Þjóðviljinn - 24.12.1954, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 24.12.1954, Blaðsíða 17
um hefur verið komið fyrir í miðju fátækrahverfi, í götu milli snaraðra leiguhjalla. Ég sezt við borð utarlega i horni og panta einhverja ó- veru. Þjónninn kemur með marga matseðla og vill að ég panti af þeim, en ég held fast við óveru mína, og takast loks sættir um það. En lengi á eft- ir horfir þjónninn með tor- tryggni á þennan aðskotagest sem ekki kann þá hætti sem við eiga á slíkum stað. Klukkan er langt gengin ell- efu, en samt streymir fólk að i bílum og pantar sér mat. Það .sefur um miðjan daginn og vakir því lengi á kvöldin og borðar seint. Þetta er mikið hefðarfólk, stúlkurnar í skó- síðum kjólum með hvers kyiis hugvitssamlegu sniði og karl- mennirnir viðhafnarklæddir á sinn hátt. Maturinn virðist bú- inn til af þeirri list sem aðeins fæst með margra alda þjálfun, réttirnir hrannast á borðin, margvíslegir og skrautlegir, en með hverjum rétti er borin ný tegund víns. Þjónarnir dansa milli gestanna, sjá óskir þeirra orðalaust og uppfylla þær. Fiðl- ararnir reika á milli þeirra og knýja strengi sína af innileik og suðrænum funa. En í báðum endum götunn- ar og í hverjum glugga hjall- anna í kring standa íbúar hverfisins og horfa. Þeir horfa á þetta glæsilega fyrirfólk, þeir horfa á þessa ótrúlegu rétti og vínin, og þeir hlusta á hljómlistina. Stundum skjótast tötrabörn á milli borðanna með tómar flöskur og fylla þær úr vatnshana í götunni; það er ■ekki rennandi vatn í húsunum i kring. Og íbúarnir halda áfram að horfa, og þeir sem horfa nógu lengi geta séð eina rnáltíð greidda með fé sem svarar mán- aðarkaupi verka- manns. En gestim- ir horfa ekki á í- búana, og þó virð- ast þeir sækjast eftir að borða mat sinn á þessum stað, andspænis skorti og niðurlægingu. Ef til vill eykur það matarlystina, og nautnina af víni og músík og giöð- cim félagsskan. skortinn fara ekki fram hjá neinum. Kapitalistar geta ekki einu sinni skrifað ferðasögu án þess að minnast á eymdina. En þeir hafa á henni sína eigin ir hinna þriggja miUjóna betl- ara, þar sáust engar aldraðar konur hirða ellilaun sín í vindlingastúfum, engar ungar stúlkur biðja vegfarendur um ,Tvö eldri börnin fœra henni kornbarnið tvisvar á dag' skýringu sem þeir hampa við hvert tækifæri, og ég hef einn- ig fengið hana framan í mig hér heima. Þeir segja sem svo: Suðurlandabúar eru öðruvísi en við sem norðar lifum. Þetta gerir loftslag og hiti og annað eðlisupplag. Þeir eru hóglífari og rólegri og gera minni kröfur til lífsins. Þá skortir framtak og elju og hugkvæmni. Þess vegna láta þeir sér vel lynda að búa við svo kröpp kjör að okkur ægir, af þessu stafar at- vinnuleysið, húsnæðisskortur- inn og neyðin. Allt tal ykkar sósíalista um Þjóðfélagslegar Þá birtist mí, öldmð kona“ Þetta eru nokkrar minning- ar frá einum degi í Róm. En þetta eru ekki allar minning- amar, því dýrð þessarar eilífu borgar verður hugstæð hverj- um manni sem hana gistir. Én þeSsar minningar eru einnig sönn mynd af Róm og Ítalíu. Þau örlög sem við mér blöstu þennan dag er hægt að marg- falda með milljónum. Og þó átti ég eftir að sjá enn sárari og víðtækari fátækt. Ég átti eftir að sjá sveitaalþýðuna baslast méð frumstæðustu amboð, ég átti eftir að kynn- ast hinum geigvænlegu fátækra- hverfum í Neapel, þar sem fimmtungur íbúanna er stöð- ugt atvinnulaus, ég átti eftir að kynnast niðurlægingunni þar sem stórir hlutar fólksins eru hvorki læsir né skrifandi. ftalía er mikið ferðamanna- land, og staðreyndirnar um skýringar er vitleysa, — skýr- inganna er að leita í eðli fólks- ins. En það vill svo til að ég hef komið i annað suðlægt land þar sem fólki voru eignaðir sömu eiginleikar og þar sem kjörin voru hliðstæð og þau sem tíðkast nú á Ítalíu sunn- anverðri, eða jafnvel enn' lak- ari. Þetta