Þjóðviljinn - 24.12.1954, Blaðsíða 10
10
Kort af hraununum nœst Hafnarfiröi. Strikin stefna því sem ncest í þá átt, er
hraunið rann.
með sér lausagrjóti og lausum
jarðlögum,. $em verða. á vegi
þeirra. Grjótið frýs fast í botn-
lagi jökulissins og dragnast-
með. Með því grópar og rispar
jökullinn klöppina líkt og
skörðótt hefiltönn. Frostið
sprengir nýtt lausagrjót upp úr
botnsklöppinni, svo að það
gengur aldrei til þurrðar.
Flestar grágrýtisklappir í
grennd við • Hafnarfjörð erú
skýrt rispaðar með þessu móti
og rispurnar stefnaallarh. u. b.
frá SA til NV. lireyfing jök-
ulsins hefur verið undan hall-
anum, ofan af Reykjanesfjall-
garði út í Faxaflóa. Einkar
skýrar og fallegar jökulrispur
eru uppi á Hamrinum fast
norðan við Flensborgarskóla.
Jökullinn hefur mætt fast á
þessum grágrýtishnjót á botni
sínum og fastast á þeim klöpp-
um, sem hallar til suðausturs
gegnt skriðstefnu hans; þar
eru rispumar dýpstar og allar
brúnir ávalaðar óg máðar.
Um margar þúsundir ára
svarf ísaldarjökull ofan af grá-
grýtisspildunni, sem þá mun
hafa náð ósiitin um allt það
svæði, sem nú er sunnanverð-
Ur Faxaflói og sveitir og heið-
at upp frá hónum allt til Þing-
vallavatns.
í ísaldarlokin, sennilega fyr-
ir fullum 10 þúsundum ára,
bráðnaði þessi jökull fyrir
batnandi loftslagi. En klappirn-
ar bera æ siðan þær minjar
hans, sem þegar er getið, og
annars staðar eru þær þaktar
jökulruðningi, þ. e. leir og
grjóti, sem jökullinn ýtti með
lá sem hæst; heldur af því að
þessir staðir hafa lyfzt mis-
mikið síðan. En ástæðan til
þess, að sjórinn fjaraði aftur
af undirlendinu, er sú, að land-
ið tók að lyftast, er jökulfarg-
inu létti af því. Áður hafði
jökullinn sveigt það niður. En.
landið lyftist afar hægt, og því
vann sjórinn á í bili og flæddi
inn yfir láglendið, er hann
hækkaði í ísaldarlokin.
Markalínan efstu sjávarmörjt
kemur einna gleggst frám í
því, að neðan hennar er stór-
grýtið, sem jöklinum lá þar
eftir, orðið að lábörðum hnull-
ungum af að velkjast í brimi;
en ofan línunnar verður þetta
grjót snögglega með ílötum
hliðum og lítt slævðum brún-
um, eins og jökullinn skildi við
það. Þá hafa hnullungarnir
einnig víða kastazt upp i
kamba, sem marka hæstu sjáv-
arstöðuna einkar glöggt og eru
í engu frábrugðnir nýmynduð-
um sjávarkömbum, nema hvað
moid og þurrlendisgróður er nú
kominn á milH steinanna. Yzt
á holtunum, þar sem brima-
samazt hefur verið, hafa sjó-
irnir sums staðar klappað berg-
stall í þau. Efstu -sjávarmörk
eru einkar glögg hringinn í
kringum Hvaleyrarholt, nema
að austan, þar sem mjótt eiði
hefúr téfigt það 'við meginlánd-
ið. Súnan og nórðán í holtinu
'V* • rr ;; • •; • " )*> iiit*
'eru breiðir Ilátir Hnullunga-
kámbar í 33 m hæð, en 'lágt
^ f.i -±- v‘l . ífi ••-•'
bérg að norðvestan.. Þetta sézt
glögglega af bílveginum yfir
holtið. Frá Hvaleyrarholti má
rekja þessa fornu fjöru í sömu
Ekki verður komizt landveg
til Hafnarfjarðar úr öðrum
byggðarlögum án þess að fara
yfir hraun, þvi að kvíslar úr
hinu mikla hraunflæmi Reykja-
nesskagans -ná út í sjó báðum
megin fjarðarins. Auk þess
stendur hálfur kaupstaðurinn
(þ. e. fyrir norðan eða „vest-
an“ læk) í hrauni, en hinn
hlutinn (fyrir sunnan læk) er
hraunlaus. Hraunið í Vestur-
bænum er í meira lagi mis-
hæðótt og setur einkennilegan
og fáséðan svip á þennan bæj-
arhlúta. Hraunhólar og drang-
ar skaga jafnvel hærra upp en
húsin; gömlu göturnar laga sig
eftir iandslaginu, brattar og
krókóttar, en hinar nýrri, sem
liggja beinna, eru ýmist hlaðn-
ar hátt upp yfir hraunbolla og
gjár eða sprengdar djúpt niður
i gegnum hraunkambana.
Þarna í Vesturbænum, þar sem
hraunið er hvað úfnast, er
skrúðgarður Hafnfirðinga,
Hellisgerðí. Að landslagi til, á
sá skrúðgarður sér engan Hka
hér á landi.
