Þjóðviljinn - 24.12.1954, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 24.12.1954, Blaðsíða 15
Lif í eyðimörkinni Villikötturinn er óhultur iyrir óvininum efst upp í toppi risakaktusins; það er ekki á allra færi að klifra þangað. Hvað er eyðimörk? Margir munu halda, að eyðimörk sé ekki annað en geysivíðlent sand- flaemi, umleikið brennheitum vindum, og þeim kemur það á óvart er það sést í kvikmynd- um Walt Disneys, að eyðimörk- in morar raunar af lífi, en kvikmynd hans af eyðimerkur- lífinu fer nú um allan hnött- inn og vekur hvarvetna mestu furðu. Það á raunar við um þá eyðimörk sem næst okkur er, Sahara, að þar eru víðast brennheitar auðnir, sandur og grjót, en sumar aðrar, einkum hin geysivíðlendu flæmi í Norðurameríku, eru ekki sand- orpnar nema að tveimur hundr- aðshlutum. Raunar er lofts- lagið þurrt og heitt eyðimerk- urloftslag, en samt sem áður eru eyðimerkur Norðurameríku grænar og hafa fjölbreytt dýra- líf og þetta dýralíf er uppi- staðan í kvikmynd Walt Disneys og öðrum eldri myndum. Áður fyrr var sælzt til að taka myndir á þeim stöðum, sem mest líktust Sahara, en leikendurnir klæddir sem Ar- abar og Bedúínar, og leikurinn snerist auðvitað um lífið í Sa- hara. Nú er mönnum orðið Ijóst, að náttúran sjálf er ólíkt skemmtilegri og fróðlegri eins og hún kemur fyrir, en upp- lognar kynjasögur af þjóðum sem byggja hina fornfrægu eyðimörk Sahara. Eyðimerkurnar í Nevada hafa verið valdar til að gera þar hinar fyrstu tilraunir með kjarnorkusprengjur, þar kallast Nevada Proving Grounds sem þær fóru fram, oe er sá staður orðinn hinn hættulegasti, vegna geislaverkana sem ná djúpt niður í sandlögin, munu haldast lengi enn. En þetta hættusvæði er aðeins ör- lítið brot af allri eyðimörkinni, því hún er langtum stærri en ísland að flatarmáli. Samt er það víst, að ekki mun líða á ýkjalöngu fyrr en komin er mannabyggð um þetta svæði mestallt. Ýmsar eyðimerkur, sem fyrir 25—30 árum voru ó- byggðar með öllu, og vaxnar runnum á stangli, eru nú orðn- ar að breiðum byggðum, þar sem stórar hjarðir nauta eru á beit, innan um majsakra og lúzerniakra. Þess vegna er far-' ið að friða nokkra reiti, svo sem Dauðradalinn í Kaliforníu, en þar sýnist ekki björgulegt að byggja, og sá dalur er mörg hundruð kílómetra að lengd, og gína þar við ferðamanni blásin bein nauta, sem farizt hafa úr þorsta, en í Arizónáeyðimörk- inni er einnig vænn þjóðgarður friðaður, með' fágætum jurta- gróðri og furðulegum, og þang- að var farið til að taka mynd- irnar í kvikmynd Walt Disneys. Þessi þjóðgarður heitir Sugu- aro og er hann 50 000 hektarar að stærð. Hann heitir i höfuðið á þeirri kaktustegund, sem vex um eyðimörkina þvera og endi- langa. Þangað liggur jámbraut, og einnig er hægt að fara þang- að í bíl, enda eru aðeins tiu km þangað frá háskólaborg Arizona, Tucson. Sá sem þang- að kemur í fyrsta sinn, verður frá sér numinn af undrun og aðdáun. Þar gefur að líta ævin- týralegt útsýni yfir sanda, sem vaxnir eru gulgrænum runn- um á strjálingi og svimháum súlukaktusum, svo langt sem auga eygir, og kaktusana ber við loft yfir Santa Catalína fjöllunum í fjarska. Kaktus- arnir eru metri að þvermáli við rótina, og þeir ná oft 10 metra hæð, þeir eru mörg tonn að þyngd, og vaxa þétt svo að útsýni er ekkert milli þeirra og manni þykir sem gangi hann um annarlegan súlnaskóg. En kaktusinn hefur annað eðli en þau tré og sá gróður annar, sem okkur er kunnugastur, hann þolir þann þurrk, sem eyðimerkurloftslagið býður. En þótt langir þurrkar hafi