land er Ungverja- land. Allt fram til styrjaldar- loka voru fátæktin og systkini hennar þeir eiginleikar sem mótuðu ungversku þjóðina mest, milljónir manna lifðu á yztu þröm mannlegrar tilveru. Þetta frjósama land gekk und- ir nafninu land þriggja milljóna betlara í ferðabókum. Og skýr- ingin var sem sagt þessi: þetta glaðværa, létta, myndarlega fólk skorti dug og djörfung, aðstæðumar voru bein afleið- ing af eðli þess. En þetta var allt saman breytt þegar ég kom til Ung- verjalands 1951. Þar sáust eng- mæðralaun sín, engir húsnæðis- leysingjar hreiðra um sig í bælum merkurdýranna. Fólkið var eins og því hafði alltaf ver- ið lýst, glaðvært, létt og mynd- arlegt, en fjötrar rangsnúins skipulags höfðu verið leystir af þvi, og starfsgleðin, þrótturinn og bjartsýnin blöstu hvarvetna við. Það var öruggt og víst að eðli fólksins stóð ekki í vegi nýsköpunarinnar. ★ ' ★ * Ég kom í ungverskt sam- yrkjubú, og sú heimsókn er einhver dýrmætasta minning sem ég á. Það fólk sem þar bjó hafði mátt heita ánauðugt fyrir sjö árum. Það sýndi mér fyrri híbýli sín, lágkúruleg* leirhreysi, eins og þau gerast verst á Suðurítaliu. Það hafði ekki átt neina innanstokksmuni, engin föt sem nafn’ var gefandi; um uppskerutímann stritaði það myrkranna á milli fyrir gósseigendur, en langtímum saman átti það engan kost arð- bærrar vinnu. „Það var farið verr með okkur en dýr“, sagði gömul kona við mig, og augu hennar ljómuðu þegar hún lýsti fyrir mér umskiptunum af barnslegri hrifningu, því furðu- lega kraftaverki sem orðið hafði í lífi þeirra. Lengi dags gekk ég þarna um milli hús- anna, og allir þurftu að segja sína sögu, hversu gerólík öll tilveran væri orðin, og andlitin ljómuðu af þvílíkri gleði að hún yljar mér enn. Sveitakonurnar leiddu mig inn að kistlunum^ sínum, luku þeim upp eins og börn og sýndu mér kjóla og kápur sem þær höfðu nú eign- azt fyrir vinnu sína: „ég hef aldrei átt nein föt áður“, sagði ein, „þetta voru tötrar áður, en nú er ég eins vel til fara og hver annar“. Bústjórinn hljóp á undan mér um akrana, tíndi aldin og blóm og fyllti á mér fangið, og hann þreyttist aldrei á að segja: „\dð eigum þetta, við eigum þetta“, eins og hann tryði því ekkl enn að lífið var orðið nýtt. — Sósíalisminn var vissulega ekki í andstöðu við eðli þessa fólks, þvert á móti hafði það nú fyrst öðlazt það skipulag sem hæfði. A Þessi heimsókn kom mér oft N SELMATSELJAN Ur óprentuðu þjóðsagnasafni Jóns Árnasonar ITi Ólöf er nefnd ein bónda- dóttir; hún var heima með for- eldrum sínum; hún \-ar fríð sýnum og vel að sér gjör; hún var gjafvaxta mær, er þessi saga gjörðist, og þótti hinn bezti kvenkostur. — Þess er getið, að eitthvert sumar var Ólöf ráðskona í seli föður síns, og var hún þá alloft ein heima í selinu um daga. Þá var það til tíðinda einn dag, að það kemur maður ókenndur til henn- ar í selið og biður hana að gefa sér mjólk í hvlki nokkuð, er hann var með. Hún gerði þegar sem hann bað. Fór svo fram um sumarið, að þessi hinn ókunni maður kom einatt til Ólafar í selið og fékk hjá henni mjólk. Einn tíma undir sel- verulok kemur hann enn og fær mjólkina að vanda, Ólöf hefur þá orð um, að mjólkin sé lítil er hann fái hjá sér að þessu sioni. Hann mælti: „Safn- ast þegar saman kemur sopar þínir, Ólöf mín.