Þjóðviljinn - 24.12.1954, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 24.12.1954, Blaðsíða 11
11 arinnar upþi á honum. Þessi stabbi, sem er sjálíur hraun- tappinn í gígnum, reyndist of fastur fyrir, er rauðamölinni var mokað á bíla, og þvi var honum leift. Rauðhóll er mjög lítið eld- varp. >ar hefur aðeins komið upp eitt smágos, sem virðist ekki hafa afrekað annað en hrúga upp þessum gíghól. Ekki er að sjá, að neitt hraun hafi runnið frá honum. En því get ég Rauðhóls hér, að hann hef- ur að geyma furðu merkilegar og auðlésnar jarðsöguheimildir. Þær komu ekki í ljós fyrr en hann var allur grafinn sundur. Þessar heimildir eru vitaskuld jarðlög, og við lestur þeirra ber að byrja á neðstu línunni og lesa upp eftir. Þessi lög hafa eflaust myndazt víðar, en máðst burt aftur, þar sem þau lágu bei* en Rauðhóll hefur hreint og beint innsiglað þau og varðveitt með þvi að hrúg- ast ofan á þau og liggja þar eins og ormur á gulli. Dýpzt í malargryfjunni ligg- ur einkennilegt leirlag allt að hálfum metra á þykkt. Þetta er svokölluð barnamold. Hún er mjúk og þjál og ljós-gulbrún að lit meðan hún er vot, en verður stökkari viðkomu og snjóhvít við þurrk. Ef bama- moldin er látin undir smásjá, kemur í ljós, að hún er því nær eingöngu úr örsmáum skeljum og skeljabrotum, af lífverum þeim, er nefnast kisilþörungar (eða eskilagnir eða díatómeur). Þetta eru örsmáar svifverur, sem lifa víða í mikilli mergð í vatni, og teljast til jurtaríkis- ins, þó að margar þeirra syndi knálega um í vatninu. Þegar jurtirnar deyja, rotna þær upp, en skeljarnar' falla til botns og mynda eðju eins og þá, sem hér var lýst. Danskur sérfræð- ingur hefur rannsakað fyrir mig lítið sýnishorn af barna- moldinni undan Rauðhól og fann í henni 117 tegundir kísil- þörunga. Sú tegundagreining leiddi í ljós, að bamamoldin hefur setzt til í ósöltu vatni, a. m. k. að mestu leyti. Af þessu er sýnt, að þarna hefur verið tjörn, oftast eða alltaf með ósöltu vatni, löngu áður en Rauðhóll varð til. Ennfremur sannar barnamoldin, að sjávar- flóðið mikla í ísaldarlokin hef- ur þá verið að mestu fjarað, eða a. m. k, niður fyrir 10 m hæð yfir núv. sjávarmál, þvi að í þeirri hæð liggur hún. Yfir barnamoldinni í Rauð- hólsgryfjunni liggur fínn ægis- sandur morandi af skeljum og skeljabrotum. Skeljarnar eru allar af sjódýrum. Eg hef get- að greint tíu tegundir af þeim örugglega, og eru allar þær tegundir enn algengar lifandi á sams konar sandbotni hér í Faxaflóa. Þetta lag sýnir, að sjórinn hefur hækkað aftur í bili og flætt inn yfir landið, þár sem tjörnin var áður. Enn- fremur sýna dýrategundirnar, sem eru frekar kulvísar, að þetta hið síðara sjávarflóð var ekki öllu kaldara en Faxaflói er nú, og hefur því ekki getað átt sér stað fyrr en alllöngu eftir ísaldarlokin, er sjórinn var fullhlýnaður. Yfir þessum ægissandi ligg- ur íremur þunnt lag af fínni, brúnni sandhellu, sem er miklu fastari í sér og hefur engar Helgadalur og sigstallurinn neðan við hann — Búrfell í baksýn — Séð af Kaldárbotn ahnúkum. skeljar að geyma. Þykir mér sennilegt, að það sé fokmynd- un, til orðin á þurrlendi, eftir að síðara sjávarflóðið fjaraði. Ekki hef ég fundið neinar gróðurleifar í þessu lagi, en það sannar engan veginn, að landið hafi verið ógróið. Ofan á þessu móhellulagi stendur loks Rauðhóll sjálfur. Hann hefur hrúgazt þarna upp í litlu eldgosi, eins og fyrr seg- ir, ofan sjávar, en ef til vill nærri sjávarströndu. Rauðhóll er elzta gosmyndun í grennd við Hafnarfjörð — að undan- skildu grágrýtinu, sem að vísu er hraun að uppruna, en runn- ið löngu fyrir ísaldarlok, enda ekki kallað hraun i daglegu tali. Nokkur rauðamöl er enn eft- ir í Rauðhól, en ekki auðvelt að ná henni. Það ber til, að hraunflóð eitt mikið hefur runnið kringum hólinn og ekki aðeins upp að honum, heldur yfir hin yztu börð hans, sem einnig eru úr Rauðamöl. Að- eins háhóllinn, sem stóð upp úr hrauninu, er burt grafinn. Hraunið kringum Rauðhól nefnist nú Hvaleyrarhraun. Það hefuf runnið út i sjó sunn- an við Hvaleyrarholt og komið að suðaustan, en verður ekki rakið lengra í átt til upptaka en að Stórhöfða. Þar hverfur það undir miklu yngra