Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1995, Blaðsíða 8
8
MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 1995
Viðskiptablaðið
bíður þín
á miðvikudögum
Þú færðViðskiptablaðið
á þessum sölustöðum
á höfuðborgarsvæðinu:
Söluturn Akraborgar Heykjavíkurhöfn
Eymundsson Austurstræti
Olís Ánanaustum
Skeljungur Bústaðavegi
Esso Hafnarbódum
Esso Geirsgötu
Mál og menning Laugavegi
Bókabúð Æskunnar Laugavegi
Vitinn Laugavegi
Bókabúðin Borg Lækjargötu
Skeljungur Skógahlíð
Gerpla Sólvallagötu
Texas-Bar Veltusundi
Völlur Austurstræti
Eymundsson Borgarkringlu
Mekka Kringlunni
Eymundsson Kringlunni
Penninn Krínglunni
Olís Álfbeimum
Bókbær sf. Álfheimum
Skeljungur Kleppsvegi
Matbær,10-10 Norðurbrún
Esso Borgartóni
Nesti hf. Fossvogi
Allra best Stigablíð
Eymundsson við Hlemm
Sundanesti 'Kleppsvegi
Svarti svanurinn Laugavegi
Skeljungur Laugavegi
Skeljungur Miklubraut
Nóatún Nóatúni
Herjólfur Skipholti
Söluturn Hringbraut
Esso Ægissíðu
Olís Háaleitisbraut
KK-sölutum Háaleitisbraut
Mál og menning Síðumúla
Toppurinn Síðumúla
Sogaver Sogavegi
Esso Stóragerði
Rammagerðin Hótel Esju
Olís Álfabakka
Esso Skógarseli
Nesti hf. Ártúnshöfða
Esso Ártúnshöfða
Skalli-söluturn Hraunbæ
Nóatún Bofabæ
Skeljungur Vesturbrún
Skalli Vesturbrún
Ellefu - Ellefu Eddufelli
Söluturninn Hraunbæ
Söluturninn Iðufelli
Skeljungur Suðurfelli
Esso Gagnvegi
Olís Gullinbrú
Skeljungur Gylfaflöt
Eymundsson Suðurströnd
Skeljungur Suðurströnd
Olís Hamraborg
Skeljungur Kópavogi
Esso Stórahjalla
Ellefu-Ellefu Þverbrekku
Skeljungur Dalvegi
Bitabær Ásgarði
Skeljungur Garðatorgi
Olís Beykjanesbraut
Ellefu-Ellefu Álfaskeiði
Arnarbraun Arnarbrauni
Holtanesti Melabraut
Esso Lækjargötu
Kaupf. Suðurnesja Miðvangi
Kænan Óseyrarbraut
Esso Reykjavíkurvegi
Olís Vesturgötu
Fyfgstu með
viðskiptafréftunum
Utlönd
Áhyggjur af öryggi í viöskiptum á Intemetinu:
Dulmálslykill Net-
scape brotinn upp
Bandaríska tölvufyrirtækið
Netscape Communications staöfesti
í gær blaðafregnir um að tekist hefði
aö brjóta öryggislæsingu forritsins
Netscape Navigator, vinsælasta for-
ritsins sem notað er til að flakka um
Internetið. Það veldur áhyggjum um
að Internetið sé ekki enn að fullu til-
búið fyrir bankastarfsemi og annan
kaupskap.
Það voru tveir stúdentar í tölvu-
fræðum viö Berkeley-háskólann í
Kaliforníu sem rufu öryggislæsingu
forritsins sem talið er að átta milljón-
ir manna noti til að flakka um Inter-
netið og veraldarvef þess. Stúdent-
arnir voru innan við eina mínútu að
brjóta dulmálslykilinn sem byggður
er á handahófskenndum tölum.
Rosanne Siino, talsmaður
Netscape, sagði að stúdentarnir
hefðu skýrt frá uppgötvun sinni í
fréttahópi á Intemetinu á sunnu-
dagskvöld.
Hún sagði að engir viðskiptavinir
heföu tilkynnt um fjárhagslegt tjón
eða að átt hefði verið við greiðslu-
kort þeirra. Netscape ætlar að gera
við gallann í Navigator forritinu og
verður hægt að ná í það á Intemetinu
í lok þessarar viku. Þá er ný útgáfa
Netscape Navigator væntanleg í
næstu viku.
Gallinn í þessu vinsæla forriti und-
irstrikar hversu berskjölduð öll ör-
yggisforrit eru. Talið er að þetta geti
leitt til þess að notendur Intemets-
ins, hvort sem það eru kaupendur
eða seljendur eða bara þeir sem eru
að flakka um og skoða, verði á varð-
bergi og treysti tölvunni ekki fyrir
persónulegum upplýsingum.
