Þjóðviljinn - 24.12.1954, Blaðsíða 30

Þjóðviljinn - 24.12.1954, Blaðsíða 30
30 Heimilið var ekki ríkmann- legt, en eigi að síður bar það vott um velmegun og snyrti- lega umgengni fólks úr al- þýðustétt. Húsgögn voru óbrot- in, en stóðu svo reglulega, að eigendur þeirra gátu varla haft mjög sjálfstæðan smekk. Mynd- £r og málverk á veggjum báru vitni um, að húsráðendur þekktu lítið til myndlistar. Eigi að síður var augljóst, að hér hlaut öllum að líða vel, hér var það til, sem öllum húsbúnaði er betra, heimilisánægja, ró og friður. Það var að kvöldi dags og hjónin voru ein heima. Kon- an sat í stofu sinni í grænum sófa og saumaði í púðaborð. Teikninguna, sem hún fór eftir, hafði hún við hlið sér í sóf- anum. Konan var ljóshærð og hafði þykkar fléttur, feitlagin kona, hálsstutt, bjartleit og hafði mildan, góðlegan svip og hreinan. Maðurinn gekk um gólf með hendur í vösum. Hann var . klæddur í bláa peysu, brúnar buxur og svarta inniskó. Þrek- vaxinn maður og samanrekinn, sköllóttur, svipurinn rólegur og yfirvegandi. Útlit mannsins gat bent til, að hann væri vörubíl- stjóri, en það var hann samt ekki. Þeim hjónum var nokk- ur vandi á höndum, einkum manninum, en konan tók full- an þátt í áhyggjum hans. Hún leit upp frá verki sínu og sagði í framhaldi af þvi, sem áður var talað: — En að þú skrifaðir honum nokkrar línur? Maðurinn nam staðar og horfði á hana. — Skrifaði honum? — Skrifaðir honum, já, þu ert svo laginn að koma fyrir þig orði. — Þetta getur verið. Ætti ég að gera það? spurði hann. — Þú ættir að gera það. Það finnst mér, sagði hún. Hann féllst á skoðun hennar, gekk að eikarskápnum í innra herberginu, opnaði hurðina, sem jafnframt var skrifborð hans, tók fram skriffæri sín og pappir og settist að skriftum. Hann sat þar ^anga stund, studdi hönd umA- kinn, en hafðist ekki að. Konan sat við verk sitt. Hún fylgdi af nákvæmni teikning- unni við hlið sér, taldi út spor- in með nálaroddinum og raulaði aðeins við. Eigi að síður vissi hún, hvað manninum leið. Loks stóð hún upp, gekk fram í eld- húsið og hitaði kvöldkaffið. Biksvört desembernóttin lagðist þétt að glugganum, en það var kyrrð í veðri og auð jörð. Hjónin töluðust fátt við með- an þau drukku kaffið. ... — Gengúr þér illa? spurði konan. Hann sagði, að sér gengi illa. Samt hélt hann, að hann værí nú kominn að niðurstöðu um það, hvernig halda skyldi á málínu. Síðan drukku þau kaff- ið þegjandi og að því búnu fór hvort til sins verks. Það leið langur tími, mjög . langur og alltaf sat konan við " sauma sína og þegar hún leit upp, sá hún æ hið sama. Maður hennar grúfði sig yfir bréfið, herðar hans voru miklar og kúptar þar sem hann sat í peysu sinni. Loks stóð Hann þó upp Og hafði lokið bréfinu. Hann kom með það í höndum sér, Með beztn kveðju. Saga eftir Stefán Jónsson gekk álútur og las á göngunni. Siðan settist hann í stól móti konunni og tók að lesa henni, það, sem hann hafði skrifað. Kæri vinur. Mér fannst ég ekki geta látið jólin liða hjá án þess að tala við þig. Stundum er hægara að segja í bréfi það, sem inni fyrir er heldur en tala um það. Því vel ég sendi- bréfið. Ég get ekki sætt mig við, að þú álítir mig eiga sökina á þvi, að þér var sagt upp vinnunni um daginn. Ég á þar enga sök. Sé um sök að ræða, er hún hjá þér sjálfum. Mér er Ijúft að viðurkenna, að allan þann tíma, sem ég hef haft verkstjórnina með hönd- um, hefur þú unnið vel og ver- ið óhlutdeilinn. Ég skal hvar sem er gefa þér þau meðmæli, ef þú þarft á að halda. Hitt er annað mál, að framkoma þín undanfarið hefur verið mjög hæpin og vafasöm. Á ég þar einkum við orðræður þínar í kaffitímunum. Skiptir þar litlu máli, þó að þú ættir víst sjald- an upptökin. Þú lézt espa þig upp. Það er ekki heppilegt nú á tímum að tala mikið um þjóð- frelsi, þegar svo ólíkur skiln- ingur er lagður í það orð. Út af fyrir sig er mér alveg sama um skoðanir þínar á því máli. En þú veizt, að Þorvarður álítur þetta ekki heppilegt umræðu- efni á vinnustað. Það álít ég ekki heldur. Okkur Þorvarð hefur lengi grunað skoðanir þínar á opin- berum málum, en við höfum ekki fengizt um þær, meðan þú hafðir þig ekkert í frammi. Skoðanafrelsi er í landinu og þú ert frjáls að þínum skoð- unum. Ég get meira að segja viðurkennt, að í sumu kannt þú að hafa rétt fyrir þér. Ég er nú ekki þröngsýnni en þetta. Það sem meira er. Þorvarður er í þessu sama sinnis og ég. Annað mál er það, að hann vill ekki, að verið sé með stæl- ur og áróður við fólk hans. Það er margs að gæta á vinnu- stað, þar sem svo margir vinna eins og hjá okkur. Það eru þeir tímar núna, að betra er að fara sér hægt. Sann- leikurinn er sá, að enda þótt menn þykist eiga einhverja hugsjón, þá er sú hugsjónin stærst að koma sér vel og reyna að sjá sér og sínum farborða. Þetta á við um alla og hvar í flokki sem þeir standa. Þú ert hreinskilinn maður, en hrein- skilni getur gengið út í öfgar, ekki sizt á viðsjárverðum tím- um. Menn þurfa fyrst og fremst að vera klókir, bíða og sjá, <?