hraun, Brunann, sem síðar verður get- ið. í börmum malargryfjimn- ar í Rauðhól liggur Hvaleyr- arhraunið víðast milliliðalaust á rauðamölinni. Það þótti mér lengi benda til, að aldursmun- ur væri lítill, jafnvel enginn, á hólnum og hrauninu. En þeg- air gryfjan stækkaði, kom reyndar í ljós á litlum kafla í nýja stálinu örþunnt moldar- lag og þar yfir svart öskulag, hvort tveggja á milli rauða- malarinnar og hraunsins. í öskunni fundust kolaðir lyng- stönglar. Þetta þunna millilag með jurtaleifum sínum sannar ótvírætt, að þarna hefur þó verið komin lyngtó með þunn- um moldarjarðvegi neðarlega í austurbrekku Rauðhóls, áður en Hvaleyrarhraun rann þar yfir. Askan er sennileg'a úr sama gosi og' hraunið, sem yfir henni liggur. » Hvaleyrarhraun er einna fomlegast hrauna í grennd við Hafnarfjörð, og má vel vera, að það sé elzt þeirra allra. En það er helzt ellimarka á því, að sjórinn hefur klappað í það nokkurra mannhæða háan bergstall um núverandi sjávar- mál, þar sem nú heita Gjögrin sunnan við Hvaleyrarsand. Eg hef áður getið að nokkru Hafnarfjarðarhrauns, þ. e. hraunsins sem nær út í Hafn- arfjörð norðanverðan og kaup- staðurinn stendur að nokkru leyti í. Þetta hraun er auðvelt að rekja til upptaka. Það hef- ur komið upp í Búrfelli eða Búrfellsgíg skammt norðaustur frá Kald- árseli. Þaðan hafa runnið hraun eitt- hvað til suðurs og suðvesturs, en þau hvefra skammt frá upptökum undir yngri hraun, og verður eigi vitað, hvert þau hafa komizt. En langveiga- mesti hraunstraumur- inn er Hafnarfjarðar- hraun, sem teygist til norðvesturs og nær niður í sjó báðum meg- in við Álftanes, annars vegar að Lambhúsa- tjörn, sem er vogur inn úr Skerjafirði, er vogur inn úr Skerjafirði, hins vegar í Hafnarfjörð. Þetta er 12 kílómetra vegur mælt eftir miðjum hraunstraumnum. Minni kvísl úr þessum hraun- straumi hefur runnið sunnan við Setbergshlíð og breiðzt þar yfir, sem nú heitir Gráhellu- hraun; þaðan hefur hún runn- ið í mjóum taumi áfram ofan lækjargil og komið saman við meginhraunið aftur niðri á Hörðuvöllum. í Búrfelli er stór og djúpur gígur, en það er lítið einstakt eldfjall, aðeins 179 m yfir sjó og fáir tugir metra frá rótum. Sennilegast þykir mér, að þar hafi gosið aðeins einu sinni og öll hraun- in, sem þaðan hafa runnið, séu því jafngömul, en ekki er þetta óyggjandi, þó að ég ætli nú að gera ráð fyrir þvi. Hitt er full- víst, að það sem hér er kaUað Hafnarfjarðarhraun, hefur: runnið allt í einu lagi. Reynum nú að gera okkur í hugarlund, hvernig það land leit út, sem Hafnarf jarðarhraun breiddist yfir. Vitaskuld renna hraunflóð æfinlega undan halla og ekki skáhallt, heldur í þá átt sem hallinn er mestur. Það má því t. d. gera ráð fyrir, að hraun, sem lent hefur í árfar- vegi, yfirgefi hann ekki úr því, heldur fylgi honum svo langt sem magn þess endist til. Núi liggur meginstraumur Hafn- arfjarðarhrauns — sá sem lengstan veg hefur runnið frá upptökum — norðvestur á milli Setbergshlíðar og Vífilstaða- hlíðar. Þá er varla heldur að efa, að vatn, sem komið hefði upp á sama stað og hraunið, hefði einnig runnið sömu leið. Með þetta í huga er fróðlegt að athuga hinar miklu vatns- uppsprettur skammt frá Búr- felli, þar sem heita Kaldár- botnar. Þar eru upptök Kaidár, eins og nafnið bendir til, og þar er ennfremur hið nýja vatnsból Hafnfirðinga, Kaldá er ólik flestum ám í því, að hún er vatnsmest í upptökun- um, en minnkar stöðugt á leið sinni. Hún kemst ekki nema N Skýringarmynd af jarðlagaskipun í Rauðhól og Hvaleyrarholti, I. grágrýtisklöpp. II. grjótdreif á holtinu ofan við efstu sjávar- mörk. III. Sjávarmöl og lábarðir linullungar, k. hnullunga- kambur við efstu sjávarmörk. IV. set myndað á landi og i ó- söltu vatni, mést bamamóld. V. sjávarsandur með skéljum. VI. storkunagli í eldrásinni. VII. rautt gjall (rauðamöl), VIII moldarlag með koluðum lyngstönglum. IX. Hvaleyrarhrauv — (Úr Náttúrufr. 1952) Malargryfjan umhverfis Rauðhól í nóv. 1948. Síðan hefur enn gengið á hólinn. Sjávarsandurinn undir rauðamölinni er tákn- aður meö punktum og merktur x, par sem mest fannst af skéljum. — (Úr Náttúrufrœðingnum 1949).

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.