Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1995, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1995, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 20. SKFTKMBER 1995 Spurningin Heldur þú að álfar séu til? Ingigerður Friðriksdóttir hús- móðir: Já, ég hef heyrt svo mikið um þá að ég er alveg viss. Dagný Eir Ámundadóttir, urra ára: Nei, af því bara. fjög- Rakel Garðarsdóttir húsmóðir: Nei, ég trúi ekki á þá. Elín Elídóttir, heimavinnandi húsmóðir: Já, álfar eru til. Mér voru sagðar margar álfasögur þegar ég var barn. Aron Danielsson, sex ára: Nei, af því að ég hef aldrei séð þá. Lesendur Spjotin standa a sjávarútvegi Ólafur Páll Jónsson nemi: Já, það trúa því svo margir. Friðrik Friðriksson skrifar: Sé eitthvað hægt að fela, felum við, sé eitthvað hægt að taka, tökum við, og sé eitthvað hægt að svindla, svindlum við. Því miður á þetta við um flesta landsmenn. Ég endurtek; flesta, ekki alveg alla. Margur er sá atvinnuvegurinn hér sem mátt hefur þola harðræði af hendi yfirvalda (ofsköttun, hávaxta- stefnu, mismunun og fjötra hvers konar) og loks lognast út af. Hver man ekki islenskan húsgagnaiðnað, Skipasmíðar, fataframleiðslu? Inn- flutningur var lausnarorðið. Þá beittu stjómvöld ekki ofurtollum eins og nú gerist um búvörurnar. Einn er sá atvinnuvegur sem ekki hefur þurft að búa við þröng kjór. Sjávarútvegur. Undir hann hefur verið mulið og púkkað. Skattaíviln- anir, lánasjóðir og lágir vextir, kvótaúthlutun og her manns á fram- færi hins opinbera til að rannsaka fiskistofna og vernda útgerð og fisk- veiðar. En allt kemur fyrir ekki. At- vinnugreinin er á heljarþröm. Öll spjót standa nú á þessum aðalat- vinnuvegi þjóðarinnar. Varla líður svo dagur að ekki sé tilkynnt um meiri eða minni mis- ferli í íslenskum sjávarútvegi. Ef það er ekki ólöglegt kvótabrask þá misferli í skráningu afla. Og ef ekkí misferli í skráningu afla þá um ólög- lega gjörninga útgerða í viðskiptum og eignaraðild milli íslendinga og erlendra aðila. Að ógleymdu stríði íslenskra útgerðaraðila við norsk. stjórnvöld sem saka okkur um ólög- mætar veiðar og smáfiskadráp. Verra getur það varla orðið. Þegar ástandið er orðið þannig að helst verður að halda úti varðskipi á Og hvaðan kemur okkur þá lífsbjörgin í framtíðinni? er spurt í bréfinu. sérhverjum fiskimiðum þar sem ís- lensk skip eru að veiðum, ýmist til að fylgjast með möskvastærð eða til að skipstjórnarmenn haldi í heiðri umgengnisreglur á miðunum, þá er skammt til endalokanna í þessum atvinnuvegi, líkt og hinum sem þeg- ar eru gengnir fyrir ætternisstapa. Og hvaðan kemur okkur þá lífs- björgin í framtíðinni? Svar við þeirri spurningu þurfa nú sérfræð- ingar okkar í hagvexti og í ríkis- rekstrinum að grafa upp. Sérstaða Þjóðvaka Alfreð Guðmundsson skrifar: Ekki er meira rætt um manna á meðal þessa daga en nýlegan úr- skurð Kjaradóms um laun æðstu ráðamanna þessarar þjóðar. Harka- leg viðbrögð forystu launamanna og almennings gagnvart sjálfteknum skattaívilnunum, er lóggjafinn setur sjálfum sér, og launahækkununum er Kjaradómur úthlutar ráðamönn- um til handa. Augljóst er að þessar hækkanir eru úr takt við það er launafólk verður að sætta sig við. Fólki er verulega , brugðið og velsæmistil- finningu þess misboðið. Við gerð siðustu kjarasamninga hvatti for- sætisráðherra fólk til að fara var- lega í kaupkröfur. Réttlæting fjár- málaráðherra og forseta sameinaðs þings er sem rödd hrópandans í eyðimörkinni og vart hægt að segja að þeir séu í almennu jarðsambandi í máli þessu. Gleðilðgt er þó að í þessu máli eru ekki allir þingmenn blindaðir af eig- in hagsmunum. Frumvarp forsætis- nefndar um skattfrjálsa uppbót kjör- inna fulltrúa leit dagsins ljós á liðnu vorþingi. Þingflokkur Þjóðvaka var sá eini er ekki stóð að frumvarpi þessu og varaði Þjóðvaki við afleið- ingmn þeim er nú blasa við. Láglaunapólitík atvinnurekenda og þá stefnu að draga alla launþega niður á sama plan verður að brjóta upp og slagkrafti sameinaðs 12 þús- und manna hópfundar verður að virkja í þágu þess að ná fram mann- sæmandi lífskjörum - ekki lakari en gerist í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við. Enginn vill fara frá Reykjavik allra síst bændasamtökin Gunnar Björnsson skrifar: Hatursmenn þéttbýlisins hér við Faxaflóann hafa löngum staðhæft að illt eitt stafi af því að auka byggðina