Þjóðviljinn - 24.12.1954, Blaðsíða 32

Þjóðviljinn - 24.12.1954, Blaðsíða 32
32 Nóvembermyrkrið haíði læðzt inn í hverja smugu. — Það var löngu dagsett, líklega komið langt fram á vöku. Úti var grenjandi stórhríð, sem lamdi bæinn utan og þjapp- ari fannburðinum saman í háa ’ skafla. Frostgrimmdirnar höfðu steypt allt saman í þykka klakahellu, sem þakti jörðina, svo að hvergi sá á dökkan díl. Þannig hafði Vetur konungur unnið sleitulaust að undanj- förnu við sitt alkunna, ill- ræmda kaldabras. Hann var víst að skila af sér, gera hreint fyrir sínum dyrum. — Því ekki það? Nóg var að gera í því nornasetri. Kristallshöllin var steypt upp, hærri og veglegri en verið hafði. Allt var fágað og sópað, sífellt sópað, fágað og prýtt. Hann þurfti varla að vera niðurlútur, þegar hún kom sú mikla drottning, sem átti senn að setjast þarna að völd- um, ríkja og drottna, eins og sú gamla hafði gert. Óðum færðist hann nær, sá mikli dag- Ur, þegar ný öld rann upp við tímans víða sjóndeildar- hring.------- Mörg tákn og stórmerki gátu gerzt, þegar aldamót voru í að- sigi, sagði gamla fólkið, sem hafði lengsta lífsreynslu að baki — Aldrei var tíðarfarið verra en um aldamót, það var segin saga, að þá gengu einhver ó- sköpin á; og alveg var það ó- útreiknanlegt, hvað yfir gat dunið við aldarhvörf. Það fylgdi oftast böggull skammrifi, að fá að líta nýja öld rísa. En gaman var það eigi að síður. Því fylgdu alltaf hátíðahöld og margskonar nýjungar. — Bærinn heirna í Krossavík, var fyrir löngu kominn í kaf. Baðstofan sneri þinstafni móti norðri. Á stafninum voru þrír vænir gluggar, tveir á gesta- stofu niðri, en einn á miðjum stafni uppi, húsgluggi pabba og mömmu. Aldrei fennti hann í kaf, þó stundum kæmist skafl- inn upp undir gluggann. Þama í húsinu var ofn, sem alltaf var kyntur fram að háttatíma, þegar kalt var. Þar sat allt heimilisfólkið við vinnu á vök- unum, þegar verst var að kynda upp baðstofuna. Var þá oft þröngt setinn bekkurinn í ekki stærra húsi. En þar var þó rýmt til fyrir öllum og aldrei amazt við neinum. Þar nutu menn sameiginlega ljóss og yls, og auk þess ýmiskonar gamans. Alltaf fundu menn eitthvað upp, til að dreifa leiðindum. Stundum voru bornar upp gát- ur, og ráðnar, oft við mikla kátínu. Farið var í leiki, gefin skip, getið á dálk, botnaðar vísur, bringlað stöfum o. fl. Falleg kvæði voru þulin, eða sungin og sögur lesnar upphátt. Rokkar suðuðu þarna inni, kambar urguðu lágt. Lágur þyt- ur teinsnældunnar heyrðist við og við og lágt bopp, þegar snælduhalinn snerti pallinn. Hringl í prjónum blandaði sín- um þýða, svæfandi klið inn í hina dásamlegu sinfóníu starfs- ins. En upp yfir allt þetta raddasambland, þrumaði stór- hríðin sinum fimbulrómi. —• Þegar ný bók kom á heimilið, var upplestur í vændum. Þá setti enginn fyrir sig, þó stór- hríðin byldi á bænum, allir biðu með eftirvæntingu þess, að bókín yrði opnuð. — Fóst- bróðir minn var góður radd- maður. Hann sat við borðið og las hátt úr stórri, bundinni bók. Efni sögunnar hef ég nú gleymt, en þetta var mögnuð draugasaga, muni ég rétt, vel til þess fallin, að auka á ó- hugnað þann, sem vetrarmyrk- ur, gaddhörkur og stórhríðar vekja flestum alveg ósjálfrátt. Nafn sögunnar var hrollvekj- andi, hvað