Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1995, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1995, Blaðsíða 28
FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö I DV, greiöast 3.000 krónur. Fýrir besta fréttaskotið í hverri viku greiöast 7.000. Fulirar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 MUNIÐ NÝTT SÍMANÚMER 550 5000 MUNIÐ NÝTT SÍMANÚMER MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 1995. Fyrrran framkvæmdastjóri Skelfangs á Akranesi: Sakaður um 7J9k ¦ ¦¦¦¦ W ,9 milljona fjárdrátt - stjórn fyrirtækisins leggur fram kæru tál RLR í dag „Það var ákveöiö á stjórnarfundi með lögmönnum fyrirteekisíns í gær að kæra mál framkvæmda- stjórans til Rannsóknarlögreglu ríkisins," segir Einar Einarsson, stíórnarmaður í Skeifangi hf. á Akranesi. Stjórn fyrirtækisins Skelfangs á Akranesi, sem áður hét Krókskel, ákvað á fundi sínum í gærdag að kæra fyrrverandi framkvæmda- stjóra Skelfangs til RLR fyrir fjár- drátt. Samkvæmt heimildum DV er talið að fjárdrátturinn nemi 7,9 milljónum króna. Hefur fram- kvæmdastjórinn ekki getað iagt fram neina reikninga fyrir kostn- aði við undirbúning skelhskvinnsi- unnar. Srjórninhefurítrekaðleitað skýringa vegna málsins en ekki fengið neinar sem hún teiur hald- bærar. Skelfisk vmnsla hefur verið í und- irbúningi á Akranesi í nokkur ár en Krókskel var stofnuð í fyrra. Fyrstu áætlanir gerðu ráð fyrir að vinhsla hæfistsi vor enhún hefur ekki enn hafist og hafa farið a.m.k. 10 milljónir í að undirbúa málið. Krókskel er hins vegar gjaldþrota og hefur fyrirtæMð Skelfang verið stofnað af nokkrum sterkum aðil- um á Akranesi, ísafirði og i Reykja- vík um skelfiskvinnslu á Akranesi. í viðtah' við DV í desember á síð- asta ári var framkvæmdastjórinn, Kristján Daðason, bjartsýnn og sagði að skelfisksvinnslan gæti af- kastað um 5 þúsund tonnum á ári og skapað tæplega 30 manns at- vinnu. Heildarkostnaður við vinnsluna átti að vera í kríngum 150 milljðnir. Tilraunasendingar á skelfiski tir HvalfirðiogBreiðafirðihafareynd- ar farið til Danmerkur qg þar og viðar er áhugi á viðskiptum við Skelfang, áður Krókskel. Sam- kvæmt neimildum ÐV hafa tveir eriendir aðilar lýst yör áhuga á að fjármagna skelfiskvinnsluna á Akranesi. Annar aðilinn tengist Harrods i Bretiandi. íslensk lög heimila ekki fjármögnun útíend- inga í sjávarútvegi þannig að ekk- ert verður úr þessum áformum. >bjW-rt Olafur Jóhann hækkar í tign hjá Sony: Stjórnarfor- maður allrar þróunarvinnu - stórt skref upp á við, segir Ólaíur „Eg er hættur sem forstjóri yfir því fyrirtæki sem ég stofnaði og hef stjórnað síðastiiöin fimm ár, Sony Interactive Entertainment. Ég er búinn að koma því fyrirtæki á kopp- inn og hef ekki áhuga á að nota kraft- ana í daglegan rekstur þess. Ég hef nú tekið við starfi stjórnarformanns hjá Sony Corporation of America, sem er yfir fjórum fyrirtækjum Sony í Bandaríkjunum, þar á meðal því fyrirtæki sem ég stjórnaði. í því starfi mun ég stjórna öllu því sem viðkem- ur framtíðarþróun hjá undirfyrir- tækjunum fjórum; kvikmyndafyrir- tækinu, tónUstarfyrirtækinu, raf- tækjafyrirtækinu og fyrirtækinu um gagnvirkan skemmtihugbúnað. Þetta er skref upp á við og gefur mér mun meiri tíma tíl að sinna skrifum. Það skiptír miklu máh," sagði Ólafur Jóhann Ólafsson, rithöfundur og nýráðinn stjórnarformaður hjá Sony í Bandaríkjunum, við DV í morgun. Sony í Bandaríkjunum tilkynnti í gærkvöldi að Ólafur Jóhann hefði tekið við stjórnarformennsku yfir allri þróunarvinnu fyrirtækisins. Hans hlutverk verður að þróa og samhæfa rannsóknarvinnu sem leiða mun til framleiðslu nýjunga hjá undirfyrirtækjunum fjórum. Sam- einar hann þar þróunarvinnu í tækja- og hugbúnaðardeildum fyrir- tækisins. „Þetta er stórt skref upp á við og á þeim nótum sem ég helst vildi. Ég vil ekki standa í daglegum rekstri og því ati sem því fylgir. Ég mun ráða annan mann til þess," sagði Ólafur Jóhann. Ráöherrabílar: Davíð á bíl en aðrir „Það þykir eðhlegt að forsætisráð- herra sé á veigameiri bíl en aðrir ráðherrar. Til dæmis er sá bíll notað- ur oftar en aðrir við heimsókn er- lendra gesta. Það hefur því verið gert ¦^*,samkomulag milh forsætisráðuneyt- is og fjármálaráðuneytis um að bíll forsætisráðherra falli ekki undir al- mennar reglur um bifreiðakaup fyrir ráðherra. Frá þessu hefur verið gengið með formlegum hætti," segir Ólafur Davíðsson, ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu. í gær kom til landsins ný Audi- bifreið sem Davíð Oddsson forsætis- ráðherra mun fá tíl umráða í lok vik- unnar. Bíllinn kostar 5,7 milljónir, eða 2,5 milljónum krónum meira en viðmiðunarreglur fjármálaráðu- neytisins kveða á um. Reglurnar voru settar af Friðriki Sophussyni fjármálaráðherra í ársbyrjun 1992 og kveða á um að eingöngu skuli keypt- . ^ar fólksbifreiðar fyrir að hámarki 3,2 milljónir miðað við verölag í dag. -kaa Ný glæsikerra frá Audi-verksmiójunum er komin til landsins og er henni ætlað að þjóna Davíð Oddssyni forsætisráðherra á götum borgarinnar og veg- um landsins. Kaupöveröiö er 5,7 milljónir, sem er 2,5 milljónum króna hærri upphæð hetdur en aðrir ráðherrar mega nota til bílakaupa. Á myndinni sést hafnarverkamaður í Sundahöfn undir stýri bifreiðarinnar stuttu efiir að henni var skipaö á land i gærmorgun. DV-mynd Sveinn LOKI Nú geta menn sungið á Bessastöðum: þú harðviður hreini...! Veðriðámorgun: Vindasamtog fremur hlýtt Gert er ráð fyrir hvassri suð- vestanátt og skúrum um landið sunnan- og vestanvert. Norðaust- an- og austanlands verðiu* suð- vestan stinningskaldi eða all- hvasst, skýjað með kóflum og þurrt að mestu. Hitinn verður 6-14 stig og hlýjast austanlands. Veðrið í dag er á bls. 36 © MEISTARAFELAG RAFEINDAVIRKJA S. 561 6744 Viðurkenndur RAFEINDAVERKTAKI TVOFALDUR1. VINNINGUR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.