Þjóðviljinn - 24.12.1954, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 24.12.1954, Blaðsíða 7
1x3 mikil fyrirhyggja sé höfð við undirbúning jólahátíðar- innar getur alltaf eitthvað smávegis gleymzt hjá önnum kafinni húsmóður. Og þó það sé smávaegilegt í sjálfu sér og hún hefði ekki fengizt um það hversdagslega getur þao orðið mikilvægt á jólunum, og svo þjakandi getur þessi smáyfir- sjón orðið að húsmóðirin sér fram á að hún muni ekki líta glaðan dag — og það ekki að- eins um jólin, heldur og lengi á eftir og ef til vill í endur- minningunni um aldur og ævi. Hún hefur orðið sér til minnk- unar með ' jólatilhaldið, og jafnvel þó fólk hennar muni 'bara brosa að þvi og telja það ekki gera neitt til, var yfir- sjónin hennar — húsmóðurinn- ar sem, þrátt fyrir allar full- ' yrðingar um yfirráð mannsins, stjórnar heimilinu. Og það er ekki fyrr en um hádegi á aðfangadag að Ing- veldur húsfreyja uppgötvar að hana vantar rúsínur í jóla- grautinn. í fyrstu varð henni svo mik- ið um, að.hún eygði engin úr- ræði, sá aðeins framundan langa röð grárra daga fulla af ásökunum sjálfrar sín fyrir að hafa brugðizt skyldu sinni við Krist í einu mikilsverðu atriði hátíðarhaldsins. En svo fékk skynsemdin yfir- höndina yfir tilfinningaseminni og hún minntist þess að hún átti tvo kvika sveina sem fús- lega mundu hlaupa’ fyrir hana þennan spöl í kaupstaðinn og bjarga þannig heiðri húsmóð- Urinnar, gera Kristi til hæfis og bæta sjálfum sér í munni. Þessi spöltir var raunar allt að því sextán kílómetra vegur, fram og aftur, en hún kveið þvi ekki að þeir mundu ekki fara hann á skemmri tíma en brýn nauðsyn krafði, svo vel þekkti hún hvatleik þeirra. En það var ekki alveg fyrir það synjandi að hún hefði reynslu fyrir því að þessi þeirra hvat- leíkur gat tekið á sig ýmsar aðrar myndir en brýn nauðsyn krafði. Á það varð þó að hætta eins og nú stóð á. Henni datt ekki heldur í hug að senda aðeins annan þeirra. Þeir v'oru næsta óaðskiljanlegir, þó þeir væru eiginlega ekki eins líldr og bræður oft eru, og hún var þess viss að eihver óánægja yrði útaf því ef hún veldi aðeins annan til farar- innar. Og úr því að ferðin var gerð skrifaði hún á blað ýmis- legt fleira smátt sem þeir skyldu kaupa, hvar á meðal var dálítið af sætabrauði. Að lokum fékk hún þeim smjör- sköku sem þeir áttu að verzla fyrir, því lánstraust hjá verzl- uninni hafði verið notað til hins ýtrasta áður. Daníel og Samúel stóðu ferð- búnir á bæjarhlaðinu og hlust- uðu athyglislaust á kveðjuorð móður sinnar sem enduðu á þessu: verið þið nú vænir pilt- ar. Svo runnu þeir af stað. Tveir kvikir sveinar. Daníel um tvítugt en Samúel átján ára. Færið var valið, harðfenni en hvergi hálka.- Þeir hlupu hart i fyrstu og hermdu eftir góðhestum á sprettunum. Seinna fór að verða brattara þegar kom að hálsinum sem var á leið þeirra til kauptúns- ins, þá hættu þeir að hlaupa en stikuðu stórum. Meðan erindi þeirra var þeim ferskt í minni töluðu þeir fátt, en þegar upp á hálsinn kom, svo sást til þorpsins við sjóinn, fóru ýmsar fleiri hugs- anír að ’gera vart við sig hjá sendimönnunum. Heldurðu það væri ekki skemmtilegra að eiga heima i kaupstaðnum? spurði Daníel. Maður lifandi, anzaði Samúel og komst allur á loft. Ég fer þangað undireins og ég get. Og hvenær verður það? spurði Daníel ertnislega. Held- urðu að karlinn sleppi þér eftir að ég er farinn? Þú farinn? Ert þú að fara til kaupstaðarins? Spurningin var blátt áfram örvinglun. Nei hann sleppir þér ekki heldur. Hann fer nú að mega til með það, ég er bráðurn mynd- ugur. Þettá voru óhuggulegar frétt- ir og Samúel þagði. Þeir voru allólíkir. Daníel var hávaxnari og svartleitur, einhver ókunnugleiki hvíldi yfir allri persónu hans. Samúel þreknari og i öllu útliti hinn sveitalegasti. Og þeir voru að ýmsu ólíkir í skapferli þó að þeir að sumu lcyti líktust mjög. Alltaf skyldi