Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1995, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1995, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 1995 11 Fréttir Sigurður Guömundsson múrari að gera við steypuskemmdir á verslunar- húsi í bænum. DV-mynd örn Siglufjörður: Næróbreytt atvinnuástand ár ef tir ár Öm Þóraiinssan, DV, Fljótum; „Það er búið að verá mjög mikið að gera í sumar en líklega fer þetta að minnka með haustinu, sérstak- lega þegar fer að frjósa" sagði Sigurð- ur Guðmundsson, múrarameistari á Siglufirði, þegar fréttamaður hitti hann á dögunum. Sigurður segir að lítið sé um nýbyggingar þar. Vinna hans. sé einkum fólgin í margvísleg- um viðhaldsverkum á eldri bygging- um. Hjá verkalýðsfélaginu Vöku feng- ust þær upplýsingar að atvinnu- ástand í bænum í sumar hefði verið svipað og undanfarin sumur. Heldur minna hefði verið að gera í fiskvinnu en undanfarið, bæði vegna sjó- mannaverkfalls í vor og síðan var 5' vikna stans vegna sumarleyfa. „Það hafa verið um 30 manns á atvinnuleysisskrá nokkuð lengi, nánast alveg síðan 1989 að fór að bera á viðvarandi atvinnuleysi. Þarna er aðallega um verkafólk að ræöa, atvinnuástand hjá iðnaðar- mönnum hefur verið þokkalega gott," sagði Kolbeinn Friðbjarnarson hjá Verkalýösfélaginu Vöku. Hólmanes í Smugunni: Fékk f ullf ermi á sex sólarhringum Emil Thorarensen, DV, Eskifirði: _ „Þetta gekk allt ljómandi vel, bæði fiskiríið og siglingin," sagði Már Hólm, skipstjóri á Hólmanesi, þegar hann kom í höfn á Eskiflrði 15. sept- ember. Hólmanesið var með 170 tdhn af fiski eftir rúmlega sex sólarhringa í fiskirí í Smugunni og var aflanum landað hér. Hólmanesið er með flotroll en með þorskpoka þar sem riðillinn er 157 mm en flest skipin þar nota karfa- poka sem er með 135 mm riðli. Már telur að notkun þorskpokans sé skynsamlegri þar sem riðiUinn er mun stærri og því minna um dráp á undirmálsfiski. Deila um verð á Smuguþorski: Úrskurðar- nef ndin úr takti -segir JónasRagnarsson framkvæmdastjóri „Ég veit ekki betur en ég sé búinn að semja við áhöfnina um fast verð. Það kom mér því mjög á óvart þegar þessi úrskurður kom í póstinum," segir Jónas Ragnarsson, fram- kvæmdastjóri Gunnarstinds hf. á Stöðvarfirði, sem gerir út togarann Kambaröst SU. Áhöfn skipsins vísaði verðlagningu á afla skipsins til Úrskurðarnefndar sjómanna og útgerðarmanna sem felldi nýlega úrskurð sinn. Jónas seg- ist ekki hafa haft minnsta grun um það hvað væri á döfinni. „Ég var búinn að eiga fund með sjómönnunum þar sem þeir lögðu fram sínar hugmyndir um fiskverð og ég kom með okkar tilboð. Með það fóru þeir og ég vissi ekki betur en málið væri í þeim farvegi að þeir væru að skoða málið," segir Jónas. Hann gagnrýnir mjög úrskurð nefndarinnar og segir greinilegt að hún geri sér enga grein fyrir því að þorskur úr Smugunni sé mun lakara hráefni en þorskur af íslandsmiðum. „Þessi úrskurðarnefnd er úr takti við það sem er að gerast í þessari grein. Nefndarmenn eru að skikka okkur til að greiða 66 króna fast verð fyrir þorskinn og 15 prósenta mark- aðsálag að auki. Þeir virðast ekki gera sér neina grein fyrir að nýting á þorski úr Smugunni er mun lakari en hérna heima. Þetta munar á bilinu 3 til 5 prósentum og það er ekki hægt að greiða sama verð fyrir þann afla," segirJónas. -rt Vegalagning og álfar: Myndi ýta álf unum frá - segir Ágústa á Refstaö „Ef það væru álfar i veginum og ég þyrfti að blða eftir vegalagningu held ég að égmyndi baraýta alfun- um frá," segir Ágústa Þorkelsdótt- ir, bóndi á Refstað í Vopnafirði, vegna frétta sem borist hafe af öhðppum sem orðið háfa viö vega- gerð vegna álfasteina sem færðir hafa verið úr stað. Águsta segist ekki trúa á álfk en hún segist hafa gaman af sögnum þessaefnis. f/Þegar ekið er um ákveðna staði á Islanði er auðvelt að ímynda sér af hverju þessar sagnir verða tU. Þegar maður horfír á Álfaborgirn- ar á Borgarfirði eystra sldl ég ósköp vel að fólk láö sigdreymá um slíka hluti en ég trúi þessu ekki sjálf/'segirÁgústa. -rt 'Krossar á Ceiði ${i)ðfrítt stáí— varatikjjt efni 'Kjossarnir eru framCeiddir úr hvíthúSuðu, ryðfríu. stáli. Minnisvarði sem endist um ókomna tíð. SóCkross m/geisCum. Jíæð 100 sm. frájörðu. Iv'ófaldur kross. 9íceð 110 smfrájörðu. Hhngið í síma 431 1075 og fáið sendan litabækling 14 BLIKKVERKi ^^ Dalbraut 2, 300 Akranesi. '¦í^ Slmi 431 1075, fax 431 3076. PHOTO '95 Már Hólm skipstjóri eftir góðan veiðitúr. DV-mynd Emil

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.