hér. Þeir segja öllu hrúgað niður í Reykjavík og ekki hafi stjórnvöld svo mikið sem spurt landsbyggðar- fólk álits þegar ný og mikilvæg emb- ætti séu stofnuð. Og til Reykjavíkur verði allir að koma með sín erindi og valdi það ærnum aukakostnaði. Nú í seinni tíð hefur srjórnvóld- um snúist hugur og hafa komið til móts við dreifbýlisfólk og ýmist fært opinber embætti með húð og hári frá Reykjavík út á landsbyggðina eða gefið dreifbýlinu kost á að fá til sín embætti eða önnur nýstofnuð. Viðbrögð þeirra dreifbýlisbúa hafa þá venjulega verið á einn veg: Eng- ár stofnanir út á landsbyggðina, við þurfum svo margt að sækja til Reykjavíkur að ekki tekur að tína eina og eina stofnun út úr. Það nýjasta er hugmynd sem skaut upp kollinum um að færa að- setur bændasamtakanna út á land. Ekki hefur staðiö á viðbrögðum ým- issa bæjarfélaga og bjóða þau vel- komin, þ. á m. Selfoss, Akureyri og svo Hvanneyri þar sem er búnaðar- skóli og væri nú ekki ólíklegt að Bændahöllin við Hagatorg. Vilja Bændasamtökin ekki úr borginni? Bændasamtökin gleyptu við því að fá aðsetur þar fyrir sína fjölmennu og tíðu fundi um landbúnaðinn. - En það er nú eitthvað annað. Heyrst hefur að stjórn Bændasamtakanna, sem nú eru á einum besta stað borg- arinnar, í Bændahöllinni við Haga- torg (les: Hótel Sögu, með Skrúð, Grill og Mímisbar innan veggja) ætli að leggjast alfarið gegn flutn- ingi samtakanna út á land. - Þetta er dæmigert. Það vill enginn flytja úr gleðiborginni Reykjavík - og alls ekki út á landsbyggðina. Ef eitt- hvað, þá bara beint til útlanda. I mörgum störfum samtímis? Eysteinn hringdi: í kjallaragrein Þuriðar Magn- úsdóttur í DV nýlega hafa orð hennar um „mörg störf samtím- is" áreiðanlega vakið athygli margra. Hún segir m.a. „Stað- festa vaskra vagnstjóra hlýíur að verða okkur öllum hvahiing til að láta engan sletta sér fram í það hve mörgum stöðum okkur þóknast að gegna og hve víða okkur þóknast að vinna í vinn- unni." Svona mæla nú fáir aðrir en þeir sem vinna hjá hinu opin- bera. Satt að segja veit maður ekki hvort þessi grein Þuríðar var hreint grín eða hún mælti í alvöru. En kannski er þetta það sem koma skal hér á landi. Klám á Inter- netinu vinsælasí Sigurbjörg hringdi: Það hlaut eitthvað að liggja að baki hinum mikla áhuga manna hér á tilkomu Internetsins svo- nefnda. - Þing breskra vísinda- manna hefur upplýst að klámið sé alfariö vinsælasta efnið sem menn skoða í þessum nýjustu al- heimssamskiptum tölvuvæðing-. arinnar. Og hvílík heppni fyrir okkur íslendinga sem hðfum ver- ið fremur afskiptir í þessum efn- um, t.d. í dagskrá Sjónvarps og Stöðvar 2. Sleikjuskapur í Kínaferð Már Kjartansson skrifar: Manni blöskrar að lesa um þann sleikjuskap sem íslenskir ráðamenn og aðrir Kínafarar sýna af sér í heimsókn sinni þangað. Svo og um gagnkvæma heimsókn kínverskra ráða- manna tQ íslands. - Hafa íslensk- ir ráðamenn hugsað td. til Tí- beta sem voru sviptir landi sínu sem þeir hafa setið um aldir. Engin landamæri lengur. íslend- ingar þurftu ekki að berjast við kommúnismann líkt og Tíbetar. Við fengum okkar sjálfstæði eftir að hafa grátið utan í aðrar þjóð- ir um stuðning. íslenskir ráða- menn hafa gleymt þessu og Qestu öðru úr sjálfstæðisbaráttu okkar í Kínaheimsókninni, frægri að endemum. Hátölurum stolið úr bíl Jóhanna Stefánsdóttir skrifar: Brotist var inn í bfl við Kópa- vogsbraut milli kl. 4 og 7 að morgni miðvikudagsins 13. sept. sl. Úr honum var stolið einu pari af Jensen 175 vatta hátölurum og einum bassa Woofer 250 vatta há- talara. Þeir sem kynnu nú að geta gef- ið einhverjar upplýsingar um þetta mál eru vinsamlegast beðn- ir að hringja til lögreglunnar eða þá í síma 554-3043. Mánaðarlaun þeirra Kristin skrii'ar: Þegar ég sat í góða veðrinu á IngóÖstorgi sl. fimmtudag og hlýddi á formenn hinna ýmsu stéttarfélaga tjá sig um siðleysi og spillingu þingmanna og ráð- herra var ég þeim hjartanlega sammála. Það virðast engin tak- mörk fyrir því hvað fólk leyfir sér að ganga iangt 1 græðgi og yf- irgangi þegar það kemst i hægu sætin og getur skammtað sér launin sjálft. Skyldi þetta fólk sem þennan fund sótti hafa hugs- að það sama og ég: Hvað skyldu „þau" hafa í mánaðarlaun? Benedikt Davíðsson, Guðmund- ur J. og Magnús L. Sveinsson? Skyldu þau ná 80 þúsundum kr. á mánuði!!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.