þá efnið. Allt lagð- ist á eitt þetta kvöld. Mér hafði verið komið fyrir á borðshorn- inu undir glugganum, og hvíldi ég fæturna á setubekknum, sem var þröngt setinn af vinn- andi stúlkum. Annars var ekki venja þar á bæ, að sitja á borðinu, en nauðsyn braut þó lög að því sinni, þegar svona mikið var í vændum. Allir hlustuðu meðv óskiptri athygli, unnu af kappi og hlustuðu. Ég svalg í mig söguna með á- fergju, sem mér var þó ekki töm. Prjónana felldi ég niður í keltuna við og við, en horfði á myndimar, sem hugurinn dró upp jafnt og þétt, með hroll- kenndum ákafa, gapandi af undrun. Allt var þetta svo dul- arfullt, torskilið og seiðmagnað, efni sögunnar og nafn „Magt myrkranna". — En þrumur og þórdunur! — Hva-hvað var þetta? Hjartað í mér tók snöggt viðbragð! Úpp yfir allan hávaðann, sem fyrir var, kvað við skelfilegi, þrumandi hljóð, rétt utan við gluggann. Ég fann stafnþilið titra, og hrollur fór um hrygginn á mér, seytlandi kuldahrollur. Lesarinn var í byrjaðri málsgrein og hélt á- fram, eins og ekkert væri. Eng- inn leit upp úr verki. — Var það hugsanlegt, að enginn hefði heyrt þetta þrumandi hljóð nema ég? Það mátti þó heyra minna! Ég stóð á öndinni, en reyndi þó að láta ekki á þvi bera, ef einhver skyldi líta upp og út í gluggann. En enginn virtist gefa mér minnstá gaum, sem betur fór. — Ég vissi það af reynslunni, að ég fengi að kenna á því, ef vinnufólkið kæmist á snoðir um hugará- stand mitt. Þannig leið einhver stund í ótta og ofvæni, þó sennilega stutt í samanburði við þá mergð hugmynda, sem þyrluðust um i kollinum á mér meðan hún varði. Það er víst alveg ótrúlegt, hvað börnum innan tíu ára aldurs getur dott- ið í hug, ekki sízt börnum eins og mér, sem löngum fékk að heyra „að ég væri ekki lik neinu barni“. Aldrei vissi ég þó hvað átt var við með þessu „að líkjast engu barni“, hafði það samt dinhvernveginn á meðvitundinni, að merkingin væri miður góð. — Ég missti alveg af söguþræð- inum, gat ekki um annað hugs- að en þessa þrumuraust, sem kvað við svo óvænt, og yfir- gnæfði alit annað. Hvað gat þetta verið? Broti úr sálmversi skaut upp í huga mér; „Veiztu þá ei, að dómsins lúður dynur, að djásn- ið fölnar, veldisstólHnn hrynur — og gullkálfurinn hjaðnar eins og hjóm.“ — Þama kom það! Lúöurhljómur. Auðvitað var þetta lúðurhljómur, gat ekki verið neitt annað. Lúður dómsins var það þá, sem þrumdi svona óvænt og ákveð- ið, svo að loftið titraði ennþá fyrir eyrum mér! — Ég hafði lært það af Hleiðargarðsdrengj- um, að þeyta hom, hrútshorn og nautshorn, meo svo miklum kráfti, að hestarnir fældust frá túninu, ruku inn allt Nes, inn fyrir Elínarstekk. En i svona lúðri hafði ég aldrei heyrt, svona veglegum lúðri. En, hvaða vitleysu var ég að hugsa? Hver myndi hafa heyrt hljóminn í þeim himneska lúðri, lúðri dómsins? Nú rann upp fyrir mér nýtt Ijós. Alda- mótin voru í- aðsigi. Einmitt aldamót! — Og í Helgakveri stóð þetta skýrum stöfum; „Ðagur drottins mun koma sem þjófur á nóttu. Þá munu himn- amir með miklum gný undir lok líða, frumefnin af eldi sundur leysast, og jörðin og öll þau verk, sem á henni eru, upp brenna.