„Vefurinn er að verða sífellt við-
skiptatengdari og þess vegna eru ör-
yggismálin okkur sem seljendum
mikið kappsmál," sagði John
McCrea, framkvæmdastjóri tölvu-
fyrirtækinu hjá Silicon Graphics.
Að minnsta kosti þrjátíu milljónir
manna nota Intemetið. Um þriðjung-
ur þeirra flakkar um veraldarvefinn
en búist er við að sá fjöldi eigi eftir
að margfaldast á næstu ámm.
Þetta var í annað sinn sem öryggis-
kerfi Netscape var brotið upp. Ungur
franskur tölvusérfræðingur varð
fyrstur til þess í síðasta mánuði.
Reuter
Brúðkaupstimabilið er runnið upp í Víetnam þar sem það er talið gæfumerki að gifta sig í septembermánuði. i
morgun mátti sjá þessa fríðu fylkingu á götum Hanoi. Þetta eru ættingjar ungs pilts sem ætlar að ganga í það
heilaga á næstunni. Hersingin er á leið til fjölskyldu brúðarinnar tilvonandi en samkvæmt gömlum hefðum verður
að færa henni hefðbundnar gjafir, eins og betelhnetur, mat, tóbak og te, áður en hjónavígslan fer fram.
Simamynd Reuter
Vegagerðin og Borgarverkfræðingurinn í
Reykjavík tilkynna:
í samræmi við samþykkt aðalskipulag Reykjavíkurborgar
verður tengingu Hestháls við Vesturlandsveg í
austurhluta Hálsahverfis lokað.
Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist mánudaginn 25. september.
Múslímarog
Króatar stöðva
stórsókn sína
Richard Holbrooke, sáttasemjara
Bandaríkjastjórnar í gömlu Júgó-
slavíu, virðist hafa tekist að fá her-
sveitir múslíma og Króata til að
stöðva stórsókn sína í norðurhluta
Bosníu til að spilla ekki fyrir friðar-
umleitunum og til aö afstýra því að
Serbía blandist í átökin.
Múslímar og Króatar hafa náö
miklum landsvæðum úr höndum
Bosníu-Serba að undaníomu. Af
þeim sökum eru eitt hundrað þúsund
óbreyttir borgarar á vergangi, eink-
um nærri borginni Banja Luka,
stærsta bænum sem enn er á valdi
Serba.
Fresturinn sem Bosníu-Serbum
var geflnn til að fjarlægja öll þunga-
vopn úr nágrenni Sarajevo rennur
út í kvöld. Holbrooke sagði í gær að
allt benti til að ástandið við borgina
færi batnandi.
Serbar virðast hins vegar hafa upp-
fyllt tvenn önnur skilyrði sem þeim
vom sett, þ.e. aö opna flugvöllinn við
Sarajevo og landleiðina inn til borg-
arinnar.
Stuttar fréttir
Biðu í rændri vél
Um 200 íranskir farþegar þot-
unnar sem flugþjónn rændi í gær
og sneri til ísraels biðu í nótt á
flugveili í ísrael. Fengu þeir eng-
ar skýringar á biðinni en ræning-
inn var þá löngu farinn frá borði.
Sprauta í ef nahagslíf ið
Japanar hafa ákveöið aö veita
um 134 miHjarða Bandaríkjadala
í efhahagslíf landsins.
TiHögur fiýti samningum
Simon Peres,
utanríkisráð-
herra ísraels,
segir samn-
ingamenn sína
hafa komið með
tillögur sem
flýta eigi fyrir
samkomulagi
um sjálfstjórn
bakkanum.
Sjaldgæfur sjúkdómur
Sjaldgæfur hitabeltissjúkdóm-
ur herjar á íbúa Venesúela, Um
13 þúsund manns hafa veikst og
fjórir látist.
Bílferjastrandar
Sænsk bílfetja strandaði við
franska ferjubæinn Calais í gær.
172 farþegar og 72 skipverjar
sluppu ómeiddir.
Binda vonir við bktingu
Bandariska alríkislögreglan,
FBI, bindur vonir við að birting
stefnuyfirlýsingar sprengjuvargs
í blöðum geti ýtt við minni þeirra
sem þekkja hann og hjálpaö
henni að flnna varginn.
Nasistatónleikar
Nýnasistar í Noregi og Svíþjóð
hafa skipulagt rokktónleika um
helgina. Er búist viö ófriði.
Þriöjungur Rússa hefur ekki
séð sjónvarp né heyrt utvarp en
straumur var tekinn af dreifing-
arkerfi ríkisstöðvanna vegna
ógreiddra orkureikninga þeirra.
DeildfyrirGarbo
Sérstök deild um leikkonuna
Gretu Garbo hefur verið opnuö í
nýuppgerðu verslunarhúsi í
Stokkhólmi en hún vann þar við
afgreiðslu á 3. áratugnum.
Reuter/Bitzau/TT
araba á Vestur-
Reuter