Þjóðviljinn - 24.12.1954, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 24.12.1954, Blaðsíða 20
■1 I T. l-.Ciíí - * EKKERT er eins gamalt og dagblaðið frá því i gær. Dægurmálunum skýtur upp í hraðstreymi tím- ans, öðlast mikilvægi örslutta .stund, og eru svo óðar komin íram í ós sögunnar, — ef þau berast þá svo langt. Líkt er mm þá list, sem færist í fang f.yrirbrigði líðandi stuiidar: mikilvægi hennar er oft skammært og sá broddur, sem -' ar sárbitur í gær, er orðinrr djór í dag. Þó eru til þeir .rnenn, sem hafa horft svo íránum sjónum á stundarat- vjk samtíðar sinnar, skynjað þau með slíkri dýpt, að dægur- iiist þeirra á sér engan aldur. I myndlistinni eru slíkir menn til dæmis William Hogarth, Francisco Goya og franski snillingurinn Honoré Daumier. skildir þar suðurfrá, og þegar Honoré var á áttunda ári, af- réð hann að flytjast búferlum til Parísar og iÉfV. leita andríki sínu frægðar í þeirri miklu höf- uðborg listanna. Þótt lítið sé vit- að um Daumier- fjijlskylduna hin næstu árin, er || hitt víst, að .__ heimilisfaðirinn náði aldrei þeirri frægð sem þarf til þess að komast á prent. En hann virðist hafa þverskallazt við allan dóm þeirra, sem hafa fyrir atvinnu að gera menn fræga; hélt ótrauður áfram að yrkja íyrir guð almáttugan og sjálfan sig, og fluttist með fjöl- og hugur hans helgast smám saman einni ákveðinni braut. Fáar ástir eru eins erfiðar ungum og fátækum pilti og þær, að trúlofast gyðju list- anna. Hún krefst af mönnum langrar vonargöngu og leggur ekki heimanmund sinn á borð fyrr en seint um síðir. Það varð Daumier þó til happs, að hann fann einn dag litla vinnustofu, þar sem hann gat komizt að sem lærlingur við steinprent. Steinprent eða litógrafí var þá mjög ný tækni í myndprentun, en það lá i augum uppi að hún mundi innan stundar leysa hina gömlu koparstungugerð af hólmi. Á verkstæði þessu vann Daumier ein fjögur til fimm ár og þjálfaði tækni sína svo, að hann átti ekki jafningja sinn á því sviði neinstaðar í álfunni. 73jönn Ck. 13‘jönn.ssoix: HETJUR JÚLÍBYLTINGARINNAR rísa úr gröfum sínum og spyrja: Var paö fyrir petta, sem við fórn- uðum lífinu? Myndina gerir Daumier í september 18 35 er stjórn Louis Filips heftir ritfrelsi blaöanna. Þegar þeir kryfja mein sam- - riðarinnar og nota birturt egg- ;árn háðsins að vopni, ristir nolskurður þeirra i gegnum i Idirnar. Viðfangsefni þeirra • sr ekki Sir, Signor eða Mon- sieur, módell 1777, 1808 eða .848, heldur maðurinn, enda pótt þeir klæði hann í föt sinn- ar tízku. Þegar Hogarth sýnir okkur .-.ýríka spjátrunginn auglýsa zndlega vesöld sína í smekk- ■vana bruðli, þegar Goya snýr við kápu skinhelginnar og sýnir okkur innhvérfuna, eða þegar Daumier bregður sjálfs- Jýgi borgarans við spésp.egil sinn, finnast okkur skotspænir háðsins vera hér og í dag. Ekki ’ egna þess, að þverbrestirnir séu ennþá hinir sömu, eða þau þjóðfélagsmein, sem valda þeim, enn við líði, heldur vegna hins, að myndir þeirra eru :fyrst og fremst listaverk. Honoré Daumier er fæddur í ‘Marseilles hinn 26. fébrúar árið' 1808. Faðir hans var glerskilrð- rmaður að iðn, en fékkst við :?káldskap. Heldur fannst hon- «m hæfileikar sínír vera mis- skyldu sína úr einu fátækra- hverfi í annað verra. Listhneigð gamla mannsins takmarkaðist þó ekki við yrk- ingar einar, því margan sunnu- dag gekk hann með syni sínum niður í Louvre, og loks réðist hann í það stórræði að koma honum á listskóla. Vegna fá- tæktar rejmdist menntabraut- in þó aðeins stutt blindgata, og nú er Honoré komið fyrir sem vikasveini í réttarsölum dómhallarinnar á Ile de Cité. Hann hefur eflaust lítið órað fyrir þvi þá, að sú viðkynning við hárkolluprúða