“ Eftir það kvöddust þau, og er þess ei getið, að hann vitjaði oftar í selið það sumar. Sumarið eftir var Ólöf enn í seli, hún var þá með barni. Kemur nú að þeirri stundu, að hún tekur jóðsótt, og var hún þá ein manna heima í selinu. Hún hafði sótt erfiða, og var lengi, að hún gat eigi fætt; og nú er hún var þar stödd í þessum nauðum, þá kemur kunningi hennar til henn- ar, sá er hún hafði mjólkina gef- ið sumarið áður. En er hann kom til og fór höndum um hana varð hún brátt léttari og ól svein- barn. Hinn ókunni maður laug- aði sveininn og veitti honum allan umbúnað. Ólöf var svo máttfarin eftir sóttina, að henni hélt við bana. Dreypti maðurinn þá á hana lyfi úr bauk nokkr- um eður glasi, og hresstist hún þegar, svo að um skammt kenndi hún sér einskis meins. Hinn ókunni maður hvarf nú á brott og hafði með sér bamið. Er nú ekki frá tíðindum sagt, fyrri en maður nokkur, vænn og vel metinn, gerðist til þess að biðja Ólafar. Hún tók því seinlega og lézt ei hafa hug á að giftast að svo komnu. Þó kom þar um síðir, að hún ját- aðist manninum með þeim skil- daga, að hann lofaði aldrei ó- —------------------------------<S> í hug meðan ég dvaldist í ftalíu. Mér þóttu þessar suð- rænu þjóðir eiga býsna margt sameiginlegt, fólkið mjmdar- legt, hjálpsamt og glaðvært, landið frjósamt og gjöfult. Og ég veit að alþýðufólkið sem ég sá búa við hin kröppustu kjör í Ítalíu, verkafólkið, bændurn- ir, fiskimennirnir, á eftir að brjóta af sér sjálfhelduna, og skapa sér nýtt líf Það hefur þegar myndað sér sterkustu sósíalistísk samtök sem eru í nokkru kapítalistísku landi, og ég veit að ég á eftir að gleðj- ast með því yfir nýjum lífshátt- um og öðlast aðrar minningar um kjör alþýðunnar í þessu fagra landi en þær sem raktar voru í upphafi. kunnum manni að vera urrt nótt án ráði hennar. Hann hét því; var síðan haldið brúðkaup þeirra, og fór hún til bús með honum. Ei er annars getið en samfarir þeirra væri góðar. Liðu svo nokkrir vetur, að ei varð til tíðinda. Þá varð það eitt laugardagskvöld, að barið var að dyrum á bæ þeirra. Bóndi gengur til dyra og sér ókunnan mann standa úti og er með honum sveinn einn stálpaður. Þeir heilsa bónda og biður hinn eldri maðurinn þeim gistingar. Bóndi hefur eigi aftök um það, en kveðst þó verða að ganga inn fyrst og munu skjótt koma út aftur. Gesturinn spyr hvort hann hafi konuríki svo mikið, að hann sé ei einráður um að hýsa mann um nótt. Bóndi segir það eigi vera. Skiptu þeir nokkrum orðum um þetta, en svo lauk, að bóndi stóðst eigi frýjuorð hins ókunna manns og ámæli við konu hans, og bað gesti þegar ganga inn með sér. Þeir gjörðu svo. Húsfreyja sat á palli og heilsuðu komumenn henni. Hana setti dreyrrauða en mælti ekki. Bóndi spyr húsfreyju, hvort hún vilji ei vísa gestum til sætis. Hún svaraði og kvað hann geta það sjálfan, eins og hann hefði við sitt einræði leitt þá innar. Bóndi vísar þá gestum til sætis á rúm eitt„ Hinn eldri maðurinn horfir mjög á húsfreyju, svo að varla hefur hann af henni augun. Hún mælti þá og heldur stygg- lega: „Á hvað horfirðu, glapi?“ Gesturinn mælti: „Una augii meðan á sjá, kona góð.“ Ekki er þess getið, að þau mæltust fleira við um kvöldið. Um morguninn ætluðu þau hjón með fólki sínu að fara til kirkju og vera til altaris. En það var þá siður í þann tíma, að hver heimamanna beiddi annan fyr- irgefningar á öllu því, er hver kynni að hafa gert öðrum á móti, áður til kirkju var farið þennan dag; og svo gerðu þau hjón og allt heimafólk þeirra. En er þau voru komin út fyrir dyr og mjög svo albúin til kirkjuferðar kemur bóndi að máli við konu sína og fréttir hana eftir, hvort hún hafi beð- ið gestinn fyrirgefningar á því, er hún hafi mælt til hans ó- sæmilega í gærkvöldi; húa kveður nei við því. Bóndi bið- ur hana þá ganga inn aftur og friðmælast við gestinn. Þeir sátu enn inni gestirnir og sýndu ekkert ferðásnið á sér. Hús- freyja er lengi treg til inn að fara en lætur þó tilleiðast um síðir, er bóndi segir annars kostar munu bregða kirkjuferð óg altarisgöngu þann dag. Gengur hún nú inn og að hinum ókunna manni, og leggur báðar hendur um háls honum, og bið- ur hann ei misvirða það, er hún hafi harðlega til hans mælt i gærkvöldi; kveður þá hafa ver- ið tímana, að hún hafi fegnarl orðið fundi hans, en svo sem núi sé komið. Þau lágu nú bæði í Framhald á 35. síðu* -

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.