Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1995, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1995, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 1995 Fréttir Breytingar hjá leikskóla Ríkisspítalanna: Eftirréttur barn- anna felldur niður - er lítið spennandi, segir Marta Sigurðardóttir leikskólafulltrúi „Hugsunin var sú að færa matar- æðið til nútíma horfs. Venjulegt fólk er ekki með tvíréttaðar máltíðir heima hjá sér. Við fórum að velta fyrir okkur af hverju við ættum að venja börnin á tyíréttaðar máltíðir þegar þær tíðkúðust hvergi. Við ákváðum að sleppa eftirrétti í til- raunaskyni í þrjá mánuði til að skoða hvort börnin borða aðalréttinn betur og hvort við höfum nógu mikið af ávöxtum en þetta hefur ekkert með sparnað að gera. Þetta eru bara nú- tímavinnubrögð," segir Marta Sig- urðardóttir, leikskólafulltrúi Rík- isspitala. ^ Yfirstjórn leikskóla á vegum Rík- isspítala hefur staðið að tilraun með að sleppa eftirrétti úr aðalmáltíð leikskólabarnanna í tæpa þrjá mán- uði og verður ákveðið á næstu dög- um hvort eftírréttur verður tekinn upp aftur eða honum sleppt til fram- búðar frá 1. október. Marta Sigurðardóttir segist ekki skilja hvers vegna Ríkisspítalarnir ættu að gefa börnunum eftirrétt, til dæmis sætsúpu, en ekki sé 'víst að eftirrétturinn falli niður þar sem barnanæringarráðgjafinn í eldhúsi Ríkisspítalanna sé mótfallinn því. „Sumarið var valið til að tilraunin kæmi sem minnst við börnin því að þá eru þau fæst og þá borðar maður léttar og aðalrétturinn er mjög fjöl- breytilegur og góður. Okkur fannst stundum að eftirrétturinn væri ekk- ert ofsalega spennandi, til dæmis lit- að sykurvatn með jarðarberjabragði, þó að stundum væri kvarg og auðvit- að hrísgrjónagrautur sem þau sakna," segir Marta óg viðurkennir að börnin hafi saknað eftirréttarins, sérstaklega fyrst í sumar. Þau kvarti ekki undan hungri enda sé matur nægur og enginn hörgull á ávöxtum og brauði. Marta segir að leikskólafulltrúinn og forstöðumenn leikskóla ræði þetta næstu daga og hitti svo barnanær- ingarráðgjafa Ríkisspítalanna áður en ákvörðun verður tekin. Verði mataræði leikskólabarnanna breytt tekur breytingin gildi 1. október. -GHS Stef numót á golfvöllum -hérogerlendis Kristján Einarsson, DV, Selfossi: Þeir voru kátir strákarnir sem fréttamaður DV hitti á Selfossgolf- velli á dögunum þar sem þeir skemmtu sér við þá göfugu íþrótt að slá kúluna góðu. Fulltrúi hópsins, Guðmundur S. Guðmundsson, sagði aö þeir hefðu spilað saman í sumar og færu víða til að fá tilbreytingu í spihð og kynnast nýjum stöðum. „Við fórum í vor til Bournemouth á Englandi og áttum góða daga þar á frábærum völlum. Þá höfum við spilað á flestum völlum hér á suð- vesturhorninu. Það er keppni okkar í milli og má kalla þetta „Stefnu- mót". Nú erum við hjá Ragnari sím- stöðvarstjóra á hans heimavelli," sagði Guðmundur S. Guömundsson, f.v. landshðseinvaldur í golfi og tengdapabbi golfkappanha Úlfars Jónssonar og Ragnars Ólafssonar. Golfmennirnir (rá hægri: Elís Einarsson og Jón Halldórsson, faóir Úlfars, félagar í Golfklúbbnum Keili, Ragnar Helgason, Selfossklúbbnum, og Guðmundur S. Guðmundsson úr Golfklúbbi Reykjavikur. DV-mynd Kristján Akureyri: Fargjöld í „strætó" munu hækka Gyifi Kristjánsson, DV, Akoieyit- Ákveðið hefur veríð aðfargjöld Strætisvagna Akureyrar hækki um 10-12% en þau hafa ekki hækkað i um tvö ár. Sem dæmi ura hækkunina má nefna aö fargjald fullorðinna hækkár úr 8ö i 90 krónur, barna- fargjald úr 30 i 35 krónur, kort trieo 20 barnamiðum hækkar úr 400 í 450krónur, 20 miðár fulloro- ihna hækka úr 1280 í 1400 krónur og 25 miða kort framhaldsskóla- nema hækkar úr1100 í 1200 krón- ur. " Akureyrarbær hefur greitt um 19 milljðmr króna með rekstri strætísvagnannaoghefursúupp- hæð farið vaxandi, mest vegna aukins tilkostnaðar samfara fer- ilþjónustu fatíaðra. Fargjöld hafa staðið undir nærri 40% kostnaðar við rekstur vagnanna. Búvörasamninguriiin: Sjömannanefnd kölludsaman Snurða hefur haupið á þráðinn 1 viðræðum ríkis og sauðfjár- bænda um endurskoðun á bú- vörusamningnum. Enn er bó- stefnt að þvi að Ijúka samnings.; gerðinni fyrir næstu mánaðamót og ÖI að liðka fyrir samnings- gerðihni hefur svokölluð sjö- mannanefnd veríð kölluð saman sem