Daníel koma svona flatt upp á mann og hafa á reiðum höndum rök fyrir öll- um sínum fjarstæðum: mynd- ugur. Samúel sárnaði. Bróðir hans átti eiginlega ekkert með það að verða myndugur á und- an honum. Maður hefur upp úr sér þar, hef ég heyrt, sagði hann og vildi ekki láta Daníel rerma grun í hvemig honum var inn- anbrjósts. Já og þar getur maður fengið bragð. Og stelpurnar drengur. Hér í sveitinni eru nú bara engar stelpur og þær sem eru, þeim hefur maður alizt upp með, þær eru næstum eins og systur manns. Þú hagaðir þér nú ,^«.kuð undarlega við hana Siggu, af bróður að vera, á haustballinu. O þegi þú, ætli þú hafir hagað þér betur. Og Samúel rauk á bróður sinn og þeir flugust á sér til gamans, en smjörskakan tapaði nokkuð lögun sinni. Þeir töfðuSt ekki mikið við þetta og miðaði vel áfram. Þegar þeir fóru að nálgast kauptúnið kom eins og einhver ókyrrð yfir þá og tal þeirra. Þeir hlógu mikið og hátt og töluðu af mikilli ógætni um þorpsbúa. En allt í einu spyr Daniel og er orðinn alvarlegur: Eig- um við að fá okkur á gler? Samúel snarstanzar og lítur á bróður sinn með svip sem í senn er aðdáandi og undrandi. Fyrir hvað eiginlega? Þetta. Smjörið? Já. En hvað eigum við að segja? Að við höfum týnt þvi — eða týnt peningunum fyrir það? Nei við segjum að því hafi verið stolið frá okkur. Þú hugsar eins og glæpamað- ur. Til hvers eigum við að vera að reyna að láta það ekki komast upp? Af hverju eigum við að vera að afsaka okkur? Við bara gerum þetta og þar með búið. Samúel þrútnaði í framan. En þú? Hugsar þú ekki eins og glæpamaður að ætla að stela smjörinu sem þér er trú- að fyrir. Það er álitamál hvort það er glæpur að gera annað en maður er beðinn að gera. En að stela smjörinu? Stela því? sagði Daníel djúpt hugsandi, Ætli við eigum ekki eitthvað í því? Kannski ekki svo lítið. En við getum hætt við þetta. Við skulum flýta okkur. Fjandann ætli við hættum við það, ef þú getur náð í það. Ég held það sé ekki svo nauð- sjmlegt þetta, rúsínur og rusl. Daníel glotti. Þú ert ekki svo vitlaus ef þú færir ekki eftir því sem fólk er að tyggja í Þig. Það var meinið. Samúel vissi það að hann var ekki síður til í hvers konar prakkarastrik en Daníel bróðir, en hann vantaði eitthvað til að vera eins full- kominn í faginu. Var það vit? Hann efaðist um það. Oft hafði hann sýnt meiri skarpskyggni en Daníel. En það var þegar um almenn mál var að ræða. í öllum þeirra tiltektum afsíð- is venju siðaðs fólks risu upp til andmæla hjá Samúel kenni- setningar frá bernskuárunum, þó hann fyrirliti þær og hefði þær að engu þegar til kom. En þessar fornu dyggðir ásóttu Daniel aldrei og það var eins og hann væri alveg kaldur fyrir afleiðingum. |Það er einmitt svona lundarlag sem einkennir hetjur og þess vegna sárnaði Samúel að hann skyldi hafa hlaupið á sig og hvatti nú ó- spart til stórræðanna. Ég held við þurfum ekki endilega að vera að kálfast heim í nótt, ætli 'séu ekki pjásur sem lofa manni* að vera? og olnbogaskotið hrökkti Daniel nærri um kolh Hann glotti aftur viðurkenn- andi en svaraði engu. í kauptúninu var enn allt með hversdagssniði, búðir opn- ar og fólk að vinna. Bræðurn- ir fóru inn í aðalverzlunina og lituðust þar um. En er minnst varði snaraðist Daníel út og Sámúel elti hann. Ætlarðu ekki að leggja það hér inn? Nei við fáum ekki'annað en vörur út á það hér, við verðum að fá peninga. Förum til baksa. Hjá bakaranum gátu þeir selt smjörið fyrir peninga og lögðu af stað í leit íið brennivíni. Það sýndi sig nú að Daníel vissi fleira sem viðkom þessum stórstað en Samúel. Ilann . leit- aði uppi lítið gult hús og gekk þar rakleitt inn um kjallaradyr. Innifyrir sat mað- ur á stóli og barði illilega á botninn á skó sem hann hafði j^hné sér. Daníel heilsaði hon- um og bað hann að ganga fram fyrir með sér. Ég hef ekki tíma til að vera að kjafta við fólk í jóla- annríkinu, anzaði