hempufálka réttvísinnar ætti eftir að verða honum myndefni ævilangt, — já, og gera dómhöllina í París að samnefnara slíkra stofnana í augum seinni alda. En jafnvel réttvísin verður að taka sér sumarfrí. Daumier flytur sig þó aðeins um nokkur spor og gerist aðstoðarmaður eins þeirra mörgu bóksala, sem flytja kassa sína niður á Signubakka snemma morguns á sumrum. En hanri eirir því ekki lengi að láta bókelska menn prútta við sig um nokk- uí centime sóllangan daginu, Samt sem áður höfðu enn ekki komið frá hendi hans nein sjálfstæð verk. Allt sem hann gerir er undir nafni verkstæð- isins’ myndir og auglýsingar í blöð og bækur, — hann vinnur því líkt og prentmyndasmiður nú á dögum, að því viðbættu, að hann gerir frummyndirnar líka. Árið 1830 var hin svonefnda Júlíbylting gerð í París. Borg- arastétt og alþýðá batt endi á völd Bourbon-ættarinnar gömlu og studdi Louis Filip, „borgarakonunginn“, til valda. Brátt kom þó fram, að hann' hallaðist frekar á sveif með íhaldsamasta hluta borgara- stéttarinnar og aðlinum en þeim, er ótrauðastir höfðu bar- izt fyrir hann. Vinstrisinnaðir borgarar og alþýða Frakklands brýndist því til andstöðu við stjórn hans, og varð brátt að fullri heift, Sama árið er stofn- að í París nýtt blað, La Carica- ture (Skopmyndin), sem var í hatramri stjómarandstöðu, og hér bauðst Daumier verkefni. Hann var þá 23 ára að aldri. Ekki liafði hann gert margar myndir fyrir La Caricature, er hann langi armur réttvísinnar greip um hendur hans. Hann hafði gert mynd af Louis Filip, sem hann nefndi „Gargantua". Hún sýnir konunginn sitja í stól, feitan og risavaxinn. Franskur almenningur lætur þurftarkaup sitt í körfur, og er konungurinn mataður méð því, en niður af honum gengur svo framleiðslan: embættin, frið- indin og heiðursmerkin handa þeim ríku. Myndin vakti ódulda athygli í París, og Daumier varð að borga fyrir hana með sex mánaða fangelsisvist í Sainte- Pélagie, auk skaðabóta. Þánnig hóf Daumier lista- mánnsferil sinn. Fangavistin varð þó aðeins til þess að brýna honum vopn- in. Hann teiknaði án afláts frá morgni til kvöids, en gafst ekk- ert tækifæri til þess að færa myndir sínar á stein. f janúar 1833 losnar hann úr fangelsinu, nærri 25 ára gamall, og tekur nú aftur við starfi sínu hjá La Caripature. Gerist nú fátt tíð- inda næsta árið, enda var and- spyrnan gegn stjóminni orðin avo hörð, að henni fannst hyggilegast að fara að öllu með gát. Það er ekki fyrr en á önd- verðu næsta ári, sem upp úr sýður. Atvinnuleysingjar í einu af fátækrahverfum París- ar gera uppþot, og sú saga spyrst út, að það hafi verið skotið á hermenn stjórnarinn- ar úr einhverju húsi við Rúe Transnonain. Nóttina éftir er herflokkur sendur inri í hverf- ið til þess a'ð hefria fyrir upp- þotið, og verður sú hefnd með hryllilegum hætti. Þeir ráðast inn í eitt húsið við götuna. meðan fólk var þar i fasta svefni, og drepa flesta íbúa þess, jafnt fullorðna sem börn Síðar kom i ljós, að hús þetta hafði verið valið af handahófi einu. Aðför þessi fyllti mæli heift- arinnar í garð stjórnarinnar,' og næsta kvöld kom La Caricature út með mynd Daumiers á for- síðu: Rue Transnonain, 15. apríl 1834. Engin mynd sem Daumier gerði fvrr eða síðar vakti slíka athygli sem þessi bitra ádeila. í nokkrar vikur var nafn hans á hvers manns vörum, og sagt hefur verið frá þvi, að í byrjun þessarar ald- • ar hafi enn mátt sjá myndina límda upp á vegg í mörgum vinnustað og verksmiðju t París. Að sjálfsögðu var blaðið gert upptækt þegar í stað. Mynd þessi er ákaflega ein- föld og hörð. Ef hún er borin RUE TRANSNONAIN 15. APRÍL 1834. — Þessi bitra ádeila á moröin í Rue Transnonain varð til pess að