>- hverju fram fer. Skoðun ó- breytts alþýðumanns hefur ekki mikið áð segja. Hennar vegna ætti maðurinn” 'ekki að hætta’ ■ afkomuöryggi sínu. Ég tók eftir því um daginn í kappræðum þínum, hve vand- lega þú gættir þess að nefna herinn aldrei „vamarlið“ eins og þó er fyrirmælt af stjómar- völdunum. Hvað átti sá þrái að þýða? Hann hafði ekkert annað að þýða en það að espa strákana á móti þér. Her- inn heitir „varnarlið“ og er skírður það af löglega kosnum stjórnarvöldum. Það er sama, hvaða skoðun þú kannt að hafa á hlutverki hans. Það er á- stæðulaust að kalla hlutina öðr- um nöfnum en þeir heita. Ég tek þetta eiqa dæmi af mörgum um ógætilega framkomu þína. Sjálfur læt ég aldrei neinn heyra skoðun mína á opinber- um málum. Ég held það sé góð regla. Maður á að bíða. Verði skoðanir manns siguisælar, er gott að taka því, en bíði þær lægri hlut, verður ósigurinn léttbær, ef maður hafði sig lít- ið í frammi. Ég þykist hafa rétt til að segja þér þetta, vegna þess að við unnum svo lengi saman og mér þótti leiðinlegt, að svona skyldi fara. Það þykir Þorvarði einnig, en hann hefur VKxs-t-'.'/ —N sínar ástæður fyrir þeim regl* um, sem hann setur og mér ber að virða þær og fara eftir þeim. Við höfum verið að tala um þetta fram og aftur í kvöld hjónin. Báðlam þykir okkur þetta mjög leiðinlegt, af því að nú er líka svo lítið um vinnu. Ef þú viidir lofa mér því að gæta þín betur eftirleiðis, skal ég beita áhrifum mínum til að þú fáir vinnu hjá okkur á ný. Annað get ég ekki gert. Ég stend við mín loforð. Mér finnst, að þú getir líka gefið loforð og staðið við þau. Þú ættir að hugleiða þetta. Með beztu kveðju og ósk um gleðileg jól. Hann hætti lestrinum. Það varð stundarþögn og heyrðist aðeins skrjáfið í pappírsörkiui- um. — Jæja, hvað segirðu um þetta? spurði maðurinn. Konan leit ekki upp frá vinnu sinni og varð sein til svars. Hann varð órólegur og spurði á ný: — Hvað er að? Er eitthvað að þessu hjá mér? En það var ekkert að. — Ég var ekki að hugsa um það, góði minn. Ég var aldrei hrædd um að þú kynnir ekki að koma orðum að þvi, sem þú vildir segja, sagði hún. Hann brosti, en sagði ekkert, beið þess, að hún segði, hvað hún var að hugsa um. Hún lagði saumana í kjöltu sér og leit upp. í björtum svip hennar var mikil heiðríkja. — Ég var að hugsa um, hvort við gætum ekki sent telpun- um þeirra eitthvað svo að þau efist ekki um vináttu okkar, þó að svona færi, sagði hún. Hann var því samþykkur og þegar þau höfðu rætt það betur, stóð hann upp og gekk að skrifborði sínu á ný. Hún fylgdi honum eftir og horfði yfir öxl hans meðan hann skrifaði neðan við bréfið: —.Ég set inn í bréf þetta smá- vegis jólakveðju til telpnanna þinna tveggja, hundra'ð krónur til hvorrar. Við hefðum ef til vill getað keypt eitthvað handa þeim, en konan mín held- ur, að þetta geti engu síður komið sér vel úr því, sem kom- ið er. Hauu braut saman bréfið og stakk því ásamt peningunum í umslagið, bleytti límið með tungubroddinum, lokaði um- slaginu, lagði það á borðið og skrifaði utan á það. Hann skrifaði stóra stafi, skrifaði hratt og af mikilli æfingu, en enga fegurðarskrift, ýtti síðan bréfinu frá sér og sagði: ' — Jæja, það er búið. Konan stóð enn að baki háns og brosti, þegar hann leit um öxl. — Ég vona að þetta fari allt saman vel og að hann sjái sig um hönd, sagði konan. — Hann er mesti þrákálfur, held ég, sagði maðurinn. En það er sama. Ég hef gert það sem í mínu valdi stendur og mér líður betur eftir að hafa gert það. Það á ég þér að þakka eins og svo margt annað gott. Hún svaraði ekki, því að hún var ekki á nokkurn hátt að hugsa um sjálfa sig. Henni var eiginlegt að vilja láta gott af sér leiða og vera £. hvívetna öðrum til blessunar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.