Þjóðviljinn - 24.12.1954, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 24.12.1954, Blaðsíða 16
-*fr—, að er sólskin og hiti, ■V nokkuð. yfir þrjátíu gráður í • skugga, og ég sit á gangstéttinni við Piazza Venezia, aðaltorg Róma- borgar, undir sólskýli og er að drekka kaffi. Þetta er ekkert vonjuiegt kaffi, heldur hið fræga ítalska kaffi, svo sterkt að maður fær aðeins tvo munn- sopa í bollahn og svo gott að bragðið fyllir mann æ síðan sætri ilöngun. Þetta er skömmu éftir hádegi, sólin er hátt á 'iöfti, brennir og bakar. Um þetta ieyti dags hafa ítalir þann sið að fella niður störf, verzlunum og skrifstofum er iokað, menn ieggjast fyrir, hvíla sig og sofa. £>að eru því fáir á ferli, og peir sem ganga um göturnar þræða forsæiuna; þetta er helzt hinn fjöimenni iðjuleysingjahópur Rómar, bosmamiklar nunnur, munkar og prestar í svörtum, skósíð- um pilsum, með barðastóra hatta og gylltan kross á nafl- anum. Og um torgið skjótast renniiegir lúxusbílar með bandarígkum númerum, bílar túristanna sem þykjast eiga þettá la'nd. Ég kaSta vindiingsstúf út á götuna og býst til að drekka 'seinni sopann úr kaffibollan- úm. Þá birtist rhér öldruð kona, slitin, hokin.klædd tötrum. Iiún skeytir ekkert úm að ganga í forsæiunni, heldur skundar /akleitt að vindlingsstúfnum mínum, tekur hann upp og stingur honum í skjóðu sern hún ber framap á maganum. Síðan heidur hún áfram ber- höfðuð í þjakandi sóiarbrunan- um, horfir stöðugt til jarðar, beygir sig við og við og hirðir nýjan stúf sem \ einhver veg- farandinn hefur kastað frá sér. Út undan sér fyigist hún með atferli gestanna sem sitja við borðin á gangstéttinni, og er þegar komin á vettvang þegar einhver er búinn að reykja vindlinginn sinn til þrota, og það kemur glampi í augun á henni ef henni tekst að tæma öskubakka án þess að þjónarnir veiti því athygli. Og hún er ekki ein um þessa iðju; það eru margir starfsfélagar henn-: ar að verki á þessu aðaltorgi Rómar. Uppskeru sina selja þau fyrir iítið verð til verksmiðju sem býr tii nýja vindlinga úr tóbakinu sem eftir er í stúf- unum. Ég sá þessa gömiu, slilnu konu í hvert skipti sem ég kom á torgið. Hún virtist vinna þar frá morgni til kvöids, og hún hafði ekki tima til að leggjast fyrir meðal sólin var hæst á lofti. Allan daginn tíndi hún stúfana af torginu, götunni og úr ræsunum; þetta voru . hennar eliilaun. Ég reika af torginu upp Via del Corso, eina helztu götu Rómar. í skoti milli húsa stend- ur ung stúlka, grönn, tekin og fátækiega búin. Á vinstra handiegg heldur hún á barni á fyrsta ári, beinaberu bami með stórt höfuð. Ilún lítur á tt(cujnús Kjcvdxmsson: DAGIK I ROM Teikningar eftir cJótiannes cJ ókannesson .vegfni'enduj- stórum dökkbrún- um augum og réttir fram hægra lófann, en í honum heldur hún á fáeinum líruseðlum. Hún seg- ir ekki orð, en stundum otar hún lófanum örlítið fram og beinir til manns þessu myrka augnaráði sínu, Barnið mókir í steikjandi hitanum, amrar stundum iítiliega, en móðirin er orðin siginaxia vinstra meg- in af byrði sinni. Mér verður oft síðan gengið um þessa götu, og ævinlega stendur unga stúlkan með iitla barnið sitt í þessu sama skoti. Hún virðist vera þarna ailar stundir dags, og hefur ekki frekar en gamia konan á torg- inu tíma til að ieggja sig með- an sólin brennir heitast. Hún er að innheimta mæðralaun sín. ★ * * Ég bý í einu úthverfi Rómar. íslendingar sem þarna eru ból- fa.stir hafa skotið yfir mig skjiólshúsi af mikiiij rausn. Þetta er faiiegt hverfi, nýieg, mynda'rleg, vönduð hús, búin öllum þægindum nútímans. En í útjaðrí þessa ágæta hverfis eru önnur hús, sé hægt að nefna þau því nafni. Þetta eru tæplega manngengir kofar, gerðir úr klíndum leir og múr- steinabrotum, allir .. skakkir pg skældir. Þarna er hvorki skolpræsi né vatn. í iiúsum, og ekkert rafmagn. Qg þó er það iánsamt fólk sem býr í' þggsum hreysum, því það ,^..