Þjóðviljinn - 24.12.1954, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 24.12.1954, Blaðsíða 8
KU-KUX (OGT JOOF VerðlfluimmgndAgÁtA Þeirn sern glírtia við myndagátu Þjóðviljans skal sagt það til huggunar, að liún er nú mun léttari en í fyrra og hefur ekki að geyma nein óvenjuleg orð. Ráðningar skulu hafa borizt fyrir 25. janúar, og þrenn verðlaun veröa veitt: 300 kr,, 200 kr. og 100 kr. — Góöa skemmtun! Við ökum af stað Framhald af bls. 5. opnað fyrir rafstraum og neisti kviknar milli málmþráð- anna á rafkertinu, sprenging verður í benzíninu og þrýstir bullunni niður af ofsakrafti. Það er þessi kraftur, sem er Ieiddur í sveifarásinn og við snúning hans ýtist bullan aft- tir upp. Útblástur Nú opnast opið B og því af fcenzínblöndunni, sem ekki eyddist við sprenginguna, er þrýst út úr strokknum. Þegar bullan er komin upp í topp, lokast opið B, en A-opið opnast og þá byrjar aftur það sama sem hér hefur verið sagt frá. Þið sjáið það í hendi ykkar að sprengingarnar í öllum strokkum hreýfilsins verða ekki samtímis, heldur hver á eftir annarri, og að það er hreyfíllinn sem sjálfur stjóm- ar lokunum, framleiðir raf- magnið og kveikir í benzíninu á réttu andartaki — en hugsið þið nokkum tíma um það hve flókin og vandsmíðuð vél bíl- hreyfillinn er, hve smiði hvers einstaks hluta hans verður að vera nákvæm og vandlega út- hugsuð. Það eina sem hægt er að setja út á sprengingahreyfilinn er það að hann fer ekki í gang af sjálfum sér. Nú hafa flestir bílar sjálfvirkan ræsi, litinrí rafhreyfil, sem snýr sveifar- ásnurn þar til fyrsta sprenging- in verður, en suma gamla bíla verður enn að snúa í gang. Það kemur líka stöku sinnum fyrir, að gera verður það við nýja bíla, en þá er ræsirinn í ólagi. Strokkstykki og sveif- arás. Á þessari mynd eru lokar og rafkerti ekki sýnd. Takið eftir hvernig strokkarnir vinna á vixl.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.