geng- ið, megnar kaktusinn að bera mergð hvítra blóma og það ein- mitt i marz-apríl, en þá eru þurrkarnir mestir. Þessir risa- kaktusar eru oft greindir ofan til, m. a. vegna þess, að eldingu hefur slegið niður í toppinn, sem síðan greinist og líkjast kaktusarnir þá kertastjaka með mörgum örmum. Af kvikmyndinni er helzt að sjá, að blómin ljúkist t*pp með miklum flýti, og er það afar fagurt að sjá, en i rauninni gerist þetta hægt og hægt, og það er látið líða langt á milli þess að mynd er tekin, aílt að því klukkutími, en síðán eru þær sýndar á tjaldinu eins og þær væru teknar í sífellu. Þegar loksins fer að rigna í eyðimörkinni, en það er ætíð Eyðimerkur eru margs konar og bera ekki allar með réttu það nefn. a. m. k. ekki eyði- mörkin í Arizona, bar sem Walt Disney gerði kvikmynd sína um lífið í eyðimörkinni, sem sagt er frá í þessari grein. * hagnýta sér hið dýrmæta regn, sem ætíð stendur stutt við, en meðan rignir, er eins og hellt sé úr fötu, en jarðvegurinn megnar ekki að drekka í sig vatnið, svo þurr sem hann er. Vatnið safnast því í læki, sem velta fram kolmórauðir unz þeir verða að svo þykkri leðju, að þeir komast ekki lengra, en þorna þar sem þeir eru komn- ir, og vcrða þar skjótt að sprungnu leirflagi. En meðan á þessu stendur þjóta upp alls- konar jurtir, melasólir (valmú- ar), ofursmáar stokkrósir o. fl. o. fl. en ekki er þeim lengi til setu boðið, þegar þornar, hljóta öll blómin að visna. Risa- kaktusarnir hafa lagað sig bet- ur að aðstæðunum. Meðan á v rigningu stendur, keppast þeir við að drekka, og þenjast þeir þá út með ótrúlegum hraða. Þegar stofninn er þurr, er hann i einlægum fellingum langs, eins og harmoníka, en þá er hann tekur til að tútna út, slétt- ist úr fellingunum og hann verður helmingi digrari, og langt á milli broddanna, sem sitja í beinum röðum á hverju fellingarbroti, sem • út snýr. Hver af þessurn stóru jurtum getur drukkið sex tii sjö tonn af vatni. Á þessu verður jurtin svo að lifa allt árið oftast. Þyrnana. sem býsna óþægi- legt getur verið að taka á, not- uðu Indíánar áður í sérstökum tilgangi. Þeir þeir vildu senda skeyti í fjarlægð, kveiktu þeir í hrúgu af þyrnum við rótina, og létu eldinn læsa sig upp eft- ir þyrnaröðunum, svo að kakt- usinn varð sem kyndil! í nætur- myrkrinu. Til margs annars voru kaktusarnir íbúunum nyt- samlegir. Hina trjákenndu „beinagrind“ jurtarinnar, sem oft má sjá í sandinum þegar jurtin hefur fallið í ofviðri og ailt annað er horfið, notuðu Indiánarnir til bygginga, og úr ávöxtunum, sem ekki eru ó- svipaðir fíkjum, gerðu þeir vín, en möluðu kjarnana og bökuðu brauð úr þeim. Nú sem stendur éta rottur og úlfar óðara öll þau ógrynni ávaxta, sem þrosk- ast á kaktusunum h. u. b. mán- >iði eftir að þeir bera blóm. Þeir ganga svo vel að mat sín- um, að ekki nær eitt fræ af þúsund að vaxa. Eyðimörkin er ákjósanlegur dvalarsýaður fyrir dýrin, og hinn ákjósanlegasti staður til að athuga líf dýranna og taka myndir af þeim. Háskólinn í Arizóna hefur lengi (40 ár) haft eyðimörkina fyrir athugunar- og tilrauna- stöð i dýra- og jurtafi-æði, og einkum risakaktusinn og dýrin, sem nærast á ávöxtum hans, svo að nú vita rnenn flest um þá jurt sem vitað verður, nema aldur hverrar einstakrar. Kakt- usinn hefur enga árshringi. Plönturnar eru svo litlar fyrst í stað og árum saman, að þær losna fyrir hverri regnskúr og berast burt, og grasafræðingn- um getur hæglega sézt yfir þær þegar hann er að leita að þeim. Og þegar þær loks fara að dafna, vaxa þær þó ekki meira