þak ' yfir höfuðið. Ég geng gegnum þetta hverfi á leiðinni heim og fer um dá- iítið skógarrjóður við þjóð- brautina. Þar er fólk að hreiðra um sig undir trjánum; fáeinir eru svo lánsamir að eiga ein- hvern tjaldræfii, flestir láta sér nægja pokadruslur eða slit- in brekán. Ég geng þarna fram á konu sem situr flötum bein- um á jörðunni með barn í kjöltu sér, hlaðið kaunum. Fyr- ir, framan. hana logar eldur í spreki undir ryðbrunnum potti, en í honum kraumar eitthvað grautarkyns. Þetta er róm- verskt heimili á miðri tuttug- ustu öld. Þegar ég kem heim mæti ég ítalskri konu. Hún á heima í þverfinu sem ég sagði frá áðan, en hún hjálpar til í þessu húsi. I-Iún hjálpar öllum fjöiskyldum sem í húsinu búa, tekur til, gerir hreint, þvær þvotta. Þessi kona á sjö börn, það yngsta er nýfætt. Tvö eldri börnin færa henni kornbarnið tvisvar á dag; þá gerir hún hlé á vinnu sinni, sezt út í horn og geíur anganum brjóst. Síðan réttir hún eldri börnunum hann og heldur á- fram erfiði sínu á heimilum annarra. Þessi kona er alltaf hýr og kát, þótt hún sé auðsjáaniega siitin. Og hún hefur ekki minni áhuga á vindlingsstúfunum mínum en gamla konan á torginu; hún segir mér að maðurinn sinn hafi gaman „1 skotl milli liúsa stendur ung stúiliíi" af að totta pípu þegar hann komi úr vinnu á kvöldin. Einn daginn færir hún mér krukku til að safna í stúfunum, en þegar ég býð henni heilar sig- arettur neitar hún að taka við þeim. ' ★ ★ ★ Kvöldin cru fegyrstur, tími í suðurlöndum. Uoftið er þá hæfilega hlýtt og magnað ein- hverri dularfullri angan sem umlykur mann ró og værð. Um kvöldið er ég aftur komin nið» ur í bæ. Þarna reikar gamla konan enn um Piazza Venezia og tínir stúfa í skjóðuna sína. Eg reika í áttina að Colosseum, þessu heljarlega mannvirki frá Rómariki hinu forna, leik- vanginum þar sem tugþúsund- ir horfðu á skylmingar, leiki og íþróttir og þar sem munnmæl- in herma að kristnir menn hafi verið iátnir fást við óarga dýr. Þetta mikla mannvirki þræla- þjóðfélagsins verður enn áhrifa- meira og æfintýraríkara að kvöldi, merlað af tunglskini, og senn er ég kominn inn í rúst- irnar sjálfar og hugur minn er fullur af fornöld. Áhorfendapallarnir, hlaðnir úr höggnu grjóti, rísa upp frá sporöskjulöguðum ieikvangin- um, en hann hefur ekki sín fornu ummerki. Undir honum voru áður ranghalar og búr handa óargadýrum, en nú hef- ur þetta aiit verið grafið upp af fornmenjafræðingum og ■blasir við sól og mána. Og þegar fornöidin gagntekur mig hvað mést tek ég eftir'þvi að það er >allt kvikt þar sehv leik- sviðið stóð; Þegar ég gái betur að kemur í ijós að í ranghölum ■og búrum óarga-dýranna er fóik. Þaðjer að. búa. sig .undir nætursvefninn og eflaust hugs- ar það með þakklæti til hinna fornu Rómverja sem höfðu efni á því að búa til búr handa dýr- um merkurinnar sér til skemmt- unar. Ég býð þessum gistivinum rústanna góða nótt, og held áfram í tunglskininu, en hvar- vetna blasa við menjar fortíð- arinnar, lokkandi og fullar af dul. Senn stend ég á einni brúnni yfir Tíber og horfi nið- ur í lygnan strauminn: Tiber sígur seint og hægt í ægi, seint og þungt — með tímans göngulagi. Loft er kyrrt. Ei kvikar grein á baðmi. — Kvöld með rauðri skikkju og bláum faldi. — Sái min berst tii hafs í fljótsins faðmi. Fyrir hug mér sveima liðnar tíðir; Svífa á borði elfar aldir, lýðir, eins og sýning skuggamynda á tjaldi. Ég heid áfram að þylja1 kvæði Einars Benedikts- sonar hálfhátt en vegfarendur horfa undrandi á þenn- an mann sem sendir frá sér svo annarlegt tungutak í kvöld- húminu. Svo er ég kominn yfir ána. Þar tekur við nokkurra alda gamalt íbúðahverfi, fátæklegt. Göturnar halda áfram að þrengjast, þær verða krókótt- ari og krókóttari, iýsingin æ strjálli, skuggarnir dimmir og draugalegir. Ég lít á kortið hvort cg sé að viílast, en ég reyníst vera á réttri leið. Og að iokum blasir við uppljóm- uð gata, alsett dúkuðum borð- um, þar sem hljómsveit leikur af kappi og skrautklæddir þjónar hlaupa á milli borðanna. Þeíta er einn af helztu lúxus- veitingastöðum Rómar, sem af einhverjum annarlegum hvöt-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.