hann geð- vonzkulega. Það getur aldrei komið með skóna fyrr en á að fara að hringja inn jólin. Þetta tekur aðeins stutta stund, sagði Daniel svo skip- andi rómi að bróðir hans horfði forviða á hann. Hnú þá, sagði skóarinn, stóð á fætur og fór fram með Daníel sem bað Samúel bíða sín. Að vörmu spori kom skóar- inn aftur og settist. Samúel beið. Eftir hverjum andskotanum ert þú að bíða, ætlar þú að tefja mig líka með kjaftæði? Ég er bara að bíða eftir honum bróður mínum. Hann er farinn. Samúel hraðaði sér út, hann þóttist vita að Daníel hefði farið erindisleysu og þetta ill- fygli hefði barið hann með hamrinum. En þegar út kom sá hann bróður sinn bíða neðar á götunni. Jæja þá er þetta fengið, sagði Daníel hróðugur. Fékkstu nokkuð hjá þessum fauta. Hann rak mig út með skömmum. Ég hélt hann hefði orðið svona reiður af því hvað nú varst höstugur við hann. Það var bara til að hræða hann, það er alltaf bezta ráð- ið, hræða menn, þá gera þeir allt fyrir mann. Samúel undraðist enn lífs- speki bróður síns. Hvað fékkstu mikið fyrir smjörið? Heila flösku, en ég þurfti kannski að borga svolítið í viðbót, ég læt þig seinna vita hvað þú átt að borga mér, því ekki ert þú sá fantur að láta mig einan bera skaðann. Alveg sjálfsagt bróðir, anz- aði Samúel en gat ekki al- Halldór Stefánsson: jSENDIMENN KRIjST^ mennilega skilið fyrir hvaða skaða þeir hefðu orðið. En hann vildi ekki fara út í það, hann hafði fengið nóg af yfir- ' burðum bróður síns í svip, nú langaði hann í brennivín. Hvert eigum við nú að fara? Við skulum koma hérna bak við hús og smakka á þessu, svo getum við skoðað veröld- ina gegnum brennivínsgler. Þeim tókst að súpa vel á án þess að vera truflaðir. Svo héldu þeir léttstígir af stað. Við dyrnar á aðalverzluninni stanzaði Daníel og sagði: Ég má ekki gleyma að kaupa sæta- brauðið fyrir hana móður okk- ar. Hann lagði nokkrai aura á borðið fyrir framan unglings- afgreiðslumann og sagði: Sæta- brauð fyrir þetta —- viktaðu vel. Unglingurinn leit fyrirlitlega á hann, tók aurana og vó kökurnar af mestu nákvæmni. Nú — sagði Daníel skyndi- lega í sama rómnum og hann hafði talað til skóarans. Unglingurinn bætU tveimur kökum í pokann og fleygði hon- um siðan til hans. Nú — sagði Samúel þegar þeir voru komnir út, og hermdi eftir bróður sínum, svo velt- ist hann um af hlátri. Áfengið var farið að gera vart við sig. Nú! Þeir löbbuðu hægt út með fjörunni og gættu að fiskiskúr- utiifj Loks fundu þeir einn mannlausan og æðilangt frá húsum. Þar upphófst jóla- drykkjan, henni fylgdi all- mikill söngur, mest veraldleg- ur, þá sögur, pex og framtíð- ardraumar. Þarna gleymdu þeir sér við flöskuna unz þeir heyrðu kirkjuklukkum hringt, þá fóru þeir úr skúrnum og gengu upp í kauptúnið, valtir á fótum. Heldurðu að þú treystir þér til að ganga heim í kvöld? spyr Daníel. Treysti mér? Ég get gengið í alla nótt. . . En annars er ég orðinn svangur, komdu með sætabrauðið, við skulum éta það nú. Sætabrauðið? Þú heldur þó ekki að ég fari að láta þig éta sætabrauðið hennar mömmu, nei, því skal ég koma til skila. svo framarlega sem ég verð ekki úti. Heyra til þín sem búinn ert að stela smjörinu, svona komdu með það. Og Samúel rauk í hann. Þeir harðflugust á í illu unzí báðir lágu á götunni. EinhveF gekk þar hjá, laut niður til að vita hvort hann þekkti þá sem þar áttust illt við, en svo var ekki, svo hann hristi höfuðið og gekk heim til sín að halda jól. Það fór svo að Samúel varð að hætta áflogunum án þess að ná sætabrauðinu. Nú var orðið dimmt og fólk farið af götunni, þó gekk þar kvenmaður milli húsa. Hæ! Þegar Samúel varð hennar var slagaði hann á eft- ir henni. Komdu, við megum ekki gleyma stelpunum sem við ætluðum að sofa hjá í nótt, þarna er ein. Kvenmaðurinn hvarf í sama mund og Samúel stakkst á Framh. á bls. 35.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.