“ Allt bar að sama brunni. Dagur drottins. — Dómsdagur var í nánd. Eins og þjófur á nóttu dundi hann yfir, undir aldamótin! Þetta var fyrsta þruman, sem lúður dómsins boðaði með heimsendi! Ekki var um að villast! Lúður- hljómur! Aðvörunin, áður en allt hryndi til grunna! — En — Hamingjan sanna! Aftur var blásið í lúðurinn, rétt við þilið! — Og nú var þrumu- hljóðið ennþá dimmra og skelfilegra, margendurtekið og ákaft, svo skipandi ákaft! Loft- ið titraði og það suðaði fyrir eyrum mér! — Skyldi enginn heyra þetta valdboð, nema ég? — Nú var allt komið í eindaga, orðið um seinan að iðrast synda sinna, tilverunni lokið eftir augnablik — og óvissan ein framundan, eilífðin og ó- vissan! Mér hafði þó oft verið sagt það með berum orðum, að ég væri mesta vamma-kind, sem hefði fulla þörf fyrir hirt- ingu, svona við og við. En hver gat séð sálarheill sinni borgið á síðasta augnablikinu áður en heimurinn hrundi, sem ekki háfði látið sér segjast í tíma? Menn þurftu að gefa gaum sín- um vitjunartíma, meðan dagur var. Kannske var nú komin nótt, síðasta nóttin! — Ég sat eihs og höggdofa á borðshorn- inu og starði skelfd út í klök- ugan gluggann! — En þá ýtti Siggi frá sér bókinni, eins og ekkert væri 'sérstakt um að vera, stóð seinlega á fætur, og sagði ofur rólega: „Við verðum. vist að hætta við söguna í kvöld, og fara til dyra. — Hann Bjarni Ketilsson er kom- inn, og þeytir nú póstlúður- inn af ákefð úti á hlaði.“ — „Hann hefur líklega fulla þörf fyrir húsaskjól í þessu veðri, sennilega kominn austan úr Hlíð i dag“, sagði pabbi, og stóð upp frá kömbunum. En hvað mér létti við þessar upp- lýsingar! — Litlu siðar lagðist ég til svefns, harðánægð yfir þvi, að eiga lengra Hf fyrir höndum, , að fá kannske að lifa fram yfir aldamótin. Það hlaut að verða svo ákaflega gaman! Morguninn eftir, spurði ég Hönnu og Ásu um það, hvernig hann væri, þessi póstlúður. Þær sögðu mér þá, að Bjarni póstur vildi aldrei lofa þeim að blása í lúðurinn, varla að snerta hann heldur. Lúðurinn lagði hann alltaf yfir snagana í bæjardyrunum, og byrgði vand- lega yfir með yfirhöfn sinni,. áður en hann gekk inn. Um leið leit hann til þeirra með augna- ráði, sem sagði: „Látið þið kyrrt það, sem mér tilheyrir og kyrrt á að vera“! Þetta höfðu þa^- orðið að láta sér nægja. Fór ég þá til mömmu og bað hana að sýna mér lúðurinn. Lét hún það óðar eftir mér. Ég starði stundarkorn á þetta glófagra tákn konunglegrar þjónustu, sem gerði allar kon- ur að „frúm“, sem giftust pósti. Margt hugsaði ég á meðan, en lét ekkert orð koma upp um mig. Til þess var ég þá orðin nógu hyggin, eftir dvölina í skólanum í Krossavík þar sem margt þurfti nýtt að nema í nýju umhverfi. Síðan þetta skeði, hef ég lif- að bæði aldamótin og vel hálfa nýju öldina. — Bærinn þeirra pabba og mömmu er nú horf- inn af yfirborði jarðar. En út um húsgluggann þeirra ljómar mér alltaf skært ljós í minn- ingunni, þegar ég leita á fom- ar stöðvar, sem oft ber við. — Á glugganum þeirra pabba og mömmu, festir aldrei frost eða snjó. —------ 1.-3. 1954 — Eg skcU segja yður herra forstjóri — hér er þvi lýst á dásamleg- an hátt hvernig þjóðfélag hins frjálsa framtaks ber af öllum öðrum. Þessu getið þér dreift meðal verkamanna yöar — og ekki má gleyma að hinuhi megin á blaðinu er prentuð uppsagnartilkynning.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.