blaö Daumiers, La Caricature, var bannað fyrir fullt og állt. saman við þær sem hann gerði í fangelsinu árið áður, er mun- urinn orðinn mikilL Þar fékkst hann enn við ailskyns smáat- riði og lýsti flötinn jafnt. Þessi er orðin heilli og stærri, mótunin óvæg- ari og línan á- kveðnar dreg- in. Hún gefur : J1 fyrirheit um 5 þá stórbrotnu list Daumiers, sem átti eftir að þróast. Það myndefni, sem Daum- ier notaði einna ósparast þessi árin voru ádeilur á dómstól- J ana, og komu minningar hans úr réttarsölunum honum þar að góðu gagni. Á einni þeirra sjáum við töturbúinii af- brotamann leiddan fyrir dóm- ara, sem hallar sér feitur og sællegur aftur á bak í hæg- indastólnum og segir: „Þú segist hafa verið hungrað- ur! Ja, þvílík ástæða! Þetta verð ég svangur á hverjum degi, maður minn, og ekki stel ég!“ Á annarri mynd sjáum við borgara leiddan fyrir réttinn. Hendur hans eru keyrðar aft- ur á bak og bundið er fyrir munninn, en dómarinn hallar sér fram á púltið og glottir með ránfuglsandliti. í bak- grunni sér á málafærslumenn og meðdcfrnara, líkt og þoku- kenndar óheillavættir. Þeim megin púltsins, sem að okkur snýr, eru skálar réttvísinnar, og ekki jafnar. Undir mynd- inni stendur: Hinn ákærði hef- ur orðið. Sárast af öllu svíður þó Daumier, þegar fátækt og umkomulaust fólk neyðist til að leita á náðir þeirrar „rétt- vísi“ sem miðar sannleikann við „mannvirðingu“, — og mannvirðinguna við þann Átökin milli stjórnar Louis Filips og alþýðu Parísar hörðnuðu enn að mun sumarið 1835. Mönnum þótti aem „borgarakonungurinn" hefði gengið á bak allra þeirra heita. sem voru grundvöllur Júlíbylt- ingarinnar, og í september „GARGANTUA". — Alpý&a Frakklands er blóðpínd með sköttum, sem fara i óseðj- andi hít konungsins, en krnna .aftur út í gervi hárra embœtta, fríðinda og heiðurs- merkja handa yfirstéttinni, Fyrir pessa mynd var Daumier dcemdur i sex mánaða. fangelsi 30. ágúst l832„ kringlótta. Ekki hlífir hann heldur þeirri lotningu, sem al- • menningur ber fyrir þessum hempuriddurum. Á einni mynd sjáum við ungan og bísperrtan slána, nýskrýddan málafærslu- hempunni, ganga út úr réttar- salnum á undan gömlum for- eldrum sínum. Undir myndinni stendur: „Að hugsa sér að son- ur okkar skuli vera orðinn málafærslumaður! Þvílíkur heiður fyrir- fjölskylduna! Mér • finnst bara, Adolf minn, að þú ættir að ganga í búningnum allan daginn!“ stofnað, Charivari, og Daumier.. gengur þegar í þjónustu þess. En það kemur sjaldnar út ög stendur varla undir greiðshtm, svo að naumur fjárhagur Daumiers þrengist nú enn. Þeir sem bezt þekktu Daurn- ier á þessum árum, svo sem ÞRIÐJA FARRÝMIÐ (1856) þetta ár v"7 svo hnúturinn rið- inn á réttaskerðinguna með því að fyrirskipa ritskoðun allra blaða. Sama daginn og þau lög ganga i gildi sendir Daumier frá sér myndina „Þeir sem féllu fyrir frelsið“. Hinar föllnu hetjur Júlibyltingarinnar rísa úr gröfum sínum og spyrja: „Var það fyrir þetta, sem við létum lífið?“ Nú líður ekki á löngu þar til La Caricature er bannað með öllu, skrifstofum þess lokað og hald lagt á vél- amar. Vopnin voru þó ekki slíðruð að heldur. Nýtt blað er Delacroix, Corot og skáldið Daubigny, tala allir um það. að framtíðardraumur hans h'afi. verið að fá efni til þess : að geta gefið sig óskiptan að því að mála. Eins og hann-lifði nú, várð hver dagur að. sjá fyrir sér, — hver myrid haris í blað- ið gaf nokkra franka, og það varð að nægja, þar til hann fékk greiðslu fyrir næstu mynd. Mestan hluta ævi sinnar bjó hann niður á Quai d’Anjou á evjunni St. Louise í Signu, —• aðeins spölkorn írá Notre Dame. og dómhöllinni. íhúð hans vaí

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.