skipuð er fulltrúum aðila vtrmumarkaðarins auk Mltrúa ríkis og bænda. Kröfur bænda um 200 milh'ónir í auknar heingreiðslur og að birgðavándi greinarihnar verði leystur með útfJutningi þykjá; óásættanlegar innan rikissrjórn-; arinnar, miðað við þann rammá sera rætt hefur verið ura. í við- ræðunum hefur ríkið lagtá það áherslu að framlög tíl sauðfjár- ræktaf fari ekki yfir 2,7 milljarða á hæsta ári, en það er sú upphæð semrennurttígreinarinnáríár. -kaa í dag mælir Dagfari Préttir berast stöðugt af áfram- haldandi bardögum í Bosníu. Þess í milli eru gerðir friðarsamningar um vopnahlé og svo er áfram bar- ist af sama móði. Ekkert eru þó þessi átök á við það s'tríð sem bloss- að hefur upp á milli tónskáldanna Jóns Ásgeirssonar og Hjálmars H. Ragnarssonar út af tónlist í nýrri kvikmynd um Jón Leifs. Myndin heitír Tár úr steini og má mikið vera ef ekki hrökkva fleiri tár held- ur en úr steininum þeim arna áður en yfir lýkur í þeirri styrjöld sem nú hefur brotist út milh tónskáld- anna. Jón Ásgeirsson heldur því fram að Hjálmar hafi stohð stefjum frá sér og notað í tónlistinni í mynd- inni og skefur hvergi utan af. Sam- kvæmt ákæru Jóns á Hjálmar að hafa raddsett án leyfis, hljóðritað án leyfis, notað tónlistina án leyfis, gefið út geisladisk með þessum sömu stefjum án leyfis og kórónað síðan stuldmn með því að eigna sér útsetninguna án leyfis. Umrætt tónverk er gamalt þjóð- lag við vísur Vatnsenda-Rósu og kannski hefur þetta meinta þjófn- aðarmál komið Vatnsenda-Rósu Ut- ið á óvart enda var hún í tygjum við Natan sauðaþjóf og stelsýkin Rétt er ekki alltaf rétt því ekki langt undan. En þótt Vatnsenda-Rósa hafi veri ýmsu vön þá er það ekki á hverjum degi sem Hjálmar H. Ragnarsson er þjófkenndur og hann bregður að sjálfsögðu hart við og segir að rétt skuli vera rétt. Hann hafi aldr- ei stohð einu né neinu frá Jóni frek- ar en öðrum og svíður undan. Þegar stríðsaxirnar voru komnar á loft á báða bóga var boðað til sáttafundar með lögfræðingum og sérfræðingum og niðurstaðan varð sú að báðir skrifuðu undir vopna- hléssamning eins og þeir gera í Bosníu. Hjálmar viðurkennir að Jón eigi höfundarréttinn en tekur fram að Jón hafi sjálfur og áður gefið það út að hann væri ekki höf- undur að umræddum stefjum. Jón fellur frá kröfum á hendur Hjálm- ari að því marki að hann viður- kennir að hafa aldrei sagt frá því að hann væri höfundur að stefjun- um sem hann samdi. Hjálmar lofar að láta þess getið í afkynningar- texta með kvikmyndinni að Jón sé höfundur stefjanna, ef því verður við komið og án kostnaðar fyrir framleiðendur. Hjálmar skrifar síðan heilsíðu grein í Mogga og lýsir því hvernig Jón Ásgeirsson hafl í aldarfjórðung látið það viðgangast að þjóðlagið með vísum Vatnsenda-Rósu hafi verið geflð út, leikið og fjallað um það án þess að hans, þ.e. Jóns, hafi að nokkru verið getið, nema ef vera skyldi varðandi raddsetningu. Rétt skal vera rétt, segir Hjálmar. En er þá rétt alltaf rétt? Er það rétt að Jón Ásgeirsson sé höfund- urinn? Var það rétt af Jóni að vega að Hjálmari úr því að Jón hafði sjálfur aldrei haft orð á höfundar- rétti sínum? Er það rétt af Hjálm- ari að semja við Jón Ásgeirsson eftir að hann er búinn að þjófkenna hann? Stal Hjálmar laginu eða stal Jón senunni? Og ef það var rétt- að semja um vopnahlé fyrir tilstuðlan lögfræð- inganna, var þá rétt af Hjálmari að reiða til höggs með greinarskrifum eftir að málinu var lokið? Og var það rétt af Jóni Ásgeirssyni að falla frá kröfum vegna hins meinta þjófnaðar, úr því að steflnu var stohð og ef því var stolið? Og ætiar Hjálmar að sirja undir ákærunni án þess að hafast frekar að ef hann s'tal alls ekki stefinu? Það sem kann að vera rétt í þessu máli er hugsanlega alls ekki rétt og getur þess vegna verið rangt, ef menn semja um ranga niðurstöðu með réttan málstað. Nú, svo er líka hægt að gera það sama og þeir gera í Bosníu; semja um frið án þess að meina það og halda áfram vópnaskaki, vegna þess að myndin verður áfram sýnd og framleiðendurnir hafa alls engin efni á því að láta þess getið að Jón Ásgeirsson hafi samið nokkur stef, sem hann hefur kannski alls ekki samið, enda þótt hann haldi því fram til að geta þjófkennt Hjálmar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.