en fáeina sentímetra á ári. Það er talið að kaktusarnir séu ekki minna en 150 ára gamlir, og er það hár aldur á jurt, sem i rauninni er ekki trjákennd. Spætan heggur.holur í kaktus- ana, og af þeim er slík mergð, að rejmt er að marka af þeim aldurinn. Spæta þessi, kölluð gila- spæta, er sérlcga hygginn fugl. Hún heggur sér holu fyrir hreið- ur, sníður kringlótta rauf. og losnar þá kringlan frá, en vatn í ágúst og september, þá eru og kaktusarnir óðar tilbúnir að Skellinöðmrnar, jafnvel þótt smáar séu, eru engin lömb að leika sér við, en kengúrurottan er óhrœdd að bjóða nöðrunni byrginn, ef afkvœmi hennar eru í hœttu. 19 bullar upp um opið og hörfasr spætan þá frá, en jurtin grípur til varúðarráðstafana og stöðv-* ar vatnsrennslið, en skorpa myndast á sárinu. Þá kemur spætan aftur, og er þá húsið- orðið hið ákjósanlegasta, slét# og stinnt í botninn og svalt, þvi vætan sem undir er, veitir svala. IJglur byggja líka þessar þyrnóttu jurtir, og setjast offe að í yfirgefnum spætuhrciðr-* um, en hornuglan er of stór- vaxin fyrir þessi hreiður og. hreiðrar hún sig í öxlum m illl greinanna. Þá er að geta um gaukinn* sem hreiðrar sig í föllnum kakt- usum og klekur sjálfur út egg sín. Þessi gaukur er mikilí gönguskarfur, og það svo a@ enginn hestur dregur hann uppí, En ekki hefur hann samt viðl bílum í hröðum akstri. Hannt lifir á slöngum og eðlum, og. ærir hann bráð sína með þvi aO dansa fyrir framan hana með> þöndum fjöðrum á höfði og stéli, síðan tekur hann slöng- una upp á sporðinum og skekur hana svo hún ærist ennbá, meira. Þarna finnst lika hin eina af eðium. sem er eitruð, kállasti hún gila og er gulflekkótt, ljófe. og klunnaleg, og getur orðið> hálfur metri að lengd. Sú eðlat leggur aldrei á flótta, því húi* veit að sér er óhætt, hegguir hún eiturtönninni í óvinihrt þegar hún sér sér færi, en eitrið fer að spýtast óðar en húifc verður reið, og slefar hún því sem hvítri froðu, og er þá ekk* árennileg, og sex dropar aff eitri nægja til að drepa hun<3 á fáeinum mínútum. Hún lifir á eggjum fugla, ekki sizt gauks- ins. Mörg spendýr lifa þarna, Þarna eru skjaldbökur, sem eta> kaktusa, eyðimerkurrefir, ýms- ar tegundir af hjörtum, og lit’ni' naflasvínin, gaupan flýr undas* þeim upp i topp á kaktúsununv og þau eru örgustu þefdýr, osg: þarna eru einnig sjálf þefdýrin. og ganga á höndunum af ein— skærri gleði yfir því að geta spýtt hinum ógeðslega vökvst sínum framan i þann sem fyriae- þeim verður. Eyðimerkurrottan lætur Ijti® á sér bera, en af«þessum dýr- um er þarna mikil mergð, og: hún kallast kengúrúrotta, þvi, hún hoppar á afturfótunum og notar ekki framfæturnar til gangs, og eru þeir litlir og mjóir. Hún er fræg fyrir þa<5> að þurfa ekkert að drekka, og: vinnur hún sjálf vatn nieð. brennslunni i líkamanum. Þetta gera raunar öll dýr. En rotta. þessi fær ekkert annað vatn, og. verður hún þvi að fara spart með það lítið hún vinnur sér. Hlandið er lítið, en ákaflega salt og þykkt. Eyðimerkurrott- an gæti svalað sér á brimsöltut vatni, og hefur verið reynt aét gefa henni saltvatn að drekka og sýndist hún verða því fegin. Þessar rottur eru mörgu eyði- merkurdýrinu gómsæt krás, eti það er hægara sagt en gert að ná í þær, svo fimar eru þær að leita undan. Þær urðu Walt Disney leið- angrinum einna erfiðastar af öllum dýrunum, og varð með engu móti komizt að^æim fyrr en eftir margar vikur, en þá voru þær búnar að læra það. að þessi gestur á eyðimörkinnl . Framhald á 35. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.