starfsferill Einhildur fæddist á Hamri í Hafnarfirði og ólst þar upp. Auk heimilisstarfanna vann hún í mötuneytinu í Straumsvík á ár- unum 1969-85. Fjölskylda Einhildur giftist 23.12.1938 Jó- hanni Hjartarsyni, f. 23.3.1914, d. 5.1.1991, matsveini. Jóhann var sonur Hjartar Þorleifssonar, vél- stjóra í Hafnarfirði, og k.h., Jón- ínu Sigríðar Guðmundsdóttur húsmóður. Börn Einhildar og Jóhanns eru Hjördís Magdalena, f. 16.8.1934, gift Herði Benediktssyni, múrara í Reykjavík, og eiga þau sex börn; Steinþóra, f. 10.3. 1939, búsett í Suður-Afríku og á hún þrjú börn: Hafþór, f. 2.7.1942, vélvirki í Hafnarfirði, kvæntur Aðalheiði Hafsteinsdóttur sjúkraliða og eiga þau eitt barn; Þorsteinn Jóhann- es, f. 2.4.1945, húsasmiður í Hafn- arfirði, kvæntur Guðmundu Guð- mundsdóttur; Jónína Sigríður, f. 25.10. 1947, gift Þóri Ingasyni, verkstjóra í Njarðvík, og eiga þau fjögur börn; Hrafhhildur, f. 14.11. 1954 og á hún þrjú börn. Systkini EinhUdar: Þorsteinn, f. 27.2. 1912, d. 2.7. 1936, sjómaður í Hafnarfirði, var kvæntur Sigríði Sigurðardóttur og eiga þau eitt barn; Jón Helgi, f. 23.9.1913, sjó- -maður í Hafnarfirði, kvæntur Jónu Hallgrímsdóttur og eiga þau sjö börn; Lilja, f. 8.8. 1923, hús- móðir í Hafnarfirði, og á hún þrjú börn. Bróðir Einhildar, samfeðra, er Sigurður, f. 26.1. 1932, rafvirki í Reykjavík, kvæntur Huldu Egils- dóttur. Foreldrar Einhildar voru Jó- hannes Þorsteinsson, f. 9.11.1884, d. 27.11.1947, bifreiðarstjóri i Hamri í Hafnarfirði, og k.h., Þóra Jónsdóttir, f. 7.10.1878, d: 1972, húsmóðir. Ætt Þóra var dóttir Jóns, verka- manns í Hafnarfirði, Sveinssonar. Jóhannes var sonur Þorsteins, b. og formanns í Reykjavík, Gamalí- elssónar, b. í Nauthóli við Skerja- fjörð, Guðmundssonar. Móðir Þorsteins var kigveldur Þor- steinsdóttir, b. í Riftúni í Ölfusi, Einhildur Þóra Jóhannesdóttir Magnússonar. Móðir Ingveldar var Sigríður Guðmundsdóttir, b. á Krossi í Ölfusi, Jónssonar, b. í Grænhóli, Einarssonar. Móðir Sigríðar var Ingveldur Þórólfs- dóttir, b. í Bakkárholti í Ölfusi, Ingimundarsonar, b. í Hólum, Bergssonar, ættföður Bergsættar- innar Sturlaugssonar. Einhildur tekur á móti gestum í safnaðarheimili Víðistaðakirkju kl 17.00-20.00 á afmælisdaginn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.