Þetta hraun, sem hluti Hafn-
arfjarðarbæjar stendur í, mun
ég í þessu erindi kalla Hafnar-
fjarðarhraun til hægðarauka,
því að það er ein heild, upp
komið í einu gosi. En raunar
heita ýmsir hlutar þess sér-
stökum nöfnum: Gálgahraun,
Garðahraun, Vífilsstaðahraun,
Urriðakotshraun, Gráhellu-
hraun, Smyrlabúðarhraun o. fl.
Suðurbærinn í Hafnarfirði
stendur í stórri eyju, sem
hraun umkringja, og sunnan
hennar (sunnan við Hvaleyri)
tekur við mikil breiða af mörg-
um misgömlum hraunum, óslit-
in suður að Vogastapa. Hér
(jruðtnunclufi jCjantanssoh.:
HRAUNINKRINGUM
HAFNARFJÖRÐ
verður aðeins getið þeirra
tveggja af suðurhraununum,
sem næst liggja Hafnarfirði.
Þó að þetta greinarkorn eigi
aðallega að fjalla um hraun,
þá þykir mér hlýða að fara um
það nokkrum orðum, hvernig
umhorfs var hér i Firðinum,
áður en hraunin urðu til. Ég
ætla þvi að rekja í tímaröð
helztu stórviðburði í sköpunar-
sögu Hafnarfjarðar frá ísöld.
Röð viðburðanna má heita Ijós,
en því miður get ég ekki tíma-
sett þá nema heldur ónákvæmt
og skal ekki eyða mörgum orð-
um að því. Timasetningin
stendur þó til bóta við nánari
rannsóknir.
Elzta bergmyndun Hafnar-
fjarðar, undirstaðan sem allt
annað hvílir á, er grágrýti. Ur
þeirri bergtegund er allt það,
sem við myndum í daglegu tali
kalla fasta klöpp, að undan-
skildum hraununum. Hamarinn,
sem Flensborgarskólinn stend-
ur á, er úr grágrýti, ennfrem-
ur allar þær hæðir í grennd-
inni, sem hafa „holt“, „hlíð“,
„brún, „hæð“ eða „alda“ að
endingu í nafni síriu. Ásfjall er
ein af rismestu grágrýtishæð-
unum. Víðast er grágrýtisklöpp-
in hulin lausum jarðlögúm, þ.e.
ýmiss konar melum eða grón-
um jarðvegi, En hvar, sem til
er grafið, kemur niður á klöpp-
ina fyrr eða síðar, og mjög
viða liggur hún ber. Hér verð-
ur ekki frá því sagt hvernig
þetta öldótta grágrýtislandslag
varð til, heldur hefjum við þar
söguna, er það er að verða full-
myndað og hvert holt og hæð
hefur fengið núverandi lögun
sína í öllum stórum dráttum.
Einu liljótum við þó að veita
athygli um uppruna þessa
landslags: Sá, sem þar vann
að síðastur hefur rist fanga-
mark sitt skýrum stöfum í
klappirnar. En það var jökul-
skjöldur sá, er lá yfir því nær
öllu íslandi á síðasta jökul-
skeiði ísaldarinnar. Jöklar
liggja ekki kyrrir, heldur mjak-
ast undan hallanum og sópa
sér og lá eftir, er hann bráðn-
aði.
Um þessar mundjr leysti ís-
aldarjökla víða um heim, og
við það hækkaði í öllum höf-
um. Fyrir þá hækkun var
sennilega mikið af botni Faxa-
flóa ofan sjávar. Sjórinn hækk-
aði meir en upp að núverandi
sjávarmáU. Mun hann hafa náð
mes’tri hæð skömmu eftir að
jökulinn leysti hér í grennd.
Enn má glögglega sjá hér á
holtunum við Hafnarfjörð og
Reykjavík, hvar sjávarborðið
hefur legið, er það var hæst.
Þau merki köllum við cfstu
s.jávarmörk. Þau liggja í 33
metra hæð yfir núverandi sjáv-
armál á Hvaleyrarholti sunn-
an við Hafnarfjörð, en um 10
m hærra á Öskjuhlíð í Reykja-
vík. Austur í Ölfusi er hæð
efstu sjávarmarka um 60 m,
uppi í Borgarfirði 80—100 m
og Austur í Hreppum allt að
110 m. Þessi misnrunur stafar
vitaskuld ekki af því, að sjáv-
arfletinum hafí hallað, er hann
I
hæð neðan við túnið á Jófríð-
arstöðum umhverfis hamarinn
hjá Flensborg (sem aftur er
fornt sjávarberg) og inn í
Lækjarbotna. Þaðan heldur
hún áfram, glögg malar- og
hnullungafjara, en að vísu
grasi gróin, laust neðan við
Setbergsbæinn og um hlaðið á
Þórsbergi. Loks hverfa þessi
efstu sjávarmörk undir Hafn-
arfjarðarhraun, sem rann
löngu eftir að sjórinn fjaraði
frá þeim.
Fast sunnan undir Hvaleyr-
arholti stóð til skamms tima
lítill hóll að mestu úr rauðu
hraungjalli og með grunna gíg-
skál í kolli. Hann hét Rauð-
hóll. Nú er litið eftir af Rauð-
hól. í hans stað er komin stór
malargryfja. Um 1940 var far-
ið að taka þarna mikið af
rauðamöl í vegi og fleira. Nú
er hún upp urin að kalla, svo
að undirlag hennar, sem er
harðla íróðlegt, kemur í ljós.
Eftir stendur þó stabbi í miðju,
og sér enn fyrir botni gígskál-